Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 73

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 73
Náttúrufræðingurinn 100 yfirleitt skipt í sjö flokka, og hafa mosar úr fjórum þeirra fundist á Íslandi. Næstir koma soppmosar. Þeim er nú skipt í tvo flokka og eiga báðir flokkarnir fulltrúa hér á landi. Hornmosar reka lestina með einungis rúmlega hundrað tegundir og er ein þeirra skráð á Íslandi.6 Lífsferill mosa er talsvert frábrugð- inn lífsferli æðplantna að því leyti að einlitna kynliðurinn er mun meira áberandi en tvílitna gróliðurinn. Kynliðurinn hefur ýmist stöngul og blöð (allir baukmosar, margir sopp- mosar) eða jarðlægt þal (margir soppmosar, allir hornmosar) og er ýmist tvíkynja (einbýli, e. monoicous) eða einkynja (tvíbýli, e. dioicous; 2. mynd). Gróliðurinn vex áfastur kynliðnum eftir samruna kynfrum- anna og er gróhirslan mest áberandi hluti gróliðarins. Í henni myndast einlitna gró í kjölfar rýriskipt- ingar. Gróin eru mismunandi að stærð (10–50 (200) µm) og fjölda. Í samanburði við fræplöntur er dreifingarmáttur mosa almennt mikill, sem endurspeglast í alheims- útbreiðslu margra tegunda. Dreif- ing mosa byggist að verulegu leyti á gróunum, en margar tegundir treysta einnig, jafnvel eingöngu, á dreifingu kynlaust myndaðra eininga, sem eru þá ýmist sér- hæfðar einingar (e. gemmae) eða brot af sprotum kynliðarins.8 Þessa kynlausu nýliðunarhæfni má nýta við endurheimt vistkerfa.9 Flestir mosar eru án leiðsluvefs og róta, en margar tegundir hafa rætlinga (e. rhizoids) sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að binda plöntuna við undirlagið. Mosa skortir einnig yfirhúð (hlífðarlag) og eru því misvotir (e. poikilohydric), en þeir hafa hlutfallslega stórt yfirborð miðað við rúmmál og taka því auð- veldlega upp vatn og næringarefni beint úr umhverfinu.8 Barnamosar (Sphagnum) eru einstakir hvað þetta varðar vegna sérkennilegrar frumu- gerðar og geta tekið upp tuttugu- falda þurrvikt sína af vatni. Þrátt fyrir skort á sérhæfðum líffærum 1. mynd. Mosar eru áberandi í gróðri á Íslandi. Á gosbeltinu þar sem vatnsheldni jarðvegs er lítil eru gamburmosar (Racomitrium) ríkjandi. Þeir verða sérlega áberandi sunnanlands þar sem úrkoma er mikil (efst til vinstri) og hraungambri (R. lanuginosum) myndar sumstaðar geysiþykkt lag í hraunum eins og dæmin sýna frá Skaftáreldahrauni (efst til hægri). Þar sem grunnvatnsstaða er hærri er fjöl- breytni mosanna yfirleitt meiri eins og t.d. í rústamýrum Þjórsárvera þar sem sjá má flókin gróðurmynstur votlendis- og þurrlendismosa (neðst til vinstri). Í snjódældum á hálendinu eru mosar einnig ríkjandi og tegundafjölbreytnin oft mikil (neðst til hægri). – Bryophytes are well pronounced in the vegetation of Iceland. Racomitrium species dominate in the volcanic active zone where soil water holding capacity is low, especially in South Iceland where precipitation is high (upper left) and R. lanuginosum often developes extremely thick layers on lavafields such as Skaftáreldahraun (upper right). Where groundwater level is higher the diverstiy of the bryophytes is greater, as for ex- ample in the palsa mires of Þjórsárver in the central highlands where complex mosaic of moss vegetation developes (lower left). Bryophytes also dominate snowbeds in the highlands, often with high species diversity (lower right). Ljósm./Photos: Ingibjörg Svala Jónsdóttir. 84_3-4.indd 100 1601//15 12:49 153 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Inngangur Hvítmáfur Larus hyperboreus er einn svonefndra „stórra máfa“ sem verpa hér á landi. Aðrar ís- lenskar máfategundir í þessum hópi eru svartbakur L. marinus, sílamáfur L. fuscus og silfurmáfur L. argentatus. Að auki er bjartmáfur Útbreiðsla og breytingar á fjölda hvítmáfa á Íslandi Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen og Böðvar Þórisson Hvítmáfsbyggðir eru dreifðar með ströndum landsins en langflestar eru þó við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Miklar breytingar hafa orðið á stofni hvít- máfa á Íslandi á liðnum áratugum. Megintilgangur þessarar samantektar er að skoða núverandi útbreiðslu og fjölda hvítmáfa í landinu og bera saman við tiltæk eldri gögn. Niðurstöður talninga og breytingar í fjölda veiddra hvítmáfa benda til mikilla breytinga gegnum tíðina og fækkunar síðustu áratugi. Talningar til að meta stærð íslenskra hvítmáfsvarpa hafa aðeins verið óreglulegar hingað til og staðlað vöktunarkerfi vantað. Hvatt er til reglulegra talninga til að fylgjast með stofnbreytingum og einstökum vörpum í framtíðinni. 1. mynd. Hvítmáfur í varpbúningi á Seltjarnarnesi. – A Glaucous Gull in summer plum- age. Seltjarnarnes (SW-Iceland). Ljósm./Photo: Þorgils Sigurðsson, 2.9.2011. L. glaucoides reglulegur vetrargestur. Hvítmáfar eru hánorrænir fuglar sem verpa einungis á norðurslóðum og er heimsstofninn talinn vera um 171.000 pör.1 Í sumarbúningi eru fullorðnir hvít- máfar fannhvítir en ljósgráir á baki og ofan á vængjum með holdlita lappir (1. mynd). Fullorðinsbúningurinn heldur sér að mestu á veturna utan þess að dökkleitar dröfnur myndast í hvíta litinn á hausi, hálsi og bringu (2. mynd). Ungfuglar á fyrsta ári eru brún- flikróttir (3. mynd) en þeir lýsast eftir því sem líður á veturinn. Geta fuglarnir orðið nánast hvítir að vori áður en næstu fjaðraskipti fara fram og fullorðinsbúningurinn byrjar að myndast. Margir eiga í erfiðleikum með að greina máfa til tegundar, ekki síst hvítmáfa frá bjartmáfum sem eru minni, með nettara nef og kúptari haus. Bjartmáfar eru auk þess léttari á flugi en ekki síst á sundi. Þar fljóta þeir hærra en hvítmáfar sem eru að sjá þunglamalegri og grófgerðari. Á veturna er hvítmáfa að finna með ströndum allt umhverfis landið og eru þeir með algengustu fuglum á þeim árstíma.2,3 Hvítmáfar leita mikið ætis í fjörum og éta þar skel- dýr og fleiri hryggleysingja, en þeir veiða einnig fiska úti á sjó, t.d. sand- síli og smásíld. Þá sækja hvítmáfar að ræsum frá fiskvinnslu eða skolp- hreinsistöðvum, sem og að fiskiskip- um,4,5 en með hertum umgengnis- reglum fækkar slíkum fæðulindum. Ennfremur ræna hvítmáfar æðar- fugla Somateria mollissima þegar þeir koma úr kafi með æti.6 Árið 1998 var íslenski vetrar- stofninn metinn 30.000–50.000 fuglar en hann samanstendur bæði af innlendum fuglum og fuglum frá norðlægari slóðum í óþekktum hlutföllum.5 Stöku hvítmáfar hverfa Náttúrufræðingurinn 84 (3–4), bls. 153–163, 2014 Ritrýnd grein / Peer reviewed 84_3-4.indd 153 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 4B C M Y K 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.