Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Hágæða hunda- og kattafóður Hátt kjötinnihald – ekkert kornmeti Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is og karl í brú eins og þeir gerast best- ir. Sólveig Sigurjóna stóð svo í tunnu ofan á brúarþakinu og sagði farþeg- um frá því sem fyrir augu bar. „Two a clock,“ kallaði hún í hljóðnema og benti fram fyrir bátinn og á stjórn- borða skaust hrefna upp úr kafinu. Hryggur hennar klauf hafflötinn og svo lyfti hún upp sporðinum og sveiflaði líkt og í kveðjuskyni. Stakk sér aftur niður í djúpið með miklu busli. Og aftur kallaði Sólveig eins og klukkan sló og fólkið leit á bak- borða. Í þessari leiðsögn þykir nefni- lega ágætt að farþegar ímyndi sér að þeir séu í miðjupunkti á klukku og að hvalirnir séu í frásögn staðsettir eins og vísarnir væru. Hvalur beint fyrir framan skip væri tólf á hádegi. Hvalategundir sem sjást helst á Skjálfanda eru hnísa, bletthnýð- ingur, hrefna og einstaka sinnum hnúfubakur. „Margir farþega okkar hafa lengi alið með sér þann draum að sjá hvali. Verða svo hreinlega uppnumdir þegar skepnurnar birt- ast þeim,“ segir Hilmar Másson há- seti á Garðari. Farþegana segir hann á stundum í uppnámi þegar þeir sjá steypireyði en hún sé helst á þessum slóðum síðla vetrar og snemmsumars. Þegar komið sé fram á sumarið og farþegarnir flestir séu þau stórhveli yfirleitt á bak og burt. Á hinn bóginn beri þó að nefna að hvalaskoðunarvertíðin sé alltaf að lengjast. Fyrsta ferð þessa árs var 5. mars og aldrei áður hefur verið farið svo snemma. Dansað við dyntótta hvali  Hrefna á stjórnborða  Sporði er spriklað  Eikarbátar og skonnortur Skipstjóri Gylfi Baldvinsson, karl- inn í brúnni, sést hér á útkíkkinu. Hvalafólk Sólveig Sigurjóna Gísladóttir og Hilmar Másson á sjónum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Hvalur Skepnurnar eru stórar og að fylgjast með þeim bylta sér og setja upp hrygg og sporð er tilkomumikið. Fanney Farþegar á útkíkki á hvala- slóðinni við Náttfaravíkur. Hvalatölur » Farþegar með íslenskum hvalaskoðunarfyrirtækjum á síðasta ári voru um 300 þús- und. » Því er spá að eftir fjögur ár muni um 690 þúsund manns fari í hvalinn. Varfærið mat gerir ráð fyrir 510 þúsund ferðamönnum hið mesta. » Um 16% þeirra sem fóru í hvalaskoðunarferðir hér árið 2014 voru Þjóðverjar. Frakkar eru 10%. Skonnorta Ópal kemur inn til hafn- ar og siglir hér fullum seglum. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hvalaskoðunarbátur Norðursigl- ingar, Garðar ÞH, var léttur á bár- unni og skreið liðlega út úr Húsavík- urhöfn á þessum fallega snemm- sumarsdegi. Skynja mátti eftir- væntingu meðal ferðamannanna sem stóðu úti á dekki, komnir í þykka vatnshelda kuldagalla og ekki veitti af, því golan var köld. Þegar komið var út á Skjálfanda stillti skip- stjórinn kóssinn til norðvesturs og tók stefnuna að Náttfaravíkum und- ir Kinnarfjöllum, en á þeim miðum heldur hvalurinn sig gjarnan. Leiðsögn er lærdómur Á leiðinni út flóann mættum við tveimur skonnortum Norðursigl- ingar, Hildi og Ópal. Einnig Fann- eyju sem er eikarbátur, en slíkir hafa verið uppistaðan í flota Norður- siglingar og reynst vel. Eru þægileg- ir og fimir í öllum snúingum eins og þarf þegar þarf nánast að dansa í kringum dyntótt hvelin, þegar þau koma upp á yfirborðið og sprikla sporði beint fyrir framan bátana eða við síður þeirra. Og þetta hefur að- dráttarafl, því þúsundir manna fara í hvalaskoðunarferðir með Norður- siglingu frá Húsavík, sem hefur ver- ið kynnt sem höfuðborg hvalaskoð- unar í heiminum. „Leiðsögn í hvalaskoðunarferð er talsverður lærdómur. Ég hóf störf hér í vor og áður en ég fór sjálf með ferðamenn þurfti ég að læra ákveðið handrit, ef svo má segja. Bæði varð ég að lesa mér til um hvali, fugla og staðhætti og fara í nokkrar ferðir með mér reyndara fólki,“ segir Sól- veig Sigurjóna Gísladóttir sem ann- aðist leiðsögn í leiðangrinum þegar Morgunblaðið var með í för. Uppnumnir farþegar Skipstjóri á Garðari var Gylfi Baldvinsson; gamalreyndur jaxl sem Tvö stórhveli sáust fram undan Hauganesi við Eyjafjörð á fimmtu- dag. Það er ekki algeng sjón, held- ur gerist slíkt bara einu sinni eða tvisvar á sumri. Um morguninn voru þau í samfloti en síðar um dag- inn skiptu þau liði. Að sögn skipverja á hvalaskoðunarbátnum Níels Jóns- syni EA-106, sem gerður er út frá Hauganesi, en þeir voru fyrstir til að sjá dýrin, voru þau á að giska 20 metra löng. Líklega er hér um ungar steypi- reyðar að ræða, en bakhyrnan á öðrum hvalnum þykir þó minna töluvert á langreyði, er fremur há og aftursveigð. Það hefur vakið upp þá spurningu hvort verið geti að um blending steypireyðar og lang- reyðar sé að ræða, eins og fannst í Skjálfandaflóa sumarið 2011 og sást þar síðast fyrir nokkrum dög- um, því bakhyrna steypireyðar er að jafnaði mun óverulegri. Að sögn fréttararitara Morgun- blaðsins verða myndir af skepn- unum sendar til Hafrannsóknar- stofnunar til nánari greiningar. Verður það gert eftir helgina. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Stórhveli Annað stórhvelið á ferð, með Hauganes við Eyjafjörð í baksýn. Stórhveli á ferðinni við Hauganes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.