Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  141. tölublað  104. árgangur  EINSTAKT FRAM- LAG TIL LISTA OG MENNINGAR KAJAKRÓÐUR MILLI SKERJA VATNSLEYSUSTRÖND 12HJÁLMAR HEIÐURSDOKTOR 47 H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 6 1 6 0 3 0 Terbinafin Actavis 10mg/g 15 g krem TA H Ú S IÐ / A ct av iss 6 1 6 0 3 0 „Það verður mikið partý hjá Íslend- ingum í Marseille í kvöld [gær- kvöldi] og vonandi getum við öll fagnað meira á morgun [í dag],“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaða- mannafundi í Marseille í gær vegna landsleiksins gegn Ungverjum á EM í dag. Leikurinn hefst kl. 16. Hátt í 10 þúsund Íslendingar eru mættir til Marseille til að styðja landsliðið. Fjöldi fólks var þegar mættur á svæðið í gær. Meðal þeirra var 80 manna hópur á vegum Hús- víkingsins Hólmfríðar Garðars- dóttur, sem rekur litla ferðaskrif- stofu. Allur hópurinn tengist Húsavík meira og minna. Sálfræðingar, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, segja árangur landsliðsins hafa mikil og góð áhrif á þjóðarsálina og jafnist á við stóran skammt af geðlyfjum. Mót sem þessi sameini fólk, líkt og þorskastríðin. »2, 6, 22, Íþróttir og Sunnudagur „Vonandi getum við öll fagnað meira“  Ísland mætir Ungverjalandi í dag Morgunblaðið/Golli Evrópumótið Íslenskir stuðningsmenn í Frakklandi eru litríkir. Í Sunnu- dagsblaðinu er birt myndasyrpa eftir Golla, ljósmyndara Morgunblaðsins. Hin víðfræga hljómsveit Radiohead gerði gott mót í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram í Laugardal. Eftirvænting var mikil meðal tónleikagesta, en mikil röð mynd- aðist fyrir utan höllina í aðdraganda tónleikanna. Radiohead á rætur að rekja til Bretlands og hefur selt yfir 30 milljónir platna um heim allan. Meðal frægustu laga sveitarinnar eru lögin Creep, Karma Police og Paranoid Android. Var hljómsveitin eitt aðalatriða hátíðarinnar, sem hófst á fimmtudag og lýkur á sunnudagskvöld. Hér er aðalsöngvarinn Thom Yorke í ham á sviðinu. »46 Morgunblaðið/Ófeigur Tónlistarhátíðin Secret Solstice stendur yfir um helgina Radiohead fór mikinn í höllinni Skúli Halldórsson sh@mbl.is Dagvöruverslun í maí var 4,1% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjustu vísitölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Mikil verslun var með bygg- ingavörur og hefur sú vísitala ekki ver- ið hærri síðan mæl- ingar hófust 2012. „En hún hlýtur einnig að vera í methæðum frá því fyrir hrun, eða það myndi maður ætla,“ segir Árni Sverrir Hafsteins- son, hagfræðingur hjá Rannsókna- setrinu, við Morg- unblaðið. Verslun með byggingavörur var 22% meiri nú en í maímánuði á síðasta ári á föstu verðlagi, en 23,7% meiri á breytilegu verðlagi. Þá jókst verslun með húsgögn um á bilinu 18,3 til 18,9% frá sama mánuði í fyrra. Segir í skýrslu Rannsóknasetursins að hún hafi verið lífleg undanfarna mánuði. Ef síðustu sex mánuðir séu þannig bornir saman við sama tímabil á síðasta ári, sé aukningin um 27%. Ekki á sama stað og fyrir bankahrun „Húsgagnaverslunin hefur þó ekki náð þeim hæðum sem hún gerði fyrir hrun,“ seg- ir Árni og bætir við að verslun með varan- legar neysluvörur sé almennt ekki komin á sama stað og fyrir hrun bankanna. „Neysla óvaranlegra vara, svo sem matar og drykkjar, er hins vegar komin á sama stað og áður. Það virðist vera sem Íslend- ingar séu örlítið ragari við að kaupa þessar varanlegu neysluvörur, húsgögn, föt og þess háttar.“ Blómleg verslun í dagvöru  22% aukning í maí í byggingavöruverslun Aukin velta » Verslun með húsgögn jókst um tæp 19% frá maímánuði í fyrra. » Verslun með byggingavörur jókst um 23,7% á breytilegu verðlagi. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur- borgar, segist undrast aðgerðir lög- reglu í gær, en skert aðgengi og sýn almennings við hátíðahöldin á Austurvelli í gær virtust koma mörgum gestum í opna skjöldu. Vakti viðbúnaður lögreglu athygli margra sem þangað lögðu leið sína. „Það virðast allir hafna því að bera ábyrgð á breikkun bilsins á milli athafnarinnar og almennings,“ segir Þórgnýr í samtali við Morgun- blaðið. „Það er eðlilegt að auka öryggisgæslu vegna boðaðra mót- mæla, en í ár var ekkert slíkt, öfugt við það sem var í fyrra. Ég hef fulla trú á fólki til að hegða sér.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlög- regluþjónn, sem fór með aðgerða- stjórn á vettvangi í gær, segir ná- kvæmlega sama viðbúnað hafa verið í ár og í fyrra, utan þess að girðingin vestan megin hafi verið færð fimm metrum utar. Aðspurður telur hann ólíklegt að fyrirkomulagið muni breytast nokkuð að ári liðnu. Morgunblaðið sagði í gær frá því að rætt hefði verið um það innan for- sætisráðuneytisins að takmarka að- gang almennings að þjóðhátíðar- höldunum. „Ég tel persónulega að girðingar séu af hinu illa og við eigum að vera tilbúin að treysta fólki,“ sagði Sig- urður Ingi Jóhannsson forsætisráð- herra í blaðinu í gær en ekki náðist í hann í gærkvöldi. sh@mbl.is »10 Undrast lok- anir lögreglu á Austurvelli Öryggisgæsla Lögregluverðir stóðu vörð innan girðingarinnar.  Skert aðgengi kom gestum á óvart Ljósmynd/Rannveig Tenchi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.