Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 19.490 Verð Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is 2.990 Verð WERA Skrúfjárnasett 6 stk Mínus skrúfjárn frá 3.0 - 6.5mm og plús PH1 pg PH2. WERA 031280 Topplyklasett 171stk Vandað topplyklasett frá BATO með skröllum í stærðum 1/2", 3/8" og 1/4". Fjöldi hluta er 171 stk. BT 1171 Frábær verð! Jarðneskar leifar Lawrence Stack, slökkviliðsmanns í New York, voru í gær bornar til grafar. Stack er einn þeirra 343 slökkviliðsmanna sem týndu lífi í árás hryðjuverkamanna á Tvíburaturnana 11. september 2001. Lík hans fannst á sínum tíma aldr- ei og var eiginkona hans því búin að gefa upp alla von um að geta jarðað mann sinn. Nýverið leitaði fjölskyld- an hins vegar til blóðbanka í borg- inni og staðfestu starfsmenn þar að þeir ættu enn lífsýni úr slökkviliðs- manninum, en Stack var mjög iðinn við að gefa blóð er hann lifði. Var líf- sýnið afhent ættingjunum og það jarðað að viðstöddu fjölmenni. „Nú getum við loks lagt hann til hvílu,“ sagði Michael, sonur Stack, við fjölmiðla vestanhafs. Lawrence Stack var 58 ára gamall er hann lést þennan örlagaríka dag og hafði hann þá unnið sem slökkvi- liðsmaður í New York í 33 ár. Lagður til hvílu 15 árum eftir andlát AFP  Lést í New York 11. september 2001 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Íröskum hersveitum hefur tekist að sækja inn í miðborg Fallujah, en borgin hefur verið undir stjórn Ríkis íslams frá árinu 2014. Er um að ræða næstfjölmennustu borgina á valdi vígamanna í Írak á eftir Mosul í norðurhluta landsins. Harðir bardagar hafa geisað á milli íraskra hermanna og víga- manna Ríkis íslams undanfarnar vikur við Fallujah, eða allt frá því að stjórnvöld í Bagdad hrundu af stað stórsókn hersins. Er markmið henn- ar að brjóta liðsmenn samtakanna á bak aftur og endurheimta þannig borgir og bæi landsins. Bandarískar orrustuþotur veittu hermönnum á jörðu niðri mikilvæga aðstoð í gær, líkt og fyrri daga, og tókst þeim að ná stjórnsýslubygg- ingum í Fallujah á sitt vald. Breska ríkisútvarpið (BBC) greinir frá því að hermenn hafi endurheimt ráðhús- ið og dregið fána Íraks þar að hún. Ráðherra lýsti yfir sigri Ashton Carter, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir að írösku hermönnunum hafi tekist að ná talsvert stórum hluta borgarinn- ar á sitt vald en bætti við að nokkrir bardagar væru þó enn eftir. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, lýsti í gærkvöldi yfir sigri á sama tíma og hermenn héldu áfram að sækja inn í borgina. „Öryggis- sveitum hefur tekist að styrkja stöðu sína inni í borginni en það eru þó enn nokkur svæði eftir sem þörf er á að hreinsa á komandi tímum,“ hefur fréttaveita AFP eftir ráðherr- anum. Sjónarvottar segjast hafa séð hermenn sækja inn í mosku skammt frá ráðhúsinu. Mætti þeim þar hörð mótspyrna, s.s. leyniskyttur, sprengju- og skotárásir. Breskar sprengjur í Sýrlandi Orrustuflugvélar Breta gerðu í fyrsta skipti í gær loftárásir á skot- mörk tengd Ríki íslams innan landamæra Sýrlands. Var um að ræða þotur af gerðinni Tornado og tóku þær á loft frá herflugvelli í Kýpur. Skotmarkið var olíuvinnslu- svæði í austurhluta Sýrlands. For- setar Bandaríkjanna og Frakklands fögnuðu mjög þessum leiðangri Breta. Komnir vel inn í Fallujah  Íraskar hersveitir hafa sótt inn í miðborgina  Forsætisráðherra landsins lýsti í gærkvöldi yfir sigri á vígamönnum í Fallujah  Bretar varpa sprengjum á Sýrland AFP Vígvöllur Íraskar hersveitir létu sprengjum rigna yfir suðurhluta Fallujah um leið og hermenn sóttu inn í borgina. Reinhold Hann- ing, 94 ára fyrr- verandi fanga- vörður í Auschwitz- Birkenau útrým- ingarbúðunum í Póllandi, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild að dauða um 170 þúsund manns á árunum 1942-1944. „Hann vissi vel að saklaust fólk var á degi hverjum í Auschwitz myrt í gasklefum,“ sagði dómarinn er hann las upp dóminn, en sjónar- vottar segja Hanning hafa þagað þunnu hljóði og ekki sýnt neinar til- finningar þegar dómurinn var kveð- inn upp yfir honum. Í ákæru saksóknara kom fram að á tímum síðari heimsstyrjaldar hafi Hanning séð um að ákveða hvaða fangar skyldu veljast til erfiðisvinnu og hverjir ættu að fara beinustu leið í gasklefana. khj@mbl.is ÞÝSKALAND SS-vörður fékk 5 ára fangelsisdóm Reinhold Hanning Francois Hol- lande, forseti Frakklands, heit- ir því að auka ör- yggi lögreglu- manna, en fjölmargir lög- reglumenn hafa látið lífið í land- inu undanfarið. „Lögreglu- menn hætta lífi sínu. Við skuldum þeim virðingu og þakklæti,“ sagði forsetinn er hann ávarpaði þá sem viðstaddir voru minningarathöfn um par lögreglu- manna sem nýverið var stungið til bana á heimili sínu að viðstöddu þriggja ára barni sínu. Barnið slapp ómeitt frá ódæðinu, en árásarmað- urinn var íslamisti. „Lögreglumenn verða að geta varið sig þegar þeir eru ekki á vakt. [...] Það verða gerðar ráðstafanir til að tryggja nafnleynd þeirra og um leið öryggi,“ sagði Hollande. FRAKKLAND Tryggja þarf öryggi lögreglumanna Francois Hollande „Landslag stjórnmála hefur því miður breyst mjög til hins verra undanfarin ár,“ sagði Erna Solberg, forsætis- ráðherra Noregs, á blaðamannafundi sem haldinn var í Ósló í gær. Boðaði hún þar stærstu hernaðaruppbygg- ingu Noregs frá lokum kalda stríðsins, en varnarmála- ráðuneyti landsins hefur í hyggju að taka í notkun fjöl- margar nýjar orrustuþotur og kafbáta til að stemma stigu við þeirri ógn sem nú stafar af Rússum. „Við eigum nágranna í austri sem verður sífellt óút- reiknanlegri, styrkir hernaðarmátt sinn og sýnir vilja til að nota hervald sem afl í stjórnmálum,“ sagði hún og benti á að núverandi hernaðargeta Noregs dygði ekki til að takast á við þetta breytta landslag alþjóðastjórnmála. Orrustuþotur, kafbátar og leitarflugvélar Samkvæmt fréttaveitu AFP er nú til skoðunar að kaupa alls 52 orrustuþotur af gerðinni F-35, fjóra kaf- báta og nýjar kafbátaleitarvélar sem eiga að koma í stað sex eldri flugvéla af gerðinni P-3 Orion. Norska þingið þarf að samþykkja áætlunina svo kaupin fari í gegn. Efla varnir gegn Rússum AFP Bandamenn Erna Solberg hitti John Kerry á fundi í Ósló.  Forsætisráðherra Noregs vill hernaðaruppbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.