Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 69.900 kr. Á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherbergi á Buenavista. Alicante 28. JÚNÍ, 7 NÆTUR VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Byrjað var að hífa Jón Hákon BA upp af botni Ísafjarðarhafnar í gærkvöldi og kom hann fljót- lega úr kafi. Sigurður Ásgrímsson, stjórnandi aðgerða, sagði að fargið sem þyrfti að lyfta væri um 40 tonn. Spilið á Þór var notað til að lyfta annarri hliðinni og á hina síðu bátsins voru settir stórir belgir. Göt á skrokknum voru þétt og sjó dælt úr bátnum í gærkvöldi. Til stendur að taka bátinn í slipp á Ísafirði eftir helgi. gudni@mbl.is Jón Hákon BA aftur upp á yfirborðið Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Björgunaraðgerðir héldu áfram í gær í Ísafjarðarhöfn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Erfitt er að uppræta spánarsnigil hafi hann einu sinni náð fótfestu. Erling Ólafsson, skordýrarfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði að nágrannaþjóðir okkar hafi lengri sögu að segja en við af spán- arsniglinum. „Þær hafa ekki fundið ráðið gegn honum,“ sagði Erling. Hann sagði að spánarsnigillinn geti átt bæði slæm og góð ár. „Í fyrra sáust engir spánarsniglar fyrr en í október af því það kom ekki sumar fyrr en seint og um síðir. Nú kom sumarið ef til vill of snemma og hann nýtur góðs af því.“ Spánarsnigill er hér á sínum nyrstu útbreiðslumörkum og er háð- ur því að fá góðan meðbyr af og til. Hins vegar væsir ekki um hann í upphituðum gróðurhúsum eða þar sem jarðvegur er volgur. Erling sagði að ýmsir hefðu spurt hann hvað ætti að gera til að útrýma spánarsnigli. Í þeim efnum er fátt um svör annað en að eyða þeim spánar- sniglum sem finnast. Líklega er mannúðlegasta leiðin að setja dýrið í box og svæfa svefninum langa með því að frysta það og farga svo hræinu. Pardussnigillinn sestur að „Spánarsnigillinn á hér einn náttúrulegan óvin, pardussnigilinn,“ sagði Erling. „Pardussnigill fannst hér fyrst í Grafarvogi sumarið 1997. Honum hefur fjölgað mest í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins.“ Pardussnigill hefur einnig fundist í Hveragerði og á Seyðisfirði. Erling sagði að pardussnigill væri ekki skaðvaldur. Hann lifir aðallega á rotnandi plöntuleifum og sveppum en er líka sólginn í sniglaegg og getur jafnvel drepið litla snigla. Pardus- snigillinn er langur og teygir sig í allt að 20 sentimetra lengd. „Ef hann skríður yfir slímrönd spánarsnigils þá tekur hann 90 gráðu beygju og eltir spánarsnigilinn. Par- dussnigillinn er miklu hraðskreiðari og eltir spánarsnigilinn uppi. Ég mæli með því að fólk leyfi pardus- sniglinum að vera. Þetta er nýbúi og menn eiga að taka vel á móti þeim á meðan þeir eru ekki með nein leið- indi,“ sagði Erling. Spánarsnigillinn á einn óvin  Erfitt er að útrýma spánarsnigli þar sem hann hefur komið sér fyrir  Annar nýbúi, pardussnigillinn, er eini náttúrulegi óvinur spánarsnigils hér á landi Pardussnigill Hann er til bæði dökkur og ljós og getur verið 20 sm langur. Ljósmyndir/Erling Ólafsson „Listin, umfram önnur vísindi er byggja á glímu hugaraflsins við raunveruleika mannskepnunnar, er því eitthvert sterkasta mótunarafl heimssögunnar. Í listinni geymum við andrými hvers tíma; menn- inguna og mennskuna,“ sagði Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, við útskriftar- athöfn skólans í gær. Gerði hún að umtalsefni sínu pólitík og list og áhrif þeirra hvorrar á aðra. „Þrátt fyrir þessi óumdeildu sannindi um vægi listanna, á list- sköpun sem og varðveisla og fram- setning menningararfleifðarinnar mjög undir högg að sækja hér á landi. Listir njóta ekki sannmælis; ekki sem skapandi vísindi, ekki sem fræðasvið, ekki sem atvinnugrein eða sem forsenda nýsköpunar. Til lista er horft í orði en ekki á borði. Listir njóta ekki skilnings þeirra sem bera hitann og þungann af því að móta samfélagsmynd- ina,“ sagði Fríða. Hún sagði stjórnmálin hafa þrengt svo skil- greininguna á hinu pólitíska að einungis skamm- tímasjónarmið eða þröngir hags- munir þeirra sem séu frekir til valdsins ráði ríkjum. „Skilningsleysi gagnvart há- skólastiginu er þó sýnu alvarlegast hvað viðkemur háskólanámi í list- um. Listaháskóli Íslands, sem í dag útskrifar 140 nemendur sem allir stóðust einhver ströngustu inntöku- skilyrði háskólanáms á Íslandi og erfitt nám í kjölfarið, ber til að mynda ábyrgð á því að viðhalda einni stærstu atvinnugrein þjóðar- búsins og skákar þar áliðnaði, fisk- vinnslu og landbúnaði hvað fjölda ársverka varðar,“ sagði Fríða og vísaði þar til skapandi atvinnu- greina sem sköpuðu 15 til 20 þús- und manns atvinnu. Með þeim störf- um sé stuðlað að verkefnum sem aðrar greinar byggi sína afkomu á, og nefndi þá ferðaþjónustu sem dæmi. „Það er ykkar sem farið héðan út í dag, sem vel menntaðir listamenn, að glíma við það viðhorf sem ég hef lýst í þessu ávarpi og vinna á því bug. Halda áfram að rækta pólitísk eigindi listarinnar og samþætta þau þjóðfélagsmyndinni, samfélaginu til heilla.“ Listir njóti ekki sannmælis Fríða Björk Ingvarsdóttir  Horft til lista í orði en ekki á borði, sagði rektor LHÍ í ávarpi Icelandair leitaði á nýjar slóðir á dögunum þegar í skoskum fjöl- miðlum birtist auglýsing félags- ins sem beinist að Skotum, nánar tiltekið Tartan Army, áhangend- um skoska lands- liðsins í knatt- spyrnu. Í auglýsingunni er óskað eftir því að Skotarnir styðji hið íslenska landslið og geri sér ferð til Frakk- lands með Icelandair, til að styðja liðið enda hafi Skotar sjálfir ekki komist upp úr undankeppninni. Vísað er til ýmissa líkinda milli þjóðanna tveggja, bæði lið spili í bláum og hvítum búningum, hái harðar rimmur á vellinum og spili með hjartanu. Einnig er tekið fram að fyrsta alþjóðaflug Icelandair hafi „að sjálfsögðu“ verið til Skotlands. Auglýsingunni fylgir liðsmynd landsliðsins við brottförina til Frakklands, þar sem því var stillt upp í stiga upp í flugvél Icelandair. Vilja sjá Skota í stúkunni Liðið Myndin sem birt var í Skotlandi.  Leita fleiri stuðn- ingsmanna fyrir EM Spánarsniglar fylgdu blóma- bökkum með stjúpum sem seld- ar voru á Norðurlandi. Morgun- blaðið hefur ekki fengið upplýsingar um hver ræktaði stjúpurnar sem um ræðir. „Bæði gróðrarstöðvar og garðeigendur þurfa að vera á varðbergi gagnvart spánarsnigl- inum,“ sagði Vernharður Gunnarsson, formaður Félags garðplöntuframleiðenda. Hann taldi að enginn framleiðandi dreifði spánarsniglum viljandi. Vernharður sagði það slæmt ef spánarsnigill næði að grassera hjá einhverjum sem dreifir hon- um, væntanlega óafvitandi, um landið. Það sé eðli sniglanna að skríða í skjól, t.d. undir blóma- bökkum, og þar geti þeir falist. Þarf að vera á varðbergi VÁGESTUR Í GRÓÐRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.