Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 71
Náttúrufræðingurinn
102
Flokkun eftir vaxtarformi einstakra
sprota gefur hins vegar takmarkaðar
upplýsingar um vistfræðilega virkni
mosa. Í því samhengi þarf að taka
tillit til forms sprotaheilda, þ.e. lífs-
forms (e. life form) og annarra eigin-
leika. Mägdefrau12 skilgreindi lífs-
form mosa á þessum grunni og má
nefna form eins og breiður, þúfur,
jarðlæga mosa, vefi, blævængsform-
aða, hangandi og trjákrónuformaða
mosa (1. tafla, 3. mynd). Flestar
mosategundir takmarkast að mestu
við eitt lífsform en sumar eru sveigj-
anlegri og mótast form þeirra þá
verulega af umhverfisþáttum. Sem
dæmi um afar sveigjanlegan mosa
má taka eina algengustu mosateg-
und á Íslandi, hraungambra.13,14
Hann myndar misþykkar breiður
og þar sem skilyrði eru góð líkjast
breiðurnar fremur þykkum vef, en
áveðurs myndar hann jafnvel þúfur.
Lífsform mosa mótast einkum af
birtu, snjóalögum og raka. Eins og
aðrar plöntur þurfa mosar ljós og
vatn til ljóstillífunar og vaxtar. Vatn
er einnig nauðsynlegt til æxlunar, því
að kynfrumur berast milli sprota með
vatni. Þar sem raki er takmarkaður eru
þétt lífsform hagstæð. Þau leiða vel
vatn milli sprotanna og draga einnig
úr útgufun, t.d. í háum breiðum og
þúfum. Laust pökkuð form, svo sem
jarðlæga mosa, vefi og hangandi
form, er oftast að finna þar sem er
rakt eða skuggsælt.8 Þá er ýmiss konar
rask, svo sem traðk stórra beitardýra,
óhagstæðara laust pökkuðum form-
um en til dæmis lágum breiðum og
þúfum, eins og vikið verður að seinna.
Búsvæði eru hins vegar kvik og því
þarf að huga að fleiri einkennum hjá
mosum en einungis vaxtar- og lífs-
formum til að skýra tilvist þeirra á
mismunandi búsvæðum.
Henjo During15 setti fram tillögu
um það hvernig mætti flokka mosa í
lífssögugerðir, byggða á stöðugleika
búsvæða og lífssögueiginleikum (e.
life history traits). Hann skilgreindi
sex megin-lífssögugerðir á grund-
velli stærðar og fjölda gróa, hæfni
til kynlausrar æxlunar, langlífis
kynliðarins og lífsforms. Flóttamosa
(e. fugitives) er að finna í óstöðugu
umhverfi. Þeir eru skammlífir,
mynda lágar opnar breiður, æxlast
oft og mynda þá mörg örsmá gró
sem geta dreifst víða, en æxlast aldrei
kynlaust. Fáar tegundir hafa þessa
lífssögugerð og er bólmosi (Funaria
hygrometrica) eitt besta dæmið. Á
fyrstu stigum gróðurframvindu er
hins vegar algengara að finna land-
námsmosa (e. colonists) sem vaxa
ýmist í lágum breiðum eða sem jarð-
lægt þal. Helsta einkenni þeirra er ör
kynlaus æxlun í byrjun. Kynæxlun
3. mynd. Fjölbreytileg vaxtar- og lífsform mosa. A) Mosar af ættkvísl hnúska (Kiaeria) bera gróhirslur á stöngulendum (acrocarpous) og
mynda gjarnan þéttar þúfur. B) Kelduskæna (Cinclidium stygium) ber gróhirslur á stöngulendum og myndar meðalþykkar breiður, hér
með fleiri tegundum. C) Dýjahnappur (Philonotis fontana, gulgrænn með frjóhirslur á mynd) og lindaskart (Pohlia wahlenbergii,
skærgrænt án frjó- eða gróhirslna á mynd) bera gróhirslur á stöngulendum og mynda háar breiður. D) Hraungambri (Racomitrium
lanuginosum) ber gróhirslur á endum hliðargreina (cladocarpous) og myndar misþykkar breiður sem líkjast vef þar sem þær eru þykk-
astar. E) Tildurmosi (Hylocomium splendens) ber gróhirslur (ekki á mynd) til hliðar á stönglum (pleurocarpous) og myndar vefi. F)
Barnamosinn rauðburi (Sphagnum warnstorfii) myndar háar breiður og ber þroskaða gróhirslu (ekki á mynd) á enda blaðlauss greinar-
búts í efsta greinaknippi stöngulsins. – Diverse growth and life forms of bryophytes. A) Kiaeria species are acrocarpous and many of them
build dense cushions. B) Cinclidium stygium is acrocarpous and builds intermediate turfs; here mixed with other species. C) Philonotis
fontana (yellowish-green with antheridia) and Pohlia wahlenbergii (bright green without sporophyte) are acroparpous and form rela-
tively tall turfs. D) Racomitrium lanuginosum is cladocarpous and forms turfs of various thickness and become like wefts when the moss
layer is thick. E) Hylocomium splendens is pleurocarpous (no sporophyte visible here) and forms wefts. F) Sphagnum warnstorfii
forms tall turfs and a sporangia (not visible here) developes on a leafless branche in the capitulum. Ljósm./Photos: A, B, C, E and F: Ingi-
björg Svala Jónsdóttir; D: Hörður Kristinsson.
84_3-4.indd 102 1601//15 12:50
151
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
leitast við að hlúa að ólíkum sviðum
líffræðinnar. Sú áhersla endurspegl-
ast í þeim ráðstefnum og fundum
sem í kjölfarið fylgdu. Það var ekki
fyrr en árið 1999 að aftur var haldin
almenn líffræðiráðstefna þar sem
viðfangsefnin voru ekki skilgreind
fyrirfram. Síðustu ár hefur stjórn Líf-
fræðifélagsins skipulagt alltumlykj-
andi líffræðiráðstefnur á tveggja ára
fresti, en einnig skipulagt afmarkaðri
fundi þess á milli, meðal annars í
samstarfi við Vistfræðifélag Íslands
sem stofnað var á ráðstefnu Líffræði-
félagins í nóvember 2009.
Í upphafi stóð félagið einnig fyrir
opnum fyrirlestrum. Fyrsta starfs-
vorið voru flutt fimm erindi og var
breiddin umtalsverð. Þórunn Þórð-
ardóttir reið á vaðið með erindi um
„frumframleiðnibreytingar milli ára
á hafsvæðum norðan Íslands“ (15.
janúar 1980), Jóhann Pálsson ræddi
um „taxónómískar rannsóknir á
nokkrum íslenskum grösum“ (12.
janúar), Jakob Jakobsson talaði um
„hrun síldarstofna og breytingar á
umhverfisþáttum“ (11. mars), Guð-
mundur Einarsson og Logi Jónsson
fluttu saman erindi um „rannsóknir
á lyktar- og sjónskyni fiska“ (8. apríl)
og síðasta fyrirlestur vorsins um
„Salmonella sýkla í umhverfi og
dýrum hérlendis“ flutti Guðni Á. Al-
freðsson (13. maí). Fyrirlesarar voru
bæði líffræðingar eða sérfræðingar
að störfum hérlendis og fólk sem var
í námi erlendis eða nýkomið heim.
Þannig fengu félagar og fyrirlestrar-
gestir nasasjón af starfi annarra líf-
fræðinga og gátu fylgst með nýjum
straumum. Erlendir gestir fluttu
einnig erindi, svo sem grasafræðing-
urinn Charles H. Gimingham sem
kom hingað til lands 1980 og hélt
erindið „Scottish highlands and their
flora“ og dýrafræðingurinn Dietland
Müller-Schwarze frá Ríkisháskól-
anum í New York sem kom árið 1982
og fjallaði um atferli hreindýra. Í
okkar landfræðilega og að vissu leyti
fræðilega einangraða landi var og er
mikill akkur í því að fá erlenda gesti í
heimsókn. Því ættum við að reyna að
fá sem flesta þeirra til að halda erindi
og auglýsa sem best meðal áhuga-
manna um líffræði.
Fréttabréf félagsins
„Stjórn félagsins hefur ákveðið að
gefa út fréttabréf, og er stefnt að því
að koma út nokkrum tölublöðum á
ári. Í fréttabréfinu verður starfsemi
félagsins auglýst, en fréttabréfið
mun einnig taka við aðsendu efni
frá félagsmönnum eftir því sem rúm
leyfir, einkum ef um er að ræða orð-
sendingar til annarra félagsmanna.“
Þannig var fréttabréfið kynnt
í fyrsta tölublaðinu. Sem ritstjóri
fréttabréfsins fyrstu þrjú árin fjallaði
Agnar einnig um önnur mál og gaf
kost á ýmiss konar miðlun til félags-
manna. Í öðru tölublaði birtist pistill
eftir Hálfdan Ómar Hálfdanarson
um ensk-íslenska líffræðiorðaskrá,
þar sem hann viðraði hugmyndir
um orðaskrá og „málanefnd“ (orða-
nefnd). Þær urðu fljótt að veruleika
sem orðaskrá Hálfdáns frá 1981, en
þau yngri okkar þekkja hið ágæta
Líforðasafn sem byggt er á þessum
grunni og Hálfdán og Þuríður Þor-
bjarnardóttir settu saman (1997). Út-
gáfustarfsemi er einnig mikilvæg í
allri fræðimennsku. Líffræðistofnun
gaf út sín fjölrit og Gunnar Ólafsson
fjallaði um útgáfustarfsemi Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins í
fréttabréfinu 1981 (4. tbl. 2. árg.).
Auður Gestsdóttir tók saman upp-
lýsingar um líffræðibókasöfn (8. tbl.
2. árg. 1981). Hún fjallaði um efnis-
svið, fjölda bóka, tímarita og annarra
gagna, og gaf upp símanúmer og við-
veru bókavarða. Örlítið annars eðlis
var skýrsla Árna Einarssonar um
fund Alþjóðahvalveiðiráðsins (7. tbl.
2. árg. 1981). Í fyrsta tölublaði ársins
1981 var fjallað um líffræðinga sem
luku framhaldsnámi erlendis árið
1980, þau Einar Árnason, Gunnar
Stein Jónsson, Helga Guðmundsson,
Jakob K. Kristjánsson, Hrefnu Sigur-
jónsdóttur, Jón Baldur Sigurðsson,
Kristján Jessen og Stefán B. Sigurðs-
son. Meðal annars efnis má nefnda
umfjöllun um bækur. Meðal annars
fjallaði Arnþór Garðarson (2. tbl. 3.
árg. 1982) um aðra útgáfu af Náttúru
Íslands, sem Almenna bókafélagið
gaf út árið 1981. Arnþór gerði tölu-
lega greiningu á fyrstu og annarri
útgáfu. „Greinar um hina dauðu
náttúru landsins þekja um 360 bls. í
nýju útgáfunni en voru áður 205 bls.
og er aukningin því 76%. Greinar
um líffræðileg efni … eru hins vegar
allar nær óbreyttar …. Hin lifandi
náttúra landsins fær nú 86 bls., en
voru áður 71 og er aukningin aðeins
21%.“ Arnþór var ósáttur við ofur-
áherslu á hagnýtingu í líffræðihluta
bókarinnar, og klykkir út með því að
segja: „Önnur útgáfa Náttúru Íslands
gefur að öllu samanlögðu sorglega
skekkta mynd af viðfangsefninu. Ef
hún hefur nokkuð gildi, er það helst
sem víti til varnaðar hvernig ekki á
að gefa út greinasöfn.“
Ritstjórnarpistlar voru sjaldgæfir
í fréttabréfum Agnars og stíllinn
skýr og skorinorður. Hrefna Sigur-
jónsdóttir tók við formannsembætt-
inu á 3. ári, og þá einnig ritstjórn
fréttabréfs. Henni tókst að koma af
stað fyrstu almennilegu ritdeilunni
með því að flokka líffræðinga í dýra-
fræðinga, grasafræðinga, sloppalíf-
fræðinga og annað í úttekt sinni á
kynskiptingu milli áhugasviða (9.
tbl. 3. árg. 1982). Guðni Á. Alfreðsson
gerði athugasemdir við grófflokkun
í fagsvið, og þá sérstaklega sloppa-
flokkinn. Hann andmælti á síðum
fréttabréfsins: „Að lokum vona ég
að orðskrípið sloppalíffræði nái ekki
fótfestu í málinu, verði aldrei framar
á prent sett og sé hér með kveðið
niður eins og hver önnur ill sending“
(3. tbl. 4. árg. 1983). Snaggaraleg leit
á netinu bendir til þess að orðskrípið
hafi að mestu verið kveðið niður,
þótt sannarlega skilji nær allir líf-
fræðinemar og fræðingar muninn á
sloppum og stígvélum.
Stjórn Líffræðifélagsins fékk ný-
verið veglega gjöf frá Guðmundi
Eggertssyni, safn af fréttabréfum
félagsins frá upphafi. Einungis örfá
eintök vantar inn í settið. Reyndar
lét Karl Skírnisson binda inn fyrstu
fréttabréf félagsins og færði félaginu
að gjöf, en því miður hvarf safnið úr
„kassa“ stjórnar. Til að koma í veg
fyrir að saga félagsins glatist hefur
núverandi stjórn hafist handa við að
skanna fréttabréfin og setja á vefsíðu
félagsins (biologia.is). Þeir sem hafa
upplýsingar um innbundna safnið
eru vinsamlegast beðnir að hafa
84_3-4.indd 151 1601//15 12:50
15
01
19
7
N
at
tu
ru
fr
4A
C
M
Y
K
56