Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 ✝ Sveinn PeterJakobsson jarðfræðingur fæddist í Reykjavík 20. júlí 1939. Hann lést 12. júlí 2016. Foreldrar hans voru Jakob Sveins- son frá Hvíts- stöðum í Álftanes- hreppi á Mýrum, yfirkennari við Austurbæjarskóla, f. 19.7. 1905, d. 4.9. 1983, og Ingeborg Vaaben Mortensen, hjúkrunarkona frá Vester-Aaby á Fjóni, f. 24.8. 1905, d. 5.1. 1994. Bróðir hans er Steinar Bendt, verkfræðingur, f. 16.12. 1935. Árið 1967 giftist Sveinn Guð- ríði Hannibalsdóttur bankarit- ara, f. 15.12. 1937. Þau skildu 1969. Dóttir þeirra er Hulda Þóra, yfirmaður áætlanagerðar við Aberdeen-háskóla í Skot- landi, f. 20.6. 1966; maki Arnar Árnason mannfræðingur, f. 26.6. 1966. Börn þeirra: Hrafn- katla, f. 25.1. 1993, sagnfræð- ingur, Hörn, f. 13.7. 1996, nemi við Edinborgarháskóla, og Grímnir, f. 6.2. 2004. Árið 1972 kvæntist Sveinn Gunnu Hofdahl lögfræðingi, f. 26.1. 1951. Þau skildu 1978. Hann var stundakennari í berg- fræði við jarðfræðiskor Háskóla Íslands og tók þátt í ýmsum nefndum og félögum tengdum náttúrufræðum, þ.á m. í stjórn Surtseyjarfélagsins 1972-2009, í stjórn Norrænu eldjallastöðv- arinnar 1973-1993, var varafor- seti í stjórn Ferðafélags Íslands 1980-1987 og formaður fagráðs fyrir Náttúruvísindi og um- hverfisvísindi hjá Rann- sóknasjóði Íslands 2003-2005. Sérgreinar Sveins voru berg- og steindafræði. Hann jók steinasafn Náttúrufræðistofn- unar af mikilli elju með inn- lendum og erlendum sýnum. Sveinn var mikill áhugamaður um Jónas Hallgrímsson, bæði sem ljóðskáld og náttúruvís- indamann og skrifaði fjölmarg- ar greinar og flutti fyrirlestra um framlag hans til þróunar náttúruvísinda á Íslandi. Meðal stærstu rann- sóknaverkefna Sveins var berg- fræði Reykjanesskaga og Vest- ur-gosbeltisins og bergfræði Suðurlands-gosbeltisins, þ.m.t. Vestmannaeyja. Eftir lok Surts- eyjargossins stóð hann ásamt öðrum fyrir borun gegnum gjóskuhaug Surtseyjar sem m.a. leiddi í ljós að myndun móbergs úr basaltgleri er ferli sem nán- ast er lokahnykkur af gosinu sjálfu og hafa rannsóknir hans leitt til uppgötvana á nýjum skammlífum steindum. Útför Sveins fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 22. júlí 2016, klukkan 13. Börn þeirra: Thor- dis Hofdahl, f. 14.5. 1974, grunnskóla- kennari í Hellerup Skole í Kaup- mannahöfn; maki Nikolaj Hjelm Kaplan verkfræð- ingur; sonur þeirra er Johan, f. 30.11. 2011; og Elisabeth Hofdahl, f. 29.9. 1975, mennta- skólakennari í Gladsaxe Gymn- asium í Kaupmannahöfn; sonur hennar er Niels Jakob, f. 26.2. 2006. Sveinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og lauk mag.scient-prófi í jarðfræði frá Kaupmannahafn- arháskóla 1969. Sveinn vann hjá Nátt- úrugripasafni Íslands, síðar Náttúrufræðistofnun Íslands, allan sinn feril frá 1969. Hann var forstöðumaður stofnunar- innar 1972-1974, 1981-1983 og 1990-1994, og deildarstjóri jarð- fræðideildar 1969-1994. Hann stundaði rannsóknir við Geolog- isk Museum í Kaupmannahöfn 1977-1978 með styrk frá Rann- sóknasjóði Danmerkur og lauk dr.scient-prófi frá Kaup- mannahafnarháskóla 1980. Flestir þekkja afa sem jarð- fræðing og vísindamann. Hann var sannarlega jarðfræðingur, en hann var líka fjölskyldumaður. Þegar við systurnar komum einar til Íslands, níu og sex ára gamlar, fór afi með okkur í útilegu um Suðurland, sérstaklega til að sjá Mýrdalsjökul. Hann gaf okkur áttavita og kort og svo keyrðum við af stað í gamla bílnum hans, Lödunni sem hann kallaði oftast gamla Rauð. Fyrir okkur var þetta ferðalag mikið ævintýri. Við sáum Kötlu og þegar ég skrifaði um veturinn skólaritgerð um eld- fjallið þá héldu jarðfræðikennar- arnir mínir varla vatni yfir því að ég hefði séð viðfangsefni ritgerð- arinnar og að það væri að auki samnafna mín. Þessi litla saga lýsir sambandi okkar við afa vel, sambandi hans við okkur. Hann var alltaf að sýna okkur hluti sem hann hafði áhuga á og gaman af. Hann fór með okk- ur um landið og sagði okkur frá jarðfræði þess. Hann fór með okk- ur á listasöfn og sagði okkur frá málverkunum þar og hann spilaði fyrir okkur og sagði okkur frá klassískri músík og djass. Þegar ég hafði ákveðið að læra sagn- fræði þá studdi afi mig með ráðum og dáð, fór með mig á söfn og gaf mér bækur um sögu Íslands. Við afi áttum margar góðar stundir saman á kaffihúsum í Reykjavík, að drekka heitt súkku- laði og borða kökur. Afi var sæl- keri en hann var líka mikill smekkmaður. Húsið hans á Egils- götunni var fullt af gömlum og fal- legum munum, málverkum og bókum. Og þó húsið sé ekki stórt þá hikaði afi ekki við að leyfa fjöl- skyldunni að gista hjá sér þegar við komum til Íslands á sumrin í heimsókn. Stundum var húsið troðfullt af börnum þegar dætur hans frá Danmörku voru líka í heimsókn á sama tíma. Þá var allt- af spilað kúluspil í litlu borðstof- unni á kvöldin. Ef eitthvert okkar var að vinna þá spurði afi alltaf brosandi hvort við værum nú ekki að svindla. Afi kenndi mér gildi lærdóms, menntunar og menningar. Fyrir það er ég þakklát og því gleymi ég aldrei. Hrafnkatla Arnarsdóttir. Sveinn föðurbróðir minn háði baráttu sína gagnvart krabba- meini af æðruleysi um langa stund, en hefur nú beðið lægri hlut. Síðustu mánuðina dvaldi hann á Droplaugarstöðum, nærri uppvaxtarstöðvum sínum og heimili síðustu árin og áður for- eldra sinna á Egilsgötu. Sveinn hafði yfir sér brag rólynds fræði- mannsins en bjó yfir lúmskri kímnigáfu sem hann miðlaði oft af í formi stuttra athugasemda með glettni í augum. Ég kynntist honum fyrst á Eg- ilsgötunni þar sem ég var nánast daglega alla mína barnaskóla- göngu hjá afa og ömmu. Sveinn var þá kominn heim frá námi í Kaupmannahöfn og hafði með sér margvíslegt lesefni, meðal annars forláta Tinnabók á dönsku: „Sol- templet“. Hann kynnti þessa bók fyrir mér og ég las hana af áfergju og skoðaði aftur og aftur. Síðan hefur Tinni verið í miklu uppá- haldi hjá mér, en bókin orðin slitin þótt ég eigi hana enn. Sveinn kom einnig með marg- víslegt annað dót sem mér þótti einstaklega áhugavert, svo sem líkan af grænlenskum kæjak, styttur af moskusuxum, mánalík- an og bækur um alls kyns hluti sem gaman var að skoða og fræð- ast um. Sveinn var jarðfræðingur, en ég fór stundum sem strákur í gönguferðir á fjöll með honum, t.d. í Seyðishóla, í Kerið og á Reykjanes þar sem hann var í leit að góðum sýnum með sinn sér- staka jarðfræðihamar og tösku. Mér fannst alltaf merkilegt að hann gat sagt mér hvað hraunin voru gömul, svona hér um bil, og hvað allar þessar mismunandi steintegundir hétu. Sveinn var vísindamaður sem mikið hefur verið vitnað í varðandi rannsóknir hans á Surtsey og áð- ur óþekktum steindum. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á starfi sínu og sinnti því sem áhugamað- ur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands jafnvel eftir að formlegu starfi var lokið. Þessi áhugi hans smitaðist á aðra. Hann var einnig mikill fræðimaður og áhugamað- ur um tónlist, gamlar bækur og kort. Ég votta dætrum hans, Huldu Þóru, Þórdísi, Elísabetu, og öðr- um ættingjum samúð mína. Þorsteinn Helgi Steinarsson. Engan hef ég þekkt sem var sjálfum sér eins nógur og Sveinn Jakobsson, engan sem eirði sér jafn vel í eigin félagsskap og hann. Kannski var það vegna þess að sá félagsskapur var ríkur af mörgu því besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Sveinn bjó hús sitt fallegum munum. Á veggjum voru myndir eftir suma af helstu málurum landsins og gömul landakort sem hann hafði safnað víða að. Hillur voru fullar af mörgum merkustu bókum sem skrifaðar hafa verið bæði á íslensku og erlendum mál- um. Skápar geymdu ýmsa tónlist, íslensk þjóðlög, evrópska klassík og amerískan djass. Af kvikmynd- um valdi hann helst þær sígildu. Mannsandinn er kynjað orð, og kannski úrelt, en það fyrirgefst kannski að nota það hér. Sveinn lagði sig fram við að kynnast því besta sem mannsandinn hefur skapað í menningu og menntun. Það var skylda sem honum var ljúft að rækta. Í því hafði Sveinn félagsskap af þeim sem höfðu skapað listaverkin og lærdóminn sem hann sótti í. Sveinn hvatti sitt fólk til þess að finna þennan sama félagsskap, rækta þessa sömu skyldu. Það er hvatning sem fólk heyrir kannski misvel, en oft betur eftir því sem það eldist. Sveinn sá það sem hlut- verk sitt að auðga mannsandann. Ekki skal ég segja neitt um list- sköpun Sveins en hitt er engum vafa háð að hann er með merkustu jarðfræðingum Íslands og hefur landið þó alið af sér marga slíka. Aðrir eru betur til þess fallnir að leggja nákvæmt mat á framlag Sveins til sinna fræða. Hitt veit ég að það að leggja sitt fram var Sveini nánast heilög skylda. Einu sinni var birt skrá yfir þá fræði- menn íslenska sem mest er vitnað í. Sveinn var þar ofarlega á lista. Hann hafði auðvitað ekki orð á því sjálfur, en við dóttir hans létum hann vita að við hefðum tekið eftir þessu. Sveinn var nógu pjattaður, eins og einn vinur hans hefur orð- að það, til þess að þykja vænt um það. Ekki það að Sveinn væri hé- gómagjarnari en menn almennt og sennilega minna en við flestir. En í þessu var honum staðfesting á því að til einhvers hefði verið unnið, starfið hefði haft tilgang. Og það var starfið sem gaf lífinu tilgang, en ekki bara starfið eitt. Tilgangur þess var framlagið til framtíðarinnar, að leggja sitt af mörkum í lærdómi og list og í því að kenna þeim, sem hann bar ábyrgð á, að njóta þess og gera slíkt hið sama. Sveinn var ekki maður sem flíkaði tilfinningum sínum, ekki einu sinni við sína nánustu. En áhrif hans á þá eru mikil. Sveinn var smekkmaður. Hann var líka sælkeri og lífsnautnamaður í hófi. Fáa þekki ég sem hafa blandað gin og tónik betur en Sveinn og hef ég þó dvalið lengi í landi þar sem millistéttin drekkur gin og tónik frekar en móðurmjólkina. Sveinn hafði gaman af því og vildi gjarnan að sitt fólk tæki þátt í því að njóta lystisemda lífsins með sér. Sveinn hefur lokið sínu starfi, auðgað mannsandann, eflt lær- dóm og menningu. Hann er nú hluti af þeim félagsskap sem við getum öll leitað til, hvort sem við erum út af fyrir okkur eða með öðrum. Hann á sinn sess í eilífð- inni, svona eins og hún nú er. Til- gangi lífsins er náð. Meira: mbl.is/minningar Arnar Árnason. „Mínir vinir fara fjöld,“ eins og skáldið sagði, og nú fylgi ég Sveini Jakobssyni til grafar, vini og koll- ega í meira en hálfa öld. Á menntaskólaárunum hafði ég ekki hugmynd um að Sveinn ætlaði í jarðfræði – sennilega vissi hann það ekki sjálfur – og frá þeim tíma minnist ég þess helst hve ættfróð- ur hann var og sérlega músíkalsk- ur, spilaði dável á píanó en sér- staklega á trompet. Seinna fór hann að spila á flautu og seldi mér þá trompetinn fyrir 1.000 krónur – þetta var dýrindis hljóðfæri sem Páll Pampichler hafði komið með frá Austurríki. En svo kom að Sveinn sá eftir öllu saman og keypti trompetinn aftur af mér fyrir sama verð. Eftir stúdentspróf fórum við báðir að læra jarðfræði, hann í Kaupmannahöfn, ég í Skotlandi. Með seinni hluta námsins vann Sveinn m.a. á Mineralogisk Mu- seum í Höfn og fann þar, falið í skúffuskáp sem sneri framhliðinni þétt upp að vegg í kjallara safn- hússins, steinasafnið sem Jónas Hallgrímsson hafði sent kennara sínum frá Íslandi – það hafði eng- inn gert áður í 125 ár. Í jarðfræð- inni fann Sveinn sína hillu í tilver- unni, enda sagði ein fyrrverandi eiginkona hans mér að hún hefði talið sig vera að giftast jarðfræð- ingi en í rauninni hefði hún gifst sjálfri jarðfræðinni. Hvarvetna þar sem Sveinn dvaldist um hríð, hugði hann að jarðfræðinni, kort- lagði t.d. hraunin í Grímsnesi þar sem foreldrar hans áttu sumar- hús, og fann berglag úr pikríti, sjaldgæfri bergtegund, í Selárdal þar sem hann var í sumarfríi. Heimkominn hóf Sveinn störf á Náttúrugripasafni Íslands, síðar Náttúrufræðistofnun, sem varð hans starfsvettvangur æ síðan. Sérgreinar hans voru berg- og steindafræði, greinar sem nú til dags krefjast viðamikils tækja- búnaðar til rannsókna og verið var að byggja upp á 7. og 8. ára- tugnum hér á landi, einkum á Raunvísindastofnun og Norrænu eldfjallastöðinni. Þótt einyrki væri á þessum sviðum á stofnun sinni, og bergfræðismásjá hans eina rannsóknatæki, skilaði Sveinn miklu ævistarfi bæði sem safnmaður og í rannsóknum, auk þess sem hann kenndi við Háskól- ann. Hann jók steinasafn stofnun- arinnar af mikilli elju með inn- lendum og erlendum sýnum, rauk til þegar fréttist af vænlegum fundarstöðum sem opnuðust t.d. við framkvæmdir, og skiptist á steindum við erlend söfn. Og til efnagreininga, röntgenmælinga og aldursmælinga leitaði hann samstarfs við vísindamenn er- lendis. Mörgum stórum rann- sóknaverkefnum, sem ekki verður lýst hér, fylgdi hann eftir árum og jafnvel áratugum saman og skil- aði loks með merkum og efnisrík- um greinum. Sveinn var afar heil- steyptur vísindamaður, metnaðarfullur fyrir sína hönd, stofnunar sinnar og jarðfræðinn- ar sjálfrar. Ekki var hann „teorer- íumaður“ sem kallað er, heldur vildi hann láta staðreyndirnar tala – láta gögnin skapa kenningu. Meðal hugmynda hans, sem nú eru almennt viðurkenndar, er tenging bergsyrpna Íslands við hætti jarðskorpuhreyfinga, og hlutur hans í hugtakinu „eld- stöðvakerfi.“ Ég kveð nú minn gamla vin með þeirri von að Bach og Miles Davis hljómi líka hinum megin. Sigurður Steinþórsson. Haustið 1960 hélt Sveinn til Kaupmannahafnar til náms í jarð- fræði og þar urðu okkar fyrstu kynni tveimur árum seinna. Mín fyrsta utanlandsferð var farin í sama tilgangi og urðum við þar nær samskipa í námi í tæpan ára- tug. Sveinn reyndist mér afar vel og ákaflega hjálplegur, ekki síst fyrstu misserin á skreipum götum Hafnar, en þau hafa reynst mörg- um frekar hál. Hann tók nám sitt föstum tökum, enda gekk það vel og kennarar hans luku hann miklu lofsorði og sumir þeirra, eins og prófessor Arne Noe-Nygaard, urðu persónulegir vinir hans. Á námsárum í Höfn bjó hann lengst af ásamt mörgum Íslendingum á Nordisk kollegium, sem var þekktur stúdentagarður þar á bæ. Eitt sinn, þegar Sveinn spilaði lagstúf nokkurn á flautu, kom þar að félagi hans sem leit á nótna- grind hans, en þar var þá opin bók um þunnsneiðar af ýmsum berg- gerðum. Jarðfræðin átti eiginlega hug hans allan. Að námi loknu hóf hann störf á Náttúrugripasafni Íslands, síðar Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem hann vann mestallan sinn starfsferil. Sveinn var framúr- skarandi góður safnmaður og jók berg- og steindasafn stofnunar- innar af mikilli elju með innlend- um og erlendum sýnum. Sérgrein Sveins var fyrst og fremst berg- fræði, en þar hlaut steindafræðin að fylgja með í kaupunum. Sveinn var ákaflega vandvirkur vísinda- maður og af mikilli þolinmæði réðst hann í umfangsmikil rann- sóknarverkefni og viðraði aldrei niðurstöður fyrr en hann var bú- inn að rannsaka öll gögn svo vel að þar var varla nokkru við bætandi. Slík vinnubrögð taka lengri tíma en ef lagt er af stað með fyrir- frammótaðar kenningar, en leiða til mun traustari niðurstaðna. Rannsóknir Sveins á íslenskum eldstöðvakerfum og móbergs- myndun í Surtsey bera þessu glöggt vitni. Þá uppgötvaði hann fjölda skammlífra steinda bæði í Surtsey og Heimaey. Sveinn var ákaflega háttprúður maður sem gekk vel um alla hluti og var einn af þeim sárafáu ís- lensku jarðfræðingum sem var alltaf í hvítum sloppi í vinnunni. Hann leyfði sér aldrei að spauga með fræðin og mér er minnisstætt þegar Sveinn hafði látið aldurs- greina hraunlög ofan og neðan við setlög með steingervingum í Þór- ishlíðarfjalli í Selárdal, þar sem hann átti greiðan aðgang vegna náinna tengsla við Guðríði frænku mína Hannibalsdóttur. Nokkru seinna létum við Walter L. Frie- drich aldursgreina sams konar lög ofan og neðan við setlög hjá Brjánslæk. Hvorki Sveinn né við félagarnir vorum alls kostar sáttir við niðurstöðurnar og fannst okk- ur niðurstöður Sveins falla mun betur að hugmyndum okkar um aldurinn á setinu við Brjánslæk og raunar öfugt. Því stakk ég upp á því við Svein að við ættum ef til vill að skipta á niðurstöðum. Seint gleymi ég undrunarsvipnum á andliti Sveins þegar hann sagði: „Leifur minn, svona lagað gerir maður ekki.“ Með Sveini er geng- inn einn besti og vandaðasti jarð- vísindamaður sem við höfum átt. Að lokum færi ég dætrum Sveins og öllum aðstandendum og vinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Leifur A. Símonarson. Sveinn P. Jakobsson  Fleiri minningargreinar um Svein P. Jakobsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hulda Guð-björg Böðvars- dóttir fæddist í Geirakoti í Sand- víkurhreppi 26. ágúst 1923. Hún lést 13. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Böðvar Árnason sjómaður, fæddist á Hrauni í Grindavík 5. sept- ember 1899, dáinn 7. mars 1981, og Guðbjörg Páls- dóttir húsfreyja, fæddist í Hala- koti, Biskupstungum, 3. mars 1899, dáin 17. ágúst 1982. Systkini Huldu eru: Hálf- bróðir samfeðra, Óskar Böðv- arsson, f. 26. mars 1923, d. 4. nóvember 2011. Sammæðra: Bjarni, f. 22. september 1927, Guðmundur, f. 24. október 1929, Sigríður, f. 23. nóvember 1932, Katrín, f. 5. nóvember 1938 og Guðmunda, f. 8. júní 1942, d. 25. maí 2012. Hulda ólst upp í sveitinni með móður sinni og fósturföður, Ólafi Gíslasyni í Björk, og systk- inum, fyrst í Björk í Sandvíkurhreppi og síðan í Þórð- arkoti, Eyr- arbakkahreppi. Eftir fermingu fer hún í vist á Eyr- arbakka. Vorið 1940 fer hún að Geysi og vinnur þar við veitingastörf. Haustið 1941 fer hún til Reykja- víkur og vinnur þar við veit- ingastörf yfir veturinn, en sumr- in á Geysi. Hún vinnur síðan við öll algeng störf í Reykjavík. Hulda giftist 31. ágúst 1947 Herði Wíum Vilhjálmssyni, f. 29. maí 1922, d. 14. desember 2006. Þau bjuggu lengst af í Ásenda 8 í Reykjavík. Þegar þau skilja ár- ið 1990 kaupir hún sér íbúð í Hraunbænum og býr þar til ævi- loka. Hulda var barnlaus. Útför Huldu Guðbjargar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 22. júlí 2016, klukkan 15. Í dag fylgi ég henni nöfnu minni og frænku síðasta spölinn. Hulda var ákveðin kona sem sagði allt hreint og beint út. Hún hafði sterkar skoðanir á hlutunum og var gaman að ræða við hana um alla heima og geima. Hún fylgdist vel með hvað fjölskyldan væri að gera og spurði ávallt frétta af okk- ur þegar hún hringdi í sveitina. Dýravinur var hún mikill og oft var eins og hún skildi dýrin betur en við hin, það hefur örugglega verið gott að vera eitt af dýrunum hennar Huldu. Oft spjölluðum við um hesta og hestamennsku. Fyrir ekki svo löngu ræddum við um stóðhesta og hvað kostaði að halda undir þá. Ekki fannst henni frænku minni gáfulegt að borga 200-300 þúsund fyrir einn folatoll, það væri bara bölvað rugl og vit- leysa. En hún hafði gott auga fyrir fallegum hestum og sé ég hana fyrir mér núna ríðandi fallegum gæðingi með öll dýrin sín með sér sátt og glöð í sumarlandinu. Elsku nafna og frænka, takk fyrir samfylgdina og umhyggjuna sem þú sýndir mér og minni fjöl- skyldu gegnum árin. Hvíl í friði, elsku Hulda frænka. Hulda Hrönn Stefánsdóttir og fjölskylda, Hrepphólum. Hulda Guðbjörg Böðvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.