Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 89

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 89
Náttúrufræðingurinn 84 Agnar Ingólfsson, prófessor emeritus í vistfræði, lést 10. október 2013, 76 ára að aldri. Útför hans fór fram í kyrrþey 28. október. Agnar fæddist í Reykjavík 29. júlí 1937. Foreldrar hans voru hjónin Agnes Marie Ingeborg, fædd Christensen (1902–2000), og Ingólfur Davíðsson, magister og grasafræðingur (1903–1998). Agnar var fyrsta barn þeirra en auk hans eignuðust þau hjón tvær dætur, Eddu leikskólakennara (1939–2011) og Helgu semballeikara (1942–2009). Ingólfur er vel þekktur hér á landi fyrir störf sín í grasafræði og skrif um þjóðleg fræði. Hann var gerður heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1991. Agnes var menntuð í veflist og komin af merkum ættum á Jótlandi. Faðir hennar, Peter Christensen, var einn af stofnendum fréttablaðsins Aalborg Amtstidende ásamt mági sínum Vilhelm Lassen. Peter var lengi útgáfustjóri (faktor) fyrir blaðið sem óx ört og stækkaði, og varð síðar að Jyllandsposten. Agnar ólst upp í Reykjavík, fyrst á Holtsgötu 31, og var ungur í sveit á slóðum forfeðra sinna, á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd en þar bjó Haraldur bróðir Ingólfs. Einnig fór hann með móður sinni í heimsókn til ættingja á Jótlandi strax og færi gafst eftir stríð og oft síðar. Bæði ætterni og umhverfi Agnars leiddi til þess að hann öðlaðist snemma víðsýni og fékk ungur áhuga á því að leggja fyrir sig náttúrufræði. Agnes móðir hans á sennilega mestan heiðurinn af því. Hún sendi Agnar á unglingsaldri niður í fjöru við Ánanaust að skoða lífríkið. Ingólfur kynnti hann svo fyrir Finni Guðmundssyni fugla- fræðingi árið 1951. Finnur var einn fremsti nátt- úrufræðingur landsins og naut sívaxandi álits sem vísindamaður. Hann starfaði sem safnvörður við Náttúrugripasafnið og var virtur í alþjóðlegum vís- indaheimi. Hann hafði góð tengsl við íslenska áhuga- menn um land allt. Jafnframt virkaði Finnur sem eins konar lýðháskóli fyrir unga menn sem höfðu áhuga á fræðunum. Hinn 18. október 1951 héldu þeir Agnar og einn okkar (skólabróðir hans, Arnþór) á fræðslu- fund til Finns og var sá fundur upphafið að löngum námsferli þar sem námsgreinar voru fuglafræði og vistfræði hvers konar, en umfram allt gagnrýnin hugsun. Fyrsta vísindagrein Agnars birtist í Nátt- úrufræðingnum árið 1955, þegar höfundar voru enn á unglingsaldri, og var þessi frumraun byggð á bein- um athugunum í nánasta umhverfi en naut góðs af leiðsögn og harðri ritstjórn Finns Guðmundssonar.1 Agnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957 og hlaut hann verðlaun fyrir glæsilegan árangur í náttúrufræði. Sama haust hélt hann til háskólanáms í Aberdeen í Skotlandi og lauk Agnar Ingólfsson Minningarorð 84_3-4.indd 84 1801//15 16:54 169 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fundarstaður – Location Chironomidae fjöldi m-2 – number per m-2 Halocladius spp. fjöldi m-2 – number per m-2 fjöldi einstakl. – number of individuals* Chironomus spp. fjöldi m-2 – number per m-2 Undirlag – Substrate Heimild – Referance Dýrafjörður 775 Leira – Mudflat 34 Dýrafjörður 568 Þangfjara, möl – Fucoid shore, gravel 34 Önundarfjörður 2632 Leira – Mudflat 34 Mjóifjörður í Ísafjarðardjúpi 2079 Þangfjara, möl – Fucoid shore, gravel 47 Ísafjörður í Ísafjarðardjúpi 426 Þangfjara, möl – Fucoid shore, gravel 47 Steingrímsfjörður (botn) 1483 Leira – Mudflat 48 Hóp, Húnavatnssýslu + 49 Húnavatn, Húnavatnssýslu + 49 Rekavatn á Skaga + 49 Þangskálavatn á Skaga + 49 Höfðavatn + 49 Hópsvatn í Fljótum + 49 Miklavatn í Fljótum + 49 Skipalón, Eyjafirði + 49 Leirutjörn, Akureyri + + 49 Óshólmasvæði Eyjafjarðarár + +? Áreyrar, óshólmar – Fluvial plains, alluvial delta 50 Lón, Kelduhverfi + 49 Leiruhafnarvatn, Melrakkasléttu 49 Hornafjörður + Leira – Mudflat 51 Hornafjörður + 49 Hestgerðislón, Suðursveit + 49 Hlíðarvatn, Selvogi + 49 Hvaleyrarlón, Hafnarfirði 156 Þangfjara, möl – Fucoid shore, gravel 36 Hvaleyrarlón, Hafnarfirði 434 Leira – Mudflat 36 Bessastaðatjörn, Álftanesi + 49 Kópavogur 7610 Leira – Mudflat 19 Skerjafjörður + Klóþangsfjara – Ascophyllum shore 52 V, NV og N af Íslandi (0,9–1,8 km) 2,5* Fljótandi þang – Floating seaweed 53 V, NV og N af Íslandi (4,1–7,2 km) 6,7* Fljótandi þang – Floating seaweed 53 V, NV og N af Íslandi (10,3–16,7 km) 162,4* Fljótandi þang – Floating seaweed 53 V, NV og N af Íslandi (57,8–117,6 km) 1,5* Fljótandi þang – Floating seaweed 53 84_3-4.indd 169 1601//15 12:51 1501197 N atturufr 2A C M Y K 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.