Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 12

Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þær kynntust í bumbusundi íSundlaug Garðabæjar íhaust, báðar óléttar að sínufyrsta barni, og hafa verið vinkonur síðan. Framan af voru bumbubúarnir tveir að vonum aðal- umræðuefni hinna verðandi mæðra. Síðan Karitas og Sumarliði, eða Kar- itas Brynja og Hjörtur Sumarliði, eins og hvítvoðungarnir voru nefndir fljótlega eftir að þeir litu dagsins ljós, Karitas 12. febrúar síðastliðinn og Sumarliði tæpum mánuði síðar, 5. mars. „Börnin okkar eru nafnavinir,“ útskýra Sjöfn Ýr Hjartardóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir, sem áttu það sameiginlegt að hafa hvor um sig ákveðið nöfn barna sinna fyrir margt löngu – eða þegar börn voru ennþá bara í framtíðarspilunum. Að vísu að því tilskildu að Steinunn eignaðist stelpu og Sjöfn Ýr strák. Og að pabb- arnir mölduðu ekki í móinn, svo því sé haldið til haga. Börn og bókmenntir Eftirlætisbók beggja var og er tveggja binda skáldsaga Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án tit- ils og Óreiða á striga, sem kom út á árunum 2004 og 2007, en þar kemur Sumarliði, sonur kvenskörungsins Karitasar, þó nokkuð við sögu. En bókmenntir voru ekki efstar á baugi í bumbusundinu og hvorug hafði hugmynd um nafnapælingar hinnar. Ekki fyrr en í fyllingu tímans þegar Karitas, aðeins fárra vikna gömul, var formlega kynnt fyrir Sjöfn Ýri, að í ljós kom að Steinunn hafði nefnt dóttur sína í höfuðið á fyrrnefndri sögupersónu. Og Sjöfn Ýr hugðist nefna son sinn Sumarliða. Upp frá því snerust umræðurnar ekki bara um börn heldur líka bókmenntir. Einkum hina stórbrotnu Karitas, ör- lög hennar og alls hennar fólks. „Sumarliði var hvers manns hugljúfi, óspar á knúsin og heillaði allar konurnar í Öræfasveit. Hann var kannski enginn draumakarakter, til dæmis skildi hann dóttur sína Silfá eftir hjá móður sinni, þótt hún hefði þvertekið fyrir að taka barnið að sér. Okkur fannst nafnið bara svo fallegt,“ segir Sjöfn Ýr, sem með „okkur“ á við kærastann, Tryggva Þór Kristjánsson. Hún hefur lesið báðar bækurnar mörgum sinnum, og fljótlega eftir að þau Tryggvi Þór rugluðu saman reytum segist hún hafa „látið hann lesa þær“. Tryggvi Þór tekur dræmt í orð konu sinnar um að hann hafi verið „látinn lesa“, enda kveðst hann hafa haft mikla ánægju af lestrinum. Hvað gengur Bjarghildi til? „Þegar við vorum komin upp í á kvöldin og bæði að lesa átti Tryggvi Þór til að segja kannski stundarhátt „nú er Sigmar [maður Karitasar og faðir Sumarliða] mættur í Öræfin, Halldóra er að veikjast, hvað gengur Bjarghildi [systir Karitasar] eig- inlega til – eða eitthvað álíka,“ rifjar Sjöfn Ýr upp og útskýrir að Halldóra sé dóttir Karitasar, sem Bjarghildur hafi með klækjabrögðum fengið systur sína til að gefa sér. Kannski óþarfi að taka það fram, en Bjarg- hildur er ekki nafn sem fellur Sjöfn Ýri sérstaklega vel í geð og hún myndi aldrei nefna barn sitt í höfuðið á henni. Um Silfá gegnir öðru máli, en áður en þau Tryggvi Þór vissu Nafnavinirnir Karitas og Sumarliði Sjöfn Ýr Hjartardóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir kynntust í bumbusundi þar sem þær tóku tal saman og ræddu í framhaldinu mest um meðgöngu, fæðingu og börn. Að gefnu tilefni urðu bókmenntir þó fljótlega aðalumræðuefnið, sérstaklega sög- urnar um Karitas, örlög hennar og alls hennar fólks, líka Sumarliða, sonar hennar. Krútt Hjörtur Sumarliði Tryggvason og Karitas Brynja Auðunsdóttir. Á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni, sem stendur dagana 17.-24. júlí, eru nú 2.500 manns samankomnir. Þátt- takendur koma víða að, en á mótinu eru um 350 erlendir skátar frá fjór- tán löndum. Hápunktur mótsins er hátíðarkvöldvakan á sunnudaginn, en þema mótsins er ,,Leiðangurinn mikli“ og tekur dagskráin mið af því. Þátttakendur flakka á milli fimm ver- alda, þ.e. Undraveröld, Vatnaveröld, Skátaveröld, Víkingaveröld og Ferða- veröld. Skátarnir hafa valið sjálfir sína dagskrá og á hverjum degi taka við nýjar áskoranir. Mikið hefur verið lagt upp úr því að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta, krefjandi, skemmtilega og lærdómsríka. Í boði er að fara í gönguferðir, risa fótbolta- spil, vatnasafarí, bátasiglingu og margt fleira. Tjaldbúðalífið sjálft er ekki síður mikilvægt, og trúlega fara allir heim reynslunni ríkari með góð- ar minningar í farteskinu. Bandalag íslenskra skáta (BÍS) stendur að mótinu. Skátastarf stuðl- ar að heilbrigðri æsku og virðingu fyrir samfélagi og náttúru. Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins: www.skatamot.is. Landsmót skáta á Úlfljótsvatni 17.-24. júlí Skátar flakka á milli fimm ver- alda í leiðangrinum mikla Vatnaveröld Börn og unglingar fá tækifæri til að upplifa alls konar ævintýri og takast á við nýjar áskoranir á hverjum degi á landsmótinu. Það er sumt í þessu lífi semég botna bara alls ekkertí. Þá sérstaklega af hverjuég þarf að handpumpa sápunni í almenningslaugunum árið 2016. Þessi uppfinning er sú versta. Og slysalaus er hún ekki. Heldur betur ekki. Um daginn fór ég í sund. Tvö pump; pump, pump, og sápan fossaðist út. Svo vel lét dæl- an að stjórn að í barnslegri ein- feldni töldu eflaust margir ferða- mannanna sem urðu vitni að þessu mikla atriði pumpuna vera stór- sniðuga. Sniðug er hún ekki, en ég skildi sáttur við í bili og fór í laug- ina. Af sundferðinni er ekki frá mörgu að segja. Heitt og kalt kombóið var tekið nokkrum sinnum og er það til fyrirmyndar hvað er búið að koma upp mörgum ísböðum í almenningssundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Mikil heilsubót. Ísböðin eru yfirleitt gerð fyrir einn. Jafnvel tvær smágerðar eða tvo mjög góða vini í venjulegri stærð. Eða það hélt ég! Reglur samfélagsins hafa greinilega ekki náð að halda í við þessa öru þróun í ísbaðs- málum hér á landi. Fé- lagslegt taumhald á hreinlega ekki við þegar ísböð eru annars vegar. Þarna ligg ég í karinu og finn hvernig ég herpist all- ur saman í kuldanum þegar tveir ferðamenn bjóða góðan daginn og gera sig líklega til að troða sér ofan í. Þeir fött- uðu það náttúrulega um leið og þeir voru komnir ofan í hversu slæm hugmynd þetta var hjá þeim. Næstu þrjátíu sekúndur á eftir ein- kenndust af vandræðalegri þögn þar sem við horfðum hver á annan, engin undankomuleið fyrir augun þar sem við snerum allir þrír á móti hver öðrum. Hálfa mínútan leið eins og korter og sekúndurnar sem það tók að klofa yfir þá, á meðan vandræðalegu brosin héldu sér á vörum okkar allra, annað eins. Sápupumpan var á sínum stað þegar í sturtuna var aftur komið. En núna var búið að tjúna upp þrýsting- inn eða gera eitt- hvað annað eins sniðugt. Af svo miklum krafti kom sápan út að hún skaust af lóf- anum og í augað á mér. Ég lifði þetta sem betur fer af en held mig frá þessari fornaldar- græju í næstu heim- sókn. »Þeir föttuðu það nátt-úrulega um leið og þeir voru komnir ofan í hversu slæm hugmynd þetta var hjá þeim. Næstu þrjátíu sekúndur á eftir einkennd- ust af vandræðalegri þögn. Heimur Andra Steins Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Grasagarður Reykjavíkur í Laugardal stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning árið um kring. Eins og undanfarna föstudaga verð- ur boðið upp á hádegisgöngu um garðinn kl. 12-12.30 í dag, föstudag, 22. júlí. Fjallað verð- ur um starfsemina, sögu, garðræktun og safngripi. Gengið er frá aðalinnganginum við Laugatungu. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Síðasta hádegisgangan á föstudegi í sumar verður 26. ágúst. Endilega … … gangið um Grasagarðinn Í sumarskrúða Kúlulykill úr Hi- malajafjöllum í Grasagarðinum. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.