Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 44
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Borgað fyrir að hafa mök við börn
2. Skutu á svartan sálfræðing
3. Flugvél steyptist fram yfir sig
4. Domino’s var engin mjólkurkýr
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á morgun klukkan 15 opnar Stein-
unn Bergsteinsdóttir einkasýningu í
Listasal Mosfellsbæjar.
Á sýningunni eru olíumálverk og
mósaíkverk sem Steinunn hefur unn-
ið á undanförnum árum.
Olíu- og mósaíkverk
eftir Steinunni
Jógvan Hansen
og Vignir Snær
halda uppi stemn-
ingunni með
spilirí og söng
fram eftir kvöldi í
Græna herberginu
við Lækjargötu 6a
í kvöld og hefst
skemmtunin
klukkan 22 en síðar tekur plötusnúð-
urinn Siggi Gunnars við og leikur
fram á nótt.
Græna herbergið
með Jógvan og Vigni
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson
verður ásamt hljómsveit sinni með
tónleika á Café Rosenberg í kvöld
en kappinn er nýbúinn að senda frá
sér nýtt lag og átti stór-
kostlega innkomu
með nýja útgáfu af
laginu „Gefðu allt
sem þú átt“ fyrr í
sumar. Tónleikarnir
hefjast klukkan 22
og eru góð upphitun
fyrir
Þjóðhá-
tíð.
Jón Jónsson spilar á
Rosenberg í kvöld
Á laugardag, sunnudag og mánudag Norðlæg eða breytileg átt,
3-8 m/s, og skúrir í öllum landshlutum. Hiti víða 10 til 16 stig, hlýj-
ast inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s.
Skýjað og víða skúrir en þokuloft við ströndina, einkum norðan til.
Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.
VEÐUR
„Leikurinn var jafn og KR-
ingarnir voru góðir,“ sagði
landsliðsmaðurinn Rúnar
Már Sigurjónsson sem skor-
aði bæði mörk Grass-
hoppers þegar liðið sigraði
KR, 2:1, í seinni leik liðanna
í 2. umferð forkeppni Evr-
ópudeildarinnar í knatt-
spyrnu. „Ég er ánægð-
ur að hafa náð að
skora,“ bætti Rún-
ar Már við. »1,3
Rúnar skaut KR-
ingum úr keppni
Mexíkósku knattspyrnukonurnar
Stephany Mayor, Cecilia Santiago og
Natalia Gómez Junco spila með Þór/
KA í ár og eru ánægðar með lífið á
Akureyri en Morgunblaðið hitti þær í
gær. „Þetta er vissulega gerólíkt líf
því sem við þekkjum. Ég
kann persónulega mjög
vel við mig, rólegt
og afslappandi líf.
Auk þess er fólkið
mjög almenni-
legt og þá
sérstaklega
fólkið sem
vinnur fyrir
Þór/KA,“
segir Sant-
iago. »4
Þær mexíkósku eru
ánægðar á Akureyri
„Þetta var gott í dag, ég sló eitt lé-
legt högg með drivernum á hringn-
um og bjargaði þar skolla,“ sagði
Aron Snær Júlíusson úr GKG. Hann
setti vallarmet á Jaðarsvelli á Ak-
ureyri, þar sem Íslandsmótið í högg-
leik fer fram en hann lék á 67 högg-
um. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr
GR er efst hjá konunum, lék á 70
höggum. »1
Setti vallarmet á fyrsta
hring á Íslandsmótinu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Ég hef alltaf verið mikill dýravin-
ur og mig hefur lengi dreymt um
að koma að stofnun svona dýra-
athvarfs og svo ákvað ég bara að
láta verða af því,“ segir Guðbjörg
Ragnarsdóttir, sem vinnur nú að
því að stofna dýraathvarf á höf-
uðborgarsvæðinu sem hún mun
nefna Von.
Hún á sjálf fjóra ketti og þar af
tvo sem voru villuráfandi og hún
bjargaði. En hana langar til að
bjarga fleirum.
„Það er svo mikið framboð af
kisum og kettlingum en fáir sem
geta tekið þá að sér, það er vont að
horfa upp á það. Sérstaklega núna,
það er einsog kettirnir eignist
miklu frekar kettlinga á sumrin,“
segir Guðbjörg. „Ansi margir
hugsa ekki nógu vel um kisurnar
og hvorki gelda þær eða setja á
pilluna. Svo er hitt að það er rosa-
lega mikið af fólki sem getur ekki
haft köttinn útaf ofnæmi eða af því
að það er að flytja. Þá birtir fólk
auglýsingu um að ef það geti ekki
losnað við dýrið innan þriggja
daga, þá verði því lógað. Þá fær
maður í magann, en maður getur
ekki bjargað öllum. Það er mikil
þörf fyrir þetta, því það er ekkert
dýraathvarf til sem tekur við öllum
dýrum.“
Byrjar með heimilisdýr
Þannig að þú tekur við slöngum
og rottum og öllu?
„Nei, slöngur eru náttúrlega
ólöglegar. Fyrir utan að maður
lendir í siðferðislegum vandræðum
með að bjarga dýrum sem þarf að
fóðra með músum; þá hlýtur fólk
að hugsa með sér hverjum er ég að
bjarga? Við ætlum að byrja á
heimilisdýrum. En ég er með svo
mikið af fólki sem er að vinna með
mér, sem er vegan. Það langar til
að fara að bjarga beljum. Ef gömul
kýr er hætt að mjólka fái hún að
eyða sínum síðustu árum í athvarf-
inu.“
Hvað stefnir þú á að taka við
miklum fjölda dýra?
„Það fer eftir því hvað ég fæ
stórt húsnæði, hvort ég byrja með
tíu eða hundrað búr, það verður
bara að koma í ljós. En ég veit að
ég get fyllt það allt, þörfin er það
mikil.“
Ég er ekki viss um að ég vildi
búa við hliðina á einhverjum með
hundrað hunda?
„Nei, það er einmitt mál-
ið. Maður vill vera rétt
við Reykjavík en ekki
alveg inni í henni,“
segir Guðbjörg.
Kettlingarnir koma á sumrin
Guðbjörg vill
stofna dýra-
athvarf í vetur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kærleikur Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur oft bjargað heimilislausum köttum og vill nú stofna dýraathvarf.
„Það þarf að fara í gegnum heilbrigðiseftirlitið og matvælastofnunina,
þau eiga að sjá um lög varðandi dýr og réttindi dýra.
Það þarf að fá leyfi frá þeim til þess að geta stofnað dýraathvarf,“ segir
Guðbjörg Ragnarsdóttir.
„Ég er búin að ræða við þau en það er ekki hægt að ljúka því ferli fyrr
en ég er komin með húsnæði, sem verður væntanlega dýrasti hluti
verkefnisins.
Það eru lög um hvað þú mátt hafa mörg dýr á heimili
þínu. Ef þú ferð yfir ákveðin mörk þarftu að vera skráður
sem fyrirtæki, en þá koma meiri kröfur.
Ég er að leita fjáröflunarleiða og er í viðræðum við
Reykjavíkurborg um húsnæði. Svo eru einstaklingar nú
þegar farnir að styrkja okkur um hver mánaðamót.“
Það kostar mikið að bjarga
EKKI GETUR HVER SEM ER STOFNAÐ DÝRAATHVARF