Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Vestmannaeyjabær
Útboð
Hraunbúðir dvalarheimili
Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í að
byggja viðbyggingu við Hraunbúðir dvalar-
heimili í Vestmannaeyjum.
Verkið felst í að grafa fyrir, byggja og full-
gera viðbygginguna úr timbri jafnt að utan
sem innan og skal verkinu vera lokið 30. júní
2017.
Óskað er eftir tilboðum í verkið í heild sinni
eins og fram kemur á uppdráttum og því er
lýst í útboðs- og verklýsingu.
Heildarstærð viðbyggingarinnar verður
236m² á einni hæð.
Útboðsgögn er hægt að panta hjáTPZ
teiknistofu, Kirkjuvegi 23, Vestmannaeyjum,
netfang tpz@teiknistofa.is frá og með 20. júlí
2016 og verða send á tölvutæku formi til til-
boðsgjafa.
Tilboðum skal skila til Umhverfis- og
framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar,
Skildingavegi 5, Vestmannaeyjum, fyrir kl.
13:45, þriðjudaginn 16. ágúst 2016 og verða
opnuð þar kl. 14:00 sama dag í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Vestmannaeyjabæjar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 8.30-16.30.
Innipútt og úti opið 11-12.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl.
9.30-16, hádegismatur kl. 12 panta með dags fyrirvara, meðlæti með
síðdegiskaffinu selt kl. 14 -16.
Gjábakki Handavinna kl. 9, félagsvist kl. 20.
Gullsmári Tiffanýgler kl. 9, ganga kl. 10. Hárgreiðslustofa og fóta-
aðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir!
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30, kaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Upplýsingar í
síma 411-2760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl.
13.30.
Smáauglýsingar
IðnaðarmennÝmislegt
fasteignir
Bækur
Bækur til sölu
Fornyrði Lögbókar, Kormákssaga
1832, óbundin, óskorin, Krossa-
ætt 1-2, Dalamenn 1-3, Kolls-
víkurætt, Ættir Austfirðinga 1- 9,
MA stúdentar 1-5, Neðantaldir
titlar seljast á kr. 10 þús hver,
Kennaratal 1-5, Saga Dalvíkur 1-
3. Skipsstjóra- og stýrimannatal
1-4, Morgunn 1. - 20. árg. ib.,
Bíldudalsminning Péturs Thor-
steinssonar, Manntal 1801,
1845, Nokkrar Árnesinga-ættir,
Fremrahálsætt 1-2, Ættir
Síðupresta, Saga Hraunhverfis á
Eyrarbakka, Stokkseyringasaga,
Bólstaðir og búendur í Stokks-
eyrarhreppi, Deildartunguætt
1-2, Lögreglan á Íslandi,
Svardælingar 1-2.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Smáauglýsingar
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Ástríður Jó-hannsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. október 1936.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 5. júlí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Byström Jónsson
vélstjóri, f. 29.4.
1900 í Reykjavík, d.
10.5. 1955, og
Guðný Kristjánsdóttir húsmóðir,
f. 1907 í Bíldudal, d. 2000.
Ástríður var þriðja í röðinni
af fimm systkinum: Þau eldri
eru Esther Anna, f. 1930, Krist-
ján, f. 1932, d. 10.9. 2006, Örn, f.
1943, Jón Rafn, f. 1945.
Ástríður giftist 6. desember
1957 Helga Ólafi Björnssyni
prentara, f. 10. nóvember 1935.
Þau eignuðust fjögur börn:
a) Björn, f. 22.9. 1957, maki
Ásta Harðardóttir, f. 19.12.
1959. Börn þeirra: Helgi Davíð,
f. 18.7. 1982. Maki Eva Lukács
Björnsson, f. 16.9. 1987, þau eiga
eitt barn, Írisi Ruth. Hörður
Sigurðardóttir, f. 5.8. 1971. Barn
þeirra: Svala, f. 30.8. 1995. Sam-
býlismaður er Jóhann Björn
Birkisson, f. 29.1. 1982.
Ástríður, eða Ásta eins og hún
var venjulega kölluð, fluttist
með foreldrum sínum og systk-
inum, Esther, Kristjáni og Erni,
fjögurra ára til Siglufjarðar,
yngsti bróðirinn Jón fæddist
þar. Hún bjó á Siglufirði til 15
ára aldurs en lauk gagnfræða-
prófi í Reykjavík.
Eftir hefðbundin húsmóð-
urstörf og barnauppeldi starfaði
Ásta við alls kyns afgreiðslu- og
þjónustustörf. Þá starfaði hún
einnig um árabil á Múlalundi.
Ásta kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Helga Ó.
Björnssyni offsetprentara, í
Reykjavík. Þau hófu sambúð í
Skeiðarvogi og eignuðust þar
sín fyrstu börn. Yngri börnin
fæddust í Hólmgarði. Þegar
börnin voru orðin fjögur talsins
flutti fjölskyldan í Frostaskjól í
Vesturbænum og átti þar sex
góð ár. Þaðan lá leið þeirra inn í
Breiðholt en þau bjuggu lengst
af í Leirubakka og síðan á
Rauðalæk. Síðustu árin bjuggu
Helgi og Ásta í þjónustuíbúð að
Suðurlandsbraut 60 (Mörkin).
Útför Ástríðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 22. júlí
2016, kl. 13.
Ingi, f. 18.1. 1984.
Maki Þórunn Guð-
mundsdóttir, f.
15.2. 1989, þau eiga
tvö börn, Benedikt
og Karítas. Arnar
Björn, f. 30.8. 1986.
Maki Hildigunnur
Úlfsdóttir, f. 22.1.
1986, þau eiga tvö
börn, Emelíu og
Hrafn Darra.
b) Sigrún Hrafn-
hildur, f. 22.6. 1959, maki Alfred
Georg Matthíasson, f. 10.1. 1957.
Börn þeirra: Alfreð Már, f.
28.10. 1984. Maki Kristjana Ósk
Sturludóttir, f. 30.1. 1984. Elvar
Þór, f. 26.1. 1987.
c) Anna, f. 15.12. 1963. Maki
Gunnar Kristófersson, f. 4.6.
1961. Börn þeirra: Kristófer
Fannar, f. 30.3. 1988. Sambýlis-
kona Fanney Jónsdóttir, f. 26.6.
1989. Ásta Kristín, f. 30.12. 1989.
Maki Sigurður Möller, f. 3.10.
1989.
Daníel Róbert, f. 27.4. 1998.
d) Jóhann Helgason, f. 26.9.
1967. Fyrrverandi maki Þórunn
Nú er hún elsku systir mín, hún
Ásta, gengin á vit feðra sinna eftir
erfið veikindi, en ég veit og finn í
hjarta mér að okkar kærasta sam-
ferðafólk mun taka vel á móti
henni á öðru tilverustigi. Við vor-
um fimm systkinin, þrír bræður og
tvær systur, og áttum við því láni
að fagna systurnar að mjög kært
var með okkur alla tíð. Margar eru
æskuminningarnar. Fjölskyldan
flutti frá Reykjavík til Siglufjarð-
ar, þess yndislega staðar, árið 1940
til að elta uppgripin í síldarævin-
týrinu, líkt og svo margir aðrir. Á
þessum árum voru allir á kafi í síld-
inni. Þessi ár eru mér enn í fersku
minni. Þegar mér var kornungri
falið það ábyrgðarhlutverk að
passa Ástu systur á meðan
mamma var við síldarsöltunina.
Það verður að viðurkennast að mér
þótti pössunin á stundum æði
þreytandi og bindandi, en samt
mátti ég ekki sjá af Ástu systur
minni eitt augnablik og þótti afar
vænt um hana. Snemma á ung-
lingsárunum kynntist ég mínum
heittelskaða, honum Hedda, og
man ég hversu Ásta og vinkonur
hennar fóru í taugarnar á mér, sí-
fellt flissandi og gerandi grín að
okkur unga parinu. Árið 1952
skildu leiðir okkar systra að sinni
er fjölskyldan flutti suður til
Reykjavíkur en ég verð eftir á
Siglufirði, nýgift og komin með
mína eigin fjölskyldu. En við syst-
urnar héldum alltaf góðu sam-
bandi og kom þá landssíminn sér
aldeilis vel. Eftir að við fjölskyldan
fluttum suður til Hafnarfjarðar
1972 urðum við systur ennþá nán-
ari og gafst loksins kostur á að eiga
fleiri góðar samverustundir og
fylgjast náið með uppvexti barna
okkar, barnabarna og barnabarna-
barna. Nú veit ég að elskulegu
systur minni líður betur og hefur
öðlast hvíld frá erfiðum veikindum
sem hún glímdi við síðustu mán-
uðina.
Elsku Helgi minn, ég sendi þér,
börnum ykkar og fjölskyldum
þeirra mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og kveð þig, elsku systir, í
hinsta sinn.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Þín systir
Esther.
Í dag kveðjum við ástkæra
móður okkar, Ástríði, sem fallin er
frá eftir stutta banalegu og erfið
veikindi. Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli í faðmi fjölskyld-
unnar.
Ásta, eins og hún var ávallt köll-
uð, fæddist í Reykjavík þann 30.
október 1936. Þriggja ára gömul
fluttist hún til Siglufjarðar þar
sem hún bjó til fimmtán ára ald-
urs. Árin á Siglufirði voru
áhyggjulaus og gleðirík en þar ólst
mamma upp við gott atlæti ásamt
foreldrum, stóru systur sinni Est-
her og þremur bræðrum sínum;
Kristjáni, Erni og Jóni. Hún upp-
lifði síldarárin, en á þessu tímabili
iðaði bærinn af litríku og skemmti-
legu mannlífi. Faðir hennar, Jó-
hann Byström, starfaði sem vél-
stjóri hjá Síldarverksmiðjunni á
Siglufirði. Á tímabili starfaði hann
einnig sem vélstjóri á millilanda-
skipum sem þótti mjög framandi
og spennandi á þessum árum.
Skugga bar á líf mömmu þegar
fjölskyldan fluttist suður þegar
faðir hennar féll frá langt fyrir
aldur fram, en þá var mamma að-
eins sautján ára gömul. Feðginin
voru alla tíð mjög náin. Eftir frá-
fall afa stóð amma, Guðný Krist-
jánsdóttir, ein uppi með allan
barnaskarann en af mikilli rögg-
semi tókst henni að koma öllum á
legg ein sín liðs.
Þegar mamma var um tvítugt
kynntist hún pabba, Helga Ólafi
Björnssyni offsetprentara, og
hófu þau stuttu síðar sambúð í
Skeiðarvogi. Þegar börnin voru
orðin alls fjögur talsins var brugð-
ið á það ráð að flytjast í Vesturbæ-
inn, nánar tiltekið í Frostaskjól 13.
Árin í Vesturbænum voru að mati
okkar systkinanna bestu árin í lífi
mömmu. Mamma hafði í nógu að
snúast því á stóru heimili voru
verkefnin mörg. Á milli hefðbund-
inna húsmóðurstarfa saumaði hún
og prjónaði á allan barnahópinn, á
milli þess sem hún bakaði.
Mömmu verður því helst minnst
fyrir iðjusemi og dugnað. Okkur
systkinunum er einnig mjög minn-
isstætt hversu umhugað henni var
að skór væru vel pússaðir. Skór
fjölskyldunnar voru þá ekki ein-
ungis teknir í gegn heldur einnig
skótau allra þeirra sem í heimsókn
voru þá stundina, og höfum við
systkinin hlegið oft að þessu.
Líf mömmu hefur ekki allt ver-
ið dans á rósum vegna veikinda og
annarra áfalla sem hún varð fyrir í
lífinu. Mamma reyndi hins vegar
alltaf að gera sitt besta og brosti í
gegnum tárin, en oft komu stundir
sem báru hana ofurliði. Tímabilin
voru miserfið og betri tímabil
komu inn á milli. Síðustu mánuði
hefur mamma dvalið á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli. Í veikindum sín-
um sýndi hún enn og aftur dugnað
sinn og æðruleysi.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Bless, elsku mamma, hvíl í friði
þar til við hittumst á ný.
Þín börn
Anna, Sigrún og Björn.
Nú hefur hún ástkæra amma
okkar kvatt þennan heim og haldið
af stað á vit nýrra ævintýra.
Það var alltaf vinalegt að heim-
sækja ömmu Ástu og afa Helga á
Rauðalækinn en að okkar mati
voru föstudagskvöldin hjá þeim
einna minnisstæðust þegar amma
var vön að elda sinn fræga rétt;
kjúkling og franskar. Oftar en
ekki hóf hún eldamennskuna um
þrjúleytið þó að maturinn yrði um
hálfsjö en hún var einnig þekkt
fyrir mikla gestrisni og passaði vel
upp á að enginn færi svangur frá
borði. Það voru fá skiptin þegar
maður fór frá ömmu án þess að
hafa fengið ís með niðursoðnum
ávöxtum í eftirrétt. Amma var
mjög metnaðarfull í eldhúsinu og
því dugði það henni ekki að baka
einungis eina sort af smákökum
fyrir jólin heldur urðu þær að
minnsta kosti að vera þrjár.
Amma Ásta hefur alla tíð verið
mjög handlagin kona og haft mik-
inn áhuga á bæði myndlist og tón-
list. Oftar en ekki sat hún í ruggu-
stólnum og var með eitthvað á
prjónunum sem birtist sem mjúk-
ur pakki undir jólatrénu.
Amma minntist oft á hvað henni
þætti skemmtilegt að dansa sam-
kvæmisdansa. Þegar hún var ung
á Siglufirði þá dansaði hún við
gömlu lögin. Amma hefur alla tíð
verið dugleg að lesa og sást oftar
en ekki með nýja bók við hönd.
Hún var mikil menntakona og
nefndi það oft við okkur hvað hún
hefði haft gaman af því að stunda
nám, hún sýndi skólagöngu okkar
alltaf mikinn áhuga og var alltaf að
spyrja hvernig gengi.
Amma var einstaklega dugleg
og þurfti helst alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni en það voru fáir
laugardagsmorgnarnir þar sem
hún var ekki komin á fætur eld-
snemma og byrjuð að þrífa. Hún
vildi hafa hreint og fínt í kringum
sig. Hún lagði einnig mikla áherslu
á að vera alltaf vel til höfð, líkt og
langamma okkar hún Guðný.
Amma var einnig mikill nátt-
úruunnandi og þótti fátt skemmti-
legra en að fara út í sveit, þá sér-
staklega í sumarbústað með afa á
Laugarvatni.
Það sem var einkennandi fyrir
ömmu Ástu var hversu ákveðin og
þrautseig hún var. Líf hennar var
oft enginn dans á rósum en hún lét
það aldrei stöðva sig og þrjóskan
hjálpaði henni mikið þegar á
reyndi. Amma hefur gengið í gegn-
um margt í gegnum tíðina en var
þó afar lífseig og átti sín níu líf.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili.)
Við kveðjum þig elsku amma
mín.
Þínar ömmudætur,
Svala og Ásta Kristín.
Ástríður
Jóhannsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ástríði Jóhanns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.