Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 19
99 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vistfræði mosa í ljósi loftslagsbreytinga Ingibjörg Svala Jónsdóttir Ritrýnd grein / Peer reviewed Mosar eru fjölbreyttur hópur plantna sem setja mikinn svip á gróður norð- lægra slóða og gegna einnig mikilvægu hlutverki í vistkerfum lands og ferskvatns. Mosar eru heimkynni margvíslegra örvera auk smásærra hrygg- leysingja. Þar sem þeir mynda nokkuð heilsteypt lag eru þeir í lykilstöðu milli jarðvegs og andrúmslofts og stjórna flæði orku og efna þar á milli. Samspil þeirra við aðrar lífverur, innan mosalagsins jafnt sem utan, hefur áhrif á þessa ferla. Haldgóð þekking á vistfræði mosa er því nauðsynleg til að geta spáð fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi. Hér er fyrst gefið stutt yfirlit yfir fjölbreytni mosa, búsvæði þeirra og vistfræðilega flokkun, og síðan fjallað um þau margvíslegu hlutverk sem mosar gegna í vistkerfum lands, flókið samspil mosa, æðplantna og plöntuætna (grasbíta) og á hvaða hátt mosar kunna að móta viðbrögð plöntusamfélaga og vistkerfa við lofts- lagsbreytingum og öðrum umhverfisbreytingum. Þegar ég hóf nám við líffræðiskor Háskóla Íslands haustið 1976 vissi ég lítið um mosa annað en að þeir klæddu hraun og væru eins konar undirlag fyrir aðrar plöntur, að þeir ættu það til að festast í lopasokkum og peysum og að sumum væri illa við þá þegar þeir urðu of áberandi í grasflötum, en að þá mætti nýta, hér áður fyrr við einangrun húsa og til eldsneytis, og seinna meir til ræktunar. Síðan hefur mér orðið ljósara hve mikilvægir mosar eru í lífríki lands, bæði hvað varðar fjöl- breytni og starfsemi vistkerfa. Það á ég einkum að þakka tveimur líf- fræðikennurum mínum. Agnar Ingólfsson vistfræðingur (1937– 2013) leiddi mig inn á braut vist- fræðinnar og hinna flóknu sam- skipta lífvera og umhverfis. Í nám- skeiðum um lágplöntur og síðar í valnámskeiði um mosa opnaði Bergþór Jóhannsson mosafræðingur (1933–2006) fyrir mér heillandi heim lágplantna og fjölbreytni þeirra, og þá sérstaklega mosanna. Hvorttveggja var afgerandi vega- nesti fyrir rannsóknarferil minn því að þessir lærimeistarar glæddu áhuga minn á því að skoða mosa í vistfræðilegu samhengi. Báðir eru þeir nú horfnir á braut en arfleið þeirra lifir. Mér er sönn ánægja að fá tækifæri til að fjalla örlítið um vistfræðirannsóknir þar sem mosar koma við sögu í þessu hefti Nátt- úrufræðingsins sem tileinkað er minningu Agnars Ingólfssonar. Mosar kunna að virðast einsleitir í fyrstu en eru í raun, afar fjölbreyti- legir. Þeir eru áberandi í gróðri á norðurslóðum1,2 og móta oft ásýnd hans. Er gróður Íslands þar engin undantekning (1. mynd). Rann- sóknir sýna að mosar hafa mikil áhrif á starfsemi vistkerfa, hring- rás næringarefna og orkuflæði, og að þessi áhrif fara að hluta til eftir magni þeirra.3,4 Þekking á vistfræði mosa er nauðsynleg til að skilja starfsemi vistkerfa til fullnustu og til að spá fyrir um breytingar í lífríki lands í kjölfar hlýnunar og annarra umhverfisbreytinga. Hér verður fyrst fjallað stuttlega um fjölbreytni mosa, búsvæði þeirra og vistfræðilega flokkun. Síðan verður gefin innsýn inn í þau marg- víslegu hlutverk sem mosar gegna í vistkerfum lands, hin flóknu sam- skipti mosa, háplantna og plöntu- ætna (grasbíta) og á hvaða hátt mos- ar kunna að hafa áhrif á viðbrögð vistkerfa við umhverfisbreytingum. Gefið verður yfirlit um helstu niður- stöður eigin rannsókna og annarra, bæði hér á landi og annars staðar á norðurslóðum. Fjölbreytni mosa Skráðar eru alls um 20.000 tegundir mosa í heiminum, þar af um 1.700 í Evrópu og 1.200 á Norðurlöndum.5 Bergþór Jóhannsson var frum- herji á þessu sviði og réðst í það mikla verk að gera heildstæða skrá yfir mosategundir á Íslandi, lýsa þeim og útbreiðslu þeirra og gefa þeim jafnframt íslensk nöfn.6 Sam- kvæmt vefsetrinu Flóru Íslands (floraislands.is) eru nú skráðar 606 tegundir mosa hér á landi. Til samanburðar má geta að sam- kvæmt sömu heimild eru skráðar á Íslandi 489 tegundir háplantna (þar af 452 tegundir blómplantna og 37 tegundir byrkninga), 755 tegundir fléttna, 1660 þörungategundir og 2100 sveppategundir.7 Samkvæmt gamalli hefð tilheyra mosar lágplöntum ásamt fléttum, þörungum og sveppum (sveppir teljast nú til eigin ríkis og hluti þörunga dreifist á tvö önnur ríki). Þróunarfræðilega standa mosar milli grænþörunga og háplantna (æðplantna)5. Flokkunarfræðilega skiptast mosar í þrjár fylkingar, baukmosa (Bryophyta), soppmosa (Marchantiophyta) og hornmosa (Anthocerotophyta). Baukmosar eru lang-fjölskrúðugastir. Þeim er Náttúrufræðingurinn 84 (3–4), bls. 99–112, 2014 84_3-4.indd 99 1601//15 12:49 Náttúrufræðingurinn 154 út fyrir landsteinana utan varptíma og hafa merktir fuglar héðan fund- ist í Færeyjum, við Bretlandseyjar og allt suður til Frakklands. Þá hafa fuglar endurheimst á Grænlandi og í Norður-Noregi, og hvítmáfar merktir á Svalbarða hafa fundist hér við land.5 Einu sinni hefur hvítmáfur merktur í Bretlandi fundist hér við land (British Trust for Ornithology, breska fuglamerkingastöðin, munnl. upplýsingar). Megintilgangur þessarar saman– tektar er að skoða núverandi út- breiðslu og fjölda hvítmáfa á Íslandi og bera saman við tiltæk eldri gögn. Greinin er rituð til minningar um Agnar Ingólfsson prófessor við Há- skóla Íslands. Árið 1967 varð hann fyrstur Íslendinga til að hljóta dokt- orsgráðu í fuglafræði en hann nam við háskólann í Michigan í Banda- ríkjunum. Doktorsritgerð hans fjallar um fæðuvistfræði stórra máfa á Íslandi.7 Því er við hæfi að taka nú saman grein þar sem hvítmáfar eru viðfangsefnið. Aðferðir Ritaðar heimildir voru skoðaðar m.t.t. varpstaða hvítmáfs, mats á stærð einstakra byggða, stærðar ís- lenska stofnsins, breytinga á stofn- inum og útbreiðslu. Heimildaleit náði til handbóka og annarra ritaðra samantekta um íslenska fugla. Töluvert er til af óbirtum gögnum (bréf, skýrslur, dagbækur o.fl.) um ákveðna varpstaði. Nákvæmari greiningu á breytingum einstakra hvítmáfsvarpa og hugsanlegum orsökum þeirra verða gerð skil á öðrum vettvangi. Hér eru fyrst og fremst skoðaðar niðurstöður um breytingar á útbreiðslu og stofni. Umfjöllun er skipt í fernt eftir landsvæðum og því hvernig könn- unum var háttað eða hvaðan helst eru til eldri gögn. Svæðin eru Breiða- fjörður, Vestfirðir, Faxaflóasvæðið og aðrir landshlutar. Þrátt fyrir að tölum hafi verið varpað fram um stærð íslenska stofnsins hefur tilfinnanlega vantað kannanir af stærri landsvæðum. Til að bæta úr því voru hvítmáfsbyggðir við Breiðafjörð heimsóttar vorið 2005 (14.–16. maí, 2. og 14. júní). Helsta varpsvæði hvítmáfa sem þá var ókannað á Íslandi voru norðan- og vestanverðir Vestfirðir. Vorið 2007 (21.–22. maí) var siglt með ströndinni frá Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp að Geirólfsnúpi á Hornströndum. Þekktir varpstaðir voru skoðaðir og önnur strandsvæði skönnuð m.t.t. álitlegra varpstaða. Sjólag var ekki sem ákjósanlegast og athuganir ekki eins áreiðanlegar vestan Hornbjargs og austan. Sum- arið 2009 (27. maí) var svæðið frá Óshlíð við Ísafjarðardjúp suður og vestur að Blakki við Patreksfjörð skoðað af sjó við einstaklega góð skilyrði í fínu veðri og sléttum sjó. 2. mynd. Fullorðinn hvítmáfur í vetrarbúningi við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. – Adult Glaucous Gull in winter plumage at lake Bakkatjörn, Seltjarnarnes (SW-Iceland). Ljósm./ Photo: Ómar Runólfsson, 16.10.2007. 3. mynd. Hvítmáfur á fyrsta ári, u.þ.b. fjögurra mánaða gamall. Myndin er tekin við Húsa- víkurhöfn. – Immature Glaucous Gull, ca 4 months old, at Húsavík harbour (NE-Iceland). Ljósm./Photo: Már Höskuldsson, 28.10.2011. 84_3-4.indd 154 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 4A C M Y K 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.