Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 79
Náttúrufræðingurinn
94
samlokur (6. mynd, rammi C) og
fiska þar sem lirfurnar búa um sig í
roðinu (7. mynd, rammi D), eða að
lirfurnar synda frá millihýslinum
og koma sér fyrir á gróðri eða utan
á smærri dýrum sem síðan eru étin
af lokahýsli (8. mynd, rammi E).
Þannig hafa ögðurnar farið ólíkar
leiðir í aðlögun sinni að lokahýslum
með mismunandi fæðuval.
Ögðulirfur í strand-
doppum á Íslandi
Á árunum 1998 til 2008 krufðu höf-
undar alls 5386 stranddoppur sem
safnað var á fjórum fundarstöðum
tegundarinnar hér á landi (1. tafla).
Langflestum sniglanna (4539) var
safnað í september og október árið
2000 úr 12 fitjatjörnum á Melabökk-
um (3. mynd) í Hnappadalssýslu.7
Næstflestum sniglum (530) var safn-
að í þrjú skipti úr þremur fitjatjörn-
um í Gálgahrauni (4. mynd) við botn
Skerjafjarðar (145 í september 1998,
217 í september 2000 og 168 í sept-
ember 2000).9 Haustið 2008 söfnuð-
um við 129 stranddoppum ofarlega
í fjöru í austanverðum Þorskafirði
og 188 sniglum af leirunni í vestan-
verðum Djúpafirði, báðir staðirnir í
Austur-Barðastrandarsýslu.
Áhersla var lögð á að safna sem
stærstum sniglum á hverjum stað
því mestar líkur eru á því að finna
smit í þeim einstaklingum sem
lengst hafa lifað. Fyrir krufningu
voru sniglar flokkaðir eftir lengd í
4 stærðarflokka, 2–3 mm, 3–4 mm,
4–5 mm og stærri en 5 mm langa
snigla. Hver snigill var brotinn
upp undir víðsjá og leitað í vefj-
unum að ögðulirfum. Þroskastigi
lirfugerða (lirfusekkjum, móður-
lirfum, halalirfum, hjúplirfum) var
lýst og hver ögðutegund greind
eftir útlitseinkennum svo fremi sem
lirfur höfðu náð þeim þroska að
greiningareinkennin sæjust en upp
á það vantaði stundum í upphafi
sýkingar í fulltrúum ættkvíslarinnar
Microphallus og tegundum af ættinni
Notocotylidea (1. tafla). Söfnunar-,
fStranddoppa er fyrsti millihýsill, samloka er annar millihýs-
ill. Lífsferill með tvö hreyfanleg lirfustig er háður stöðugleika
í umhverfinu og rofnar til dæmis ef tjarnir þorna upp eða
seltustig breytist umfram þolmörk samlokunnar sem gegnir
hlutverki annars millihýsils.
Í stranddoppu hefst þroskun þegar bifhærð lirfa, sem
klaktist úr eggi sem barst með máfsdriti í vatn, borar sig
inn í snigilinn. Í kynkerfinu þroskast lirfan fyrst í lirfusekk
sem tekur til við að framleiða móðurlirfur (6. mynd A).
Fullþroskaðar mynda móðurlirfurnar sterklegar halalirfur
(6. mynd B). Þær smokra sér út um fæðingarop á móður-
lirfunni og rjúfa sér leið út úr sniglinum út í vatnið. Þar
synda þær um í trausti þess að berast með fæðuögnum
ofan í hinn millihýsil lífsferilsins, samloku eins og krækling
Mytilus edulis sem lifir á því að sía sjóinn og fanga úr honum
fæðuagnir. Lirfur sem þannig berast inn í samlokur kasta
halanum, mynda um sig hjúp og þroskast í hjúplirfur (6.
mynd C) sem taka sér bólfestu í fæti samlokunnar. Þá hefst
biðin eftir því að máfur (6. mynd D) éti samlokuna. Safnist
mikið af lirfum fyrir í fæti kræklings aukast líkurnar á því
að festiþræðirnir missi hald við undirlagið og kræklingur-
inn losni. Aukast þá jafnframt líkurnar á því að krækling-
urinn verði máfi að bráð.
Tegundin er mjög algeng í Þorskafirði og Djúpafirði,
sjaldgæfari í Gálgahrauni og fannst ekki á Melabökkum
þar sem samlokur eru sjaldnast í tjörnum. Líkur eru því
litlar á að máfar á Melabökkum smitist og viðhaldi þar lífs-
ferli ögðunnar.
Rammi C
Agðan Himasthla continua hefur tvö hreyfanleg lirfustig (bifhærða lirfu og halalirfu) og tvo millihýsla
(stranddoppu og samlokur). Mávar eru lokahýslar.
6. mynd. Þrjú lífsform ögðunnar Himasthla continua. A. Móðurlirfa í stranddoppu Ecrobia ventrosa; B. Halalirfa, frítt-syndandi
stig; C. Hjúplirfa úr fæti kræklings Mytilus edulis; D. Hvítmáfur Larus hyperboreus er einn þekktra lokahýsla ögðunnar. –
Three developmental stages of the digenean Himasthla continua. A. Redia from Ecrobia ventrosa; B. Free swimming cercaria;
C. Metacercaria from foot of Mytilus edulis; D. Larus hyperboreus is a known final host of the digenean. Ljósm./Photos: Karl
Skírnisson.
84_3-4.indd 94 1601//15 12:49
159
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
the Icelandic population was published in
200429 and should be disregarded.
Hunting statistics has been compiled in
Iceland since 1995,14 in accordance to the
1994 Wild Bird Act which allows hunting
from 1st September to 15th March.15,21
Numbers of Glaucous Gulls taken have
steadily declined by, on average, 7.6% a
year (Fig. 5). This is an analogous trend as
seen in the breeding population, although
hunting numbers can be influenced by
factors such as hunting interest and the
origin of the winter birds.
A monitoring scheme is recommended
for the Icelandic Glaucous Gull breeding
population. This species is one of 22 sea-
bird species recommended for Arctic mon-
itoring,1,35 further elaborated in two recent
reports.33,36
The present paper is dedicated to
Professor Agnar Ingólfsson, who died in
October 2013 at the age of 76. In 1967
Agnar was the first Icelander to receive a
doctorate degree in ornithology, with his
thesis on the feeding ecology of large gulls
in Iceland.7
Þakkir
Upplýsingar komu úr fjölmörgum áttum en nefna má þessa athugendur:
Arnþór Garðarsson, Einar Ó. Þorleifsson, Jón H. Jóhannsson, Björk Guðjóns-
dóttur, Trausta Tryggvason og Þorvald Björnsson. Náttúrustofa Vestfjarða
stóð straum af bátakostnaði árin 2007 og 2009. Samstarfsmenn í talningum
2007 og 2009 voru Mark Mallory, Carol Mallory, Kristján H.B. Ólafsson og
Orri Sigurjónsson, auk skipstjóranna Jónasar Helgasonar (2007) og Sigurðar
Hjartarsonar (2009). Ib K. Petersen gerði útbreiðslukort. Fuglaljósmyndar-
arnir Þorgils Sigurðsson á Akureyri, Ómar Runólfsson í Mosfellsbæ og Már
Höskuldsson á Húsavík leyfðu birtingu ljósmynda sinna af hvítmáfum.
Öllum þessum aðilum er þökkuð liðveislan.
Heimildir
1. Ævar Petersen, Irons, D.B., Gilchrist, H.G., Robertson, G.J., Boertmann,
D., Strøm, H., Gavrilo, M., Artukhin, Y., Clausen, D.S., Kuletz, K.J. &
Mallory, M.L. (í prentun). Glaucous Gulls Larus hyperboreus in the Arctic:
Evidence of wide-ranging population declines? The Arctic. Samþykkt til
birtingar 2015.
2. Ævar Petersen 1983. Fuglatalningar að vetrarlagi: Saga og árangur. Bliki
2. 28–42.
3. Náttúrufræðistofnun Íslands e.d. Niðurstöður vetrarfuglatalninga 2002–
2013. Skoðað 10. maí 2014 á vef stofnunarinnar: http://www.ni.is/
dyralif/fuglar/vetrarfuglar/talning
4. Agnar Ingólfsson 1976. The feeding habits of Great Black-backed Gulls,
Larus marinus, and Glaucous Gulls, L. hyperboreus, in Iceland. Acta Nat-
uralia Islandica 24. 19 bls.
5. Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312 bls.
6. Agnar Ingólfsson 1969. Behaviour of gulls robbing Eiders. Bird Study 16.
45–52.
7. Agnar Ingólfsson 1967. The feeding ecology of five species of large gulls
(Larus) in Iceland. Doktorsritgerð (Ph.D. thesis) við Háskólann í Michi-
gan. University Microfilms International, Ann Arbor, Michigan, U.S.A.
xii + 186 bls.
8. Ævar Petersen 1989. Náttúrufar í Breiðafjarðareyjum. Bls. 17–52 í: Breiða-
fjarðareyjar. Árbók Ferðafélags Íslands. Ferðafélag Íslands, Reykjavík.
260 bls.
9. Ævar Petersen & Sverrir Thorstensen 1993. Hettumáfsvörp í Eyjafirði
1990. Bliki 13. 45–59.
10. Ævar Petersen 2009. Formation of a bird community on a new island,
Surtsey, Iceland. Surtsey Research 12. 131–145.
11. Agnar Ingólfsson 1970. Hybridization of Glaucous Gulls Larus hyper-
boreus and Herring Gulls L. argentatus in Iceland. Ibis 112. 340–362.
12. Freydís Vigfúsdóttir, Snæbjörn Pálsson & Agnar Ingólfsson 2008.
Hybridization of Glaucous Gull (Larus hyperboreus) and Herring Gull
(Larus argentatus) in Iceland: mitochondrial and microsatellite data. Phil-
osophical Transactions of the Royal Society B. DOI:10.1098/rstb.2008.0042.
13. Snæbjörn Pálsson, Freydís Vigfúsdóttir & Agnar Ingólfsson 2009. Mor-
phological and genetic patterns of hybridization of Herring Gulls (Larus
argentatus) and Glaucous Gulls (L. hyperboreus) in Iceland. Auk 126. 376–
382.
14. Umhverfisstofnun 2014. Veiðitölur 1995–2012. Veiðidagbók 18. 44–45.
15. Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
nr. 64/1994.
16. Finnur Guðmundsson 1955. Íslenzkir fuglar XI. Hvítmáfur (Larus hyper-
boreus). Náttúrufræðingurinn 25 (1). 24–35.
17. Ævar Petersen 2005. Melrakkaey í Grundarfirði: Náttúrufar og nytjar,
einkum fuglar. Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Safn til sögu Eyrarsveitar 6.
7–70.
18. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Gunnlaugur Pétursson & Jóhann Óli
Hilmarsson 1994. Útbreiðsla varpfugla á Suðvesturlandi. Könnun 1987–
1992. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 25. 126 bls.
19. Hörring, R. 1908. Dagbók. Frumrit varðveitt á Náttúrufræðistofnun
Íslands.
20. Erling Ólafsson & Lovísa Ásbjörnsdóttir 2014. Surtsey í sjónmáli. Edda,
Reykjavík. 224 bls.
21. Reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum nr.
456/1994.
22. Hantzsch, B. 1905. Beitrag zur Kenntnis der Vogelwelt Islands. R.
Friedländer & Sohn, Berlin. vii + 341 bls.
23. Faber, F. 1822. Prodromus der isländischen Ornithologie. Kopenhagen.
112 bls.
24. Jón Hallur Jóhannsson & Björk Guðjónsdóttir 1995. Varpfuglar í Stein-
grímsfirði og nágrenni. Könnun 1987–1994. Fjölrit Náttúrufræðistofn-
unar 28. 76 bls.
25. Bornaechea, P.G. & Arnþór Garðarsson 2006. Fuglabjörg á Snæfellsnesi
árið 2005. Bliki 27. 51–54.
26. Arnþór Garðarsson 1973. Fuglastofnar og selir á Breiðafirði. Bráðabirgða-
skýrsla í október 1973. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík. 26 bls.
27. Agnar Ingólfsson 1982. Máfar, kjóar og skúmur. Bls. 61–76 í: Fuglar (ritstj.
Arnþór Garðarsson). Rit Landverndar 8. Landvernd, Reykjavík. 216 bls.
28. Asbirk, S., Berg, L., Hardeng, G., Koskimies, P. & Ævar Petersen 1997.
Population sizes and recent trends in the Nordic countries 1978–1994.
TemaNord 1997:614. Nordisk Council of Ministerråd. 88 bls.
29. Burfield, I. & van Bommel, F. 2004. Birds in Europe (Population estimates,
trends and conservations status). BirdLife Int., BirdLife Conserv. Ser. no.
12. Cambridge, UK. xiv + 374 bls.
30. Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: National report to UNCED.
Umhverfisráðuneytið, Reykjavík. 189 bls.
31. Sharp, M.P., Asquith, R., Crosse, R., Cummings, M., Hare, R., Rostron,
P. & Stokes, P. 1979. Cambridge Vestfirdir Expedition 1979. Cambridge
Exped. J. 1979. 74–76.
32. Sharp, M.P., Cummings, M., Stokes, P., Crosse, R., Asquith, R., Ros-
tron, P. & Hare, R. 1979. Cambridge Vestfirðir Expedition 1979. Óbirt
bráðabirgðaskýrsla.
33. Guðmundur A. Guðmundsson & Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2012.
Vöktun íslenskra fuglastofna. Forgangsröðun tegunda og tillögur að
vöktun. NÍ-12010. Náttúrufræðistofnun Íslands, Garðabæ. 63 bls.
34. Agnar Ingólfsson 1970. The moult of remiges and rectrices in Great Black-
backed Gulls Larus marinus and Glaucous Gulls L. hyperboreus in Iceland.
Ibis 112. 83–92.
35. Ævar Petersen, Irons, D., Anker-Nilssen, T., Artukhin, Y., Barrett, R.,
Boertmann, D., Egevang, C., Gavrio, M.G., Gilchrist, G., Hario, M., Mal-
lory, M., Mosbech, A., Olsen, B., Osterblom, H., Robertson, G. & Strøm, H.
2008. Framework for a Circumpolar Arctic Seabird Monitoring Network
(CAFFs Circumpolar Biodiversity Monitoring Program). CAFF CBMP
Report 15. 67 bls.
36. Menja von Schmalensee, Kristinn H. Skarphéðinsson, Hildur Vésteins-
dóttir, Tómas G. Gunnarsson, Páll Hersteinsson, Auður L. Arnþórsdóttir,
Hólmfríður Arnardóttir & Sigmar B. Hauksson 2013. Vernd, velferð
og veiðar villtra fugla og spendýra. Lagaleg og stjórnsýsluleg staða og
tillögur um úrbætur. Skýrsla unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra.
xi + 350 bls. ásamt viðaukum.
Um höfundana
Ævar Petersen (f. 1948) lauk B.Sc.-Honours-prófi í dýrafræði
frá Aberdeenháskóla í Skotlandi 1971 og doktorsprófi í
fuglafræði frá Oxford-háskóla á Englandi 1981. Ævar vann
á Náttúrufræðistofnun Íslands í 35 ár en er nú á eftirlaunum.
Sverrir Thorstensen (f. 1949) lauk kennaraprófi 1970 og var
kennari í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og Glerárskóla
á Akureyri en er nú á eftirlaunum. Sverrir hefur stundað
fuglamerkingar frá árinu 1979 og tekið þátt í margvíslegum
rannsóknum á fuglum.
Böðvar Þórisson (f. 1968) lauk B.Sc.-prófi í líffræði 2002 og
meistaraprófi í líffræði 2013 frá Háskóla Íslands. Hann hefur
starfað hjá Náttúrustofu Vestfjarða frá árinu 2002.
Sverrir Thorstensen
Lönguhlíð 9a
IS-603 Akureyri
sth@akmennt.is
Böðvar Þórisson
Náttúrustofu Vestfjarða
Aðalstræti 21
IS-415 Bolungarvík
bodvar@nave.is
Ævar Petersen
Brautarlandi 2
IS-108 Reykjavík
aevar@nett.is
Póst– og netföng höfunda/Authors’ addresses
84_3-4.indd 159 1601//15 12:50
15
01
19
7
N
at
tu
ru
fr
3A
C
M
Y
K
56