Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 8

Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is Á R N A S Y N IR Kíkið á verðin eftir tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd 6.990 kr. íþróttafatnaður stærðir 36-46 Skammdegisumræðuna ber sjald-an upp á glanstíð íslenska sum- arsins. En það gerðist núna. Hún snýst um það hversu fljótt nauðgunartölur verði birtar í Vest- mannaeyjum.    Í vetrarumræðunni þegar dagurer stuttur, er skyggni oft svo takmarkað að menn koma ekki auga á fyrr en um- ræðunni er lok- ið hversu vitlaus hún var. Þá vilja fáir viðurkenna að þeir hafi tekið þátt í ruglinu.    En núna í birtunni, blasir það viðöllum nema þeim alla treg- ustu. Þeir virðast líta svo á að málið snúist um sömu grundvallaratriði og á kosninganótt, þegar kjör- stjórar keppast um að verða fyrstir með tölurnar. Eina keppikefli þeirra ætti þó að vera að birta rétt- ar tölur þegar þær liggja fyrir.    Hópur manna hefur núna sann-fært sig um að það sé innlegg í baráttu um að útrýma niðurlægj- andi, svívirðilegum og refsiverðum líkamsárásum að koma fréttum af þeim í umferð sem allra fyrst. Helst áður en nokkuð að gagni er um málið vitað. Áður en mál hefur ver- ið rannsakað, að neinu gagni, áður en atvik liggja fyrir og eina sem hefst upp úr því að ýta undir get- gátur og slúður, sem geta verið mannskemmandi fyrir fjölda fólks sem hvergi kom nærri.    Hver kom þessari vitleysu inn íkollinn á þeim?    Er ekki alveg óhugsandi að þaðhafi gert stofnun sem Alþingi segir um í lagatexta sínum að sé hin eina í landinu sem starfi í þjóðar- þágu? Hljómsveitir spila með og spila út STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.7., kl. 18.00 Reykjavík 16 skýjað Bolungarvík 10 rigning Akureyri 10 súld Nuuk 6 heiðskírt Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Stokkhólmur 24 heiðskírt Helsinki 20 léttskýjað Lúxemborg 30 léttskýjað Brussel 26 léttskýjað Dublin 23 skúrir Glasgow 21 rigning London 23 heiðskírt París 24 skýjað Amsterdam 25 heiðskírt Hamborg 29 léttskýjað Berlín 27 skúrir Vín 27 skýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 32 heiðskírt Róm 29 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 26 léttskýjað Montreal 25 skýjað New York 29 léttskýjað Chicago 30 rigning Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:05 23:04 ÍSAFJÖRÐUR 3:40 23:39 SIGLUFJÖRÐUR 3:22 23:23 DJÚPIVOGUR 3:28 22:41 Háskólinn á Akureyri (HA) hefur til- kynnt að skólinn ætli að taka þátt í útboði vegna færslu lögreglunáms yfir á háskólastig. Verið sé að ljúka vinnu við metnaðarfulla þátttöku- yfirlýsingu fyrir nám í lögreglufræð- um á háskólastigi sem skilað verði inn til Ríkiskaupa í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá skólanum. Í útboðsgögnun- um er gert ráð fyrir að kennsla hefj- ist á haustdögum. „Háskólinn á Akureyri er sérstak- lega vel til þess fallinn að hýsa lög- reglunám á háskólastigi í framtíð- inni,“ er haft eftir Eyjólfi Guð- mundssyni, rektor HA, í fréttatilkynningunni sem segir þar að tíminn sé mjög knappur, en telur þó að hægt verði að hefja kennslu í haust. Verklegi hluti námsins verður síð- an þróaður í nánu samstarfi við Rík- islögreglustjóra og nýja stofnun, Mennta- og starfsþróunarsetur lög- reglu. Í yfirlýsingu Háskólans á Akur- eyri er gert ráð fyrir 120 eininga tveggja ára starfstengdu diplóma- námi í félagsvísinda- og lagadeild skólans en að einnig verði hægt að ljúka BA-námi í lögreglufræðum til 180 eininga. Bjóða á sveigjanlegt nám þar sem nemendur geta valið á milli þess að stunda staðnám eða fjarnám. Jafnframt er gert ráð fyrir sérsniðnu námskeiði fyrir lögreglu- menn sem taka að sér verklega þjálf- un nemenda, svokallaða handleiðara. HA býr að reynslunni Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri í lögreglufræðum þar sem byggja á upp rannsóknir í lögreglufræðum en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti, samkvæmt tilkynningunni. Þar er einnig haft eftir Kjartani Ólafssyni deildarformanni að ef námið komi norður verði það mikil lyftistöng fyrir lögreglumenn fram- tíðarinnar, fyrir landið allt og fyrir skólann. Hann segir að HA hafi mikla reynslu af því að þróa starfs- nám, m.a. í kennslufræðum og hjúkr- unarfræði. Sú reynsla komi að góð- um notum við þróun starfsnáms í lögreglufræðum við HA. HA býður í lögreglunámið  Bæði diplómanám og BA-nám verður í boði  Hyggja á rannsóknir og fræða- setur í lögreglufræðum  Segja skólann vel til þess fallinn að hýsa lögreglunám Morgunblaðið/Kristinn Lögreglumenn Háskólinn á Akureyri vill taka að sér nýtt lögreglunám sem verður á diplóma- og BA-stigi. Gert er ráð fyrir að hefja kennslu í haust. Skiltið „Örnamaðurinn“, sem ætlað er að benda ferðamönnum á að ganga ekki örna sinna á tilteknu svæði, er gert af einkaaðilum fyrir einkaaðila. Útlit skiltisins minnir um margt á þau sem eru á vegum ríkis- ins, rauður hringur á gulum grunni með striki í gegn. Stefán Erlends- son, framkvæmdastjóri stoðsviðs hjá Vegagerðinni, segir að ekkert sé út á útlit skiltisins að setja. „Við hér erum sammála um að það sé ekkert sem bannar þessa notkun á forminu utan þjóðveganna. Menn vita um fleiri dæmi um notkun á merkjum sem eiga sér ekki stoð í umferðarreglugerðum. Hins vegar er það ljóst að ekki má setja upp merki á vegsvæðum þjóðveganna nema það sé í samræmi við umferðarreglugerð,“ segir Stefán. vidar@mbl.is „Örnamaðurinn“ ekki í trássi við reglugerð  Einkaskilti ekki leyfileg við þjóðvegi Ljósmynd/Guðrún Karlsdóttir Örnólfur Ríkið hefur engan einka- rétt á útliti eða formi skilta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.