Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 26

Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 ✝ Elísabet Hall-dórsdóttir fæddist á Akureyri 1. ágúst árið 1947. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 13. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- ríður Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 16. september 1917, d. 6. desember 1997, og Halldór Halldórsson prófessor, f. 13. júlí 1911, d. 5.apríl 2000. Elísabet var næst- yngsta barn þeirra af fjórum, systkini hennar eru; Guðmundur (d. 2000), Hildigunnur og Halldór (d. 2015). Maki I, frá júlí 1967, var Guð- mundur Sigurðsson viðskipta- fræðingur, f. 20. september 1946. Búnaðarbanka Íslands 1967 – 1968. Starfaði á Borgar- bókasafni og Landsbókasafni í hlutastarfi á árunum 1970 til 1977 þegar hún var ráðin bóka- safnsfræðingur á Borg- arbókasafni. Hún varð síðan deildarstjóri í flokkunar- og skráningardeild frá árinu 1988. Hún lét af störfum við Borgar- bókasafnið árið 2014. Síðustu átta árin vann hún í hlutastarfi, fyrst með aðsetur í Þjóð- arbókhlöðu en síðar heima. Hún var í efnisorðaráði og laun henn- ar voru framlag Borg- arbókasafns til þeirrar vinnu. El- ísabet gegndi ýmsum trúnaðar- störfum er tengdust starfi hennar. Hún sat m.a. í nefnd á vegum menntamálaráðuneytis sem gerði tillögur um hagkvæm- ustu leiðina til að tengja bóka- söfn landsins í stafrænt upplýs- inganet. Afrakstur þeirrar vinnu var innleiðing bókasafnakerf- isins Gegnis. Útför Elísabetar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 22. júlí 2016, klukkan 15. Þau skildu. Sonur þeirra er Ragnar, f. 23. júní 1966. Hans sonur er Skorri Þór, f. 20. september 1998. Maki II, frá ágúst 2002, var Sveinn Yngvason, f. 17. ágúst 1942. Þau skildu. Síðastliðin tíu ár var Elísabet í sam- búð með Páli Eiríkssyni geð- lækni. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1968 og tók BA-próf í bóka- safnsfræði og sögu frá Háskóla Íslands 1977. Stundaði nám við Danmarks Biblioteksskole í Kaupmannahöfn veturinn 1992 – 1993. Elísabet var starfsmaður 45 ár eru síðan ég hitti El- ísabetu fyrst. Það var stuttu fyr- ir brúðkaup okkar Hildigunnar í júní 1971. En ég var þá búinn að frétta heilmikið af henni, Guð- mundi manni hennar og Ragnari syni, það hafði tilvonandi eigin- kona mín sagt mér. Fyrir mér opnaðist ný vídd, því að allt í einu hafði vinum og kunningjum fjölgað um helming og þar á meðal voru vinir Elísabetar og Guðmundar. Og þrjú systkini Hildigunnar komu til sögunnar; Guðmundur, Halldór og Elísa- bet. Óhætt er að segja að El- ísabet var þeirra systkinanna mest fjölskyldukona, hún var bindiefnið og aflvakinn, og hafði oft frumkvæði að því að fjöl- skyldan hittist. Við skyndilegt andlát Elísa- betar rifjast upp fyrir manni svipmyndir, oft frá laufa- brauðsdögum og jólum og einnig myndir frá löngu liðnum stund- um, t.d. þegar ég hélt upp á sex- tugsafmælið 1998 í íbúð hennar að Kleppsvegi 142. Elísabet hvatti mig eindregið til að halda veisluna, hún var alltaf opin fyrir því að halda veislur og bauð fram íbúð sína sem var hentugri en okkar. Þá stóð yfir heimsmeist- aramót í knattspyrnu og Elísa- bet sá tryggilega fyrir því að fót- boltaáhugamenn í veislunni gætu séð leik Brasilíu og Hollands í undanúrslitum, sem þeir fyrr- nefndu unnu 4:2 eftir vítaspyrnu- keppni. Guðni Guðmundsson rektor, móðurbróðir hennar og áhugamaður um fótbolta, bauð fram íbúð sína til sjónvarps- áhorfs, en hann bjó í íbúðinni á móti í sama stigagangi. Ef El- ísabet tók eitthvað að sér var öruggt að því yrði komið í fram- kvæmd. Hún var fastheldin, svo stundum jaðraði við þrjósku, en samt er það eiginleiki sem oftast má telja til mannkosta. Elísabet var mannþekkjari á systkini sín og sjálfsagt aðra – þess minnist ég af samræðum við hana einhvern tíma fyrir löngu á nýársnótt, en kannski skorti hana innsýn á sig sjálfa. Henni var annt um að hafa fallegt heim- ili og skipti þar hver einasti hlut- ur máli, stór og smár. Af mikilli list voru allir húshlutir settir á sinn stað eða eins og Nikólína amma Elísabetar sagði stundum á ensku og útleggst á íslensku: „staður fyrir sérhvern hlut og sérhver hlutur á sínum rétta stað“. Elísabet vildi alltaf ráð- færa sig við aðra hvar best færi á því að hafa mynd eða listmun en smekkvísi hennar var óbrigðul. Elísabet var bókasafnsfræð- ingur og stóð sig vel í því starfi, það heyrði ég frá kollegum henn- ar oftar en einu sinni. Ég naut góðs af sérþekkingu hennar, því að eitt sinn var ég í vanda með að raða bókum í bókaskáp á heimili mínu og leitaði ráða hjá konu minni. Þá benti hún mér á að við hefðum fagmann í fjölskyldunni. Og auðvitað hjálpaði Elísabet okkur að raða bókunum í skáp- inn samkvæmt réttum bóka- safnsreglum. Síðustu árin bjó Elísabet með Páli Eiríkssyni. Ég man vel eftir því þegar þau heimsóttu okkur Hildigunni í Ingveldarstaði í Hjaltadal á leið sinni til Akureyr- ar fyrir nokkrum árum. Minn- ingar sitja eftir um skemmtilega kvöldstund. Síðustu árin voru Elísabetu að sumu leyti erfið vegna heilsuleysis, en hún tókst á við það af óþreytandi bjartsýni, sem var hennar aðal- og ein- kennismerki. Gylfi Ísaksson. Kær æskuvinkona mín, Elísabet Halldórsdóttir, er látin. Það er erfitt að trúa því að hún sem ég spjallaði við áður en ég lagði af stað til Danmerkur með fjölskyldunni skuli ekki lengur vera meðal okkar. Það var haustið 1957 að nýr nemandi kom í J-bekkinn í Mela- skóla. Hún hét Elísabet og var nýflutt á Hagamelinn úr Hafn- arfirði. Elísabet féll strax inn í hópinn enda félagslynd, skemmtileg og kát. Hún var alin upp á líflegu heimili þar sem voru pabbinn Halldór, mamman Sigríður og systkinin fjögur; Guðmundur elstur, þá Hildi- gunnur og svo Halldór og El- ísabet. Það var gestkvæmt á heimilinu og vinir foreldra og barna alltaf velkomnir. Árin í Melaskóla liðu hratt en síðasta árið var Elísabet ekki með okkur því hún flutti til Lundar með fjölskyldunni og bjó þar í eitt ár. En hún kom aftur í Hagaskóla, þá öllu forframaðri en við hin, kunni sænsku og eftir það lærði hún ekki dönsku en fékk að læra sænsku í staðinn. Eftir landspróf úr Hagaskóla lá leiðin í Menntaskólann í Reykja- vík; ekki kom annað til greina enda vorum við 16 úr gamla J- bekknum sem fórum þangað. Í MR tók alvaran við, ekki námið heldur ástin. Allar urðum við vin- konurnar ástfangnar og fundum þar okkar lífsförunauta, að minnsta kosti tímabundið. Lífið var yndislegt, gaman að lifa og ekkert nema gleði og vonir fram undan. Í fimmta bekk bar ást þeirra Elísabetar og Guðmundar Sigurðssonar bekkjarfélaga okk- ar ávöxt er þeim fæddist son- urinn Ragnar. Ég gleymi ekki deginum þegar við vinkonurnar fengum að sjá hann á Fæðing- arheimilinu í Kópavogi. Þá hófst nýr kafli í lífi okkar allra. Ungu foreldrarnir hreiðruðu um sig í kvistherberginu hennar Elísabetar á Hagamelnum og af- inn og amman hjálpuðu til svo Elísabet gæti haldið áfram námi. Fyrsta heimili þeirra var í kjall- ara hjá ömmu Guðmundar á Lindargötunni. Þar kom strax í ljós sá eiginleiki vinkonu minnar að búa sér fallegt heimili sem gott var að heimsækja. Árin liðu ótrúlega hratt; El- ísabet, sem frá blautu barnsbeini var mikill lestrarhestur, lauk námi í bókasafnsfræði frá Há- skóla Íslands og starfaði eftir það á Borgarbókasafninu. En leiðir Elísabetar og Guð- mundar skildi og hún hóf nýtt líf. Henni reyndist það erfitt til að byrja með en tókst þó að finna sér ánægju í lífi og starfi og gleðin var mikil þegar Ragnar eignaðist Skorra og hún varð amma. Síðustu ár reyndust vinkonu minni erfið; heilsan gaf sig og áföll dundu á. Missir foreldra og bræðra, sérstaklega lát Dóra, en þau systkinin voru mjög náin. Elísabet flutti oft hin síðari ár og fékk að kenna á erfiðum leigu- markaði en alltaf tókst henni að búa sér fallegt heimili þangað sem gott var að koma. Síðustu ár bjuggu hún og sambýlismaður hennar Páll Eiríksson í eigin íbúð og var Elísabet mjög sæl með að vera komin aftur í Hafn- arfjörðinn. Hún var full bjartsýni þegar ég talaði við hana síðast og vonaðist til að heilsan væri að skána og að þau Páll ættu góða daga fram undan. Þegar ég nú kveð vinkonu mína bið ég góðan guð að blessa Ragnar, Skorra, Pál og Hildi- gunni sem nú er ein eftir systk- inanna. Helga Kjaran. Í fyrsta skipti skrifum við og segjum: Elísabet var. Elísabet okkar er skyndilega komin í þá- tíð. Við höfum verið saman í saumaklúbbi síðan árið 1967, þegar við útskrifuðumst úr C- bekk MR, 13 stúdínur úr ýmsum hlutum Reykjavíkur. Nú erum við tíu og erfitt er að bæta við „eftirlifandi“. Við höfum fylgst hver með annarri alla þessa ára- tugi, aldrei orðið langt hlé á milli klúbba og ýmislegt brallað að auki. Okkur var kunnugt um það slys, sem hún varð fyrir sem ung kona og að hún beið þess aldrei fullar bætur. En á eftir komu mörg góð ár og var ætíð gott andrúmsloft og skemmtilegt hjá okkur. Þrátt fyrir veikindi El- ísabetar var alltaf bjart og létt yfir henni í klúbb. Stundum þaggaði hún niður í okkur til þess að fá hljóð, en hún átti það til að missa röddina. Við sátum þá stilltar og hlustuðum á hana hvísla hátt. Elísabet hafði sterkar og rót- tækar skoðanir á samfélaginu og fór ekki í felur með þær, var mjög ákveðin og hafði góða kímnigáfu. Hún var fluggreindur bókasafnsfræðingur, hafði ósvik- inn áhuga á lestri góðra bóka, ís- lensku máli og íslenskum fræð- um, eins og hún átti ættir til. Það var alltaf gott að koma til Elísabetar í saumaklúbb. Hún flutti nokkuð oft en var fljót að koma sér fyrir í nýrri íbúð og gera hana að hlýlegu og smekk- legu heimili. Elísabet hafði of- næmi fyrir skeldýrum. Skeldýra- réttir voru því sjaldnast á boðstólum, en ef það kom fyrir, var gert eitthvað aukalega sem henni var óhætt að borða. Fram- vegis hugsum við kannski til hennar í hvert skipti sem við eld- um fyrir klúbb, nema að við hreinlega gleymum því að hún verði ekki með okkur og höldum uppteknum hætti. Umræðuefni í hópnum hefur breyst með árunum, hver okkar fór sínar eigin leiðir í menntun eftir stúdentspróf sem og hjú- skaparstöðu, barneignum og störfum. Auk þess voru oft fjör- ugar umræður um þjóðfélags- málin. Nú er þó í auknum mæli rætt um heilsufar, svona eins og gerist þegar aldurstalan hækkar. Þrátt fyrir þá umræðu má full- yrða að engin okkar hafi dvalið lengi við frásagnir af sinni heilsu og oftar þá í léttum dúr. Frá því var Elísabet engin undantekn- ing. Lítið hefur verið rætt um dauðann, en þótt okkur finnist við vera kornungar enn, eru staðreyndirnar víst aðrar. Fyrir örskömmu þáði Elísabet boð á opnun málverkasýningar vinar okkar, sem var sl. laugardag. Það er því ljóst, að ekki taldi hún sig vera veika frekar en við hin. En víst er að aftur er höggvið skarð í hópinn okkar, því að skammt er frá því að við misst- um annan klúbbmeðlim á jafn- skyndilegan hátt og Elísabetu. Ekki þarf að tíunda hversu vænt okkur þótti um Elísabetu og hversu mikið við eigum eftir að sakna hennar. Við samhryggj- umst innilega Ragnari, syni hennar, og Páli Eiríkssyni, sam- býlismanni, sem og öðrum í fjöl- skyldunni. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Eva Hreinsdóttir. Hún var lágvaxin, lagleg og einstaklega aðlaðandi persónu- leiki. Hún var vinur minn hún Elísabet Halldórsdóttir. Ekki að- eins vinur minn, heldur var hún sannur vinur vina sinna. Elísabet var elsk að sínu fólki, Ragnar, einkasonur hennar, og Skorri Þór sonarsonurinn nutu þess, systkini hennar og fjöl- skyldur þeirra nutu þess. Elísabet lærði bókasafnsfræði þar sem gott skipulag er nauð- synlegt og var það dæmigert fyr- ir svo margt í lífi hennar. Hún vildi hafa röð og reglu á hlut- unum, bæði í lífinu og í umhverf- inu. En það gekk ekki alltaf eftir. Lífið getur stundum snúið á mann. Síðastliðin ár voru henni ekki auðveld, heilsan gaf sig smátt og smátt og hún lést í svefni á heim- ili sínu þann 13. júlí sl. Elsku Ragnar, Páll, Hildi- gunnur og aðrir í fjölskyldu El- ísabetar. Hryggð setur svip sinn á hvern dag núna, en minning um yndislega konu lifir um ókomin ár. Samúð mín er með ykkur öllum. Anna Hallgrímsdóttir. Kær samstarfs- og vinkona, Elísabet Halldórsdóttir, er látin. Leiðir okkar Elísabetar lágu saman í gegnum vinnu okkar en báðar störfuðum við sem kerf- isbókaverðir, ég á Landsbóka- safni og hún hjá Borgarbóka- safni Reykjavíkur. Á árunum 1999 – 2001 unnum við að undir- búningi og vali á sameiginlegu upplýsingakerfi fyrir bókasöfn landsins. Við vorum fulltrúar í nefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins sem hafði það að meg- inmarkmiði að velja eitt bóka- safnskerfi sem þjónað gæti öllum landsmönnum. Þar var grunnur- inn lagður að Gegni, sameigin- legu upplýsinga- og rekstrar- kerfi flestra bókasafna landsins. Til að tryggja rekstur kerfisins var hlutafélagið Landskerfi bókasafna stofnað og hefur und- irrituð starfað þar æ síðan. Mér er minnisstætt að í tengslum við val á nýju bókasafnskerfi fórum við Elísabet ásamt fleirum í þriggja vikna „road trip“ til Bandaríkjanna þar sem við skoð- uðum bókasöfn og bókasafns- kerfi á daginn og „krúsuðum“ á milli borga á kvöldin. Á þessum tíma vorum við á ólíkum stað í lífinu, hún var orðin amma en ég í startholunum að ættleiða og fá síðan í hendurnar lítið veikt og fatlað barn. Vinnu- aðstæður voru oft og tíðum óhefðbundnar en við létum það ekki aftra okkur og nýttum stundir á milli stríða vel. Að loknu góðu verki pössuðum við alltaf upp á að verðlauna okkur með sætabrauði eða fingurbjörg af portvíni og góðu spjalli. Það var gaman að vinna með Elísabetu. Samstarf okkar var með eindæmum gott og unnum við sem einn maður. Verkaskipt- ingin var skýr, ég var með hug- myndirnar en hún sá um fram- setningu og frágang enda mikil nákvæmnismanneskja þar á ferð. Eftir að kerfisinnleiðingu lauk starfaði Elísabet áfram að mál- efnum Gegnis í efnisorðaráði, sem hefur það hlutverk að sam- ræma notkun efnisorða til að létta notendum leitina í Gegni og leitir.is. Fyrir hönd Landskerfis bókasafna vil ég þakka Elísabetu óeigingjörn störf við uppbygg- ingu Gegnis – samskrá íslenskra bókasafna. Það er ekki hægt að segja að Elísabet hafi verið heppin með heilsuna. Allt of snemma varð hún að draga úr vinnu og að lok- um hætta alveg. Eldmóðurinn og áhuginn fyrir samvinnu og sam- starfi íslenskra bókasafna var þó ætíð fyrir hendi og hélt hún góð- um tengslum við samstarfsfólk. Við vorum í hóp sem kallar sig „Kjarnakonur“ og er eins konar saumaklúbbur sérfræðinga sem láta sig gæði bókfræðiupplýsinga og efnisorða í Gegni varða. Í síðasta skiptið sem við hitt- umst sagði Elísabet við mig: „Sigrún, við eigum að rækta hvor aðra betur og hittast oftar, það er ekki svo oft á lífsleiðinni sem maður eignast sannan vin.“ Tíminn flýgur í dagsins önn og við náðum ekki að hittast oftar í þessari tilvist. Ég vil þakka Elísabetu samfylgdina og sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Sigrún Hauksdóttir. Elísabet Halldórsdóttir HINSTA KVEÐJA Elísabet Halldórsdóttir var einkar geðþekk mann- eskja. Ég kynntist henni fyrst fyrir nokkrum árum, þegar hún og aldavinur minn, Páll Eiríksson, hófu sambúð. Hann hafði mátt þola áföll og átt við veikindi að stríða. Elísabet varð hans stoð og stytta. Þau kynni hafði ég af El- ísabetu að hún væri ekki einungis hjartanlega hlý í viðmóti, heldur mjög vel greind og fróð um margt. Það var mannbætandi að ræða við hana. Ég heimsótti þau Elísa- betu og Pál í vor eftir langa dvöl í útlandi. Veturinn hafði verið þeim þungur, óhöpp og veikindi sótt að. En gaman var að finnast og spjalla og njóta þeirra elskusemi. En á snöggu augabragði er hún nú frá okkur horfin. Raun er það vinum hennar, en þó þyngst Páli vini mínum. Megi minning hennar lifa fögur í hugum okkar. Finnur Torfi Hjörleifsson. Við gerum okkar besta, svo deyjum við. Genginn er góð- ur vinur okkar, Árni Ingólfsson læknir, við söknum hans en minnumst góðra stunda um leið. Árni var réttsýnn og viðræðu- góður, það voru forréttindi að stinga út úr einu viskí-staupi með honum áður en haldið var út á vit einhverra ævintýra, hér heima eða erlendis. Árni Ingólfsson ✝ Árni Ingólfs-son fæddist 31. júlí 1929. Hann lést 24. júní 2016. Árni var jarð- sunginn 1. júlí 2016. Árna er best lýst með stökum orðum sem okkur er tamt að nota þegar mikið skal við haft; vinnu- samur, heiðarlegur, pólitískur o.s.frv. En Árni var fyrst og fremst gæða- og gæfumaður sem skilur eftir sig hlýj- ar minningar. Til hvers er þá unnið? spurði Geirmundur helj- arskinn vin sinn. „Til þess“ segj- um við. Margréti og afkomendum Árna óskum við heilla og ham- ingju. Þorkell og Steinunn (Keli og Denna). Okkar ástkæra, KARITAS INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Aðalstræti 20, Bolungarvík, áður húsfreyja á Miðdal, lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 12. júlí. Jarðsett verður frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 23. júlí klukkan 14. . Birgir Bjarnason, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.