Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
VINNINGASKRÁ
12. útdráttur 21. júlí 2016
131 10548 18772 29879 40914 49781 62100 71546
705 10664 19100 29917 41346 50105 62426 72351
1283 10684 19499 30368 41685 50533 62594 72474
1574 10711 19597 30718 41987 51314 62720 73073
1978 10717 20155 31016 42108 51565 62761 73174
2151 11165 20639 31051 42265 51635 63039 73353
2262 11182 21114 31843 42524 51852 63433 73372
2462 11432 21384 32123 42853 51926 63449 73441
2610 11436 21428 32194 43607 52211 63564 73534
2697 11529 22033 32961 43673 52294 63985 73741
3619 11549 23090 33004 44648 52759 64134 73849
3755 12116 23242 33134 44706 52849 64244 73950
4025 12266 23380 33584 44840 53190 64483 74322
4224 12668 23645 33688 44905 53271 64925 74456
4381 12836 23657 33782 45021 53459 65057 74693
4429 13079 24006 34196 45116 53761 65312 75059
4466 13169 24296 34273 45172 53857 65388 75455
5041 14116 24364 34304 45248 54307 65837 75548
5338 14448 24665 34899 45335 54350 66075 75981
5503 14473 24701 35363 45730 54456 66300 76598
5835 14497 24874 35418 45805 54907 66474 77050
5911 15161 25124 35481 45817 54927 66547 77350
6255 15423 25445 35872 46329 55395 67310 77506
6325 15458 25495 35988 46351 55645 67425 77885
7084 15563 25839 36479 46723 55761 67610 78369
7284 15975 25970 36485 46782 55833 67743 79170
7311 16675 26421 36487 47463 56968 67795 79336
7956 16692 26715 36782 47809 57103 67886 79423
8092 17012 27303 36857 48490 57216 67935 79669
8184 17257 27504 39254 48494 57621 68531 79900
8651 17374 27723 39307 48654 59052 69592 79905
8852 17642 27734 39657 48826 59551 70506
9171 17700 27750 39800 48866 59609 70616
9673 17839 27800 39977 49132 59890 70721
9996 18321 28060 40258 49171 61681 70861
10119 18586 28912 40389 49456 61722 71258
10212 18750 29020 40796 49735 61991 71394
734 9008 17949 26926 41268 49245 60133 71555
1231 9045 18228 27689 41829 49403 61403 71956
1322 10336 18280 30744 42473 49675 61682 74639
4181 10557 21458 33804 42999 49974 62853 74697
4782 11249 21679 33853 43693 50040 63007 77316
5413 11534 22389 34726 43952 50459 63111 77360
5446 13132 22707 35485 45016 54716 63393 77735
6550 13697 22848 35533 46598 56555 63589 78300
6638 13819 22937 38048 47098 57259 63751 78765
6828 14984 23084 38966 47466 57354 64403
8226 15546 23186 39123 48421 57710 65785
8875 15683 23781 40547 49083 58556 65993
8946 15810 25917 41003 49106 59814 69077
Næsti útdráttur fer fram 28. júlí 2016
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
3443 12436 28447 52720
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2310 6424 16962 31692 39654 63610
2673 8321 18815 34244 40892 69271
3228 8640 26166 34329 55053 69379
5882 9337 26890 38095 62350 71496
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 8 3 9 5
Hagsmunir neyt-
enda liggja ótvírætt í
því að við stundum
hér öflugan land-
búnað og matvæla-
vinnslu. Þannig fara í
raun hagsmunir
bænda og neytenda
fullkomlega saman
þegar við ræðum
framtíð landbúnaðar-
ins nú við gerð bú-
vörusamninga. Umræðan und-
angengnar vikur hefur verið
landbúnaðinum um margt óhliðholl
og mikið um upphrópanir um
hvort styrkja eigi landbúnað eða
ekki og þá hvernig.
Háværar kröfur eru uppi á
sama tíma um að færa mjólk-
urvinnslu undir samkeppnislög
með því að afnema ákvæði búvöru-
laga sem heimila greininni að hag-
ræða með samvinnu og verka-
skiptingu, svo ekki sé nú gleymt
að helst á verslunin að mega flytja
inn tollalaust þau matvæli sem
henni þóknast.
Ég held við séum að verða hálf-
galin sem þjóð að standa í þessum
sporum nú. Verandi á barmi þess
að fórna tilvist heillar und-
irstöðuatvinnugreinar í landinu,
greinar sem hefur það mikilvæga
hlutverk að tryggja fæðuöryggi
landsins. Atvinnugreinar sem er
einnig undirstaða byggða á stórum
hlutum landsins og einnig und-
irstaða þess að margar þjón-
ustugreinar geti þrifist og
blómstrað. Hin mest vaxandi
grein, ferðaþjónustan, á hér einnig
mikið undir að við getum stundað
hana með þeim hætti sem gert er.
Hvers vegna er stutt við land-
búnaðinn með beingreiðslum?
Í einhverju draumaríki hugar-
óranna væri alveg hægt að sleppa
því að styðja landbúnað, eða leik-
list eða kvikmyndagerð eða skóla-
kerfið eða heilbrigðiskerfið svo
eitthvað sé nefnt. En þetta snýst
um allt annað. Við sem þjóð erum
að reka í sameiningu samfélag þar
sem ákveðin verkaskipting ríkir og
allir eiga að njóta ákveðinna
grunngæða. Bændur eru með það
mikilvæga hlutverk að framleiða
fyrir okkur hollan mat og vegna
ástands á mörkuðum með land-
búnaðarvörur á heimsvísu er okk-
ur nauðsynlegt að styrkja og
vernda þá starfsemi. Ekki vegna
þess að hún sé hér svo óhagkvæm
eða óskynsamleg, heldur vegna
þess að þannig er málum háttað
um alla álfuna. Landbúnaðarvörur
eru boðnar langt undir eðlilegu
verði vegna niðurgreiðslna og
styrkja í nágrannalöndum okkar.
Eins er í umferð mikið af slíkum
vörum á heimsmarkaði án skil-
greinds uppruna, vörur af allt öðr-
um gæðum en við sem
neytendur viljum láta
bjóða okkur og börn-
um okkar.
Hvergi lægra verð
á hollum
og hreinum mat-
vælum
Íslensk frameidd
matvæli eru ekki einu
sinni dýr. Mat-
vælaverð á Íslandi er
með því lægsta sem
finnst í okkar vest-
ræna heimi þegar verðlag er skoð-
að sem hlutfall af ráðstöf-
unartekjum fólks. Og ef við
skoðum það af skynsemi þá liggur
þar einmitt hundurinn grafinn. Við
getum ekki leyft okkur að hlaupa
til og flytja inn vörur frá öðrum
löndum þó þær séu einhvers stað-
ar ódýrari þá og þá stundina. Mat-
vörur sem eru undirverðlagðar eða
stórlega niðurgreiddar í því landi
á þeim tíma. Matvörur sem fram-
leiddar eru af fólki sem fær bara
brot af þeim launum sem Íslend-
ingar fá fyrir að vinna slíka vinnu.
Ef við hlaupum eftir slíku þá lifir
engin framleiðsla hér til lengdar
og er löngu komin á hausinn þegar
við svo virkilega þurfum á henni
að halda. Svona hentistefna sæmir
ekki siðmenntaðri þjóð.
Matvöruverslunin í landinu er sá
aðili sem mest elur á þessari skoð-
un, þ.e. að lækka megi matarverð
hér með innflutningi. Sú er bara
alls ekki raunin og eru margar
ástæður fyrir því. Versluninni
gengur það eitt til að ná stjórn á
þessum vöruflokkum þannig að
hún sé í stöðu til að ráða álagning-
unni og geta aukið sína afkomu.
Ef það sem forsvarsmenn versl-
unar segja væri satt þá ætti vöru-
verð hér á fötum, skóm og ýmsum
öðrum varningi að vera miklu
lægra en það er í dag. Það hefur
nefnilega aldrei verið sett nein
hagræðingarkrafa á verslunina eða
opinber verðlagning á innfluttar
vörur. Ég þori í því samhengi að
fullyrða að ef sömu Hagræðingu
yrði beitt á matvöruverslun í land-
inu og náðst hefur í úrvinnslu
landbúnaðarvara þá þyrfti í hæsta
lagi 1/3 af því verslunarhúsnæði
sem nú er notað. Hver þyrfti
álagning þá að vera á matvörum
til neytenda?
Með samvinnu mjólkurvinnslu-
fyrirtækja og verkaskiptingu hefur
á undanförnum áratug náðst fram
milljarða hagræðing í vinnslunni
sem hefur skilað sér fyrst og
fremst til neytenda og bænda þar
sem kostnaður við milliliðina hefur
lækkað. Þetta hefur verið gerlegt
vegna ákvæða í búvörulögum.
Þessu hafa líka fylgt miklar kvaðir
fyrir bændur þar sem greinin hef-
ur verið undir opinberri verðlagn-
ingu allan þann tíma. Gegnum þá
verðlagningu hefur verið tryggt
mikið aðhald á greinina og stórar
hagræðingarkröfur verið settar
fram sem skilað hafa bændum og
sérstaklega neytendum miklum
hag.
Á tímabilinu 2003 til 2014 hækk-
aði launavísitalan um 106% og vísi-
tala neysluverðs um 88%, en mjólk
í eins lítra fernum til neytenda
hefur aðeins hækkað um 70%, ost-
ur um 60% og rjómi um 51% á
sama tíma, skv. tölum Hagstofu
Íslands. Þessar hagræðing-
araðgerðir skiluðu um 3 milljarða
króna hagræðingu í rekstri, sem
að 2/3 hluta komu fram í lækkuðu
vöruverði og að 1/3 til bænda.
Þessar hagræðingar í mjólk-
urframleiðslu hafa því skilað sér
beint til neytenda í lækkuðu vöru-
verði og nýtast tekjulægri hóp-
unum best.
Yfirvofandi hrun landbúnaðar
í Skandinavíu og Evrópu
Staða bænda í Evrópu og í
stórum hluta Skandinavíu einnig
er grafalvarleg. Bændur í Svíþjóð
og Danmörku eru við það að gef-
ast upp, svo ekki sé minnst á lönd
eins og Frakkland, Belgíu, Hol-
land og Þýskaland sem dæmi.
Ætlum við að stefna okkar land-
búnaði og matvælaframleiðslu í
sömu hættu og það algjörlega að
ástæðulausu? Ef við gerum það þá
verða afleiðingarnar mjög miklar
og óvíst hvort okkur tækist að
byggja upp landbúnað og mat-
vælavinnslu hér á ný.
Það er ekki að ástæðulausu eða
í einhverju gríni að við sjáum fyr-
irsagnir í erlendum fjölmiðlum
eins og þessar sem dæmi: „Why
Europe’s farmers are flipping out
over milk prices“ og „Europe cries
over spilled milk as low prices hit
farmers“ eða „Swedish milk far-
mers face worse crisis in decades“
eða „The milk market: Even large
farms in Denmark and the Net-
herlands cannot cover costs“ svo
dæmi séu tekin. Gerum eitthvað
vitrænt áður en það er um seinan.
Sýnum að við skiljum orðið sam-
félag.
Tryggjum starfsskilyrði
landbúnaðarins til framtíðar
Langtímahagsmunir okkar sem
þjóðar eru augljóslega þeir að við
stöndum vörð um landbúnaðinn og
matvælaframleiðsluna. Það er til
lítils að státa af því á tyllidögum
hvað við eigum fallegar sveitir
með vel reknum bændabýlum sem
skaffa okkur heilnæman mat og
tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar ef
við meinum ekkert með því. Að
standa vörð um sína matvælafram-
leiðslu er sjálfsagður réttur hverr-
ar þjóðar. Hlaupum ekki nú eftir
skammtímahagsmunum þeirra
sem ætla bara að græða á því að
veikja stöðu matvælavinnslunnar
og landbúnaðarins. Leggjumst á
sveif með bændum nú og tökum
upplýsta umræðu um landbún-
aðinn, gildi hans fyrir samfélagið
og neytendur áður en við köstum
okkur á þennan sleggjudómavagn
sem tröllríður fjölmiðlum og sam-
félagsmiðlum. Sýnum að við séum
þátttakendur í samfélaginu Ís-
landi.
Eftir Hólmgeir
Karlsson »Hlaupum ekki nú
eftir skammtíma-
hagsmunum þeirra sem
ætla bara að græða á því
að veikja stöðu mat-
vælavinnslunnar og
landbúnaðarins.
Hólmgeir Karlsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Bú-
stólpa á Akureyri.
Landbúnaðurinn og
matvælaframleiðslan –
hagsmunir neytenda
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
– með morgunkaffinu