Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
✝ Konráð PéturJónsson, bóndi
í Böðvarshólum,
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 8. október
1958. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 11.
júlí 2016.
Foreldrar hans
voru Jón Gunn-
arsson bóndi, f.
27.10. 1925, d. 11.12. 1991, og
Þorbjörg Konráðsdóttir bóndi,
f. 7.9. 1924, d. 6.6. 2015.
Systkini Konráðs eru Ingveld-
ur, f. 8.10. 1951; Ingibjörg, f.
og Agnes Ísabella, f. 2015; 3)
Ingveldur Ása, f. 22.3. 1985,
sambýlismaður Jón Benedikts
Sigurðsson, f. 21.1. 1988, barn
þeirra Margrét Ragna, f. 2014;
4. Daníel Óli, f. 26.3. 1990.
Konni, eins og hann var
alltaf kallaður, ólst upp í
Böðvarshólum og tók við
búinu af foreldrum sínum tæp-
lega 20 ára. Hann starfaði sem
bóndi alla tíð og var farsæll
bóndi. Með bústörfum vann
hann í sláturhúsinu á haustin,
bæði í sauðfjárslátrun og
stórgripaslátrun sem ungur
maður. Hann keyrði skólabíl
hátt í þrjá áratugi og einnig
var hann mikil refaskytta og
stundaði hann refaveiðar frá
unglingsaldri.
Konráð Pétur verður jarð-
sunginn frá Hvammstanga-
kirkju í dag, 22. júlí 2016,
klukkan 14.
29.4. 1953; Gunn-
ar, f. 20.6. 1957;
Anna Sólveig, f.
15.11. 1965, og Ás-
geir, f. 28.4. 1969.
Eiginkona Kon-
ráðs er Jónína
Ragna Sig-
urbjartsdóttir, f.
2.12. 1959. Börn
þeirra eru: 1. Jón
Frímann Jónsson,
f. 16.7. 1980; 2.
Þorbjörg Helga, f. 9.2. 1983,
maki Hákon Bjarki Harð-
arson, f. 21.11. 1980, börn
þeirra eru Ragnheiður Birta,
f. 2010, Halldóra Brá, f. 2012,
Pabbi var allt sitt líf í Böðv-
arshólum í Vestur-Húnavatns-
sýslu við leik og störf, fyrst bjó
hann í sveitarhreppnum Þverár-
hreppi sem síðar varð sveitarfé-
lagið Húnaþing vestra. Á sinni
lífsleið stundaði pabbi margvís-
leg störf. Meðal þeirra starfa
sem hann vann var grenja-
vinnsla, skólabílstjóri, smiður,
hans aðalstarf var sauðfjárbú-
skapur.
Pabbi tók við búrekstri for-
eldra sinna árið 1978 þegar hann
keypti jörðina. Þá var torfbær í
Böðvarshólum og bjó hann í hon-
um til ársins 1981 þegar hann
flutti inn í íbúðarhús sem hann
byggði.
Ein ánægjulegasta stund
pabba var þegar nýju fjárhúsin
voru tekin í notkun árið 2008. Við
það gat hann bætt sína vinnuað-
stöðu mikið og fjölgað fénu tals-
vert frá því sem áður var. Pabbi
hafði gaman af því að fara í út-
reiðartúra þegar færi gafst.
Pabbi tók alltaf vel á móti fólki
sem kom í heimsókn og spjallaði
við það um lífið og tilveruna en
einnig um sauðfé og sauðfjárbú-
skap þegar það var í boði. Auk
þess sem tófugreni voru mikið
rædd og hvar tófur var að finna í
Vesturhópinu.
Eitt af því sem einkenndi
pabba var mikill léttleiki og góð-
ur húmor. Hann var í góðu skapi
alla daga og var oft með mikinn
húmor fyrir sjálfum sér og öðr-
um.
Pabbi var ekki líffræðilegur
faðir minn en gekk mér í föð-
urstað frá því að ég var lítill
drengur. Við vorum ekki alltaf
sammála um alla hluti en sam-
skipti okkar voru góð. Ég hef
aldrei verið neinn bóndi í mér og
hann sá það, en ég gat hjálpað
honum í hinum ýmsu tölvumálum
eftir því sem tölvutæknin varð
meira innleidd, bæði til heimilis-
nota og til nota í bústörfum.
Ég mun ætíð sakna þín, kæri
pabbi, og mun alltaf minnast
góðu stundanna sem við áttum
saman.
Þinn sonur,
Jón Frímann Jónsson.
Það er ótrúlegt hvað sumir
dagar eru fljótir að breytast, svo
var með mánudaginn 11. júlí.
Þetta hafði verið góður dagur en
svo kom höggið og allt er breytt
til framtíðar.
Ég kom fyrst í Böðvarshóla
2004, pínu kvíðinn að hitta verð-
andi tengdaforeldra í fyrsta
skiptið. Sá kvíði var þó fljótur að
fara þar sem mér var tekið opn-
um örmum, eins og ég væri gam-
all fjölskylduvinur. Ég tók strax
eftir því að vinir barnanna þinna
voru líka vinir þínir. Þú gafst þér
alltaf tíma til að ræða málin við
þá, hvað þeir væru að gera og
hvernig þeim gengi. Þú leist á þá
sem jafningja og fyrir vikið bar
þetta unga fólk allt mikla virð-
ingu fyrir þér. Þú hafðir alltaf
mikinn áhuga á því hvað fólkið í
kringum þig var að gera.
Eftir því sem ferðunum í
Böðvarshóla fjölgaði, fjölgaði
einnig í fjölskyldunni. Þú tókst
afahlutverkið alvarlega og varst
alltaf til í grín og glens með
barnabörnunum. Það var því allt-
af mikil tilhlökkun hjá stelpunum
að fara til afa Konna. Heyra sög-
ur af tófuveiðum og hvað hund-
arnir voru að bralla. En topp-
urinn var að fá að fara rúnt á
sexhjólinu. Barnabörnin skiptu
þig mjög miklu máli, þér fannst
ekkert mál að renna norður til að
heimsækja þau hvort sem það
var eitthvert tilefni eða bara
langt síðan þú hafðir hitt stelp-
urnar. Á milli heimsókna nýttir
þú tæknina og spjallaðir við okk-
ur í gegnum tölvuna og fannst
stelpunum það skemmtilegar
stundir og báðu oft um að fá að
hringja í ömmu og afa á Skype.
Það hefur alltaf verið gaman
að koma í Böðvarshóla og verður
það áfram, en það verður aldrei
aftur eins. Enginn meiri elting-
arleikur við afa úr stofunni og
fram í eldhús. Ekki heldur fleiri
skemmtilegar sögur frá afa af
tófuveiðum og af afrekum Nerós
og Týru. En minningarnar eru til
staðar og þær eru dýrmætar.
Minning þín lifir, Konni minn.
Þinn tengdasonur,
Hákon B. Harðarson.
Elsku bróðir, þú varst og
verður ávallt mín fyrirmynd í líf-
inu.
Jákvæðni þín, gleði og yndis-
lega nærvera sama á hverju gekk
var einstök.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt
og allt.
Enginn þarf að spyrja
hvar gröf þín er
því hún er þar sem grasið er
grænast.
Þar er vetrarsnjórinn hvítastur,
himinninn heiðastur
og þar syngja vorfuglarnir skærast.
Nei, enginn þarf að spyrja
hvar gröf þín er.
Hún er þar sem tár okkar þorna
og orð okkar þagna.
(Böðvar Guðm.)
Kærleiksknús,
þín systir,
Ingibjörg.
Það voru sorgarfréttir sem ég
fékk 11. júlí, Konni var dáinn.
Konni sem var gull af manni,
hjartahlýr og góður. Ég var svo
heppin að hafa verið mikið í
Böðvarshólum á meðan ég var að
vaxa úr grasi og samgangur á
milli bæjanna var mikill. Þegar
ég var spurð, sem barn, hvort ég
vildi yngra systkini sagðist ég
ekki þurfa þess, ég ætti þau í
Böðvarshólum. Því þannig leit ég
alltaf á krakkana þar og Konni
og Ragna voru mér sem aðrir
foreldrar og enn þann dag í dag
eru þau öll mér mjög kær. Mér
finnst ég ekki hafa farið norður
fyrr en ég hef farið í Böðvars-
hóla. Börnin mín sækja líka að
fara í heimsókn þangað því þar
er alltaf vel tekið á móti okkur og
við förum þaðan endurnærð á sál
og líkama.
Konni keyrði mig öll árin í
grunnskóla og vorum við ein-
staklega heppin að hafa hann
sem skólabílstjóra. Aldrei man
ég eftir því að hann hafi hækkað
róminn við okkur og ekki var það
út af því að við höfum alltaf verið
þæg og góð. Við áttum oft auð-
velt með að semja við hann um að
stoppa í sjoppunni á Hvamms-
tanga eða Laugarbakka á leið-
inni heim.
Þegar ég fór að fara á rétt-
arböllin var eitt sem alls ekki
mátti gleymast, það var að
hringja í Konna á réttardaginn
til að athuga hvort hann kæmi
ekki örugglega á ballið, ég varð
að fá að lágmarki einn dans hjá
Konna.
Yndislega fjölskylda, Ragna,
Jón Frímann, Þorbjörg Helga,
Ingveldur Ása, Daníel Óli,
tengdasynir og barnabörn, megi
Guð vera með ykkur, styrkja
ykkur og varðveita í þessari
miklu sorg og erfiðu tímum sem
framundan eru.
Blessuð sé minning yndislegs
og góðs manns.
Þórey Björk.
Konni bóndi er að koma –
Konni bóndi er að koma! Þannig
ómuðu fagnaðarhróp afakrakk-
anna á Grund. Stundum kom
hann á traktor dragandi stórar
vélar, stundum á vörubílnum að
sækja heyrúllurnar, eða hann
kom bara á jeppanum til að eiga
glaðlegt spjall. Alltaf sagði hann
allt gott, barlómur og svartsýni
fylgdu honum ekki. Hann hafði
hlýja nærveru sem allir nutu.
Ávallt glaður, reifur og bjart-
sýnn.
Bóndatitilinn bar Konráð
Jónsson með sæmd. Í Böðvars-
hólum byggði hann allt upp,
íbúðarhús, stórt minkahús, hest-
hús og stóra reiðskemmu og síð-
ast nýtískuleg fjárhús. Hann
ræktaði jörðina, sauðfé og hross
og tamdi bæði hesta og hunda.
Vélakost og tæki endurnýjaði
hann af stórhug og var laginn
viðgerðarmaður, sem er gagn-
legt hverjum bónda. Hann var
dugnaðar- og athafnamaður og
arfleifð hans í Böðvarshólum ber
þess vitni.
Um leið og sauðburðarvökum
lauk var hann þotinn á fjöll á sex-
hjólinu í grenjaleit og hafði þá
með sér dýnu og góðan búnað og
naut bjartra nátta. Á haustin reið
hann í margra daga smala-
mennsku um ótal hóla, brött fjöll
og djúpa dali, enda fjalllendið
gríðar víðfeðmt og vandleitað og
hann eini fjárbóndinn á stóru
svæði. Þá kom sér vel að eiga vel
tamda hesta og fjárhunda. Síðla
hausts fór hann í eftirleitir víða
um Vatnsnesfjall, ýmist á hjólinu
eða fótgangandi. Hann var ótrú-
lega skreflangur, léttur á sér og
þolinn göngumaður. Það var
gaman að sjá til hans stjórna
hundunum, með bendingum og
tiltali, við fjárrekstra í bröttum
hlíðum og heimalöndum. Þótt
dvalið væri drykklanga stund á
nálægum bæ hreyfðu hundarnir
sig ekki af palli hjólsins.
Bónbetri maður verður tæpast
fundinn. Alltaf var hann reiðubú-
inn til liðsinnis á Grund, fylgdist
þar vel með öllu og gladdist við
hverja úrbót og framför. Kom
með möl á vörubílnum, hjálpaði
til með traktorgröfunni, eða með
öðrum hætti og gaf góð ráð. Ótil-
kvaddur gætti hann húsa og
hrossa þar að vetrinum og taldi
ekki eftir sér ferðirnar þangað
og flutning á heyi. Mörg símtöl
áttum við því saman og sum löng
enda maðurinn viðræðugóður og
svaragreiður. Eftirminnilegar
eru heimsóknir hans hans í
kringum túnasláttinn og á haust-
in og málin þá tíðum rædd áleiðis
inn í nóttina. Oft lífgaði Ragna þá
líka upp á félagsskapinn. Glað-
værðin var þeim einlæg og stór-
an hlut á Ragna í uppbygging-
unni og búskapnum í
Böðvarshólum, jafn samhent og
þau voru.
Víst er að ýmsir fleiri í sveit-
inni nutu bóngæsku Konna. Á
sínum tíma sat hann í hrepps-
nefnd Þverárhrepps hins forna
og í seinni tíð er líklegt að fáum
málum hafi verið til lykta ráðið
án þess að leita hans álits. Ætla
má að svo hafi a.m.k verið um
fjársmalanir, hrossaleitir, réttar-
störf o.fl. Það er mikill missir
fyrir litlu sveitina Vesturhóp
þegar einn öflugasti máttarstólpi
hennar fellur frá á besta aldri.
Best væri minning hans varð-
veitt með áframhaldandi stórbú-
skap í Böðvarshólum. Að því er
stefnt og vonandi að Rögnu og
fjölskyldunni farnist vel í því ætl-
unarverki.
Þórður Skúlason.
Það var stór bitinn sem þurfti
að kyngja að kvöldi 11. júlí síð-
astliðinn. Dagurinn byrjaði eins
og hver annar en eins og gjarnan
gerist í veðurfarinu dró ský
snögglega fyrir sólu og seinni-
partinn var Konni í Böðvars-
hólum dáinn, langt, langt fyrir
aldur fram. Ekki grunaði mig
frekar en nokkurn annan þegar
ég hitti hann daginn áður í hesta-
mannamessunni á Breiðabólstað
að það væri í síðasta sinn.
Skellurinn er mikill, ekki síst í
litlu samfélagi. Störfin hans
liggja víða því Konni var allt í
öllu, í stjórn ýmissa nefnda og fé-
laga í gegnum árin, skólabílstjóri
til margra ára, þvílíkur dugnað-
arforkur, mikill bóndi, smali,
grenjaskytta og núna síðast
rúlluverktaki. Hann var boðinn
og búinn að aðstoða mann og
annan eftir fremsta megni. Hann
var mikill fjölskyldumaður og
passaði vel upp á sína, alltaf
tilbúinn að hjálpa krökkunum
sínum þegar á þurfti að halda,
hafði yndi af afastelpunum sínum
fjórum og sorglegt að hann fékk
ekki meiri tíma með þeim. Hann
var afar hlýr maður, vinur vina
sinna og hafði einstaklega góða
nærveru, alltaf stutt í brosið og
oft glatt á hjalla í kringum hann.
Svona mætti lengi telja.
Fjölskyldan í Böðvarshólum
hefur alltaf reynst mér virkilega
vel, frábærir vinir öll, og fyrir
það er ég mjög þakklát. Það er
ekki hægt að tala um Konna án
þess að tala um Rögnu í leiðinni,
þau voru mjög gjarnan bæði
nefnd í sömu setningunni enda
samheldin og stórskemmtileg
hjón sem hafa byggt upp stórt og
myndarlegt bú saman. Glöð yrði
ég ef ég fyndi einhvern tímann
eitthvað í líkingu við það sem
Konni og Ragna áttu saman.
Það er sárt að hugsa um þá
staðreynd að eiga ekki eftir að
hitta þig aftur hérna megin,
spjalla yfir kaffibolla um allt milli
himins og jarðar, hitta þig í rétt-
unum, ríða með þér heim úr stóð-
réttum – en þú hafðir alltaf tilbú-
inn hest til að lána mér – fara í
fjárræktarfélagsferðir, á stóð-
réttaböll, þorrablót eða annað
skrall og svo margt fleira.
Elsku Ragna, Jón, Þorbjörg,
Ingveldur, Daníel og fjölskyldur,
ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur, missir okkar
allra er mikill en ykkar mestur.
Minningin um góðan dreng lifir.
Hvíl í friði, elsku Konni, og
takk fyrir allt. Við hittumst þeg-
ar þar að kemur.
Þóra Kristín Loftsdóttir.
Minningabrot skólastjóra og
vinar: Við fyrstu kynni, traust og
fast handtak með hlýju. Skólabíl-
stjórinn stundvís og nákvæmur,
elskaður og virtur af skólabörn-
unum, nú sakna þau vinar í stað
með þökk fyrir allt. Naut trausts
og virðingar foreldra sem skóla-
bílstjóri í áratugi, varkár og far-
sæll, yfirvegaður í erfiðum að-
stæðum, rólegt fas og friður
einkenndi hann.
Frábær samstarfsmaður, trúr
og sannur, síðasta skólaslita-
stundin trega blandin með tár á
hvarmi okkar beggja.
Börnin þeirra Rögnu nutu um-
hyggju og kærleika með festu,
umvefjandi faðir börnum sín-
um fjórum, og fyrirmyndar afi
fjögurra yndisstúlkna.
Bóndi af Guðs náð frá unga
aldri, dugmikill og ábyrgur
hreppsnefndarmaður í árafjöld,
réttsýnn og einarður. Um-
hyggjusamur sonur, bróðir, mág-
ur og frændi, tryggur og einlæg-
ur vinur sem tók þátt í gleði
okkar og sorgum. Greiðvikinn
nágranni og hjálpsamur sveit-
ungi, skemmtilegur ferðafélagi
kvenfélagskvenna í Rómaborg.
Kærleiksríkur og lét sig aðra
varða, sterkur félagsmálamaður.
Svipfallegur, hávaxinn og glæsi-
legur. Glímdi hér fyrr af kjarki
við alvarleg veikindi og sigraði í
þeirri baráttu. Atorkusamur og
ötull verkmaður, var kallaður
burt við vinnu sína. Syrgður af
fjölda karla, kvenna og barna og
kvaddur með virðingu og þökk.
Missir samfélagsins er mikill.
Um Konna má segja:
Gott mannorð er dýrmætara en mikill
auður,
vinsældir eru betri en silfur og gull.
(Orðskv. 22.1)
Í sorg og söknuði óma strengir
þakklætis og kærleika. Megi Guð
allrar huggunar vera nálægur
elskaðri eiginkonu, Rögnu, börn-
um, tengdabörnum, barnabörn-
um og öðrum ástvinum. Hann
leiði þau eftir vegi ljóssins styrki
þau og verndi. Drottinn blessi
Konráð Pétur Jónsson sem hvílir
nú umvafinn kærleika Guðs í
náðarfaðmi hans og Guðs eilífa
ljós lýsi honum.
Þökkum Konráði Pétri allt
gott sem minning hans geymir
og Guði allt hið góða. Hann veri
kært kvaddur í eilífri náðinni.
Kristín Árnadóttir.
Nú sólin er sest
um sumardag,
þér seinustu geislana sendi.
Ekkert er eins,
veröldin breytt,
lífinu snögglega lokið.
Við lítum til baka,
horfum um veg.
Ótal minningar koma’ upp í hugann.
Þitt handtak var traust
og hugurinn með,
sannur vinur í mörgum vanda.
Þín lífssýn var skýr,
þú slóst aldrei af.
Í sveitinni heima var lífið.
Þar byggðir upp bú,
vannst ötull því að,
með ástkærri konu og börnum.
Atorkusemin fylgdist þar að,
unnið var
hörðum höndum.
Grunnurinn treystur,
allt gefið þar í,
glaðst að verkum loknum.
Þér lífsgleðin fylgdi,
léttur í lund,
stóðst sterkur er á þurfti’ að halda.
Náttúran var þér
næring og þörf,
naust þín vel upp til fjalla.
Fljótt skipast í lofti
skúrir og skin,
þar fáum við engu um ráðið.
Okkar einlæga von
er að birti senn til,
frá minningum mörgum og góðum.
Kæri vinur,
okkar hjartans þökk
fyrir vináttu alla og samfylgd.
Við síðar meir hittumst
og gleðjumst á ný
vertu sæll – við sjáumst aftur.
(ÞÁ)
Elsku Ragna, Jón Frímann,
Þorbjörg og Hákon, Ingveldur
og Jón, Daníel og fjölskyldan öll.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Óskar, Þorbjörg og börn.
Það er hásumarstíð og allir
bændur keppast við að slá og
þurrka hey.
En það er annar sláttumaður
líka á ferðinni, sem slær allt hvað
fyrir er og sýnist manni hann oft
miskunnarlaus, er hann slær
skyndilega af menn á besta aldri.
Konráð í Böðvarshólum varð
bráðkvaddur heima á jörð sinni,
úti við bústörfin eins og hann var
vanur. Hann hafði byggt upp og
ræktað af miklum stórhug og var
nú byrjaður á stórri vélaskemmu
er hann lést.
Hann var ósérhlífinn dugnað-
arforkur, sem þrátt fyrir hjart-
veiki á undanförnum árum hlífði
sér ekki í neinu, en dugnaður
hefur lengi þótt til höfuðdyggða.
Hann var lengi í skólakeyrslu
og lét ekki hríðarveður eða ófærð
stöðva sig, en hélt sínu striki.
Refaveiðar tók hann að sér í
fjölda ára hér í fjallinu, síðast nú
í vor og var líka í smalamennsku
á stórri jörð og í göngum og
endasentist fjallið þessara er-
inda.
Konráð var mörg ár með mér í
hreppsnefnd Þverárhrepps, allt
til sameiningar hreppanna 1998.
Var hann þar tillögugóður og
sanngjarn í hverju máli. Hann
var mörg ár í stjórn KVH og tók
við af mér er ég hætti þar. Höfð-
um við þannig mikil og góð sam-
skipti.
Hann átti stóran þátt í þeirri
uppbyggingu sem orðið hefur í
héraðinu.
Við söknum Konna mjög mikið
og viljum votta konu hans, börn-
um og öllum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúð.
Hafðu þökk fyrir samveruna.
Hlíf og Agnar.
Konráð Pétur
Jónsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VILBORG S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Tjarnarlundi 1a, Akureyri,
lést að dvalarheimilinu Hlíð Akureyri
föstudaginn 15. júlí síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. júlí
klukkan 13.30.
.
Ómar Örn Jósepsson, Bergþóra Helgadóttir,
Þorsteinn Þ. Jósepsson, Jóna Guðný Jónsdóttir,
Guðrún M. Jósepsdóttir, Jón Hjálmarsson,
Hólmfríður K.J. Nerland, Tor Erik Nerland,
Eyþór R. Jósepsson, Stella Gestsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.