Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Snjallsíma- og spjaldtölvu-leikurinn Angry Birds sló ígegn fyrir einum sex árumog ánetjuðust honum marg- ir, m.a. sá sem hér skrifar. Leikur- inn felst í því að skjóta fuglum með valslöngvu í átt að hindrunum úr gleri, steinum, spýtum o.fl. sem græn svín fela sig á bakvið, fella þær og drepa svínin í leiðinni. Kemst maður þá á næsta borð og verða þrautirnar sífellt þyngri. Samkvæmt Wikipedia alfræðivefnum höfðu 12 milljónir manna náð sér í leikinn tíu mánuðum eftir að hann kom út, sem sýnir hversu gríðarvinsæll hann var og er mögulega enn þó líklega hafi vinsældir hans dalað í hinu ógnar- mikla framboði snjallsímaleikja. Það var klókt hjá finnska fyrirtækinu Rovio, sem framleiðir leikinn, að ráðast í gerð teiknimyndar um fuglana og svínin í samstarfi við Col- umbia kvikmyndaverið þó mögulega komi hún fullseint, markaðslega séð, í ljósi þess hversu langt er um liðið frá því að allir voru að spila þennan leik. Og myndin er merkilega góð þegar litið er til þess að handritshöf- undar höfðu bara tvennt að vinna með, reiða fugla og græn svín. Sögusviðið er friðsæl eyja þar sem ófleygir fuglar af ýmsum gerðum búa saman í sátt og samlyndi. Einn er þó utangarðs, fuglinn Rauður sem er einstaklega skapstór og kemst ítrekað upp á kant við nágranna sína. Hann er skikkaður af dómara á reiðistjórnunarnámskeið og hittir þar fyrir aðra reiða fugla, m.a. Bomba sem er þeim hæfileika gædd- ur að springa í loft upp þegar fýkur í hann og Togga, leiftursnöggan, gul- an fugl sem safnað hefur hraðasekt- um. Dag einn koma græn svín með skipi að eyjunni og virðast hin vin- gjarnlegustu í fyrstu, halda fugl- unum mikla veislu þannig að þeir gleyma sér og á meðan stela svínin eggjunum þeirra. Fer Rauður þá fyrir björgunarleiðangri, ætlar sér að endurheimta eggin og reiðu fugl- arnir gera árás á borg svínanna með því að skjóta sér að henni með val- slöngvu. Einnig kemur til sögunnar örn sem fuglarnir hafa tekið í guða- tölu og aðstoðar við björgunina. Hið góða berst við hið illa eins vaninn er í flestum teiknimyndum og þó áhersla sé lögð í upphafi á að hafa beri hemil á skapi sínu reynist reiðin nauðsynleg þegar á hólminn er komið. Engu líkara en verið sé að réttlæta stríð, ef út í það er farið, þó sjálfsagt hafi það nú ekki verið ætl- un handritshöfunda. Fuglarnir eru skemmtilegar og litríkir, myndin er hröð og brandararnir margir. Sér- staklega eru fyndin samskipti Rauðs, Bomba og Togga við örninn mikla sem er ekki sú hetja sem þeir héldu heldur letingi og feitabolla. Atriði þar sem fuglarnir taka lagið er bráðfyndið og þá ekki síst vegna frábærrar frammistöðu íslenskra leikara í talsetningunni. Stefán Karl Stefánsson fer á kostum í hlutverki arnarins, að öðrum ólöstuðum. Teiknimyndin um reiðu fuglana er fínasta skemmtun þó ekki risti hún djúpt þegar kemur að boðskap eða söguþræði. Reiður Fuglinn Rauður á erfitt með að hemja skap sitt. Af bálreiðum fugl- um og svikasvínum Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó The Angry Birds Movie bbbnn Leikstjórar: Clay Kaytis og Fergal Reilly. Bandaríkin, Finnland, 2016. 97 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Minningar úr æsku Dóru fara að rifjast upp fyr- ir henni og langar hana að finna fjölskylduna sína sem hún sér í þessum nýju minningum. Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Laugarásbíó 13.30, 14.00, 15.40, 17.00, 17.50 Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.00, 14.00, 15.20, 15.20, 16.20, 17.40, 17.40, 18.40, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.15, 16.20, 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 13.00, 14.00, 15.20, 16.20, 17.40, 17.40, 18.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 12.40, 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 15.20, 17.40, 20.00 Smárabíó 13.00, 13.30, 15.20, 16.30, 17.45 Leitin að Dóru Florence Foster Jenkins Florencehafði þann eina galla að geta ekki haldið lagi. Metacritic63/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 20.00 Háskólabíó 17.30 Jökullinn logar Sagan af gullkynslóð ís- lenskrar knattspyrnu.sem skráði sig í sögubækurnar. . Morgunblaðið bbbnn Háskólabíó 15.00, 17.30 Borgarbíó Akureyri 15.50 Eftir endurfundi Calvin við gamlan skólafélaga dregst hann óvænt inn í heim alþjóðlegrar njósnastarfsemi. IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 19.30, 22.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Smárabíó 13.00, 13.00, 15.20, 17.40, 19.30, 20.00, 22.00, 22.20 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00, 22.10 Central Intelligence 12 TMNT: Out of the Shadows 12 Bræðurnirfá um nóg að hugsa á ný þegar Shredder fær vísindamann til að búa til nýja tegund af andstæð- ingum. Metacritic 40/100 IMDb 6,4/10 Sambíóin Álfabakka 12.30, 15.00, 17.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 15.20, 22.20 Sambíóin Akureyri 15.00, 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 The Conjuring 2 16 Myndiner byggð á einu þekktasta máli Ed og Lor- raine Warren, en það er draugagangur sem einstæða móðirin Peggy Hodgson upplifði árið 1977. Metacritic 8,1/10 IMDb 65/100 Sambíóin Álfabakka 14.15, 17.00, 20.00, 20.00, 22.20, 22.45, 22.45, 23.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 21.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 The Nice Guys 16 Metacritic 70/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 20.10, 22.45 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Warcraft 16 Í heimi Azeroth er sam- félagið á barmi stríðs. Metacritic 32/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 22.10 Alice Through the Looking Glass Lísa þarf hún að ferðast í gegnum dularfullan nýjan heim til að endurheimta veldissprota. Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 39/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 22.30 Money Monster 12 Reiður fjárfestir ræðst inn í upptökuver sjónvarpsþáttar og tekur framleiðsluteymi þáttarins í gíslingu. Metacritic55/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 20.10 Háskólabíó 20.00, 22.20 X-Men: Apocalypse 12 Metacritic 51/100 IMDb8,3/10 Smárabíó 22.30 Háskólabíó 20.00 Me Before You Louisu Clark býðst henni að annast athafnamanninn William Traynor sem lam- aðist eftir mótorhjólaslys. Metacritic 51/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 21.00 Sambíóin Kringlunni 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Mothers Day Metacritic 17/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Angry Birds Metacritic 49/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 13.50, 15.50, 17.50 Smárabíó 13.00 Háskólabíó 15.00 Sambíóin Keflavík 15.20 The Jungle Book Munaðarlaus drengur er al- inn upp í skóginum. Bönnuð innan 9 ára. Metacritic 75/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 12.30, 15.00 Ribbit IMDb 4,2/10 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.30 Zootropolis Metacritic 78/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Kringlunni 13.00 The Witch 16 Metacritic 83/100 IMDb 6,8/10 Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 22.00 The Treasure Costi hjálpar Nágranna sín- um að leigja málmleitartæki til að leita að fjársjóði. Bíó Paradís 18.00, 20.00 The Other Side 16 Metacritic 68/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 22.00 Arabian Nights: Vol. 1: The Restless one 12 Samtímaatburðir eru flétt- aðir inní form Scheherazade. Metacritic 80/100 IMDb7,2/10 bíó Paradís 17.30 Anomalisa 12 Metacritic88/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 Hross í oss Bíó Paradís 20.00 101 Reykjavík Metacritic 68/100 IMDb 6.9/10 Bíó Paradís 22.00 Draumalandið Bíó Paradís 18.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.