Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 52
 Lúðvík Kalmar Víðisson sýnir blý- antsteikningar af Óþekktum andlit- um á Mokka til 20. júlí. „Tilgangur þessara mynda var að skapa per- sónur án þess að notast við nokkr- ar fyrirmyndir eða annað til að styðjast við og gefa því áhorfand- anum tækifæri á að mynda sér sína eigin skoðun á hver persónan á myndinni er,“ segir Lúðvík um myndir sínar. Hann útskrifaðist úr LHÍ 2002 með BA gráðu í grafískri hönnun og lauk MA gráðu í Interactive Digital Media frá London 2005. Hann hefur síð- an unnið hjá CCP sem Con- cept artist. Lúðvík sýnir óþekkt andlit á Mokka LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2016  Á þriðju tónleikum sumartónleika- raðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, sem fram fara í dag, kemur fram tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Með honum leika þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel og Einar Scheving á trommur. Sérstakur gestur þeirra verður sænski gítarleikari Fredrik Olsson. Þeir munu flytja blúsaðan djass og djassaðan blús eftir Sigurð, bæði ný og eldri lög. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Vegna landsleiks Íslands í knatt- spyrnu hefjast tónleikarnir kl. 14 í staðinn fyrir kl. 15 eins og vanalega. Tónleikarnir standa í tvo tíma og því verður spilað til kl 16. Aðgangur er ókeypis. Tríó Sigga Flosa og Fredrik Olsson leika LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa nú náð að jafna loka- rimmuna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik gegn meisturunum Golden State Warriors eftir sigur í sjötta leik liðanna á heimavelli sín- um. Lokatölurnar 115:101 og verður meistaratitillinn í deildinni því út- kljáður í lokaleik liðanna annað kvöld í Kaliforníu. »4 Oddaleikur verður í Kaliforníu annað kvöld Spánverjar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 16-liða úr- slitum Evrópumeistara- mótsins í knattspyrnu þeg- ar þeir unnu Tyrki, 3:0. Spænska liðið hefur fullt hús stiga eftir tvo leiki. Kró- atar misstu vænlega stöðu gegn Tékkum niður í jafn- tefli, 2:2, eftir að gera varð hlé á leiknum vegna óláta. »3 Spánn kominn í 16-liða úrslit „Leikurinn við Ungverja verður erf- iður en við förum að sjálfsögðu í hann til að vinna. Bæði lið fara í leik- inn með því markmiði en þau eru svipuð og þá sérstaklega hvað varnarleikinn varðar. Við búumst við öllu í þessum leik,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem leikur öðru sinni á Evrópumeistara- mótinu í knatt- spyrnu í dag. »1 Kolbeinn býst við öllu í leiknum í dag Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hvað getur maður sagt? Ég er bara ægilega glaður, hrærður, undrandi og hneykslaður yfir því að svona ömurlegum listamanni hlotnist slíkur heiður,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson, léttur í bragði, og bætir við: „Nei, ég segi svona.“ Tilefni samtalsins er að í gær var hann útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2016. Athöfn fór fram í Höfða þar sem tilkynnt var um út- nefninguna. Ragnar hefur haft í nógu að snúast í listsköpun sinni undanfarin ár og komið víða við, ekki bara í myndlist- inni heldur einnig í tónlist, leikhúsi, kvikmyndagerð og bókmenntum. Bara á síðasta ári tók hann þátt í yfir 20 sýningum og í yfirgripsmikilli grein um Ragnar, sem birtist nýverið í tímaritinu The NewYorker og nefn- ist Play it again, segir m.a. að hann sé líklega sá listamaður í heiminum í dag sem er mest önnum kafinn. „Ég er búinn að hafa nóg að gera. Þessi tími hefur verið ákaflega ánægjulegur,“ segir hann. Nýkominn af Vesturbakkanum Sextán ár eru síðan Ragnar út- skrifaðist úr Listaháskóla Íslands. Spurður um helstu verkefnin í dag nefnir hann yfirlitssýningar í Barbican-listasafninu í London og Hirshhorn-safninu í Washington. Sýningin í London verður opnuð í næsta mánuði og í október í Washington. „Þessar sýningar gefa gott yfirlit um það sem ég hef verið að gera undanfarin 16 ár og gaman að þessar dásemdarstofnanir skuli vera að standa í þessu,“ segir Ragnar, en hann var einnig nýlega á ferðinni í Ísrael þar sem hann málaði olíu- málverk af húsum í landnemabyggð- um á Vesturbakkanum. Verkin eru sería sem kallast „Architecture and Morality“, eða Arkitektúr og sið- ferði, og er nú til sýnis á CCA- listasafninu í Tel Aviv. Ragnar segir ferðalagið um Vesturbakkann hafa verið mjög sérstakt og undarlegt að keyra þar um í tvær vikur á sendibíl og skella upp trönum þess á milli til að mála „ofbeldisfull en borgaraleg hús, umkringdur vélbyssum og spennu“. Þá er í undirbúningi sýning í Listasafni Reykjavíkur á næsta ári sem Ragnar segir of snemmt að greina frá í smáatriðum. Það er ekki bara nóg að gerast í listinni hjá Ragnari. Eftir helgina gengur hann í það heilaga með Ingi- björgu Sigurjónsdóttur myndlistar- konu. Þau hafa verið saman í nokkur ár en Ragnar á eina dóttur af fyrra hjónabandi. „Núna var stundin komin. Það gerði útslagið að ég var kjörinn borg- arlistamaður, þá sagði hún loksins já,“ segir Ragnar. Hrærður og hneykslaður  Ragnar Kjart- ansson borgar- listamaður 2016 Morgunblaðið/Ófeigur Borgarlistamaður Ragnar Kjartansson, Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016, með veglegan blómvönd, áletr- aðan stein og heiðursskjal. Tók hann við þessu úr hendi Sóleyjar Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar. „Verk hans geisla af smitandi húmor um leið og þau kalla fram í vitund okkar horfnar goðsagnir og margræðar myndir liðinna tíma. Þau brúa á einstæðan hátt bæði bilið á milli listgreinanna og eldri og nýrri miðla,“ segir m.a. í til- kynningu Reykjavíkurborgar um borgarlistamanninn. Fertugur að aldri á Ragnar að baki um 60 einkasýningar, 30 ólík- ar uppákomur og gjörninga víðs vegar um heim og hefur tekið þátt í meira en 60 samsýningum. Verk Ragnars hafa verið tekin til sýninga á virtum söfnum og gall- eríum, m.a. í París, Montreal, New York, Detroit, Chicago, Tel Aviv, Washington og London. Ragnar átti framlag Íslands á Feneyja- tvíæringnum árið 2009 með verk- inu Endalokin, eða The End, sem einnig var sýnt í Hafnarborg árið 2010. Þá er mörgum eftirminnileg sýningin The Visitors í galleríinu Kling og Bang árið 2013 en hún hefur einnig verið sett upp víða um heim. Gallerí i8, sem heldur nú utan um öll mál Ragnars, var í fyrra með sýningu á verkum hans, Me and my Mother, sem þau Guðrún Ásmundsdóttir, móðir hans, hafa tekið upp á fimm ára fresti allt frá námi hans í Listaháskóla Íslands árið 2000. Húmor og horfnar goðsagnir FERTUGUR AÐ ALDRI OG 60 EINKASÝNINGAR AÐ BAKI 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sjö fluttir af Secret Solstice 2. Tólf fengu fálkaorðuna 3. Erla hugsaði strax til Stefáns 4. Ungfrú Bretland svipt titlinum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu fyrst suðvestanlands síðdegis, hvassast við ströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustan til. Á sunnudag Suðaustlæg átt 3-10 m/s og rigning með köflum en úrkomulítið norðaustanlands. Gengur í austan 10-18 með rigningu suðaustanlands um kvöldið. Á mánudag Austan 8-15 með rigningu, einkum austanlands. Snýst í suðvestan 5-13 með skúrum um landið sunnanvert síðdegis. Hiti breytist lítið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.