Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 6
Náttúrufræðingurinn
86
vettvangsferðir með nemendur sem margir öðluðust
þannig fyrstu nasasjón af vistfræði og fylkingum líf-
vera. Þörfin fyrir rannsóknir var brýnni en nokkru
sinni. Um þetta leyti var sannleiksgildi málsháttarins
að kapp væri best með forsjá að byrja að koma ljós.
Minkurinn (Mustela vison) hafði lagt undir sig allt
landið. Óheft og illa rökstudd framræsla hafði skilið
gjöfult mýrlendi eftir í sárum. Raforkuver, iðnvæð-
ing og vegagerð voru í mikilli sókn en einstök nátt-
úra landsins hafði gleymst og mikill skortur var á
mannafla á sviði vistfræðinnar.
Rannsóknarverkefni Agnars voru í fyrstu í hagnýt-
um fræðum en urðu smám saman að rannsóknum á
undirstöðuatriðum vistfræðinnar. Í doktorsverkefni
Agnars um vistfræði máfa hafði komið í ljós að tvær
tegundir, hvítmáfur og silfurmáfur, blönduðust hér
á landi og leiddi sú uppgötvun Agnars af sér merka
nýjung á sviði þróunarfræði.11,12 Eftir að Agnar hóf
störf við Háskóla Íslands beindist áhuginn fljótlega
að sjávarlíffræði, einkum vistfræði fjöru og grunn-
sævis. Rannsóknir á fjöru urðu brátt helsta viðfangs-
efni hans. Hann kom sér upp stöðluðum aðferðum
og kannaði mæld fjörusnið um land allt. Loks ritaði
hann um fjörur landsins undirstöðuverk sem kom
út í safnritinu Zoology of Iceland.13 Þetta starf leiddi
einnig til víðtækrar samanburðarrannsóknar á kletta-
fjörum við norðanvert Norður-Atlantshaf, Kyrrahaf
og í Suðurhöfum.14 Um leið gerðist Agnar braut-
ryðjandi í að skýra uppruna fjörulífs í austanverðri
Norður-Ameríku og markaði sér þar með alþjóð-
legan sess í líflandafræði.15
Agnar Ingólfsson sinnti kennslu og rannsóknum af
mikilli elju þrátt fyrir heilsubrest. Hjartað bilaði vorið
1986 og eftir það var starfsorka hans skert. Agnar hafði
einlægan vísindalegan og félagslegan áhuga á fræð-
unum og jafnframt á umhverfisvernd. Hann vann
að stofnun Náttúruverndarfélags Suðvesturlands
árið 1970 og sat í stjórn þess til 1972. Þá var hann
kjörinn varamaður í Náttúruverndarráð og átti þar
sæti til 1987. Einnig sat hann í Fuglafriðunarnefnd og
ýmsum öðrum starfshópum á vegum hins opinbera.
Agnar Ingólfsson var árum saman fulltrúi Íslands í
stjórn tveggja norrænna samvinnuhópa um fram-
haldsnám í vistfræði, Norræna vistfræðiskólans
(NKE – Nordisk Kollegium for Ekologi) og Norræna
sjávarlíffræðiskólans (NKMB – Nordisk Kollegium
for Marinbiologi). Loks beitti Agnar sér fyrir stofnun
Líffræðifélags Íslands og varð hann fyrsti formaður
þess, 1979–1983.16
Eftir heimkomuna, að loknu námi og starfi erlendis,
beindust rannsóknir Agnars innanlands einkum að
ströndinni og lausn vandamála sem tengdust með-
ferð og vernd strandlengju og sjávar, til dæmis vegna
vegagerðar og uppfyllinga.17,18 Rannsóknir Agnars
á íslenskum fjörum hafa leitt til óvenju mikillar og
staðgóðrar þekkingar á þessu merkilega búsvæði, en
um leið urðu til alþýðleg rit um fjörulíf.19,20
Árið 1989 fór Agnar í rannsóknarleiðangur til New
Þau hjónin Linda og Agnar voru afar samhent og hjálpuðust að í rannsóknarferðum. Hér eru þau í fugla- og hvalaskoðunarferð við
Vestmannaeyjar sumarið 2004. Ljósm.: Ingi Agnarsson, 11. ágúst 2004.
84_3-4.indd 86 1801//15 16:54
167
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hann mældist lítið eitt minni í
fjörum við norður- og austurströnd
landsins. Þótt þéttleikinn hafi ekki
verið eins mikill í bóluþangsfjörum
(Fucus vesiculosus) og klóþangs-
fjörum kom fram svipað þéttleika-
mynstur í báðum fjörugerðum, þ.e.
þéttleiki jókst eftir því sem neðar dró
í fjörunni. Í bóluþangsfjörum var
þéttleiki mestur við norðan- og aust-
anvert landið. Þriðja fjörugerðin sem
Agnar skilgreindi voru skúfaþangs-
fjörur (Fucus distichus). Í þeirri fjöru-
gerð var þéttleiki Halocladius-lirfna
minnstur af þessum þremur, og var
útbreiðsla lirfnanna einkum bundin
við norðan- og austanvert landið.
Samanburður á þéttleika Halocla-
dius-lirfna á mismunandi búsvæðum
í Dýrafirði sýndi að hann var að
meðaltali langmestur í klóþangs-
fjörum (961 lirfa m-2), og töluvert
lægri á leirum (398 lirfur m-2) og í
bóluþangsfjörum (260 lirfur m-2).28
Mikill þéttleiki lirfna í klóþangs-
fjörum ætti ekki að koma á óvart þar
eð sýnt hefur verið fram á samlífi
lirfna H. (H.) variabilis og brúnþör-
ungsins Elachista fucicola (þangló)
sem er einkum ásæta á klóþangi.20,29,30
Í klóþangsfjörum við strendur Nova
Scotia í Kanada hefur þéttleiki H.
(H.) variabilis mælst í þúsundum eða
jafnvel tugþúsundum á fermetra.20,29
Halocladius-lirfur eru ekki síður
algengar á leirum en í þangfjörum,
eins og fram hefur komið í rann-
sóknum víða um land (1. tafla). Auk
þess hafa lirfur þessarar ættkvíslar
fundist langt út frá ströndum hér við
land, m.a. í fljótandi þangi út af
vestan-, norðvestan- og norðanverðu
landinu, í allt að 118 km frá landi (1.
tafla). Í mismunandi söltum tjörnum
á sjávarfitjum á Melabökkum í
Hnappadalssýslu fundust lirfur H.
(H.) varians í miðlungssöltum
tjörnum en H. (H.) variabilis í tjörnum
sem voru með seltu yfir 20‰.31,32
Chironomus aprilinus hefur fundist
nokkuð víða í kringum landið (4.
mynd), en C. (C.) salinarius hefur enn
sem komið er aðeins fundist í Vattar-
firði á Barðaströnd. Lirfur C. (C.)
salinarius geta þrifist í fullsöltum sjó,
en C. (C.) aprilinus er helst að finna í
ísöltu vatni.33 Í sjávarfitjatjörnum á
Melabökkum í Hnappadalssýslu
fundust Chironomus-lirfur (líklega
fleiri en ein tegund) í tjörnum með
fersku vatni og tjörnum þar sem
seltan mældist tæplega 30‰.31,32
Mestur þéttleiki lirfna mældist í
tjörnum þar sem seltan var um 5‰.
Í rannsóknum á fjörulífi umhverfis
landið hafa lirfur rykmýsins í flestum
tilvikum aðeins verið greindar til
ættar (Chironomidae) (5. mynd) en
þó í allnokkrum tilfellum til ætt-
kvísla eða tegunda (Halocladius eða
Chironomus) (3. og 4. mynd). Í 1. töflu
er yfirlit yfir fundarstaði rykmýs-
lirfna á sjávarströndum og í sjó
umhverfis landið. Þar má sjá að þétt-
leiki rykmýslirfna á fermetra var að
jafnaði meiri á leirum (n=14, meðal-
tal: 2.745, miðgildi: 2.131) en í þang-
fjörum (n=10, meðaltal: 1.491, mið-
gildi: 497). Þegar hægt er að bera
saman gögn um þéttleika rykmýs-
lirfna á mismunandi búsvæðum á
sama landsvæði sést að þéttleikinn á
leirum var ætíð meiri en í þang-
fjörum. Í Dýrafirði var þéttleiki ryk-
mýslirfna 568 einstaklingar m-2 í
þangfjöru en 775 m-2 á leiru,34 í Kol-
grafafirði var þéttleiki mýlirfna 118
einstaklingar m-2 í þangfjöru en 2.554
m-2 á leiru35 og í þangfjöru utan við
Hvaleyrarlón var þéttleiki Halocladi-
us-lirfna 156 einstaklingar m-2 en 434
m-2 á leirunni í Hvaleyrarlóni.36 Bent
hefur verið á að mikill þéttleiki og
framleiðsla rykmýs á strandsvæðum
hljóti að skipta töluverðu máli í
fæðuvefjum í þangfjörum og á
leirum, sem og í orkuflæði þessara
vistkerfa.20 Þekking á þessu sviði er
þó enn takmörkuð, og ærin ástæða
er til að veita þessum þætti í fæðu-
keðju strandsvæða mun meiri gaum
í vistfræðirannsóknum sjávar í fram-
tíðinni.
4. mynd. Útbreiðsla Chironomus (C.) aprilinus (bláir hringir),
Chironomus (C.) salinarius (rauður hringr) byggð á fullorðnum
karlflugum og er birt hér með leyfi höfundar úr Zoology of Iceland9
og Chironomus-lirfna (grænir tíglar) sem byggð er á heimildum
sem getið er í 1. töflu. – The distribution of Chironomus (C.) apri-
linus (blue dots), Chironomus (C.) salinarius (red dot) based on
identified adult males and is published with permission9 and Chi-
ronomus larvae (green diamonds) based on studies cited in Table 1.
5. mynd. Útbreiðsla ógreindra Chironomidae-lirfna sem byggð á
heimildum sem getið er í 1. töflu. – The distribution of unidentified
Chironomidae larvae based on studies cited in Table 1.
84_3-4.indd 167 1601//15 12:51
15
01
19
7
N
at
tu
ru
fr
2A
C
M
Y
K
56