Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 28

Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 ✝ Gísli Benedikts-son fæddist í Reykjavík 16. apríl 1947. Hann lést á Landspítalanum 12. júlí 2016. Foreldrar Gísla eru Fríða Gísla- dóttir, f. 21. janúar 1924, d. 4. desem- ber 2006, og Bene- dikt Antonsson, f. 12. febrúar 1922. Gísli kvæntist eiginkonu sinni, Evu Maríu Gunnarsdóttur, 6. júlí 1969. Eftir nokkur ár í Hlíðunum lá leiðin út á Seltjarn- arnes þar sem þau bjuggu alla tíð. Foreldrar Evu Maríu eru Margrét Magnúsdóttir, f. 3. október 1929, og Jóhann Gunn- ar Halldórsson, f. 28. júní 1928, d. 2. júní 1996. Gísli og Eva María eignuðust tvö börn: 1) Davíð Benedikt, f. 30. desember 1969. Eiginkona Davíðs er Bryn- skiptafræðingur árið 1972. Gísli var skrifstofustjóri hjá Íslensk- um iðnrekendum 1972-1976, úti- bússtjóri í Iðnaðarbankanum 1976-1978, skrifstofustjóri hjá Iðnlánasjóði 1978-1998 og starf- aði sem sérfræðingur í Nýsköp- unarsjóði atvinnulífsins frá stofnun hans árið 1998. Í tengslum við sín störf var Gísli í stjórnum margra fyrirtækja og sat í ýmsum nefndum. Gísli var frímúrari frá þrítugu, fyrst í Mími og síðan í Fjölni frá stofn- un. Þátttaka Gísla í starfi frí- múrara gaf honum mikið sem og vinátta þeirra sem hann kynnt- ist þar. Gísli og Eva María voru þátttakendur í stofnun Íslands- deildar SPES og var Gísli for- maður þar síðustu árin. Gísli var í sterkum vinahópum úr skóla, bæði úr grunnskóla, MR og við- skiptafræðinni í HÍ. Bergelmir er vinahópur stúdentanna frá MR sem hittist oft. Gísli verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 22. júlí 2016, og fer athöfnin fram klukkan 15. hildur Þorgeirs- dóttir, f. 23. mars 1970. Þeirra börn eru: Eva Björk, f. 1994, Þorgeir Bjarki, f. 1996, Anna Lára, f. 2000 og Benedikt Arnar, f. 2003. 2) María, f. 31. desember 1974. Eiginmaður Maríu er Einar Kristinn Hjaltested, f. 7. júlí 1970. Þeirra börn eru: Hrefna María, f. 1996, Hrafnhildur, f. 2001, Karólína, f. 2002, Katrín Eva, f. 2009 og Ari Gísli, f. 2012. Gísli fæddist á Frakka- stígnum, fluttist á fyrsta ári með foreldrum sínum á Hrefnugötu og síðar í Bakkagerði þar sem æskuárin liðu. Leiðin lá í Breiða- gerðisskóla, Réttarholtsskóla, Menntaskólann í Reykjavík og að lokum í Háskóla Íslands en þaðan útskrifaðist Gísli sem við- Fallinn er frá allt of fljótt elsku- legur tengdapabbi minn, 69 ára að aldri, eftir stutta en snarpa bar- áttu við krabbamein. Að verða hluti af fjölskyldu hans þegar ég var 19 ára gömul var mér mikið gæfuspor. Hann kenndi mér að veiða, lesa aðstæður í ánni og nálgast veiðistaðina og með hon- um veiddi ég maríulaxinn minn í Skugga. Hann kynnti mig fyrir brids, sem ég var nú ekki alveg á því að læra, en lét mig hafa það og sé ekki eftir því. Hann hafði óbil- andi áhuga á ýmsum íþróttum svo sem handbolta og fótbolta og strax í upphafi lét hann sig ekki vanta á leiki hjá mér, alveg eins og hjá syni sínum. Í gegnum tíðina þróaðist það yfir í að fylgjast með barnabörnunum á íþróttavöllun- um og verður sjónarsviptir að því að hafa hann ekki í stúkunni. Hann var ötull í því að fylgjast með öllu sem snéri að börnum, tengdabörnum og barnabörnum, að hafa yfirsýn yfir hópinn sinn var honum mikilvægt. Hann hafði sterka kímnigáfu og gaman var að hlusta á hann segja frá og hlæja með honum. Samfylgdin hefur verið góð og söknuðurinn mikill, minning hans mun lifa. Brynhildur. Nú kveð ég æskuvin minn, Gísla Benediktsson. Ég hitti Gísla fyrst þegar við vorum sex ára gamlir landnemar í Smáíbúðahverfinu; hús okkar stóðu við hitaveitustokk- inn. Við lékum okkur saman á þeim stóra leikvelli sem hús í byggingu og ófrágengnar lóðir voru. Síðan kynntumst við betur innan skóla- kerfisins þar sem grunnurinn að ævilangri vináttu okkar var lagður. Gísli var sessunautur minn alla leiðina frá fyrsta bekk í Réttó til loka sjötta bekkjar í MR. Hann var í forystuhlutverki strax í Réttó, sítalandi, segjandi skemmtisögur og alltaf í góðu skapi. Honum leið best í aðalhlutverkinu. Þegar við vorum komnir í Menntaskólann í Reykjavík, án þess að misstíga okkur á leiðinni, fannst okkur að nú værum við að innbyrða mikla þekkingu sem mundi nýtast okkur alla ævi. Nokkuð var til í því en hitt var kannski enn mikilvægara að í MR kynntist maður merkum sam- ferðamönnum, bæði í okkar bekk og öðrum. Í frímínútunum hófst bridds- tímabilið okkar. Seinna stofnuð- um við briddsklúbb sem hefur verið virkur alla tíð síðan, þ.e. í samanlagt 50 ár. Gísli var að sjálf- sögðu með í klúbbnum. Ljúft er í dag að hugsa til þess að klúbbur- inn beri einmitt hið virðulega nafn Spilaklúbbur Gísla Ben. Spilaður er stofubridds eftir kerfi sem eng- inn skilur nema klúbbfélagar. Klúbburinn hefur verið endalaus uppspretta gagns og gamans, bæði fyrir spilafélaga og maka. Eftir stúdentspróf stofnuðum við R-bekkingar sérstakt félag sem kennt var við hrímþursinn Bergelmi. Gísli var náttúrlega einn af forsprökkum félagsins. Við eyddum drjúgum tíma í að semja flókið regluverk um ýmsa þætti þessarar ágætu reglu. Þetta var fyrir tíma tölvuvæðingar en allt var fært handskrifað til bókar í Bergelmis-Eddu sem nú er farið að flokka með merkum handrit- um, að við teljum. Fundir í félag- inu voru upphaflega einu sinni til tvisvar á ári en eru nú allt að tíu sinnum á ári. Kæri Benni, elsku Eva og fjöl- skylda. Nú er komið að leiðarlok- um. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið samferða Gísla. Minningin lifir um mætan mann. Við Ásdís færum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Bestu kveðjur frá skóla- bræðrum í reglunni Bergelmi og konum þeirra. Jón Sigurðsson. Í dag kveðjum við fjórir spila- félagar góðan vin sem við höfum þekkt frá barnæsku. Allir erum við fæddir á árinu 1947 og áttum heima í Smáíbúðahverfinu þegar við kynntumst. Við gengum í Háa- gerðis-, Breiðagerðis- og Réttar- holtsskóla. Að loknu landsprófi við Gagnfræðaskólann við Vonar- stræti lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík, síðan í Háskóla Ís- lands þar sem Gísli, Hilmar og Ómar luku viðskiptafræðiprófi en Pálmi fyrri hluta í verkfræði og Jonni í læknisfræði en þeir tveir héldu síðan til Svíþjóðar til frek- ara náms. Það vildi okkur til happs að okkur var vikið úr söngtímum í 4. bekk í MR þar sem við vorum dæmdir laglausir. Í söngtímum fórum við upp á Íþökuloft og byrj- uðum að læra bridds. Gísli var að- alkennarinn okkar því að hann hafði lært Vínarsagnakerfið af pabba sínum. Ætli spilaklúbbur- inn hafi ekki fengið nafnið spila- klúbbur Gísla Ben þess vegna. Gísli var sjálfskipaður briddsdóm- ari klúbbsins. Höfum við alltaf spilað heima hjá hver öðrum þar sem bornar voru fram veitingar og fréttir fluttar af fjölskyldum spilafélaga. Gísli var umhyggjusamur og skapgóður og í kringum hann var enginn asi. Hann spjallaði um hlutina af yfirvegun en var jafn- framt góður hlustandi. Hann hafði alltaf frá fjölmörgu skemmtilegu og áhugaverðu að segja en var að sama skapi mjög áhugasamur um hagi okkar hinna og fjölskyldna okkar. Tala nú ekki um ef veikindi komu upp þá var hann fyrstur manna að hringja og spyrja um líðan og batahorfur. Það var alltaf gaman að hitta spilafélagana, ekki síst Gísla. Hann kom yfirleitt með nýjan brandara og sögu í hvert skipti og svo hrósaði hann alltaf frábærum mat á hverjum stað, nautnamað- urinn. Í upphafi var oft spilað fram á nótt en svo var ekki hægt að spila lengur en til níu því að þá voru menn orðnir syfjaðir og að lokum vorum við farnir að spila síðdegis. Margs er að minnast eftir ára- tuga kynni. Margir fimmaura- brandarar hafa verið sagðir á liðn- um árum og það mörgum sinnum og alltaf hlógum við hátt og inni- lega svo mökum okkar var stund- um nóg um. Gísla verður sárt saknað. Okkur er minnisstæður síðasti spiladagur, sem Gísli boð- aði til á Grand hóteli í apríl síðast- liðnum og fengum við þar flottar veitingar. Ógleymanlegur loka- spiladagur hjá honum. Nú kveðjum við spilafélagar góðan vin og þökkum honum sam- fylgdina og vináttuna. Við sendum Evu, föður, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, tengdamóður og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Pálmi Kristinsson, Hilmar Þórisson, Jón Sigurðsson, Ómar Kristinsson. Það er með söknuði og eftirsjá sem bróðir Gísli Ben er kvaddur. Það er liðin meira en hálf öld síðan kynni tókust og með hverju árinu hefur vinátta okkar og gagnkvæm virðing styrkst. Þegar við útskrif- uðumst stúdentar saman, þá þótti mér satt að segja ekkert sérstak- lega til hópsins okkar koma sem útskrifaðist frá MR vorið 1967. Hann var alla vega ekki merki- legri en hver annar. Ég var líka á síðbúnu mótþróaskeiði og ætlaði vart að fást til að setja upp stúd- entshúfuna. Svo kom gamlárs- kvöld sama ár og þá hittist bekk- urinn sem hafði útskrifast um vorið og síðan kom hvert gamlárs- kvöldið á fætur öðru í bráðum 50 ár. Og líka þrettándinn á hverju ári að ógleymdu stórmessuhaldi vor hvert. Þessi samheldni og skemmtilegheit sem henni fylgdu gerði bekkinn minn að sérstökum hóp. Þar var Gísli ávallt í fremstu röð. Hópurinn hefur haldið uppi félagslífi, sérstökum hefðum og embættum sem kjörið hefur verið til á lýðræðislegan hátt. Við höfum ávallt átt okkur forseta og við hlið hans einn meðlim sem meðstjórn- anda. Við Gísli tókumst gjarnan á um þessa stöðu og urðu niður- stöður þeirra kosninga nánast ávallt honum í hag. Þetta varð með tímanum mjög til að minnka trú mína og áhuga á lýðræðisleg- um kosningum, en sem betur fer var af nógu að taka í þeim efnum. Við bekkjarbræðurnir komumst líka ósárir frá þessu og einhver ár- in hef ég fengið að vera meðlimur. Gísli var fyrirmannlegur í framgöngu. En hann var jafn- framt hlýr maður, góðgjarn og skemmtilegur. Það var magnað að fylgjast með því hvernig hann mætti örlögum sínum, er alvarleg veikindi kvöddu dyra. Hann horfðist í augu við þau, en var óbeygður, hugdjarfur og glaðvær að vanda og gaf okkur hinum af styrk sínum. Við Gísli vorum sennilega ekk- ert mjög líkir í skoðunum eða áhugamálum. En það er margt annað sem tengir. Og eitt er víst að okkar góða samband hélt áfram að batna eftir því sem árin liðu. Fyrir það þakka ég og allar góðu stundirnar. Við Björk þökkum líka Evu Maríu og sendum henni og fjöl- skyldunni allri hugheilar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Gísla Ben. Sveinn Rúnar Hauksson. Fallinn er nú frá vinnufélagi og vinur til tæpra tuttugu ára. Við Gísli kynntumst fyrst haustið 1997 við undirbúning að stofnun Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins. Það var alltaf gaman að tala við hann. Við byrjuðum flesta vinnudaga á því að ræða saman um allt milli himins og jarðar en þó helst um Liverpool enda báðir miklir Púl- arar, aðrar íþróttir, leikhús og bókmenntir. Einstakar leiksýn- ingar þurftum við að kryfja þegar við höfðum báðir séð þær og vor- um við ekki alltaf sammála, en við höfðum alltaf jafngaman af um- ræðunni. Við höfðum oft rætt um að fara saman á Liverpool-leik. Ekkert varð úr því en það var mjög ánægjulegt að hann gat farið á leik með Davíð syni sínum síð- asta vor. Gísli var skemmtilegur maður með einstaka frásagnar- hæfileika og fékk maður að heyra ótrúlegustu sögur margar hverjar vel kryddaðar. Síðasta samtal okkar, sem var viku áður en hann dó, stóð yfir í tíu mínútur og fannst mér það mikið batamerki og var hann bara hress og sagði að hann væri allur að koma til í höfðinu. Samtalið endaði svo á því að hann sagði að við þyrftum að koma skipulagi á sam- töl okkar en undanfarinn mánuð höfðu þau verið slitrótt og eins og skeyti. Hans verður sárt saknað. Gísli Benediktsson ✝ Sólrún Þ. Vil-bergsdóttir fæddist 27. maí 1954 ásamt tvíbura- bróður sínum á fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 13. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Vilberg Sig- urðsson sjómaður, f. 25. maí 1923, d. 6. febrúar 1971, og Jónhild F. Lilaa frá Fær- eyjum, f. 23. júní 1919, d. 7. apríl 1981. Sólrún og Davíð tvíbura- bróðir hennar voru í miðjunni af átta systkinum. Elst er Ólöf Finn- bogadóttir, f. 1940, Olaf Lilaa, f. 1942, d. 2010, Sigurbjörn Vil- bergsson, f. 1949, Íris Vilbergs- dóttir, f. 1952, gift Bjarna Kjart- anssyni, Davíð Vilbergsson (tvíburi), f. 1954, d. 1966, Garðar Vilbergsson, f. 1958, og Jóhann Vilbergsson, f. 1960. Sólrún og Davíð tvíburabróðir hennar voru fyrstu tvíburarnir sem fæddust á nýja fjórðungssjúkrahúsinu á kláraði hún stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands auk þess að ala upp fjögur börn. Sólrún giftist Guðbirni Jó- hannssyni 21 árs að aldri og skildu þau tveimur árum síðar. Þau áttu saman eina dóttur, Katrínu Björgu geislafræðing, sem er gift Víði Orra Haukssyni stálsmið, saman eiga þau Gunn- laug Vilberg og Tómas Orra. Hún kynntist núverandi eig- inmanni sínum, Kristjáni G. Snæ- dal, 26 ára gömul og áttu þau saman fjögur börn: 1) Óskírðan, andvana fæddan dreng, tvíbura- bróður Davíðs Snædal hugbún- aðarsérfræðings sem á börnin Maríu Seru Snædal og Guðstein Gabríel Snædal. 2) Gunnlaug Vil- berg Snædal smið, sambýliskona hans er Helga Hilmarsdóttir og eiga þau Vilberg Frosta Snædal og Atla Fannar Snædal. 3) Jó- hönnu Ósk Snædal, iðjuþjálfa, unnusti hennar er Ingjaldur Örn Pétursson og eiga þau saman Óð- in Snædal Arnarson. Fljótlega eftir fæðingu Davíðs fluttu Sól- rún og Kristján á Seltjarnarnes þar sem þau ólu upp sín börn. Sólrún lést rúmum fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein. Jarðarför Sólrúnar fer fram í Dómkirkjunni í dag, 22. júlí 2016, klukan 13. Akureyri. Þau bjuggu á Akureyri í þrjú ár, fjölskyldan flutti þaðan í Vest- urbæ Reykjavíkur þar sem systkinin ólust upp. Faðir Sól- rúnar var sjómaður og lék hún sér því mikið við sjóinn ásamt systkinum sínum þegar hún var ung. Hún hafði alltaf áhuga á vélum og hvernig þær virkuðu. Þessi áhugi fylgdi henni ávallt þar sem síðasta starf hennar fólst í sölu á varahlutum í fiskvinnsluvélar hjá Baader. Sólrún gekk í Ölduskóla fór þaðan í Melaskóla og loks lauk hún gagnfræðaprófi frá versl- unardeild Hagaskóla. Eftir skólagönguna fór hún sem skipti- nemi til Bretlands 18 ára gömul. Þegar Sólrún kom til baka starf- aði hún hjá Prentsmiðjunni Odda og öðlaðist þar réttindi sem bók- bindari. Hún vann ýmis störf eft- ir það, lengi vel sinnti hún starfi dagforeldris en samhliða því Elsku yndislega mamma, það er svo sárt að kveðja, en þetta er víst lífsins gangur. Þetta er því kjörið tækifæri til að minnast góðra tíma og gleðjast yfir allri hamingjunni, lærdómnum og stuðningnum sem þú færðir okkur í gegnum árin. Sama hvað á dundi var alltaf hægt að stóla á það að mamma stæði við bakið á okkur, trúði okkur, þótt við ættum það nú ekki alltaf skilið. Þú ert ein af þeim sem barðist gegn óréttlæti í garð þeirra sem minni máttar voru og þoldir ekki þegar illa var komið fram við okkur, þá varst þú fyrst til þess að steyta fram hnefann og slengja út nokkrum vel völdum orðum. Þú hafðir sérstakt lag á því að láta okkur alltaf finna fyrir stolti og varst aldrei vonsvikin Sólrún Þ. Vilbergsdóttir ✝ Guðrún Vídalínfæddist í Reykjavík 28. júlí 1962, fyrsta barn hjónanna Þórðar Jóhannessonar, f. 27. apríl 1943, og Stefaníu Jennýjar Valgarðsdóttur, f. 21. ágúst 1944. Þau skildu en Guðrún eignaðist fimm hálf- systkin, þrjár systur og bróður sammæðra og bróður samfeðra. Guðrún sleit barnsskónum í Vesturbænum og þann 26. ágúst 1978 eignaðist hún Hrein, eldri son sinn. Í september 1984 giftist hún Víði Ragnarssyni og þann 3. júlí 1985 eignuðust þau Atla Frey, yngri son Guðrúnar. Fjöl- skyldan bjó um ára- bil í Svíþjóð en flutti aftur til Íslands 1994. Guðrún og Víðir skildu árið 2003. Guðrún starfaði við fjölbreytt störf, allt frá fiskvinnslu á unga aldri til þjón- ustu- og umönn- unarstarfa en hún lærði fram- reiðslu í Svíþjóð. Síðustu 15 árin starfaði hún sem fulltrúi hjá Hagstofu Íslands, síðar Þjóðskrá. Guðrún lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi 2. júlí 2016 og útförin fór fram í kyrr- þey að hennar ósk. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Hún elsku Guðrún okkar er dá- in. Það var stutt og erfitt stríð sem hún háði og aldrei von um sigur. Okkur langar til að kveðja hana með nokkrum orðum, þar sem hún var mjög góð vinkona okkar. Það er nú einu sinni svo að í þessu lífi drögumst við að fólki á mismun- andi forsendum, sumir verða kær- ari en aðrir af því að eitthvað í okk- ur fellur betur saman. Guðrún og fjölskyldan hennar fluttu í stiga- húsið hjá okkur nokkrum árum á eftir okkur. Frá byrjun voru góð samskipti og aldrei kom neitt upp á milli okkar. En það var ekki fyrr en þau skildu hún og Víðir að við mæðgurnar fórum að hafa meiri samskipti við hana og eftir því sem tíminn leið urðum við góðar trún- aðarvinkonur. Við gátum setið saman yfir kaffibolla og talað um allt mögulegt frá barnabörnum til pólitíkur og allt þar á milli. Guðrún var vel gerð kona sem vann vel í sínum málum og talaði aldrei illa um annað fólk. Hún var einstak- lega hreinskiptin og heiðarleg. Hennar líf var ekki alltaf dans á rósum en hún var skynsöm mann- eskja sem tókst á við erfiðleikana. Hún var sterk og hugrökk kona. Það var henni mikið áfall þegar hjónabandi hennar og Víðis lauk en þeim tókst að vinna vel úr því og hann reyndist henni góður stuðn- ingur og vinur í veikindunum. Guð- rún var ótrúlega stolt af strákun- um sínum enda mátti hún vera það og þeir sýndu henni mikla ást og umhyggju. Þeir voru einstaklega ástúðlegir í veikindum hennar. Hún barðist eins og hetja í veik- indum sínum og hennar von var að komast heim og eiga þar einhvern tíma en henni auðnaðist það ekki. Við vissum að það var ekkert fram undan en okkur grunaði ekki að þetta mundi gerast svona fljótt. Guðrún talaði oft um ömmu sína, Hrefnu, og hafði trú á að hún fylgdist með sér. Vonandi hefur hún tekið vel á móti henni og að þær leiðist nú um grænar grundir. Elsku Hreinn, Atli og fjöl- skylda hans og aðrir sem þótti vænt um Guðrúnu, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elsku Guðrún, við kveðjum þig með söknuði og biðjum góðan Guð að geyma þig og þökkum fyrir ómetanlega vináttu. Helga Guðmundsdóttir, Elfa Ólafsdóttir og Ólafur Ágústsson. Guðrún Vídalín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.