Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
✝ GuðbjörgBergsveins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 30. sept-
ember 1928. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
17. júlí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Bergsveinn Jóns-
son, fæddur 17.
september 1893 á
Vattarnesi í Múlasveit, A-
Barðastrandarsýslu, dáinn 18.
október 1969, og Guðrún Jó-
hannsdóttir frá Sveinatungu í
Norðurárdal, fædd 21. júní
1892, dáin 29. september 1970.
Systur Guðbjargar eru Guðrún,
1892 í Brekkukoti ytra í Blöndu-
hlíð í Skagafirði, d. 20. apríl
1986. Þau bjuggu m.a. í Hofs-
gerði, Hvammkoti og Litlu-
Brekku á Höfðaströnd. Börn
Guðbjargar og Halldórs eru: 1)
Bergsveinn smiður, f. 29. sept-
ember 1949, kvæntur Eygló Að-
alsteinsdóttur. Þau eiga þrjú
börn og sex barnabörn. 2) Þór-
hallur verkfræðingur, f. 13. jan-
úar 1956, kvæntur Margréti
Guðmundsdóttur. Þau eiga tvö
börn. 3) Rúnar félagsráðgjafi, f.
18. júlí 1959, var kvæntur
Ágústu Þorbergsdóttur. Þau
eiga þrjá syni og eitt barnabarn.
Á sínum yngri árum vann Guð-
björg í Sundhöll Reykjavíkur, en
fjölskyldan bjó í Reykjavík um
tíma. Síðar vann hún sem þjónn
á Hótel Sögu og mörg ár við af-
greiðslu- og innheimtustörf.
Útför Guðbjargar verður
gerð frá Bústaðakirkju í dag, 22.
júlí 2016, og hefst athöfnin kl.
13.
f. 20. mars 1921 í
Reykjavík, d. 7. júní
1945, og Ingibjörg,
f. 4. ágúst 1933 í
Reykjavík. Guð-
björg giftist 28.
ágúst 1954 Halldóri
Bjarna Þórhalls-
syni, f. 5. nóvember
1927 í Hofsgerði á
Höfðaströnd í
Skagafirði. Hann
lést á heimili sínu 9.
desember 2014. Foreldrar hans
voru hjónin Björn Þórhallur
Ástvaldsson bóndi, f. 6. nóvem-
ber 1893 á Á í Unadal í Skaga-
firði, d. 30. september 1962, og
kona hans Helga Friðbjarnar-
dóttir húsfreyja, f. 7. desember
Elsku mamma.
Nú er komið að kveðjustund.
Þú hefur fengið hvíldina löngu
sem okkar allra bíður.
Margar minningar leita á huga
okkar bræðra. Góðar minningar
um mömmu sem alltaf var til stað-
ar á okkar yngri árum. Mömmu
sem alltaf var ljúft að heimsækja.
Söknuðurinn er okkar nú þegar
ekki er lengur hægt að kíkja til
mömmu í Grundina og fá
mömmuknús og -veitingar.
Þér var ávallt umhugað um
þína nánustu ættingja og vini og
þess nutum við strákarnir í um-
vefjandi faðmi þínum. Engum
höfum við kynnst sem man af-
mælisdaga ættingja og vina jafn-
vel og þú gerðir. Þú vissir slíkar
dagsetningar þó svo hópurinn
væri mjög stór.
Þú stundaðir nám við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur á þínum
yngri árum. Á uppvaxtarárum
okkar voru ávallt til kökur, tertur
og brauð sem þú hafðir bakað. Þú
hafðir yndi af hannyrðum og á
heimili okkar var mikið af falleg-
um hlutum sem þú hafðir gert.
Við eigum allir ljúfar minningar af
skemmtilegum og ógleymanleg-
um ferðalögum um landið með þér
og pabba.
Fyrir nokkrum árum fór að
bera á minnisleysi og verkleg
færni þín fór smátt og smátt
þverrandi. Þú greindist með hinn
illvíga sjúkdóm alzheimer sem
hafði mikil áhrif á þig og þína nán-
ustu. Þróunin varð sú að pabbi fór
að sinna heimilisstörfunum og að-
stoðaði þig og annaðist uns hann
varð bráðkvaddur í byrjun des-
ember 2014. Fráfall hans var þér
áfall enda hafði hjónaband ykkar
varað rúm 60 ár og samband ykk-
ar einkennst af ást og kærleik.
Síðasta eina og hálfa árið bjóst
þú á dvalarheimilinu Sóltúni og
naust aðstoðar og umönnunar
starfsfólks þar. Við bræður viljum
þakka þá alúð og umhyggju sem
hið frábæra starfsfólk Sóltúns
sýndi mömmu og okkur allan
þann tíma sem mamma bjó þar.
Brot úr ljóði móður þinnar lýsir
best tilfinningum okkar nú.
Mamma, elskulega mamma mín!
Margoft flýgur hugur minn til þín,
margoft hann við drauma dvelur þar,
sem dvalarstaður æsku minnar var.
(Guðrún Jóhannsd. frá Brautarholti)
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Þínir synir,
Bergsveinn,
Þórhallur og Rúnar.
Elsku amma. Nú ertu komin í
paradís og búin að hitta elsku afa
aftur. Síðustu daga og vikur hafa
allar góðu minningarnar hrannast
upp. Allar heimsóknirnar í
Grundargerðið þar sem alltaf
voru til kökur, kók og fílakara-
mellur sama hvaða dagur vikunn-
ar var. Öll jólin og áramótin sem
við eyddum saman í Reyðar-
kvíslinni, þar sem allir áttu sitt
sæti við borðið og matseðillinn
breyttist ekki í 25 ár.
Mig vantar orð til að þakka þér,
í þögninni geymi ég bestu ljóðin,
gullinu betra gafstu mér,
göfuga ást í tryggða sjóðinn
og það sem huganum helgast er,
hjartanu verður dýrasti gróðinn.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Guð geymi þig, elsku amma.
Takk fyrir allt. Við söknum þín.
Valdís og Halldór.
Systir mín Guðbjörg var fædd
Reykvíkingur og þar bjó hún alla
sína tíð. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðrún Jóhannsdóttir,
skáldkona frá Sveinatungu í
Borgarfirði, er kenndi sig jafnan
sem skáld við Brautarholt og
Bergsveinn Jónsson frá Vattar-
nesi á Barðaströnd, matvöru-
kaupmaður í Reykjavík og síðar
umsjónarmaður við þá nýstofnaða
Sundhöll Reykjavíkur.
Systir mín bjó við einstakt at-
læti foreldra sinna og eldri systur
Guðrúnar, sem féll frá allt of
snemma úr barnsfararsótt aðeins
24 ára. Ég litla systir kom í heim-
inn 5 árum á eftir Bubbu systur
minni.
Æskuárin liðu og ævintýri ljós-
rauðra æskuáranna tóku við.
Hennar stóra lán var þá hún
kynntist öðlingnum og lífsföru-
naut sínum Halldóri Þórhallssyni
húsasmíðameistara, en hann féll
frá fyrir tæpum tveimur árum.
Þau Bubba og Halldór ólu upp
þrjá syni. Heilbrigt uppeldi, ást
og kærleikur hefur sterk mótandi
áhrif á einstaklinginn. Þar var
systir mín frábært fordæmi.
Í gegnum mörg æviárin áttum
við saman óteljandi ánægju- og
gleðistundir heima og heiman,
jafnt með fjölskyldum okkar sem
og vinum. Fyrir allar þær hug-
ljúfu stundir skal þakkað í dag og
tilhlýðilegt að ljúka þessum skrif-
um með einu af hundruðum ljóða
sem móðir okkar orti, um leið og
ég og fjölskylda mín minnumst
hennar öll með hlýju, en sér í lagi
ég, sem hennar eina eftirlifandi
systkini.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín systir,
Ingibjörg (Inga).
„Lofið þreyttum að sofa“, segir
í kvæði Davíðs Stefánssonar. Það
er gott þegar fólk fær lausn frá
erfiðum sjúkdómum eftir langa
ævi. Nú hefur Guðbjörg kvatt
þetta líf og er laus úr viðjum síns
erfiða sjúkdóms. Guðbjörg var
konan hans Halla föðurbróður
okkar, sem var okkur afar kær.
Það var Guðbjörg einnig fyrir alla
sína væntumþykju og tryggð í
okkar garð. Guðbjörg og Halli
voru afar náin okkar fjölskyldu
því alla tíð var mikil vinátta og
samgangur á milli heimilanna.
Þau hjón voru ákaflega sam-
rýnd og gjarnan nefnd bæði í
sömu andrá. Heimili þeirra í
Grundargerðinu var einstaklega
fallegt og smekklegt og þar var
okkur alltaf fagnað innilega með
hlýju faðmlagi og breiðu brosi.
Sem gestir á heimili þeirra hjóna
minnumst við Guðbjargar fyrir
hlýtt viðmót, góðar veitingar og
skemmtilegar samræður þar sem
hún var afar hreinskiptin og skoð-
anaföst. Það var Guðbjörgu og
þeim hjónum svo eðlislægt að
fagna gestum að Grundargerðið
varð okkar helsti viðkomustaður í
Reykjavíkurferðum. Þegar við
fórum að sækja suður, í lengri eða
skemmri tíma, varð heimili þeirra
okkar annað heimili og var það
ómetanlegt og styrkti enn frekar
vináttu okkar og frændsemi. Það
var góð tilfinning að vera boðið að
verða hluti af þeirra fjölskyldu og
erum við þakklát fyrir það.
Þegar veisluhöld stóðu fyrir
dyrum hjá okkur var ávallt leitað
til Guðbjargar um lán á leirtaui og
fleiru sem þurfi til. Alltaf var sjálf-
sagt að lána hvað eina sem að not-
um gat komið, hvort sem um fal-
lega sparistellið eða annað var að
ræða og ávallt gert með brosi á
vör. Það skapaðist oft mjög
skemmtileg stemmning í Grund-
argerðinu og mikið hlegið þegar
við vorum að brasa við þetta og oft
minnti hún okkur á ýmislegt sem
við gleymdum, því minni hennar
var óbrigðult. Guðbjörg naut þess
sannarlega að geta lagt okkur lið
og þannig tekið þátt í undirbún-
ingi veisluhaldanna. Þau hjónin
voru svo sjálfsagðir gestir í
veislum stórfjölskyldunnar.
Mikil var umhyggjusemi henn-
ar í garð föðurömmu okkar, sem
stundum þurfti að dvelja um
lengri eða skemmri tíma í Reykja-
vík, til lækninga, á sínum efri ár-
um. Bjó hún þá oftast hjá þeim
hjónum. Kom það aðallega í hlut
Guðbjargar að fylgja ömmu til
læknis, stundum oft í viku. Það
fannst henni svo sjálfsagt, því allt
vildi hún fyrir ömmu gera.
Guðbjörg og Halli báru mikla
virðingu hvort fyrir öðru og fal-
legt var að sjá hvernig þau hjálp-
uðust að, ekki síst nú á efri árum.
Það var mikið áfall þegar Halli féll
skyndilega frá í lok árs 2014. Frá-
fall hans gerði það að verkum að
Guðbjörg gat ekki lengur búið
heima vegna veikinda. Hún naut
góðrar umönnunar í Sóltúni og
synir hennar, Bergsveinn, Þór-
hallur og Rúnar, og þeirra fjöl-
skyldur hafa umvafið hana með
einstakri hlýju og umhyggjusemi.
Móðir okkar þakkar Guð-
björgu fyrir góða vináttu og sam-
fylgd í 60 ár.
Við kveðjum Guðbjörgu með
virðingu og þakklæti fyrir alúð
hennar og vináttu og sendum fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur okkar.
Ingi, Helga, Fanney,
Þórdís og Inga Rósa
Friðbjörnsbörn.
Guðbjörg
Bergsveinsdóttir
✝ Jóhanna Haf-dís Friðbjörns-
dóttir fæddist
26.10. 1955. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 15.7.
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Friðbjörn
Jóhannsson og
Soffía Stefánsdóttir
í Hlíð í Skíðadal.
Eftirlifandi eig-
inmaður Jóhönnu Hafdísar, eða
Dísu eins og hún var alltaf köll-
uð, er Baldur Steingrímsson frá
Æsustöðum í Eyjafirði. Börn
Dísu eru: Kristín Inga Hilmars-
dóttir, gift Jóhanni Geirssyni og
eiga þau tvo syni. Berglind Val-
berg, hún á einn
son. Birna Soffía
Baldursdóttir, gift
Baldri Pálssyni,
þau eiga tvo syni.
Jóhann Níels Bald-
ursson, sambýlis-
kona hans er Hild-
ur Jana Júlíusdóttir
og þau eiga tvo
syni.
Dísa vann ýmsa
vinnu sem ungling-
ur en lengst af í Súkkulaðiverk-
smiðjunni Lindu á Akureyri, þó
var hennar aðalstarf alla tíð að
vera húsmóðir.
Dísa verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag, 22. júlí
2016, klukkan 13.30.
Hún Dísa mín elskuleg er
horfin. Horfin og kemur aldrei
aftur. Það er svo skrítið að ein-
hvern veginn fannst manni sjálf-
sagt að hún yrði alltaf til staðar,
alveg til eilífðar þrátt fyrir veik-
indin. Við vorum viðbúin en samt
aldrei tilbúin fyrir þann mögu-
leika að hún færi svo fljótt sem
raunin varð.
Af öllu því sem hann Billi
frændi minn gerði af viti um æv-
ina var það allra besta að ná í
hana Dísu, handa okkur öllum.
Dísa var ein mín elsta og allra
besta vinkona. Við gátum setið
hvar sem var og kjaftað frá okk-
ur allt vit, heima í félagsmiðstöð-
inni á Byggðavegi, úti á palli, í
strætó, í kofa. Bara alls staðar og
oft fram á nótt. Grín og glens og
Dísa ýmist orgaði eða ískraði af
hlátri. Og karlarnir okkar voru
félagar í bæbæ-félaginu. Við
skildum nú ekkert í því.
Hmmm…
Hvað hún Dísa hló rosalega
þegar hún hringdi á sínum tíma
og óskaði mér hátíðlega til ham-
ingju með að hafa látið skíra
Hafdísi í höfuðið á henni. Hún
taldi þetta að sjálfsögðu snilld-
arhugmynd. Ég hafði ekkert
munað eftir þessu við nafngift-
ina, hún Dísa var jú bara Dísa.
Var fullgóð þannig og þurfti ekk-
ert að breyta því. Hann Árni er
líka vanur að segja: Af hverju á
að vera að breyta því sem gott
er? Þannig var hún Dísa, falleg
yst sem innst og alltaf til í að
taka þátt í öllu mögulegu svo
fremi að heilsan leyfði. Mér er
m.a. minnisstæð ferðin sem við
Dísurnar fórum gangandi niður
gilið á kaffihús sumarkvöld eitt
fyrir mörgum árum og þurftum
að sjálfsögðu að fá oss verulega
kjarngott kaffi. Það munaði
minnstu að við þyrftum að bera
Dísu upp brekkuna aftur því hún
komst ekki til baka nema í mörg-
um áföngum þar sem hún þurfti
að ná andanum. Þarna sátum við
skellihlæjandi hingað og þangað
því Dísa ætlaði sko ekki að láta
bera sig eitt né neitt, fannst það
víst heldur óvirðulegt. Kærði sig
ekkert um neinn aulaskap þótt
hún væri að springa. Ýmislegt
fór hún á þrjóskunni frúin sú og
þetta líka. Ég bauð henni nú
stundum að fara með hana í
göngutúr í hjólbörum. Það var
nú aldrei nema sjálfsagt mál og
ekkert skildi ég í því að hún
skyldi ekki þiggja það. Skil það
ekki enn.
Elskuleg uppáhalds Dísan mín
er nú farin. Þrátt fyrir glensið
var henni án efa fullljóst hvert
stefndi en kaus að vera ekkert að
velta sér of mikið upp úr því og
eyðileggja með því móralinn. Það
var um margt annað að tala.
Minningarnar streyma fram svo
óhemjumargar, þær höfum við
þótt Dísa sjálf sé farin. Endur-
fundir við hana bíða síðari tíma.
Þá verður gaman aftur.
Kveðja,
Andrea Jónheiður (Heiða).
Ég kynntist Dísu 1976, þegar
við unnum saman í Lindu á Ak-
ureyri. Ég fann strax að þessi
kona hafði mjög góða nærveru.
Ég var þá 15 ára stelpuskott en
hún 21 árs og því fullorðin kona.
Það var ekki liðinn langur tími
þangað til ég fór að leita til henn-
ar með allt mögulegt og ómögu-
legt, eins og hún væri stóra syst-
ir mín, og hún leysti með mér úr
þeim flækjum sem mér fannst
vera óyfirstíganlegar, en eftir
spjall og vangaveltur var málið
auðvelt úrvinnslu. Um þetta leyti
var hún að taka saman við eft-
irlifandi eiginmann sinn, Baldur
Steingrímsson frá Æsustöðum í
Eyjafirði. Þau hófu sambúð og
var ég ætíð síðan velkomin á
þeirra heimili. Það er margs að
minnast eftir 40 ára vináttu, góð-
ar og hlýjar minningar sem eru
ómetanlegar. Við fórum saman í
ferðalög um landið okkar með
Tjaldborgartjöld og prímus,
fengum góðfúslegt leyfi hjá
bændum til að tjalda í túnfæt-
inum, Baldur hafði yndi af að
spjalla við bændur enda sjálfur
úr sveit, það var mikið hlegið og
mikið brallað, sérstaklega þegar
við fórum um Suðurland, í Land-
mannalaugar og að Ljótapolli.
Við skemmtum okkur alltaf vel
saman, eftirminnilegt þorrablót í
Sólgarði, árshátíðir, jóla- og af-
mælisboð, dýrðlegar grillveislur
voru haldnar oft á 17. júní sunn-
an við hús hjá þeim, blústónleik-
ar og svona mætti lengi telja. Ár-
ið 1978 fórum við hvert í sínu lagi
að kaupa okkur sparidress,
skokka og blússu, og við keypt-
um eins skokka, nema það að ég
keypti svart og rautt en hún
brúnt og gult. Við fórum stund-
um bara tvær saman á rúntinn á
Volgunni eða Peugeot (Pusjó
gamla), kannski inn í fjörð, þar
þekkti hún vel til, sýndi mér
framkvæmdir við strætóinn sem
þau hjón voru að breyta í sum-
arhús, í þessum ferðum gátum
við rætt saman um heima og
geima án truflunar frá síma,
gestakomu eða börnum. Þetta
voru okkar stundir, afslappaðar,
ljúfar og góðar. En ef ég læt
hugann reika, þá voru kannski
bestu stundirnar þegar maður
bara droppaði við í Byggðaveg-
inum, fékk nýuppáhellt og rjúk-
andi kaffi, hlýtt og þétt faðmlag
frá þeim hjónum, bros, rifjaði
upp gamla daga, segja fréttir af
því sem við vorum að brasa
hverju sinni, tala um börnin okk-
ar og svo síðar barnabörnin, sem
eru gimsteinarnir okkar. Dísa
hafði einstakt og fallegt hjarta,
ætíð tilbúin að hjálpa, veita húsa-
skjól, bjóða í mat, heimilið stóð
öllum vinum opið, það var allt
einhvern veginn ekkert mál, hún
var blíð, hún hafði breitt bak og
var andlega sterk, þolinmóð,
ákveðin, tók öllum eins og þeir
voru. Traustur vinur.
Þó að Dísa hafi átt við veikindi
að stríða síðan um 1982-83, þá
talaði hún nánast aldrei um veik-
indi sín, ef maður spurði, jú, þá
var hún stundum slöpp og ekki
allir dagar jafngóðir, en ég man
aldrei eftir því að hafa heyrt
hana kvarta eða barma sér, aldr-
ei. Dísa var hörkutól.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur ráð.
(IS.)
Farðu í friði elsku vinkona.
Þín
Aðalheiður (Heiða).
Við hittumst fyrst 6. desember
1974 – svo skildi leiðir. Þú varst
ævinlega í huga mér, sérstaklega
þegar þroskinn fór að vaxa og
ýmsar spurningar að vakna.
Freydísi Laxdal er ég þakklát
fyrir að hafa sagt mér fréttir og
látið mig vita að ég gæti bara
sagt til og þá fengi ég að vita það
sem ég vildi. Sá dagur kom svo
loksins 27 árum seinna og þeim
degi gleymi ég aldrei meðan ég
lifi. Birna systir mín stóð með út-
breiddan faðminn þar sem ég
hélt í höndina á syni mínum
tveggja og hálfs árs og hélt á
rósabúnti í hinni. Bak við Birnu
stóð svo Dísa og mikið var gott
að fá faðmlag hennar eftir öll
þessi ár og Guð minn góður hvað
ég á eftir að sakna þess að geta
ekki faðmað hana aftur og setið í
eldhúsinu í Byggðaveginum og
kjaftað um daginn og veginn.
Það var svolítið eins og að
finna týndan hluta af mér þegar
ég fékk þann heiður að kynnast
og verða hluti af fjölskyldu Dísu
og Billa, ég hugsa oft til þess
hvað ég var heppin að eignast
tvær frábærar systur og einn
bróður sem öll tóku mér svo vel
og ég veit fyrir víst að þau drógu
mig svo sannarlega pínulítið út
úr skelinni. Lengi vel gerði ég
mér ekki grein fyrir því hvaða
ótrúlegu gjörð Dísa gerði fyrir
hartnær 42 árum en í dag efast
ég ekki eitt andartak og get eng-
an veginn ímyndað mér það sem
hún gekk í gegnum – stærri fórn
og óeigingirni er ekki til – það
verður engin gjöf meiri eða
stærri en sú sem hún gaf. Þetta
er svo lýsandi fyrir Dísu. Hún
var alltaf brosandi og létt þó svo
að veikindi hafi gert henni erfitt
fyrir. Alltaf var brosið á sínum
stað og þétt faðmlag og hlý orð
þegar við hittumst – get ein-
hvern veginn ekki hugsað mér að
geta ekki faðmað og kysst þessa
yndislegu konu sem ég á allt að
þakka. Ég vona svo sannarlega
að ég hafi fengið gjafmildina,
hlýleikann og léttleikann frá
henni.
Eitt skipti sátum við Dísa inni
í stofu saman í sófanum að
spjalla, Billi kemur inn og fer að
hlæja og við Dísa verðum eitt
spurningarmerki í framan – Billi
bendir okkur á að þá sátum við
alveg eins með fæturna. Þó svo
að það virðist lítið og ómerkilegt,
þá þykir mér svo vænt um það.
Það er ekkert sjálfgefið að vera
boðin velkomin inn í fjölskyldu
verandi „utanbæjarkona“ – ekki
bara var ég boðin velkomin, ég
gaf þeim hjarta mitt og þau sitt.
Missirinn er mikill og sár og ég
veit fyrir víst að tíminn mun
lækna þau sár og minningin mun
lifa með okkur um yndislega
konu, móður, ömmu, tengdamóð-
ur og vinkonu. Elsku bestu Billi,
Stína, Birna, Jói og fjölskyldur –
þið eruð samheldin og yndisleg
fjölskylda sem ég er svo stolt af
að mega kalla mína líka. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar, elsku fjölskylda, en ég
veit að við munum halda fallegri
minningu hennar á lofti. Elsku
Dísa, góða ferð og hjartans
þakkir fyrir tímann sem við átt-
um saman. Ég er ríkari fyrir vik-
ið.
Þín
Berglind.
Jóhanna Hafdís
Friðbjörnsdóttir