Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 16
FJARÐABYGGÐ
VISIT FJARÐABYGGÐ
Hafið, fjöllin og fallegir firðir gera Fjarðabyggð
að frábærum áfangastað.
Komdu og upplifðu mat, menningu
og náttúru Austurlands.
NÁNAR Á VISITFJARDABYGGD.IS
NJÓTTU ÞESS AÐ VERA TIL
H
ér
að
sp
re
nt
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
BÆJARHÁTÍÐIR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
Elvar Ingimundarson
elvar@mbl.is
„Best er að hætta hverjum leik, þá
hæst hann stendur. Þetta hefur verið
skemmtilegur og gefandi tími,“ segir
Albert Eiríksson, einn af stofnendum
og forsvarsmönnum Franskra daga á
Fáskrúðsfirði. Hátíðin nú er sú síð-
asta sem hann tekur þátt í að skipu-
leggja. Þessi samkoma hefur verið
haldin síðan 1996 og var Albert fyrst
fengin til að skipuleggja tónleika af
því tilefni. Frönsk atriði vantaði á há-
tíðina og útvegaði Albert því söngv-
ara sem gátu sungið á frönsku. Hann
hefur alla tíð síðan skipulagt tónleika
á hátíðinni og ritstýrði síðustu níu ár-
göngum af blaðinu Franskir dagar
sem gefið er út í tengslum við hátíð-
ina.
Fólkið er boðið og búið
Hvernig finnst Albert bæjarlífið
hafa breyst undanfarin ár? „ Það
breyttist mikið með komu jarðgang-
anna og álversins. Ánægjustigið á
staðnum hækkaði við það að fjöl-
breytni atvinnulífsins jókst og fólk
hefur tækifæri til að sækja vinnu á
öðrum stað. Þessar breytingar hafa
haft jákvæð áhrif á bæjarlífið.
Franskir dagar hafa sömuleiðis
smitað út frá sér mjög ánægjulega.
Fólk snyrtir alltaf umhverfi sitt fyrir
Franska daga, þetta er svolítið eins
og jól að sumri. Það er tekið til og
málað og allt gert klárt áður en hátíð-
in hefst. Smátt og smátt hefur bær-
inn því orðið sífellt snyrtilegri og það
er nú eftir því tekið hvað hann er
fínn,“ segir Albert og heldur áfram:
„Hátíðin hefur stækkað og breyst.
hún er haldin fyrr á árinu og hátíð-
arsvæðið er komið á annan stað. Það
er svo ánægjulegt við bæjarhátíðir
úti á landi að fólk er boðið og búið til
að taka þátt. Það væri ekki hægt að
halda svona hátíð á svona litlum stað
nema vegna þess hve margir eru til-
búnir að leggja hönd á plóg. Í litlu
samfélagi er hver einasti maður svo
mikilvægur.“
Ólst upp við sögur
af sjómönnum
En hvernig fékk Albert áhuga á
sögu franskra sjómanna á Fáskrúðs-
firði? Hann svarar því til að frá
blautu barnsbeini hafi hann heyrt
sögur af frönskum sjómönnum. Þeir
voru hvergi jafnáberandi á Aust-
fjörðum og á Fáskrúðsfirði – hvar
voru mikil samskipti milli þeirra og
heimamanna.
„Þetta hófst þannig að ég reyndi
að fá sveitarfélagið til að bretta upp
ermar og gera eitthvað til að varð-
veita þessa sögu og vinna með hana.
Á þeim árum var ekki áhugi fyrir
menningartengdri ferðamennsku svo
ég spýtti í lófana og stofnaði safn um
sögu franskra sjómanna. Það gekk
strax mjög vel og stækkaði fljótt,“
segir Albert og hann bætir við:
„Þegar Minjavernd endurbyggði
Franska spítalann flutti safnið þang-
að og var endurgert af Minjavernd.
Núna er þar áhugavert safn í glæsi-
legu húsi. Eftir að spítalinn var end-
urbyggður staldra fleiri við í bænum.
Þegar fleiri staldra við eykst þörf
fyrir afþreyingu og þjónustu og nú er
búið að stækka hótelið.“
Albert segir blómatíma fiskveiða
Frakka við Austurland hafa verið frá
1850 og fram undir fyrri heimsstyrj-
öld. Eftir það hafi dregið verulega úr
veiðunum og þær lagst alveg af fyrir
seinni heimsstyrjöld.
„Áður en Franski spítalinn var
byggður í Fáskrúðsfirði stunduðu
heimamenn verslun við Frakkana og
þeim sem veiktust eða slösuðust á
miðunum var hjúkrað á bæjunum í
firðinum. Íslendingar seldu Frökk-
unum prjónavarning og nýmeti eins
og egg, mjólk og kjöt og Frakkarnir
borguðu fyrir með víni, kexi og ýms-
um smávarningi. Vínið var líklega
ódýr eplamjöður en Íslendingum lík-
aði hann vel og kölluðu hann ýmist
eðalvín eða koníak.“
Fjöldi franskra gesta á hátíðinni
Samskipti Fáskrúðsfirðinga við
Frakka hafa aukist á undanförnum
árum. Fáskrúðsfirðingar eiga vina-
bæ ytra sem heitir Gravelines og er
nánast nyrst í landinu, það er við
Ermarsundið. Frá bæ þessum koma
á hverju ári gestir á Franska daga.
Bæjarstjórinn í Gravelines kemur á
hátíðina að þessu sinni og sömuleiðis
franski sendiherrann á Íslandi.
„Frakkarnir eru undrandi á því
hversu margt á þessum litla stað
tengist þeirra heimalandi. Til dæmis
tengjast nokkur örnefni í firðinum
frönskum sjómönnum og svo eru öll
götuheiti í bænum bæði á íslensku og
frönsku Þá er hér til Krikaklöpp við
Villingaá þar sem sagan segir að
franskir sjómenn hafi lagt bátum sín-
um þegar þeir fóru í land til að sækja
drykkjarvatn. Svo er Kólonfoss en
sagan segir að frönsk skúta hafi
strandað við bæinn Eyri í Fáskrúðs-
firði og skipstjórinn Colon gengið að
fossinum sem nú er kenndur við
hann á hverjum degi meðan hann
dvaldi á bænum en hann þjáðist af
miklu hugarangri eftir strandið,“
segir Albert
Sagan varðveitt í Frakklandi
En það er ekki bara að Frakkar
komi til Íslands til að kynna sér hina
menningarlegu arfleið sína hér – því
Fáskrúðsfirðingar hafa einnig farið
til Frakklands. Meðal annars heim-
sótt Gravelines. „Þar á bæ halda íbú-
ar sína Íslandsdaga í lok sumars. Það
er gríðarlega stór hátíð og gaman að
upplifa hana. Það er reyndar þannig
að í flestum þeim útgerðarbæjum
þaðan sem sótt var á Íslandsmið er
enn þá haldin hátíð til að varðveita
söguna um Íslandsveiðar Frakka,“
segir Albert og bætir við að síðustu:
„Þeir frönsku sjómenn sem hingað
komu voru flestir frá Bretaníuskag-
anum, kallaðir Bretónar, og frá hér-
aðinu Flandri, kallaðir Flandrarar.
Ég hef heimsótt bæði þessi svæði
sem eru hvort sínu megin við Norm-
andí og það er gaman hvað þeim er
hlýtt til Íslendinga og þakklátir fyrir
það sem við gerðum fyrir franska
sjómenn. Það er eins í þessum út-
gerðarbæjum og á Fáskrúðsfirði að
göturnar heita frönskum og íslensk-
um nöfnum þannig að þar má finna
götur eins og Rue de Fáskrúðs-
fjörður og Rue de Reykjavík.“
Ánægjustigið í bænum hækkaði
Best að hætta á toppnum, segir Albert Eiríksson sem nú hverfur frá Frönskum dögum eftir áralangt starf
Jól að sumri Gagnkvæm samskipti Íslendinga og Frakka sífellt að aukast Vinabær við Ermarsund
Fróðleikur Safn um frönsku skútusjómennina, sem er í kjallara hótelsins, er
í senn áhugavert og öll framsetning þess mjög vel útfærð og hugsuð.
Glæsilegt Gamli spítalinn á Fáskrúðsfirði sem lengi var íbúðarhús á Hafnarnesi við fjörðinn utanverðan,
er nú glæsihótel í miðjum bænum. Endurgerð Minjaverndar á húsinu hefur fengið mikið lof.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Albert „Á þeim árum var ekki áhugi fyrir
menningartengdri ferðamennsku.“