Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 9
89 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Inngangur Þessi grein er rituð til að heiðra minningu Agnars Ingólfssonar (1938–2013, 1. mynd), prófessors í vistfræði við líffræðiskor Háskóla Ís- lands. Lífveran sem hér er til umfjöll- unar var Agnari hugleikin og rann- sóknarefni hans um árabil. Um er að ræða stranddoppu (Ecrobia ventrosa (Montagu, 1803, (áður Hydrobia vent- rosa), smávaxinn snigil (2. mynd) af flokki fortálkna (Prosobranchia) sem fyrst fannst á Íslandi á öndverðum áttunda áratug síðustu aldar.1 Þrátt fyrir doppunafnið er snigillinn þó alls óskyldur eiginlegum fjörudoppum (Littorina). Útbreiðsla stranddoppu hérlendis er blettótt. Hún finnst í nágrenni við Stokkseyri og einnig á nokkrum stöðum við Faxaflóa og við Um stranddoppu og fuglasníkjudýrin sem hún fóstrar á Íslandi Karl Skírnisson og Kirill V. Galaktionov 1. mynd. Unnið við rannsóknir á Melabökkum í Hnappadalssýslu í ágúst 1977. Frá vinstri: Agnar Ingólfsson, Erlendur Jónsson og Karl Skírnisson. – Field work in Melabakkar, Hnappadalssýsla, in August 1977. Ljósm./Photos: Karl Skírnisson & Erlendur Jónsson. Stranddoppa (Ecrobia ventrosa) er smávaxinn snigill sem hefur fundist í ísöltum tjörnum, á leirum eða ofarlega í fjöru á nokkrum stöðum við sunnan- og vestanvert landið. Algengastur er snigillinn í gróðurmiklum fitjatjörnum. Hann þolir ágætlega breytilega seltu og kann vel við sig þar sem sjór blandast ferskvatni. Stranddoppa er fyrsti millihýsill fjöl- margra tegunda agðna (Digenea), sníkjudýra sem eiga það sammerkt að lifa á fullorðinsstigi í meltingarvegi ýmissa fugla, einkum í smávöxnum vaðfuglum, máfum og andfuglum. Á árunum 1998 til 2008 var stranddoppu safnað á fjórum mismunandi útbreiðslustöðum tegundarinnar vestanlands (fitjatjörnum á Melabökkum og í Gálgahrauni, á leirum í Djúpafirði og í fjöru í Þorskafirði). Farið var með sniglana að Tilraunastöðinni á Keldum þar sem ögðulirfufánan var rannsökuð. Í sniglunum reyndust vera alls tíu tegundir af fimm ættum og fundust sex til níu tegundir á hverju svæði (1. tafla, bls. 93). Lífsferlar agðnanna eru mismunandi og endurspegla fjölbreytilega aðlögun tegundanna til að tryggja lífsafkomu sína. Tvær þeirra eru með frítt- syndandi bifhærða lirfu sem leitar uppi stranddoppuna í vatninu. Í hinum tilvikunum éta stranddoppur óþroskuð egg og bifhærð lirfa klekst ekki fyrr en í meltingarvegi snigilsins. Gerð er grein fyrir lífsferlum sníkjuagðnanna og fjallað um aðlögun þeirra til að tryggja að fuglar (lokahýslar) með mis- munandi fæðuvenjur (grasbítar, snigla- eða krabbadýraætur, jafnvel fiski- ætur) smitist og viðhaldi tegundunum. Ritrýnd grein / Peer reviewed Náttúrufræðingurinn 84 (3–4), bls. 89–98, 2014 84_3-4.indd 89 1601//15 12:49 Náttúrufræðingurinn 164 Rykmý í sjó Jón S. Ólafsson Ritrýnd grein / Peer reviewed Inngangur Til skordýra heyrir um ein milljón tegunda, sem er rúmlega helmingur allra tegunda lífvera sem lýst hefur verið á jörðinni.1 Skordýr eru án efa útbreiddasti dýrahópurinn, og þau hafa aðlagast lífi í margvíslegum bú- svæðum, bæði á þurrlendi og í fersk- vatni. Í sjó eru skordýr hins vegar sjaldgæf. Af liðdýrum eru krabbadýr ríkjandi í sjó en skordýr á landi. Talið er að um 3% skordýrategunda sé að finna í vatni, söltu eða ósöltu. Aðeins brot af þeim fjölda finnst í sjó, líklega ekki nema nokkur hundruð tegundir.2 Ekki er ljóst af hverju skordýr hafa ekki náð jafngóðri fótfestu í sjó og á landi. Bent hefur verið á að skýringa sé vafalaust að leita í lífeðlisfræði- legum, efnafræðilegum og þróunar- fræðilegum þáttum. Skordýr í sjó halda sig yfirleitt nálægt landi, m.a. í árósum, fjörum og á leirum. Sumar tegundir hafa þó fundist í töluverðri fjarlægð frá landi, jafnvel í þúsunda kílómetra fjarlægð á opnu úthafi. Dæmi um það eru tegundir af ætt- kvíslinni Halobates af ættbálki skor- títna (Hemiptera) en þær halda til á yfirborði sjávar allt sitt líf. Fimm tegundir af þessari ættkvísl lifa úti á rúmsjó og eru einu þekktu skordýrin sem það gera.2,3 Langflest skordýranna sem lifa allan lífsferil sinn eða hluta hans í sjó tilheyra þremur ættbálkum, þ.e. skortítum (Hemiptera), bjöllum (Coleoptera) og tví- vængjum (Diptera). Skordýr sem tilheyra öðrum ættbálkum eru mun sjaldgæfari í sjó, svo sem vor- flugur (Trichoptera) og æðvængjur (Hymenoptera). Algengast er að finna skordýr næst ströndinni. Nokkur hundruð tegundir skor- dýra má finna í sjávarlónum, fjöru- pollum, leiruviðarskógum, á sjáv- arfitjum og leirum.2,4 Hugtakið sjávarskordýr er notað um skordýr sem verja a.m.k. einu stigi lífsferilsins (egg-lirfa/gyðla- púpa-fluga) í söltu vatni.4 Tví- vængjur er að finna nokkuð víða í söltu vatn. Rykmý er eina tví- vængjuættin með tegundum sem hafa lagað sig að söltu umhverfi. Allmargar rykmýstegundir þola við í ísöltu umhverfi, en fáar finn- ast þar sem full selta mælist.5,6 Lifnaðarhættir Fjölbreytni rykmýs í heiminum er mikil eins og vel sést á aðlögun þess að fjölbreyttum búsvæðum í fersk- vatni, sjó og á þurrlendi.7 Fjölmargar rykmýstegundir þola vel mismikla seltu. Allnokkrar tegundir þrífast jafnt í fersku vatni sem ísöltu, svo sem tegundir af ættkvíslunum Microtendipes, Glyptotendipes, Chi- ronomus, Procladius og Cricotopus.8 Tegundir af þremur síðastnefndu ættkvíslunum finnast hér á landi.9 Alls eru þekktar um 50 tegundir ryk- mýs af 12 ættkvíslum sem lifa í sjó, einkum á strandsvæðum. Sem dæmi má nefna tegundir af undirættinni Telmatogetoninae sem eru nánast alfarið í sjó um heim allan.10 Líkt og aðrar lífverur sem lifa við sjávar- ströndina hefur rykmý aðlagast þeim miklu sveiflum í umhverfinu sem sjávarföllin valda. Tegundir af undirættunum Telmatogetoninae, Orthocladiinae og Chironominae lifa við þessar aðstæður víða um heim. Flestar tegundir rykmýs í sjó heyra til undirættarinnar Orthocladiinae, t.a.m. ættkvíslirnar Clunio, Thalas- sosmittia, Semiocladius og Thethymyia, sem finnast í fjörum, og ættkvíslirnar Cricotopus og Halocladius sem geta lifað í fullsöltum sjó þótt þeim farnist betur í ísöltu vatni.8 Þrjár ættkvíslir af undirættinni Chironominae eru í sjó, þar af tvær, Chironomus og Tanytarsus, sem þola vel mismikla seltu og finnast við svipuð skilyrði og lýst var fyrir Cricotopus og Halo- cladius. Ættkvíslin Pontomyia er sömu undirættar og lifir hún alfarið í fullsöltum sjó.8,11,12 Rykmý sem aðlagast hefur söltu umhverfi er töluvert frábrugðið ætt- ingjum sínum á landi í útliti og Skordýr eru fremur sjaldgæf í sjó og segja má að meðal liðdýra ríki krabbadýr í söltu umhverfi en skordýr á landi. Í þessari grein er fjallað um tvívængju- ættina rykmý (Chironomidae) sem er einn fárra tegundahópa skordýra sem aðlagast hafa lífi í sjó. Stutt yfirlit er gefið um útbreiðslu og lifnaðarhætti rykmýsins. Enn fremur er gerð grein fyrir útbreiðslu mismunandi tegunda rykmýs í fjörum hér við land, og er þar að miklu leyti byggt á fjörurann- sóknum prófessors Agnars Ingólfssonar. Rykmý er ein af nokkrum ættum tvívængja skordýra og er meðal ríkjandi hryggleysingja í ferskvatni en finnst einnig í miklum mæli í sjó. Hér á landi hafa fundist sex rykmýstegundir sem lifa alfarið í sjó. Fjórar tegundir til viðbótar finnast í ísöltu vatni en þær eru að jafnaði mun algengari í ferskvatni. Lirfur rykmýsins eru taldar mikilvæg fæða vaðfugla og eru líklega einnig fæða seiða og smáfiska á strandsvæðum. Má leiða líkur að því að hlutur rykmýs sé mikilvægari en áður hefur verið talið í fæðuvefjum og orkuflæði á strandsvæðum sjávar. Náttúrufræðingurinn 84 (3–4), bls. 164–170, 2014 84_3-4.indd 164 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 3B C M Y K 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.