Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 ✝ Bryndís Val-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 11. mars 1953. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 17. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Valgeir Magnússon, f. 4. október 1912, d. 27. ágúst 1959, frá Fossi, Vestdalseyri við Seyðisfjörð, og Eiríka Katla Dagbjartsdóttir, f. 18. júní 1920, d. 4. nóvember 2014, frá Ás- garði í Grindavík. Bryndís ólst upp í Reykjavík þar sem hún bjó mestan hluta ævi sinnar. Hún starfaði við ýmis störf og sinnti eigin rekstri í mörg ár. Bryndís og Magnús Hregg- viðsson giftu sig 21. nóvember 1974 en skildu 1990. Börn þeirra eru: a) Guðbjörg Magnúsdóttir. Maki hennar er Kristján Már Hauksson. Börn þeirra eru: Haukur Jarl, Magnús Óli, látinn, Birta Ósk, Sigrún Lilja og Bryndís María. b) Sesselja Magn- úsdóttir. Börn hennar eru: De- nya Melissa Layne, Elí Tómas. c) Hreggviður Steinar Magn- ússon. Maki hans er Díana Björk Eyþórsdóttir. Börn þeirra eru Magnús Karl og Margrét Eva. Bryndís verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 22. júlí 2016, klukkan 15. Mamma mín, Bryndís Val- geirsdóttir, var stórkostleg móð- ir. Þegar ég var lítil straujaði hún náttfötin mín, gerði besta nesti í heimi fyrir skóladaginn, setti blautan þvottapoka á ennið á mér þegar ég var veik, hún eldaði besta mat í heimi, bakaði með okkur piparkökur um jól, kyssti á bágtin og hló með mér. Þegar ég var unglingur fórum við að eiga persónulegra sam- band og kynntumst meira á ein- staklingsgrundvelli. Þá myndað- ist vinátta sem styrktist með hverju árinu. Vinátta sem var gríðarsterk og falleg fram á síð- asta dag. Mamma kynnti mig fyrir stór- kostlegri tónlist á unglingsárum mínum. Til dæmis kynntist ég þá almennilega Bítlunum, Janis Joplin, Black Sabbath, Julie London og Gloríu Estefan svo einhverjir tónlistarmenn séu nefndir. Diskurinn Mi Tierra með þeirri síðastnefndu stendur þar upp úr ásamt diskinum The Liberty Years með Julie Lond- on. Ég mun ávallt tengja mömmu við ýmis lög, diska eða tónlistarmenn og er það dýrmæt minning. Mamma elskaði tónlist og fallegan söng og fann ég ein- lægt hve mamma var stolt af mér þegar ég söng. Hún var af- ar dugleg að koma og hlusta á mig syngja þegar ég var að koma fram, kynnti söngskólann minn fyrir fólkinu í kringum sig, prófarkalas fyrir mig texta og svo lengi mætti telja. Á fullorðinsaldri sýndi mamma mér mikla virðingu, skilning, stuðning, hlýju og ó svo mikinn og skilyrðislausan kær- leik. Hún tók mér alltaf eins og ég var, studdi mig í mínum ákvörðunum og dæmdi mig aldr- ei. Hún var einstaklega víðsýn og fróðleiksfús. Hún var líka blanda af því að hafa skoðanir á öllu ásamt því að vera svo opin. Ég á henni svo mikið að þakka, hún elskaði mig og mína fjöl- skyldu alltaf skilyrðislaust.Ég dáist að því hve þrautseig, æðru- laus, jákvæð og hugrökk mamma var. Það að hún hafi flutt ein á Stokkseyri, stofnað fyrirtæki (heimagistinguna Hús- ið við hafið) verandi með krabbamein segir margt. Ekki síst það að hún hafi haft ein- kunnina 9,8 á booking.com. Hún hafði einstakt lag á því að gera fallegt í kringum sig, á matseld og öðru og hafði mikla þjónustu- lund. Ég kveð mömmu mína með hjartað mitt brostið af sorg en á sama tíma fullt af þakklæti. Ég átti yndislegustu móður sem ég get ímyndað mér í 39 ár. Við átt- um yndislegt samband, hún var alltaf til staðar fyrir mig og ég reyndi eftir fremsta megni að vera til staðar fyrir hana. Ég er þakklát fyrir að hafa getað að- stoðað hana í veikindunum. Það eru ekki allir sem geta það. Ég er þakklát því fólki sem aðstoð- aði mömmu undir lokin (þið vitið hver þið eruð). Ég er þakklát fyrir að hafa haft langan tíma til að kveðja hana, sumir missa ást- vini sína skjótt og án fyrirvara. Ég er þakklát fyrir að hafa get- að verið á spítalanum hjá henni þegar hún fór. Ég er þakklát fyrir að hafa átt mömmu sem lét mig finna fyrir móðurástinni. Ég gæti haldið áfram að eilífu en læt staðar numið hér. – Ynd- islega, dýrmæta og einstaka mamma mín, megirðu lifa um ókomin ár í hjörtum okkar. Hjartans þakkir fyrir allt. Hvíl í friði. Sesselja (Sessý). Elsku mamma er dáin. Það togast á gríðarleg sorg og þakk- læti, þakklæti fyrir að hafa feng- ið tækifæri að hafa mömmu mér við hlið í rúma fjóra áratugi. Hún barðist hetjulega við veik- indi sín til síðasta dags með æðruleysið að vopni. Mamma var einstök manneskja og mikill klettur. Mamma kom alltaf sem kölluð þegar eitthvað bjátaði á og gerði allt betra í mótlæti lífs- ins sem og í meðbyr. Mamma var heiðarleg, dugleg, falleg að innan sem utan, myndarleg með eindæmum og eldaði besta mat- inn. Hún var líka fyndin og skemmtileg. Ég tala nú ekki um að hún straujaði t.d. nærfötin okkar í æsku og færði okkur vin- unum ferskan appelsínusafa í tjaldið, þegar við síst áttum von á, í einu af okkar ótalmörgu ævintýrum út í móa. Mamma sýndi ást sína á svo margan hátt, eitt er víst hún elskaði heitt og var elskuð af okkur sem fengum að kynnast henni. Það sem huggar mitt syrgj- andi hjarta er að nú hefur mamma fengið að hitta elsku hjartans Magnús Óla, sem ég veit að hefur tekið fagnandi á móti elsku ömmu sinni, í heim þar sem engar þjáningar eru og kærleikurinn er allsráðandi. Ég mun varðveita allar þær dýrmætu minningar um mömmu til æviloka og reyna af fremsta megni að halda lífi í þeim mörgu mannkostum sem hún hafði að geyma og reyna að tileinka mér einhverja af þeim og fræða stelpurnar mínar um. Í lokin langar mig að setja inn textann við uppáhaldslag mömmu, sem ég söng og hún hlustaði á á hverjum degi und- anfarin ár og hefur djúpa þýð- ingu fyrir okkur báðar. Ástin þín á frið í faðmi mér Þannig flýg ég burt með þér Þegar golan gerist heit Já, vindurinn veit. Gefðu mér þá einu ást Aldrei framar mun ég þjást Öll þín fögru fyrirheit Því vindurinn veit. Þú snertir huga minn og hjartað mitt Um heiminn ég flýg af stað sem fögur álft Þú vita skalt að þú ert mér allt Þú ert mér sem lífið sjálft Er hvín í vindi hvísla ég. Og hvert eitt orð fer á þinn Ég fann þig eftir langa leit Já, vindurinn veit. Hvíl í Guðs friði, elsku mamma. Guðbjörg Magnúsdóttir. Það sem stendur mér efst í huga eftir fráfall mömmu er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið hana sem móður. Frá því ég man eftir mér fann ég fyrir verndartilfinningu og mikilli móðurást á litla drengnum henn- ar. Ég var ávallt litli drengurinn hennar, meira að segja þrátt fyr- ir að hafa vaxið upp í 200 cm og orðið að manni. Mér fannst gott að vera litli drengurinn hennar og leyfði henni að segja það við ókunnuga þegar hún vildi kynna mig. „Sjáðu, þetta er litli dreng- urinn minn,“ sagði hún með stolti. Það var eitthvað gott við það. Mamma var mér afar mik- ilvæg. Segja má að hún hafi ver- ið einn minn besti vinur, mik- ilvæg fyrirmynd og traustur ráðgjafi sem studdi ávallt við bakið á mér. Á síðari árum leið varla sá dagur að við töluðum ekki saman í símann. Ætli ég muni ekki sakna hvað mest dag- legra samskipta, ótal símtala og þegar hún kallaði mig „litla drenginn sinn“. Mamma, ég var og verð ávallt litli drengurinn þinn sem þykir svo vænt um þig. Nú hefur hún kvatt okkur öll og eftir stendur minning um konu sem var svo sterk, kraft- mikil, dugleg, heiðarleg, ljúf og góð og með bros sem fyllti út í hvaða herbergi sem var. Minn- ing sem ég mun varðveita vel og þakka fyrir að hafa fengið að njóta í 34 ár. Þakklæti fyrir öll knúsin, hláturinn, grátinn, allt. Ég kveð hana of snemma af eig- ingirni minni að vilja hafa hana lengur í mínu lífi og lífi barna minna. Því amma Bryndís var svo ljúf og góð, gaf sér alltaf tíma til að lesa bækur fyrir barnabörnin sín á Stokkseyri því ávallt lumaði amma Bryndís á góðum bókum. Við deildum nokkrum áhuga- málum, en eitt sameiginlegt áhugamál var eldamennskan. Okkur þótti gaman að elda sam- an og deildum góðum ráðum, hún gömlum góðum frá sinni tíð og ég einstaka sinnum gat sagt henni frá einhverju nýju sem ég hafði lært. Það jafnaðist ekkert á við matinn hennar mömmu, kryddlegin hjörtu í hvert sinn sem hún eldaði. Ó, hvað ég sakna þín, elsku mamma. Þú varst besta mamma sem ég gat hugsað mér. Ég veit þú ert á góðum stað og horfir yf- ir litla drenginn þinn. Hvíl í friði, elsku mamma. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Hreggviður S. Magnússon. Lífið er stutt og hverfult. Við finnum það best þegar við kveðj- um vini eða ættingja hinstu kveðju. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að njóta lífsins og þeirra tækifæra sem það færir okkur. Ég hitti Bryndísi fyrst fyrir 40 árum. Þó að árin séu orðin svona mörg og mikið vatn hafi runnið til sjávar í lífi okkar beggja eru þessi fyrstu kynni ljóslifandi í minningunni. Ég sé hana fyrir mér; háa og glæsi- lega, með þykkt og fallegt ljóst hár niður á herðar. Óvenjulega fallega unga konu sem sópaði að. Og Bryndís kunni sannarlega að njóta lífsins og nýta ýmis tæki- færi sem á vegi hennar urðu. Hún var mjög vel gefin og átti auðvelt með að setja sig inn í mörg og ólík verkefni sem hún sinnti í gegnum árin. En í huga mér er hún fyrst og fremst glað- lynd og hláturmild kona sem gott var að umgangast og eiga að vini. Vinátta okkar byggðist ekki aðeins á gömlu minning- unum heldur því að njóta stund- arinnar sem við áttum saman hverju sinni. Það var gaman að njóta með Bryndísi; matar, listar eða ann- arra lífsins lystisemda. Það var gaman að heyra hana segja frá því sem hún var að kljást við hverju sinni og ég dáðist að hvað hún var óhrædd að takast á við ný og ögrandi verkefni. En það var mest gaman að horfa á hana þegar hún talaði um þau sem stóðu hjarta hennar næst. Það færðist sérstakur svipur yfir andlit hennar þegar hún talaði um Guðbjörgu, Sessý, Hreggvið og barnabörnin. Þau voru ljósið í lífi hennar og hennar mesta gleði og hamingja. Og Bryndís uppskar eins og hún sáði sem sýndi sig best í þeirri umhyggju sem börnin hennar sýndu henni þegar hún þurfti mest á því að halda. Við hittumst síðast fyrir tæp- um mánuði þegar ég heimsótti hana á spítalann. Hún var aug- ljóslega mjög veik en geislaði enn af lífsgleðinni og ákefðinni sem einkenndi hana þegar ég sá hana fyrst og í augum hennar var sama blikið og ég sá í þeim á sólarströnd fyrir 40 árum. Við Steinar þökkum Bryndísi áratuga vináttu og sendum ást- vinum hennar innilegar samúð- arkveðjur. Gullveig Sæmundsdóttir. Þegar ég hitti Bryndísi, vin- konu mína, síðast fyrir þremur vikum var ég meðvituð um að það gæti verið kveðjustundin. Ég var á leið til útlanda og mikið af henni dregið. Hún sagðist hafa heyrt ávæning af því að hún ætti skammt eftir og fannst það furðu sæta, sagðist alls ekki vera á förum. Svo horfði hún á mig með sínu kankvísa brosi og sagði að við þyrftum að ræða þetta betur einhvern tíma seinna. Lífsviljinn var sterkur líkt og persónan sjálf. Bryndís var ekki vön því að gefast upp. Hún var áræðin og fylgin sér, óhrædd við að takast á við nýjar aðstæður, nýta gáfur sínar og ákveðni til að sigrast á andstæðum öflum. Heiðarleiki hennar og hrein- skiptni, hárfínt skopskyn, tryggð og hlýja gerðu hana vinmarga og alltaf gefandi að vera í henn- ar félagsskap. Það var gott að tala við Bryn- dísi. Hún var upplýst, hlustaði vel, opin og einlæg, en frábað sér alla tilfinningavellu. Þannig tók hún á málunum og þess vegna var gott að bera þau undir hana. Flækjur og vandamál höfðu tilhneigingu til að leysast í umræðunni í stað þess að festast í víli og vonleysi. Á æsku- og unglingsárunum veltum við fyrir okkur lífsgát- unni á Langholtsveginum undir þunglyndislegum söng Scott Walkers, elskuðum Bítlana, hitt- um Herman Hermits á veitinga- staðnum Fjarkanum sem Katla, mamma hennar, stýrði, sungum negrasálma undir stjórn Hauks Ágústssonar í Langholtsskóla, lékum saman í leikritum og mynduðum tengsl sem aldrei rofnuðu. Þegar vináttan nær svona langt aftur má segja að hún við- haldi hluta af bernskunni og þankagangi hennar og fái mann til að halda að tíminn sé ekki skammtaður, nóg sé framundan, að þetta sé rétt að byrja. Þess vegna er svo erfitt að meðtaka stöðu mála og óendanlega sárt að sjá á eftir elsku Bryndísi. Mikið vildi ég að við gætum rætt þetta betur einhvern tíma seinna. Það var fallegt að sjá hvernig börnin hennar umvöfðu hana ástríki og hlýju og ómet- anlegt að fá að fylgjast með líð- an hennar undir það síðasta. Ég sendi þeim, bróður hennar, fjöl- skyldu og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Steinunn Þorvaldsdóttir. Elsku hjartans Bryndís okkar er fallin frá, langt fyrir aldur fram. Hún var mér mentor, fyr- irmynd, vinkona og sérlegur ráðgjafi í ein 33 ár. Það var mitt lán að kynnast dóttur Bryndísar, henni Sessý minni, strax í 6 ára bekk. Frá fyrsta degi varð ég daglegur gestur í Dalalandinu, síðar í Þingaseli og loks Hálsaseli – þar sem ég átti sjálf eftir að festa rætur á fullorðinsárum. Það er kannski merki um það hversu góðar minningar ég á um heim- ilið sem Bryndís skapaði börnum sínum í Hálsaselinu, að ég hafi síðar ákveðið að ala mín börn upp á sömu slóðum. Bryndís var einstaklega umburðarlynd gagnvart uppá- tækjunum og látunum í okkur stöllunum. Við rifjuðum oft upp saman þessa litríku tíma og átti Bryndís það til að hrista enn hausinn yfir þessum árum, en þó ætíð með glettilegt bros á vör. Samband okkar þróaðist á þess- um 33 árum úr því að hún væri mér auka-mamma sem sagði mér að setja á mig húfu á leið- inni í skólann, skamma okkur Sessý til jafns á unglingsaldri (og refsa okkur fyrir næturbrölt með því að vekja okkur á ókristi- legum tíma til að taka húsið í gegn) yfir í að aðstoða mig við að koma mér til manns með ótal húsráðum og mataruppskriftum, þegar ég hóf sjálf búskap. Hún lét sig mann varða. Alltaf. Þegar hún hóf svo sjálf rekstur á fal- lega gistiheimilinu sínu á Stokkseyri átti hún það til að bjalla í mig eða senda mér stutt skilaboð með spurningum um bókhaldið og reksturinn. Mikið sem mér þótti vænt um að geta endurgoldið henni eitthvað af þeim ráðum sem hún gaf mér alla tíð á öðrum sviðum. Nú þegar það er komið að svo ótímabærri kveðjustund fer maður ósjálfrátt í gegnum tím- ana sem við áttum saman. Í þeirri yfirferð áttaði ég mig á því hvað það voru ótalmargir hlutir sem ég upplifði í fyrsta sinn á æskuheimilinu sem Bryn- dís bjó börnum sínum svo fal- lega. Þar smakkaði ég fyrst ótal framandi nýlenduvörur á borð við Bugles, Cocoa Puffs, pítur og hvað eina. Seinna meir gætum við líka hafa stolið fyrsta drop- anum af gini sem fór inn fyrir varirnar á okkur forvitnu unglingunum (fyrirgefðu Bryn- dís mín … þetta fór sem betur fer allt vel). Ég fékk að taka þátt í árlegri piparkökumálningu, sem mér þótti auðvitað stórkost- legt. Enda var það þannig að all- ur matur sem Bryndís snerti varð að kraftaverki. Sósurnar. Guð minn góður. Það kemst eng- inn með tærnar þar sem hún hafði hælana í þeim efnum. Fag- urkeri af annarri veröld. Elsku hjartans Bryndís mín. Takk fyrir allt og allt. Þín minn- ing mun lifa í hjörtum okkar sem kynntumst þér á lífsleiðinni. Þú skilur eftir svo ótalmargt hjá okkur og stórt skarð, sem aldrei verður samt. Þín alltaf, Brynhildur S. Björnsdóttir. Elsku duglega, þrautseiga, hugrakka og góða Bryndís okk- ar er horfin og skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Þegar við vinirnir rifjum upp marga og fjölbreytta kosti henn- ar er upptalningin hér langt frá því tæmandi. Bryndís var dugleg. Á fimm- tugsaldri flutti hún upp í Borg- arfjörð og dreif sig í háskólanám á Bifröst. Hún var þrautseig. Þegar hún þurfti að skapa sér afkomu var hún óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og keypti rammagerð sem hún rak í nokkur ár við góðan orðstír. Hún var hugrökk. Þrátt fyrir veikindin lét hún þann draum rætast að koma á fót gistiheim- ili. Stokkseyri varð fyrir valinu, enda hafði hana lengi langað að flytja úr bænum eftir að hafa áð- ur verið við störf á Hótel Rangá og fundið hvað gott var að vera í náinni snertingu við náttúruna. Bryndísi leið vel á Stokkseyri og gestum hennar enn betur. Gaman er að fletta gestabók hússins og sjá hvað þeir voru ósparir á að lofa gestrisni Bryn- dísar og glæsilegan aðbúnað í Húsinu við hafið. Við reyndum það sjálf, vinirnir, þegar hún bauð okkur til sín í fyrrasumar og vorum í góðu yfirlæti hjá henni. Það var eins og hún hefði búið á Stokkseyri frá blautu barns- beini og á þessum stutta tíma hafði hún komið sér vel meðal heimamanna og var orðin einn af þeim. Hún sýndi okkur stolt hvað bærinn og nágrenni hafði uppá að bjóða, þekkti öll helstu kennileiti og kenndi okkur að meta Flóann. Bryndís var góð manneskja. Hún lét sér annt um vini sína, sem hún sinnti af mikilli alúð og væntumþykju sem endurspegl- aðist í traustum vinahópum, stórum sem smáum. Vinahópurinn okkar verður ekki samur án hennar. Árlegu útilegurnar, matarboðin, Júróv- isjonpartíin, „julefrokosten,“ bæjarröltið og hvaðeina verður miklu fátæklegra þegar hennar nýtur ekki lengur við. En á himni birtir við fallega brosið hennar sem er loks án þrautar eftir hetjulega baráttu, sem hún tókst á við af miklu æðruleysi og stillingu. Við þökkum af alhug fyrir hlýja og trausta vináttu og skemmtilegar og ljúfar samveru- stundir. Guð geymi þig, elsku Bryndís. Börnum Bryndísar, Guð- björgu, Sessý og Hreggviði og fjölskyldum þeirra vottum við dýpstu samúð. Sóley Jóhannsdóttir, Bryndís Tómasdóttir, Ceca Kostic, Bára Traustadóttir, Helga Möller og makar. Bryndís Valgeirsdóttir  Fleiri minningargreinar um Bryndísi Valgeirs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.