Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 6

Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 BARNAGÆSLA VERÐ1.250,-fyrir barniðSystkynaafsláttur25% Barnapö fyrir k krakk *3 ára og el Börn geta dvalið í allt a ssun áta a* dri. ð 2 klst. í sen www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Á undanförnum vikum og mánuð- um hafa innlendir matvælafram- leiðendur, birgjar og þjónustuað- ilar tilkynnt viðskiptavinum sínum hér á landi um verðhækkanir á vöru og þjónustu. Samkvæmt sam- tölum Morgunblaðsins við for- svarsmenn fyrirtækja, eins og Haga (móðurfélags Hagkaupa og Bónuss), Festar (móðurfélags Krónunnar) og Samkaupa (móður- félags Nettó) eru hækkanirnar al- mennar og á bilinu 2% til 7%. Helstu skýringar birgja og þjón- ustufyrirtækja eru launahækkanir. Eimskip sendi viðskiptavinum sínum bréf seinnihluta júnímánað- ar, þar sem tilkynnt var um hækk- un á sjóflutningsgjaldskrá og þjón- ustugjöldum á Íslandi upp á 3,4%. Hækkunin tók gildi þann 1. júlí sl. Samskip tilkynnti viðskiptavin- um sínum um hækkanir á erlend- um þjónustugjöldum, ásamt gjöld- um fyrir sjófrakt, í febrúar sl. en þær voru upp á 3%. Samskip hækk- aði ekki gjöld á innlenda flutninga- starfsemi sína. Innflytjendur hafa lækkað verð Viðmælendur Morgunblaðsins, sem tala fyrir hönd stórmarkaða hér á landi sem selja matvöru, eru sammála um að helstu skýringar á hækkunum á matvælum og þjón- ustu, eins og flutningsgjöldum, upplýsinga- og tölvuþjónustu, svo dæmi séu nefnd, séu einkum vegna mikilla launahækkana á síðasta ári og aftur í janúar á þessu ári, auk þess sem aðföng hafi í einhverjum tilvikum hækkað í verði. Benda þeir á móti á, að innflytjendur mat- væla hafi í mörgum tilvikum lækk- að verð á vöru sinni til stórmark- aðanna, vegna sterkrar stöðu krónunnar. Hófstilltar hækkanir Jón Björnsson, forstjóri Festar, segir að vissulega hafi verið al- mennar hækkanir hjá þjónustufyr- irtækjum og birgjum það sem af er ári en honum komi ánægjulega á óvart, hversu hófstilltar þær hækk- anir hafi verið. „Hækkanirnar hafa ekki verið jafnmiklar og ég kannski átti von á. Það sem hjálpar okkur er gengið, en á móti eru vinnulaun- in að hækka verulega,“ sagði Jón. Hann bendir á að þær hækkanir sem hafi orðið á fyrstu þremur mánuðum þessa árs – janúar, febr- úar og mars – hafi verið viðbrögð birgja og þjónustuaðila við þeim launahækkunum sem tóku gildi um áramót. „Þeir voru í raun að horf- ast í augu við tvöfalda launahækk- un, hækkunina sem kom í maí 2015 og svo hækkunina sem varð í jan- úar 2016. Þeir voru því eins og við að horfast í augu við 13% launa- hækkun á innan við einu ári,“ sagði Jón. Jón sagði að þegar horft væri á verðhækkanir undanfarna 15 til 16 mánuði, væri greinilegt að íslenskir matvælaframleiðendur, birgjar og þjónustufyrirtæki væru að gera hvað þeir gætu, til þess að halda hækkunum í lágmarki. „Það er enginn að stökkva til og hækka í stórum stökkum. Það eru bara sárafá dæmi þess,“ sagði Jón. Ekkert óeðlilegt í gangi Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að meginlínan sé sú, að inn- lendir framleiðendur hafi verið að hækka verð á framleiðslu sinni frá 2% til 7%, það sem af er ári. „Lang- flestar hækkanirnar hjá okkur eru á bilinu 2% til 5%. Ali hækkaði sín verð um 7%, en langt er síðan Ali hækkaði sín verð,“ sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið í gær. Finnur segir að mest séu þetta svínakjöt, kjúklingar, brauð, mjólk- urvara og kex, sem hafi verið að hækka um 2% til 5%. „En síðan, svo sanngirni sé gætt, þá höfum við að undanförnu verið að fá lækk- anir út af geng- isbreytingum. Vegna styrking- ar krónu hafa innflytjendur verið að lækka til okkar verð, yfir- leitt um 2% til 3%, og það fer eftir myntum og innkaupasvæðum hvort það er svigrúm til lækkunar. Almennt held ég því, miðað við kostnaðar- auka, að hér sé ekkert óeðlilegt í gangi hvað varðar verðbreytingar,“ sagði Finnur. Hann bendir jafnframt á að launahækkanirnar, sem urðu í jan- úar á þessu ári, ofan á launahækk- anirnar í fyrra, væru töluverður kostnaðarauki fyrir þá sem væru með mannfreka vinnslu. Alltaf reynt að hagræða Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það hefði vissulega verið þrýstingur til hækkana undanfarna mánuði. „Menn eru að vísa til aukins kostn- aðar, vegna kjarasamninganna, bæði flutningafyrirtæki og birgjar, sérstaklega innlendir framleiðend- ur. Það hafa einnig orðið ákveðnar hækkanir hjá birgjum sem eru í innflutningi, og þá vísa þeir til kostnaðarhækkana erlendis, en í öðrum tilfellum hafa þeir getað lækkað verð til okkar. Hækkanir á innfluttum vörum til okkar hafa þó verið minni, ekki síst vegna þess hversu sterk krónan hefur verið, sem hefur vissulega hjálpað til,“ sagði Ómar. Hann segir að verslunin ein geti ekki tekið á sig allar hækkanir, þannig að þær skili sér í hærra verðlagi að hluta til. „Menn eru alltaf að reyna eins og hægt er að hagræða. Við höfum þann kost að leita í eigin innflutn- ing og það gerum við í auknum mæli, og hyggjumst áfram leita allra leiða sem færar eru, til þess að halda vöruverði okkar í lág- marki,“ sagði Ómar Valdimarsson að lokum. Hækkun launa helsta skýringin  Innlendir matvælaframleiðendur, birgjar og þjónustufyrirtæki hafa hækkað verð á vöru og þjónustu um 2% til 7% það sem af er ári  Mest er hækkunin hjá Ali, 7%, en langt er síðan Ali hækkaði verð sitt Morgunblaðið/Kristinn Verðhækkanir Verð frá innlendum matvælaframleiðendum og birgjum hefur hækkað um 2% til 7% til verslana, það sem af er þessu ári. Viðmælendur telja að framleiðendur hafi reynt að stilla verðhækkunum í hóf eftir megni. Jón Björnsson Ómar Valdimarsson Finnur Árnason Innlendir framleiðendur, birgjar og flutningafyrirtæki skýra verð- hækkanir sínar að mestu með áhrifum af kjarasamningunum. Flutningafyrirtæki skýra þær einnig með hækkunum á helstu kostnaðarliðum hérlendis og er- lendis. Hér eru nokkur dæmi um verðbreytingar innlendra fram- leiðenda, birgja og flutningafyrirtækja, sem orðið hafa frá því í ársbyrjun fram í miðjan júlí á þessu ári: Ali 7% Matfugl 5,0% Eimskip 3,4% Samskip 3,0% Mjólkursamsalan 2,5% Myllan 4,9% Kristjánsbakarí 4,2% Kjörís 4,0% Freyja 3,0% Ölgerðin 2,8% Frón 3,8% Ora 3,8% Íslensk Ameríska 3,8% MS 3% Nói Síríus 2,4% Innnes 1,5% Póstdreifing 5,0% Sómi 4,8% Heilsa (öll vítamín) 4% Gæðabakstur 3,6% Auk ofangreindra fyrirtækja hafa Sláturfélag Suðurlands, Vífilfell, Norðlenska, Kjörís og Sóma-samlokur, hækkað verð það sem af er ári, um 2% til 5%. Flestir hafa hækkað verð sitt VERÐHÆKKANIR Á MATVÖRU OG ÞJÓNUSTU Kjúklingur Launabreytingar og hækkanir á fóðri valda hækkun. „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem bætast í gönguna. Það eru fleiri sem eru að opna sig um þessi mál. Þetta snertir alla, hvort sem eru þolendur eða aðstandendur. Fólk á að koma saman í þessari göngu, að- standendur og stórfjölskyldan,“ segir Lilja Kristjánsdóttir, einn skipuleggjenda druslugöngunnar sem verður gengin á morgun, laug- ardaginn 23. júlí, frá Hallgríms- kirkju klukkan 14. Að göngu lok- inni tekur við dagskrá á Austurvelli sem hefst á innblásnum ræðum frá baráttufólki og síðan tónlistar- dagskrá. Drusluganga var fyrst gengin í Toronto eftir ósmekkleg opinber ummæli frá lögreglumanni. Fyrsta druslugangan á Íslandi var árið 2011. Hversu stór hópur stendur að þessari göngu? „Við erum um ellefu sem erum í skipulagsteyminu og svo erum við með nokkra tugi sem koma að göngunni,“ segir Lilja. „Í vinnu Facebook-grúppunni er- um við með um sjötíu manns.“ Manni hefur fundist sem tals- mennirnir hafi allt saman verið ungar konur, en gangan sé að breytast í göngu þarsem allir taki þátt eins og í Gay Pride? „Jú, en það er mikilvægt að það gleymist ekki að þetta verður alltaf baráttuganga en ekki gleðiganga.“ borkur@mbl.is Druslu-baráttugangan fer frá Hallgrímskirkjunni  Druslugangan fer fram á morgun klukkan 14 Morgunblaðið/Freyja Gylfa Gleði Sara Teresa Jónsdóttir og Sara Aníta Scime eru undirbúnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.