Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 81

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 81
Náttúrufræðingurinn 92 mikið eldri en tveggja ára. Í Eystra- salti tímgast sniglar ekki fyrr en þeir eru komnir á annað ár og gerist það á tímabilinu frá júní fram í nóvember.14 Líklegt er að lífsferillinn sé svipaður við íslenskar aðstæður. Flokkun og útbreiðsla Á síðustu árum hafa raðgreiningar á erfðaefni oft breytt hugmyndum manna um skyldleika lífvera og á það meðal annars við hjá leðjusnigl- um af ættinni Hydrobiidae. Á grunni slíkra athugana hefur stranddoppa verið flutt úr ættkvíslinni Hydrobia í ættkvíslina Ecrobia og á hún þar þrjár systurtegundir (E. atuca (Boeters, 1988); E. pontieuxini (Radoman, 1973) og E. vi trea (Risso, 1826)).15 Fulltrúar ættkvíslarinnar lifa einvörðungu í Evrópu. Áður hefur verið sagt að stranddoppan lifi í Norður – Ameríku1 en það er misskilningur. Systurtegundir stranddoppu hafa suðlæga útbreiðslu og eru bundnar við strandsvæði Svartahafs og Miðjarðarhafs. Stranddoppan lifir mun víðar, finnst í Svartahafi og á Miðjarðarhafsströnd Frakklands meðal annars en er algeng á vest- og norðlægum strandsvæðum Evrópu og finnst þar frá Biskayflóa í suðri, við Bretlandseyjar, í Norðursjó og Eystrasalti allt norður í Hvítahaf.15 Norðvesturmörk á útbreiðslu strand- doppu eru á Íslandi. Hér á landi er útbreiðslan mjög blettótt. Við suðurströndina hafa lifandi eintök fundist við Stokks- eyri í grunnu fjörulóni sem opið var til sjávar, með seltustiginu 24‰.1 Leit höfunda að tegundinni milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og Sérkenni lífsferilsins felast í því að öll lirfustig sníkjudýrsins þroskast inni í einni og sömu lífverunni (stranddoppu). Hreyfanlegu stigin sem agðan notar venjulega til dreifingar utan við snigilinn (bifærð lirfa, halalirfa) eru hér óþörf. Þannig verður lífsferillinn að mestu óháður óstöðugu um- hverfi stranddoppunnar, sem lifir til dæmis við frost, seltu- breytingar og uppþornun. Þroskun hefst þegar stranddoppa étur egg ögðunnar. Lirfan klekst í sniglinum, færir sig yfir í kynkirtlana og breytist þar í lirfusekk sem síðar myndar aðra kynslóð lirfusekkja með kynlausri fjölgun. Í sameiningu ryðja þessi sekkstig mestöllum æxlunarvef dýrsins í burtu og snigillinn verður ófrjór. Frekari þroskun á sér stað í dótt- urlirfusekkjunum þar sem mikill fjöldi halalirfna (5. mynd A) verður til. Fullþroskaðar kasta þær halanum og mynda um sig hjúp (5. mynd B). Hjúplirfan (5. mynd C) er þegar komin með útlit full- orðinnar ögðu (5. mynd D) en er minni (200–250 µm) og kynkerfið enn óþroskað. Fullþroskaðar hjúplirfur (5. mynd B) safnast þúsundum saman fyrir í lirfusekkjunum og bíða á því stigi eftir því að vaðfugl, sem lifir meðal annars á því að tína upp í sig stranddoppur, éti smitaða snigilinn. Geldingin kemur í veg fyrir að snigillinn eyði orku í að þroska kyn- frumur þannig að smitaðar stranddoppur geta orðið óvenju stórar og áberandi fæðubitar. Dreifingarmáttur sníkjudýrs- ins eykst því við það að sýkta stranddoppan verður ófrjó. Hjúpurinn meltist utan af lirfunum í meltingarvegi loka- hýsilsins (5. mynd B) þar sem þær verða að kynþroska ögðum á einum til tveimur dögum, og eggin verða fljótt áberandi (5. mynd D). Greinileg úrþróunareinkenni (e. evolutionary loss of vesti- gal organs) sjást hjá halalirfunni (5. mynd A). Kirtlar sem framleiða lífhvata sem melta lirfunum leið inn í aðra milli- hýsla eru litlir, broddurinn (e. stylet) sem notaður er til að stinga í gegnum húð næsta millihýsils er lítill og veikburða og sundhalinn veiklulegur. Lífsferillinn þarf ekki lengur á þessum aðlögunum að halda. M. breviatus var algeng á öllum athugunarsvæðunum, einkum þó í Gálgahrauni (1. tafla). Líklegt er að sendlingur (Calidris maritima), stelkur (Tringa totanus) og vetrarfuglar eins og tildra (Arenaria interpres) eigi þátt í að halda lífs- ferlinum þetta vel gangandi. Rammi B Agðan Microphallus breviatus hefur engin hreyfanleg lirfustig. Lirfustigin þroskast öll innan millihýsilsins (stranddoppu), lokahýslar eru litlir vaðfuglar sem éta snigilinn. 5. mynd. Fjögur lífsform ögðunnar Microphallus breviatus. A. Halalirfa; B. Hjúplirfur úr lirfusekk stranddoppu Ecrobia ventrosa, hver um sig umlukin þolhjúpi; C. Laus hjúplirfa; D. Eggjafull fullorðin agða. – Four developmental stages of the digenean Micro– phallus breviatus. A. Cercaria; B. Encysted metacercariae from sporocyst in Ecrobia ventrosa; C. Excysted metacercaria; D. Adult fluke with ripe eggs. Ljósm./Photos: Karl Skírnisson. 84_3-4.indd 92 1601//15 12:49 161 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sýsla District Staður Location Nánari staðsetning varps More detailed location Notkun Use Dagur Day Mánuður Month Ár Year Fjöldi para Nos. pairs Dal. Rúfeyjar á Breiðafirði Bæjarey (Heimaey, Rúfey) 1 3 7 1990 4 Dal. Rúfeyjar á Breiðafirði Miðey 1 19 6 2007 1 Dal. Rúfeyjar á Breiðafirði Kálfsrófa 1? 6 6 1982 1 Dal. Rauðseyjar á Breiðafirði Bæjarey (Rauðsey) 1 x x 1970< x Dal. Rauðseyjar á Breiðafirði Beitarey 1 2 7 1990 1 Dal. Ólafseyjar [í Vestureyjum] á Breiðafirði Bæjarey 1 3 7 1990 2 Dal. Hvalgrafir/Klifmýri á Skarðsströnd Ásmóðarey 0 x sumar 1986 0 Dal. Hvalgrafir/Klifmýri á Skarðsströnd Grafarfjall: Grafardrangur 0 15 5 2005 0 Dal. Tindar á Skarðsströnd Tindafjall 0 15 5 2005 0 Dal. Heinaberg á Skarðsströnd Fagradalsfjall (Heinabergsfjall): Nípurhyrna 0 15 5 2005 0 Dal. Tjaldanes í Saurbæ Tjaldaneshlíð við Deild 0 15 5 2005 0 A.-Barð. Reykhólar í Reykhólasveit Ytri-Folaldahólmi (sá stærri) 1 21 5 2008 1 A.-Barð. Reykhólar í Reykhólasveit Kvíar (Sker út af Folaldahólma) 1 1 6 2000 1 A.-Barð. Reykhólar í Reykhólasveit Svörtusker 1 21 5 2008 1 A.-Barð. Höllustaðir í Reykhólasveit Höllustaðabjarg (Bjargfjall, Mávabjarg) 1 15 5 2005 9 A.-Barð. Laugaland í Reykhólasveit Hákallaströnd 1 15 5 2005 18 A.-Barð. Klettur í Kollafirði Vellir (Klettshlíð) 1 14 5 2005 71 A.-Barð. Fjörður á Múlanesi Fjarðarbjarg 1 14 6 2005 56 A.-Barð. Litlanes í Kjálkafirði Svartbakasker [við Litlanes] 1 1 7 1992 1 A.-Barð. Sviðnur á Breiðafirði Hamarshólmi (Hamarseyjarhólmi) 1 14 5 1977 1 A.-Barð. Sviðnur á Breiðafirði Ytri-Gimbureyjarflaga 1 14 5 1977 1 A.-Barð. Hvallátur á Breiðafirði Hái-Sundhólmur 1 x x 1978c 1 A.-Barð. Svefneyjar á Breiðafirði Klofningur 0 21 7 1997 0 A.-Barð. Stagley á Breiðafirði Stagley 1 3 6 1998 2 A.-Barð. Bjarneyjar á Breiðafirði Lónsker 1 17 7 1986 2 A.-Barð. Bjarneyjar á Breiðafirði Lón 1 9 5 1987 2 A.-Barð. Flatey á Breiðafirði Innri-Máfey 1 x vor 1994 1 A.-Barð. Flatey á Breiðafirði Lundaklettur 1 26 5 1977 1 A.-Barð. Flatey á Breiðafirði Innri-Stykkisey 1 x vor 1974 3 A.-Barð. Hergilsey á Breiðafirði Innri-Reykeyjarflaga 1 x vor 1994 1 A.-Barð. Hergilsey á Breiðafirði Urðhólmur 1 x x 1990< 2 A.-Barð. Hergilsey á Breiðafirði Oddleifsey 0 22 6 1990 0 A.-Barð. Hergilsey á Breiðafirði Sandey 1 x vor 1994 1 A.-Barð. Hergilsey á Breiðafirði Hrauneyjar – Innri-Hrauney 0 22 7 2006 0 A.-Barð. Hergilsey á Breiðafirði Hrauneyjaklettar (3) 1 x vor 2000 1 A.-Barð. Hergilsey á Breiðafirði Oddbjarnarsker 1 x vor 2000 1 V.-Barð. Auðshaugur á Hjarðarnesi Haugseyjar 0 x x 1988< 0 V.-Barð. Fossá á Hjarðarnesi Fossár- & Hamarseyjar 0 x x 1988< 0 V.-Barð. Sauðeyjar á Breiðafirði Ytri-Rauðsdalshólmi 1 9 6 2007 1 V.-Barð. Sauðeyjar á Breiðafirði Heimaey (Sauðey) 1 9 6 2007 1 V.-Barð. Sauðeyjar á Breiðafirði Rif 1 14 6 2007 9 V.-Barð. Sauðeyjar á Breiðafirði Þórisey 1 26 6 1994 1 V.-Barð. Sauðeyjar á Breiðafirði Innri-Kiðhólmi 1 26 6 1994 1 V.-Barð. Sauðeyjar á Breiðafirði Ytri-Kiðhólmi 1 26 6 1994 1 V.-Barð. Sauðeyjar á Breiðafirði Flataflaga 1 8 6 2007 1 V.-Barð. Hagi á Barðaströnd Hagadrápsker (2)/Hagadrápsker ytra 0 30 6 1992 0 V.-Barð. Hagi á Barðaströnd Hagadrápsker (2)/Hagadrápsker innra 0 30 6 1992 0 V.-Barð. Hvammur á Barðaströnd Stórfiskasker 0 30 6 1992 0 V.-Barð. Arnórsstaðir á Barðaströnd Blankur 1 14 6 2005 1 V.-Barð. Arnórsstaðir á Barðaströnd Arnórsstaðahyrna, rétt innan Lambaness 1 14 6 2005 6 V.-Barð. Rauðsdalur á Barðaströnd Rauðsdalsfjall (Grafarhlíð, Fuglabjarg) 1 14 6 2005 17 V.-Barð. Hamar á Barðaströnd Hamarshyrna (Hamarsfjall/Hvammsfjall) 1 14 6 2005 13 V.-Barð. Skjaldvararfoss á Barðaströnd Fuglberg (beint ofan bæjar) 1 14 6 2005 1 V.-Barð. Litlahlíð á Barðaströnd Litluhlíðarfjall 1 14 6 2005 26 V.-Barð. Miðhlíð á Barðaströnd sandmelar upp af Hlíðarskeri 1 x sumar 1988 1 V.-Barð. Miðhlíð á Barðaströnd Miðhlíðarnúpur 1 14 6 2005 2 V.-Barð. Hrísnes á Barðaströnd Hrísnesnúpur 0 14 5 2005 0 Vestfirðir V.-Barð. Sigluneshlíðar Mávaskorarnúpur 1 x x 1955< x V.-Barð. Sigluneshlíðar Vætufjall 1 x x 1965< x V.-Barð. Skor Skorarhlíðar (Skorarklettar) 1 x x 2001< x V.-Barð. Móberg (Máberg) á Rauðasandi Móbergsfjall (Mábergsfjall) 0 x x 1908 0 V.-Barð. Lambavatn á Rauðasandi Lambavatnsfjall 1 4 7 1990 50 V.-Barð. Látrabjarg 1 x x 1985< 5 84_3-4.indd 161 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 3B C M Y K 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.