Morgunblaðið - 18.06.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 18.06.2016, Síða 31
Elsku amma, við erum hér tveir saman komnir frændurnir og langar okkur bara að segja að það eru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp í sveitinni hjá ykkur afa sem krakkar og eru það bestu æskuminningar sem hægt er að hugsa sér. Það líður varla sá dagur þar sem ekki er hugsað um sveitina í þá tíð. Allt sem við gátum lært og tileinkað okkur hjá ykkur hefur klárlega nýst vel. Erfitt er að segja hvar við værum án þín, en við værum a.m.k. ekki þeir sömu í dag. Öll þau frí sem við fengum voru gleðitímar því þeim var mestmegnis varið með ykkur í sveitinni, því hvergi annars stað- ar vildum við eyða tímanum okk- ar en þar. Það sem við gátum verið að prakkarast og gera af okkur í sveitinni er rótin að öll- um þessum samansöfnuðu minn- ingum sem við eigum af þér og afa. Manstu þegar við tveir og Anna Sigga vorum seint að kvöldi ofan í skurði að ná gæs- inni? Gæsinni sem við ætluðum að bjarga því hún gat ekki flog- ið? Við munum hversu ískalt það var þetta kvöld, farið var að rökkva vel og við reyndum að hamast lengi vel við að ná henni. Við óðum út í skurðinn, vatnið náði yfir stígvélin og alveg upp að mitti sem gerði okkur renn- andi blauta. Við náðum henni nú að lokum eftir mikið erfiði og komum með hana öll ísköld heim með tárin í augunum af kulda og skottið á milli lappanna. Þú sem hefur alltaf verið svo barngóð settir okkur í heitt bað, lést okkur fá hlý föt og heitt að drekka. Þú varst nú ekki lengi að bjarga börnunum þínum þetta kvöldið. Já, heldur betur voru það góð- ir tímar, amma. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur og fylgjast með okkar komandi tímum. Þó við vildum óska þess að þú værir ennþá hér erum við samt glaðir að þú upplifðir ekki mörg og kvalafull elliár og fékkst að fara í rólegum svefni. Við elskum þig, amma, takk fyrir allt. Þorsteinn Ingi Ein- arsson og Jón Gunnar Sæmundsson. Elsku gamla vinkona mín. Mig langar að senda þér nokkur fátækleg kveðjuorð, en ég gæti hæglega skrifað um okkur hálfa bók. Okkar kynni hófust árið 1971 og héldust alveg þar til þú fluttist allt í einu til himnaríkis bara einn tveir og bingó, án þess að tala við mig, svona akkúrat létum við þegar við hittumst og vorum ekki í neinum vandræð- um með smá sprell og hlógum svo að öllu saman. Alda mín, þú varst vön að koma til mín á þorr- anum og vera hjá mér í tvær til þrjár nætur, við fórum í búða- ráp, fórum út að borða og gerð- um okkur huggulega daga. Þú komst til mín í apríl og við áttum yndislega daga í góðu veðri hér úti á pallinum og var okkur bor- inn matur út af unnusta mínum og Töru, elsta ömmubarninu mínu, og þarna létum við sólina leika við okkur og létum fara vel um okkur. Hvernig verður þorrinn án þín næst? Ég líklega kveiki bara á stóra hvíta kertinu mínu og fer með bænina sem okkur öllum var kennd og minnist þín og okkar góðu stunda með söknuði, annað er ekki hægt eftir árin okkar saman sem voru ekkert annað en skemmtileg. Kæra vin- kona, þú komst líka til mín á sorgarstundum og gerðir þær léttari með þínum kærleik og sprelli og fallegum huggunarorð- um, sjálf varst þú búin að ganga í gegnum ýmislegt misskemmti- legt um ævina og áttir gott með að setja þig í spor annarra. Jæja, ljúfan mín, með söknuði kveð ég þig, elsku Alda mín. Megi Guð almáttugur varðveita minningu þína, sálmaskáldin sjá um síðustu kveðjuorðin frá mér og unnusta mínum. Drottinn, vér þökkum þína miklu náð, í þinni kærleikshönd er allt vort ráð. Þökk fyrir leiðsögn þína um lífsins braut, ljós þitt, er skín í gegn um hverja þraut. Þökk fyrir ást, er tengir hönd við hönd og hjartaþel, er knýtir bræðrabönd. Þökk fyrir góðan vin, er var oss kær, vináttu, er lífi dýrast gildi fær. Þökk sé þér, Guði! Lof sé þér, Guð, sem veitir ljós og líf, líknandi höndum býrð oss skjól og hlíf, Lof sé þér fyrir vinar traust og tryggð, trú, von og kærleik, lífsins æðstu dyggð. Lof sé þér fyrir lögmál sannleikans, er leggur þú í vitund sérhvers manns. Lof sé þér fyrir gengin gleðispor, gæfurík minning fyllir hjörtu vor. Lof sé þér, Guð. (Ágúst Böðvarsson) En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók) Ingibjörg H.W. Guðmundsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 ✝ Vilhjálmurfæddist á Sauðárkróki 12. nóvember 1971. Hann lést á heim- ili sínu 12. júní 2016. Hann var sonur hjónanna Viðars Vilhjálmssonar, f. 20.12. 1949, d. 20.1. 2000, og Sig- ríðar Kristjáns- dóttur, f. 11.1. 1952. Hann átti tvö systkini: 1) Rósu Dóru, f. 3.6. 1973, gift Halldóri Þ. Gestssyni. Þau eiga sjö börn og eitt barnabarn. 2) Kristján Heiðar, f. 10.10. 1981. Villi Siggi var í sambúð með Kolbrúnu Evu Pálsdóttur, f. 14.10. 1976. Foreldrar hennar eru Páll Guðbergsson, f. 5.10. 1953, og Aðalheiður Ósk Vals- dóttir, f. 28.3. 1955. Börn Villa og Kollu eru: Við- ar, f. 3.5. 1999, Inga Vala, f. 5.6. 2002, og Rakel Eva, f. 4.6. 2013. Villi starfaði lengst af sem bíl- stjóri hjá Vöru- miðlun á Sauðár- króki, olíubílstjóri hjá Skeljungi Ak- ureyri og síðast í bílabúð KS í Kjarnanum Sauðárkróki Hann tók þátt í rallýkeppnum , var í 4x4 klúbbnum og hafði mjög gaman af að fara í jeppaferð- ir, keyra um á mótorhjólum, krossurum, og allskyns útivist. Útför Vilhjálms fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 18. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég sit hér ein í stof- unni okkar hellast yfir mig svo ótal margar minningar liðinna ára, elsku hjartans ástin mín. Ég myndi vilja óska þess að margt í sambandi okkar hefði verið öðruvísi en því er ekki hægt að breyta. Við vorum al- gjörlega umvafin ást. Ég vil trúa því langt inn að hjartarótum að þér líði nú bet- ur, bæði á líkama og sál, elsku ástin mín. Og þegar sá tími kemur hittumst við á ný. Ég munum ávallt varðveita allar okkar minningar, því við eigum þær svo ótalmargar. Takk fyrir að hafa verið til og gefið okkur þessi yndislegu börn sem við eigum saman, ást- in mín. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa börn- unum okkar í gegnum þessa miklu sorg. Ég á örugglega eftir að biðja til þín, ástin mín, um styrk í öllu þessu ferli. Ég get varla lýst því með orðum hversu sárt við söknum þín. Ég reyni að útskýra fyrir litla skottinu okkar að nú sé pabbi orðinn engill á himninum. Við munum aldrei gleyma þér. Ef ég ætti eina ósk. Ég myndi óska mér að fengi ég að sjá þig brosa á ný, eitt andartak á ný í örmum þér. Á andartaki horfin varstu mér. (Hannes Örn Blandon) Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég og þú, þú og ég. Þín Kolbrún (Kolla). Elsku pabbi, við elskum þig svo mikið að það er ekki eðli- legt. Ef við gætum þá værum við til í að hitta þig og sjá fal- legu augun þín, fallega brosið þitt og heyra yndislegu röddina þína segja við okkur að þú elskir okkur þúsund milljón sinnum, áður en þú myndir kveðja okkur. En ef við ættum eina ósk þá væri sú ósk að við hefðum átt fleiri stundir með þér og sagt oftar við þig að við elskum þig. Svo er rosaerfitt að hætta að hugsa um þennan hræðilega dag þegar þú fórst frá okkur, þá brast hjartað í okkur í þús- und parta og það er mjög erfitt að laga eitthvað sem er skemmt eða brotið en við mun- um öll reyna að hjálpast að og reyna að laga það, því við eig- um öll svo margar fallegar minningar um þig og ást til þín sem hjálpar okkur. Ef við gæt- um þá myndum við óska þess að allar stjörnurnar á himn- inum og allar plánetunnar hyrfu bara til þess að þú gætir verið hérna enn hjá okkur og við gætum sagt þér aftur og aftur hversu heitt við elskum þig út fyrir endimörk alheims- ins. Við munum aldrei gleyma þér og við munum alltaf hugsa um þig hvað sem gerist og ég vona að þú verndir okkur jafn mikið og þú gerðir þegar þú varst hjá okkur. Hann var ekki hetja eða þekktur af heiminum. En hann var stóra hetjan okkar og var alltaf elskaður. Hvíldu í friði, elsku pabbi, við munum aldrei gleyma þér. Risa knús í þitt hús. Viðar, Inga Vala og Rakel Eva Vilhjálmsbörn. Elsku Villi minn. Mikið vildi ég óska þess að geta hitt þig einu sinni enn og fá að taka utan um þig og segja þér hvað mér þykir vænt um þig. Nú get ég bara haldið utan um minningarnar og ég kveð þig með einni fallegri minn- ingu: Ég og þú uppi á eldhús- borði í Birkihlíðinni í náttföt- unum og pabbi að gefa okkur sanasól, lét okkur svo spenna greipar og fara með bænina sem hann kenndi okkur. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Hún Dóaddamía (Rósa Dóra mín, eins og þú kallaðir mig þegar við vorum lítil) vonar að nú líði þér vel og veit að pabbi og fleiri munu taki á móti þér. Ég mun gera mitt besta til að halda utan um Kollu, Viðar, Ingu Völu, Rakel Evu, mömmu og Kristján. Og eins og Heiðbjört amma sagði alltaf: Guð varðveiti þig. Þín systir Rósa Dóra. Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Það eru þung skref að fylgja ungum frænda síðasta spölinn. Glaðlyndum og viðkvæmum dreng sem ég gætti sumarlangt þegar hann var á öðru aldurs- ári. Dreng sem ég fékk að fylgjast með vaxa úr grasi, verða að fullorðnum manni og fjölskylduföður. Fjölskylduföður með mikla föðurást og stolt til barna sinna. Hvíl í friði, elsku frændi, og hafðu þakkir fyrir allt. Ég votta ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa syrgjandi móður, börn, unnustu, systkini og aðra nána ættingja. Minningin lifir um góðan dreng. Kristín G. Friðbjörnsdóttir. Vilhjálmur S. Viðarsson Kristín Ellerts- dóttir var eiginkona uppáhalds frænda míns og stórvinar pabba og fjöl- skyldu minnar allrar. Hún var aldrei kölluð annað en Stína hans Fúsa. Hún var mér ætíð góð og þau hjónin ómissandi ættingjar við stóratburði lífs míns s.s. ferm- ingu og útskriftir, stórafmæli og slíkt. Að vísu tvinnast minningar mínar um Stínu við samveru- stundir við þau bæði svona í flest- um tilfellum, í sveitinni, í hest- húsinu, heima hjá þeim í Rauðagerði, í nokkrum fjölskyl- duútilegum ofl. Eitt sumar er þó undantekn- ing að því leyti að ég fékk vinnu í þvottahúsi Sláturfélags Suður- lands sem var á horni Frakka- Kristín Valgerður Ellertsdóttir ✝ Kristín Val-gerður Ellerts- dóttir fæddist 10. desember 1934. Hún lést 28. maí 2016. Útför Kristínar fór fram 9. júní 2016. stígs og Hverfis- götu. Þar fékk ég að njóta samveru, sam- vinnu og kærleiks hennar. Þær stöllur sem þar unnu voru mér óskaplega góð- ar. Met ég þetta tækifæri mikils þ.e. að fá að kynnast Stínu á annan hátt en sem konu frænda míns. Í þvottahús- inu var hlegið, gert grín, heims- málin leyst en þó unnið af miklu kappi. Skondnari minning öðrum fremur snýr að ákvörðun um stað fyrir hina hinstu hvílu og snérist um útsýni, ég geng út frá því að útsýnið sé nægt þar sem hún er núna. Í gegnum tíðina hef ég oftlega haft orð á ríkidæmi mínu sem fólgið er í fólki frekar en fjármun- um – Stína og Fúsi frændi minn juku verulega á það ríkidæmi. Elsku fjölskylda – Pabbi, Elli, Jóhanna, Elín og allur ættleggur, kærleiki Guðs umvefji og huggi í sorginni og blessi minningu þeirra beggja. Guðlaug Tómasdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN STEINS JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sólvangi, áður til heimilis að Brunnstíg 5, Hafnarfirði, lést laugardaginn 11. júní. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 21. júní kl. 13. . Guðbjörg Stella Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, Ólafur Haukur Matthíasson, Eva Vilhelmsdóttir, Lilja Matthíasdóttir, Jón Þórir Jónsson, Oddrún Pétursdóttir, Eggert Norðdahl, Kristbergur Óðinn Pétursson, Sigurður Ómar Pétursson, Guðlaug Hrönn Pétursdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR VIGFÚSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ, 10. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 27. júní klukkan 13. . Svanur Marteinn Gestsson, Valgeir Gestsson, Jónína Rós Guðmundsd., Vilbergur Vigfús Gestsson, Anna Lilja Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS HAUKUR ÁGÚSTSSON frá Hemlu, V-Landeyjum, til heimilis að Seljahlíð, Hjallaseli 55, lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 20. júní klukkan 15. . Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ágúst Ingi Andrésson, Bryndís Jónsdóttir, Ingibjörg Andrésdóttir, Hreinn Guðmundsson, Guðjón Már Andrésson, Helgi Magnússon, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.