Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 15

Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 15
Keppni Íslandsmeistaramótið í pétanque, sem er franskt kúluspil og við hæfi allra aldurshópa, verður háð fyrir austan nú um helgina. Morgunblaðið/Ómar Nikkuspilari Sjóliðar með borðalagðar húfur. Áhugi Frakka á tengslum við Fáskrúðsfjörð fer vaxandi enda er margt skemmtilegt í þeim pakka. Fáskrúðsfjörður Horft yfir byggðarlagið og að smábátahöfninni sem er inn við fjarðarbotn. Einu sinni var þessi staður kallaður Búðir og tilheyrir nú sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ætla má að mannfjöldatölur á Fá- skrúðsfirði allt að því þrefaldist um helgina, þegar þar verður haldin bæjarhátíðin Franskir dagar í 21. sinn. Fáskrúðsfirðingar eru í dag um 700 en verði aðsókn á hátíðina nú svipuð því sem verið hefur und- anfarin ár má áætla að þegar best lætur verði um 2.000 manns á staðnum nú á laugardaginn. Margir brottfluttir koma til dæmis heim í gamla þorpið sitt á hátíðina og þá eru á þessum tíma gjarnan haldin þar svonefnd fermingarbarna- og ættarmót. Þá kemur fólk víða af Austurlandi í bæinn af þessu tilefni og hefur gaman af. Blanda af skemmtun og fróðleik „Hátíðin er orðin föst í sessi en dagskráin er blanda bæði af skemmtun og fróðleik um þann menningararf okkar og sögu sem viðvera frönsku skútusjómannanna fyrr á tíð svo sannarlega er,“ segir María Óskarsóttir, framkvæmda- stjóri Franskra daga. Dagskrá Franskra daga hefst í dag, miðvikudag, en á morgun fer boltinn svo að rúlla fyrir alvöru. Þá verður meðal annars hjólreiða- keppnin Tour de Fáskrúðsfjörður og er þar skírskotað til hinnar frönsku keppni sem er heims- viðburður. Í þessari keppni er hjól- að frá Höfðahúsum við utanverðan fjörð inn í kauptúnið og endað við sundlaugina. Klukkan 20 er svo at- burður sem nefnist Kenderísganga að kvöldlagi hvar fólk fer saman í gönguferð og má ætla að sumir verði þar og þá með létta drykki í bakpokanum. Allt er þetta til gam- ans gert og líklegt má telja að bankað verði upp á á bæjum hvar á boðstólum verða veitingar í frönsk- um stíl, svo sem súkkulaðikökur, lauksúpa og önnur góð magafylli sem bætir, hressir og kætir. Af öðrum atburðum má nefna dorgveiðikeppni, Fáskrúðsfjarð- arhlaupið, brekkusöng og tónleika með góðum listamönnum. Þá er ónefnd söngskemmtun í Fáskrúðs- fjarðarkirkju á föstudeginum þar sem Diddú og Bergþór Pálsson koma fram á tvennum tónleikum. Síðdegis á laugardag verður svo Ís- landsmeistaramótið í pétanque, sem er franskt kúluspil og við hæfi allra aldurshópa. Má í þessari keppni án nokkurs vafa reikna með lífi, fjöri og talsverðri spennu. Margt á Fáskrúðsfirði minnir á þá gömlu velmektartíma þegar franskir sjómenn af Bretaníuskag- anum og víðar af norðurströnd Frakklands sem sóttu á Íslandsmið komu þangað inn. Duggurnar frönsku voru á miðunum hér við land nánast alla 19. öldina – og þús- undir sjómanna þar um borð á hverju ári. Þeir sóttu ýmsa þjón- ustu til Fáskrúðsfjarðar svo sem vistir og vatn og í byrjun 20. aldar var þar reistur spítali til að þjóna flotanum. Nú hefur það gamla hús verið endurgert sem hótel í glæsi- legum stíl – eins og mikla athygli hefur vakið. „Hér í bæ tölum við oft um Franska hverfið, því þar eru byggingar sem minna á þessa sögu. Hingað hafa komið hópar frá Frakklandi til að kynna sér okkar fallega byggðarlag hvar tengingin við Frakkland er svo sterk. En fyrst og síðast eru Franskir dagar þó íslensk hátíð og allir eru vel- komnir,“ segir María. Leiðin liggur nú til Frakklands  Nýr svipur  Á slóðum franskra skútusjómanna  Íbúatalan mun væntanlega þrefaldast  Hjólreiðar og söngur Leiksvæði Hátíðin á Fáskrúðfirði er föst í sessi og margir koma um langan veg til þess að sýna sig og sjá aðra, enda er maður manns gaman. Brottfluttir mæta gjarnan við þetta tilefni. Útlönd Göturnar á Fáskrúðsfirði eru bæði merktar á íslensku og upp á frönsku sem er við hæfi á þessum stað. Hér liggja líka vegir til allra átta. BÆJARHÁTÍÐIR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.