Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 78
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags greiningar- og rannsóknaraðferðum hefur áður verið lýst.7,9 Tegundirnar Alls hafa fundist tíu tegundir ögðu- lirfna í stranddoppum á Íslandi og tilheyra þær fimm ættum (1. tafla). Flestar tegundanna fundust á Mela- bökkum (níu), sex fundust í Gálga- hrauni og Þorskafirði en fimm í Djúpafirði. Microphallus breviatus De- block & Maillard, 1975, Microphallus claviformis (Brandes, 1888) og Cercaria Notocotylidae sp. 12 Deblock, 1980 fund- ust á öllum athugunarsvæðunum. Aðrar þrjár, Microphallus pirum (Lebour, 1907), Himasthla continua Loos-Frank 1967 og Cryptocotyle concavum (Creplin, 1825) fundust á þremur svæðanna, Cercaria Notocotylidae sp. 11 Deblock, 1980 var á tveimur svæðum en þrjár tegundanna fundust einungis á Melabökkum, Maritrema subdolum Jaegerskioeld, 1909, Psilostomum brevicolle (Creplin, 1829) og Cercaria Notocotylidae sp. 13 Deblock, 1980 (1. tafla). Lokahýslar Lokahýslar agðna stranddoppunnar sem fundist hafa hér við land eru af ýmsum toga. Af þekktum tegundum eru litlir vaðfuglar hvað algeng- astir en endur, svo sem æðarfugl, og máfar hýsa fullorðinsstig sumra tegundanna (1. tafla). Ein tegundin, C. concavum, lifir í fjölmörgum fugla- tegundum og jafnvel í spendýrum (8. mynd, 1. tafla). Fjöldi hreyfanlegra lirfustiga Einungis tvær ögðutegundanna verpa eggjum sem bifhærðar lirfur klekjast úr eftir að drit lokahýsl- anna lendir í vatni, hinar átta verpa eggjum sem stranddoppurnar éta og smitast af. Hlutföllin snúast svo algjörlega við þegar kemur að til- vist halalirfustiga. Átta tegundanna hafa halalirfur í lífsferlinum og geta þar af leiðandi fært sig um set, en þetta hreyfanlega stig er horfið hjá tveimur Microphallus-tegundanna (5. mynd, 1. tafla). Hreyfanleiki halalirfna Margvísleg aðlögun hefur átt sér stað hjá halalirfum tegundanna Sérkenni lífsferils þessara agðna felast í vel hreyfanlegri, skammlífri halalirfu sem sest á gróður eða hryggleysingja og þroskast þar í hjúplirfu (7. mynd B, C). Þannig aukast líkurn- ar á því að sníkjudýrið endi niðri í meltingarvegi lokahýs- ilsins. Stokkönd (Anas platyrinchos) og álft (Cygnus cygnus) eru meðal helstu tegunda lokahýsla á Íslandi. Egg fullorðinnar ögðu (7. mynd E) sem lifir í meltingar- vegi berst með driti fuglsins út í vatn. Þar étur stranddoppa eggið og bifhærð lirfa klekst í meltingarvegi. Í kynkerfinu þroskast lirfan í lirfusekk sem síðar framleiðir móður- lirfur með kynlausri fjölgun. Í þeim verða til halalirfur (7. mynd A) sem fullþroskaðar smokra sér út um fæðingarop á móðurlirfunni og rjúfa sér leið út úr sniglinum í vatnið. Utan snigilsins taka halalirfurnar sér bólfestu annaðhvort á blöðum plantna eða á yfirborði hryggleysingja, svo sem stranddoppu (7. mynd B). Þar er halanum kastað og hjúpur myndaður utan um lirfuna á nokkrum mínútum (7. mynd B, C). Éti fugl í fæðuleit hjúplirfuna þroskast hún á viku eða svo í fullorðna ögðu (7. mynd E) sem að aflokinni kynæxlun tekur til við að verpa eggjum í meltingarvegi fuglsins (7. mynd D). Ein tegundanna sem hér finnst í stranddoppu tilheyrir ættkvíslinni Notocotylus (7. mynd E). Kom það í ljós í smittilraun þar sem andarungi var smitaður með þeirri gerð lirfna sem nefndar eru Yenchingensis (1. tafla).10 Rammi D Agðan Cercaria notocotylidea hefur eitt hreyfanlegt lirfustig (halalirfu) og einn millihýsil (stranddoppu). Hjúplirfur setjast á ýmsar fæðutegundir. Lokahýslar eru andfuglar. 7. mynd. Þrjú lífsform ögðunnar Notocotylus sp. A. Frítt-syndandi halalirfa úr stranddoppu Ecrobia ventrosa; B. Fjöldi hjúplirfna utan á stranddoppu; C. Hjúplirfa; D. Stokkönd Anas platyrhynchos, talin einn lokahýsla Notocotylus sp; E. Fullorðin agða sem þroskaðist í andarunga í smittilraun. – Three developmental stages of the digenean Notocotylus sp. A. Free-swimming cercaria from Ecrobia ventrosa; B. A number of encysted adolescariae on shell of Ecrobia ventrosa; C. Single adolescaria; D. Anas platyrhynchos, potential final host; D. Adult Notocotylus sp. developed in duckling in an infection experiment. Ljósm./Photos: Karl Skírnisson. 84_3-4.indd 95 1601//15 12:49 Náttúrufræðingurinn 158 30–40% stærri stofn en 15 árum fyrr. Um 2007 var fjöldi para þar kominn niður í 1210. Sú mikla fækkun sem fram kom við núverandi rannsókn virðist vera enn meiri við Breiðafjörð en á Vestfjörðum. Þetta er þó alls ekki víst enda betri talninga þörf á Vest- fjörðum. Sum vörp hafa ennþá ekki verið skoðuð nægilega vel síðustu ár, s.s. í Blakki og Breið syðst og vestast á Vestfjörðum, og einnig í Jökulfjörðum og Drangaskörðum á Hornströndum. Á uppgangs- árum hvítmáfsstofnsins á árunum 1955–1985 urðu til ný vörp á Vestur- og Suðvesturlandi,18 og einnig í sunnanverðri Strandasýslu,24 en þessi nýju vörp eru enn lítil auk þess sem um a.m.k. einhverja kyn- blendinga er að ræða. Fækkun í hvítmáfsstofninum er talin hafa hafist um miðjan níunda áratug 20. aldar eins og nánari greining á einstökum vörpum hefur leitt í ljós (óbirt gögn). Sama fram- vinda kemur fram í veiðitölum þótt rétt sé að benda á að skráning á veiddum hvítmáfum hófst ekki fyrr en 1995. Reyndar getur fækkun miðað við veiðitölur stafað af sífellt minni áhuga á veiðum frekar en stofnbreytingum. Veiðitölur eru einnig háðar þeim annmarka að fuglar af öðrum stofnum blandast þeim íslenska í óþekktum hlutföllum að vetrarlagi5 en veiðitími hvítmáfa er 1. september til 15. mars.15,21 Sam- dráttur í veiði getur stafað af því að stofnar þeirra fugla sem hingað sækja að vetrarlagi hafi dregist saman á sama tíma og sá íslenski. Sama óvissa um uppruna fuglanna loðir við vetrarfuglatalningarnar en niðurstöður þeirra á Suðvestur- landi benda til fækkunar allt frá árinu 1984.3,33 Sú niðurstaða er ekki í samræmi við þau gögn sem til eru um varpstofninn, sem benda til þess að hann hafi ekki byrjað að dala fyrr en hálfum til heilum áratug síðar. Mismunurinn getur stafað af því að vetrarfuglar eru að stórum hluta erlendir eða að ekki hafi verið skoðuð gögn af öllu landinu. Því er ekki nægilegt að treysta á vetrar- fuglatalningar eingöngu til að vakta íslenska hvítmáfsstofninn, eins og lagt hefur verið til.33 Framtíðartillögur Skipuleg könnun á íslenska hvít- máfsstofninum í heild hefur aldrei farið fram þótt könnunin 2005–2009 gefi allgóða yfirsýn. Né heldur hafa beinar rannsóknir á þessari tegund verið gerðar til að skoða hvaða þættir stjórni helst stofnbreytingum. Agnar Ingólfsson var hins vegar brautryðjandi í rannsóknum á fæðu, kynblöndun og fjaðrafelli þessarar tegundar.7,11,34 Brýnt er að halda áram skráningu hvítmáfsvarpa og talningu varp- fugla, ekki síst á Vestfjörðum en einnig á einstaka stöðum hér og þar í landinu (sbr. viðauka). Ennfremur er full ástæða til að skoða kyn- blöndun frekar, bæði í vörpum utan kjarnasvæða hvítmáfs og ekki síður hvort hætta sé á að hreinn hvítmáfs- stofn líði undir lok í landinu. Hvítmáfur er ein af 22 tegundum á lista yfir sjófugla á norður- slóðum sem lagt er til að vaktaðir verði.1,35 Í nýlegri skýrslu til um- hverfisyfirvalda er lagt til að vöktun fuglastofna verði aukin.36 Vegna mismunandi staðbundinna áhrifa er ekki nægilegt að telja í fáeinum stökum vörpum. Því er nauðsynlegt að telja á svæði sem spannar margar hvítmáfsbyggðir. Vörpin með ströndum Breiðafjarðar eru tiltölulega aðgengileg og hægt að skoða þau öll á nokkrum dögum. Á Vestfjörðum eru aðstæður óhentugri til talningar þar sem nálgast þarf flest vörpin á báti eða með myndatöku úr flugvél ef vel á að vera. Ef ekki er unnt að skoða þau öll um sama leyti er lagt til að vörp verði valin bæði af suðurfjörðunum og Hornströndum. Hluti vöktunaráætlunar er jafn- framt að hafa gætur á nýju landnámi á gömlum varpstöðvum og nýjum stöðum. Til frambúðar er mikilvægt að reyna að koma á stofnvöktun þannig að unnt sé að greina milli raunverulegra stofnbreytinga og breytinga sem orsakast af tilfærslum milli varpa. Ástæður tilfærslna eru engu að síður áhugaverðar líkt og breytingar á stofninum í heild. Mis- munandi þættir geta verið að verki eftir vörpum og kallar slík vöktun á hnitmiðaðar rannsóknir á ákveðnum þáttum samhliða talningum. Summary Distribution and changes in numbers of Glaucous Gulls Larus hyperboreus breeding in Iceland A national survey of breeding Glaucous Gulls Larus hyperboreus (Figs 1–3), covering most breeding sites in Iceland, was con- ducted 2005–2009. Known breeding sites were visited; while for those which could not be covered, older data were used. Present breeding distribution, as well as deserted breeding sites and uncertain ones, is shown in Fig. 4. The principal breeding regions are on the west coast and the northwest. The country was divided into four re- gions, when dealing with population num- bers, depending on how the present sur- vey was carried out and the availability of earlier materials. Around 2007 the number of breeding pairs was estimated 1.210 in the Breiðafjörður region (W-NW-Iceland), 1.081 on the Vestfirðir peninsula (NW- Iceland), 65 in the Faxaflói region (W-SW- Iceland), and 40 in other parts of Iceland. This gives a total of 2.396 pairs. A list of all 245 known or suspected breeding sites is given in the Appendix. A certain problem in the field concerns the hybridization with Herring Gulls Larus argentatus as some hybrid individuals bear resemblance to pure Glaucous Gulls.11,12,13 This is particularly prominent in colonies outside the principal Glaucous Gull breed- ing areas. The first population estimate for Glaucous Gulls from about 1955 gave a total population of 3.500 breeding pairs.16 That same number of pairs was estimated about 20 years later around the Breiða- fjörður bay alone, indicating a population increase and regarded as half of the nation- al population, which would then have been around 7.000 pairs.26 Increase contin- ued and about 1982 the Icelandic popula- tion was considered to be 10.000 pairs.27 Population increase still continued since in 1989 the Breiðafjörður population alone was estimated 4.500–5.000 pairs,8 or 30– 40% larger than 13 years earlier. An evalu- ation in 1995 when the population was es- timated 8.000 pairs indicated a decline since 1982, and this appears to have taken place after 1989.27,28 Since 1995 the popula- tion has decreased drastically with only about 2.400 pairs around 2007, as shown in the present survey. Although decline was long underway, for some reason an esti- mate of 10.000–15.000 breeding pairs for 84_3-4.indd 158 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 4A C M Y K 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.