Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 27
„Verkin eiga að tala inn í samtím- ann,“ þótt flest séu þau frá 17. og 18. öld þegar allt annar tíðarandi ríkti. Umræðan hefur verið rekin í fjölmiðlum þar sem ólík sjónarmið koma fram. Talsmaður menningar- mála hjá sósíaldemókrötum telur um eðlilega þróun tungumálsins að ræða og í sama streng tekur for- maður danskrar málnefndar, sem segir að það sé í lagi að setja ný orð í stað neikvæðra (sic) orða. Þó þurfi að gæta að hafi listamaður gefið verkinu nafn, þá jafngildi breytingin sögufölsun. Myndlist- armaðurinn Kristian von Horns- leth segist ósáttur við að pólitísk rétthugsun endurnefni listaverk. Að breyta nafni er eins og að fjar- lægja lit úr málverki sem þá glatar merkingu sinni segir hann. Það er einmitt það sem gerðist þegar 17. aldar verkið „Negrahöfuð“ skipti um nafn og heitir nú „Höfuð af Afríkumanni.“ Heil saga var afmáð með þessari breytingu. Saga ný- lendutímans. Þessari endurritun sögunnar er Thomas Bloch Ravn, forstöðumaður Gamla bæjarins í Árósum algerlega mótfallinn. Hann segir „söfn [vera] skjól fyrir marg- breytileikann og það sem er öðru- vísi“. Hann telur hættu á að slíkt fikt við arfleifðina leiði til einföld- unar heimsmyndarinnar sem leitt geti til alræðishyggju auk þess sem allt slíkt fikt rýri trúverð- ugleika safnanna. Þessi óprúttna endurritun sögunnar minnir um margt á aðferðir alræðisstjórna síðustu aldar. Vanhugsuð eins og hún er hefur hún laumað sér inn í alla menningarkima okkar. Með notkun sinni á orðinu mú- latti tók Davíð Oddsson til varnar hinum sögulega veruleika og sendi sögufölsunarmönnum langt nef. Það kallar á hugrekki og þess vegna kýs ég Davíð sem forseta. Höfundur er lífeindafræðingur. UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun! 2 0 1 6 Grafinn með einstakri kryddblöndu hefur þú smakkað hann? „Fleiri menn með blöðruhálskirtils- krabbamein á fyrstu stigum velja að forðast meðferð“ er fyrirsögn á grein sem birtist í New York Times þann 24. maí sl. Blöðruhálskirt- ilskrabbamein (BHKK) er algengasta krabbamein karla. Á hverju ári greinast um 200 menn á Íslandi með þetta krabbamein, eða um fjórir menn á viku að meðaltali. Meðalaldur þeirra sem greinast er um 70 ár. Fátítt er að menn undir 50 ára aldri greinist með þetta mein. „Niðurstöður rann- sóknarinnar liggja fyrir og þú ert með krabbamein,“ er yfirlýsing læknis sem seint gleymist þeim sem heyra hana. Í framhaldi tekur við mjög erfiður ákvarðanaferill fyrir þann sem greinist og maka hans þar sem taka þarf ákvörðun um hvaða meðferð eigi að velja eða hvort ekki eigi að fara í meðferð. Ákvörðun er ekki einföld því kostir og gallar eru við alla valmöguleika. Almennt er viðurkennt að of margir menn fari í meðferð. Gallinn er aftur á móti sá að erfitt er að greina sérstaklega þá sem í raun þurfa á meðferð að halda. Greinarhöfundur greindist með BHKK fyrir 11 árum og tók þá ákvörðun að fara ekki í meðferð og hefur ekki enn gert það. Umfjöllun og þróun mála sem tengjast BHKK er mér því hugleikin. Ég tel ástæðu til þess að koma innihaldi þessarar greinar í NYT á fram- færi. Í greininni í NYT er fjallað um þær breyt- ingar sem eru að verða í meðferðarvali. Fram kemur að fyrir nokkr- um árum hafi um 10- 15% þeirra sem greind- ust með BHKK valið það sem nefnt hefur verið Virkt eftirlit – VE (Active surveillance). VE felst í því að ef gild- in við greiningu eru lág er ekki farið í meðferð heldur látið fylgjast með í reglubundnum mæl- ingum. Árið 2011 mælti National Institute of Health í Bandaríkjunum með þessari nálgun fyrir menn með BHKK á lágu stigi. Í athugun sem American Urological Association gerði á 15.000 mönnum sem greindir voru á árinu 2015 völdu meira en 50% þeirra sem greindust með BHKK VE í stað meðferðar. Miðað er við lág gildi þegar Gleason-gildið er 6 (3+3) eða lægra. (Flestir menn greinast með Gleason-gildi 6. Al- mennt er rætt um að þeir sem eru í lágum áhættuflokki með Gleason 6 (3+3) eða lægra / PSA 10 ng/ml eða lægra og í meðal áhættuflokki 7 (3+4) eða lægra / PSA 10 til 20 ng/ml geta valið VE en þeir sem eru með hærri gildi eigi að fara í meðferð. Taka má tillit til fleiri mælinga m.a. F-PSA.) Greint er frá því í greininni að dánarlíkur fari lækkandi og hætta manna sem greinast með BHKK á að deyja á næstu 10 árum verði aðeins 1% hvort sem þeir velja meðferð eða Virkt eftirlit. Í greininni kemur fram að ákvörð- un um VE sé auðveldari fyrir eldri menn sem eiga 10 til 15 ára líftíma fyrir höndum en yngri menn. Bent er á að yngri menn með lengri líftíma framundan taki áhættu að BHKK geti vaxið en ef þeir fara í meðferð taki þeir áhættu á aukaverkunum meðferða sem eru m.a. getuleysi og þvagleki. Mælt er með reglulegu PSA-blóðprófi sem er ekki talið óyggjandi fyrir stöðuna. Sagt er frá 55 ára gömlum manni þar sem PSA-mælingar sýndu hækk- andi gildi. Hann fór í vefsýnatöku sem sýndi Gleason-gildið 6. Mað- urinn ræddi við lækna sem mæltu eindregið með meðferð einkum vegna lágs aldurs. Maðurinn ákvað samt að velja VE. PSA-mælingar sem hann fór í sem hluta af VE-vali sýndu svo síðar lækkandi PSA-gildi langt undir þeim gildum sem talin voru hættuleg. Hækkandi PSA var svo talið geta hafa verið afleiðing sýkingar sem hann hafði orðið fyrir árinu áður. Sagt er frá öðrum manni 57 ára sem greindist með BHKK og Gleason 6. Ákvörðun hans, eins og margra sem greinast, miðaði að því að láta fjarlægja meinið. Hann segir meðferðina ekki hafa verið erfiða en það hefðu afleiðingarnar verið. Mað- urinn segist ekki hafa verið upp- lýstur um VE. (Umfjöllun minni um NYT-greinina lýkur hér.) Talið er að um þriðjungur þeirra sem velja VE hætti og fari í meðferð, ekki vegna þess að gildin hafi versn- að heldur vegna þess að þeir treysta sér ekki til þess að standa undir því óvissuálagi sem þeim finnst Virkt eftirlit skapa. Fyrir tveimur árum stofnuðum við nokkrir félagar sem hafa valið VE eftir greiningu stuðn- ingshópinn Frískir menn sem starfar í tengslum við Krabbameinsfélagið. Við teljum að VE-menn þurfi annars konar upplýsingar og stuðning en þeir sem hafa farið í meðferð. Við hittumst fjórum sinnum á vetri og berum saman bækur okkar. Við höf- um ekki fundið sambærilega stuðn- ingshópa erlendis. Ákvörðun í kjölfar BHKK-grein- ingar er afar flókin. Virkt eftirlit er ekki auðveld ákvörðun. VE sem með- ferðarval nær fyrst athygli um árið 2000. Langtíma reynsla er því tak- mörkuð en nálguninni vex ásmegin eftir því sem tíminn líður. Málið snýst ekki um að hvetja menn til ákvörðunar um að fara ekki í með- ferð. Málið snýst um að þegar staðið er frammi fyrir erfiðu meðferðarvali eftir greiningu viti menn af því að Virkt eftirlit er einn valmöguleik- anna. Hvort sem ákvörðun er tekin um Virkt eftirlit eða meðferð verða menn og makar að vera vel upplýst, sátt við ákvörðunina og hugsanlegar afleiðingar hennar. Eftir Þráin Þorvaldsson »Hvort sem ákvörð- unin er Virkt eftirlit eða meðferð verða menn og makar að vera vel upplýst, sátt við ákvörð- unina og hugsanlegar afleiðingar hennar. Þráinn Þorvaldsson Höfundur greindist með blöðruháls- kirtilskrabbamein fyrir 11 árum. Æ fleiri sem greinast með blöðruhálskirt- ilskrabba kjósa að fara ekki í meðferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.