Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 21

Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 Það var skammsýni að segja í grein hér fyrir tveimur vikum að ekki yrði ályktað um öryggi á Norður- Atlantshafi á leiðtoga- fundi NATO sem þá var haldinn í Varsjá. Í tveimur af 139 grein- um ályktunarinnar er vikið að N-Atlants- hafi. Orðalagið um N-Atlantshaf er ekki eins afdráttarlaust og um Eystrasalt og Svartahaf þar sem rætt er um viðbrögð við versnandi ástandi í öryggismálum. Í 23. grein segir að Rússar haldi áfram að styrkja hernaðarlega stöðu sína, auki hernaðarumsvif sín, taki í notkun nýjan háþróaðan búnað og ögri svæðisbundnu ör- yggi. Á Norður-Atlantshafi eins og annars staðar verði bandalagið tilbúið til að beita fælingar- og varnarmætti gegn hvers kyns hugsanlegri ógn, þ. á m. gegn sigl- ingaleiðum og hafsvæðum í ná- grenni stranda NATO-ríkja. Í 47. gr. segir að bandalagið muni enn bæta strategíska for- sjálni sína með því að efla grein- ingarstarf sitt, einkum í austri, suðri og á Norður-Atlantshafi. Geta þess til að skilja, fylgjast með og loks að sjá fyrir aðgerðir hugsanlegra andstæðinga með njósnum, eftirliti og könnun (In- telligence, Surveillance and Re- connaissance (ISR)) og víðtækri upplýsingaöflun verði sífellt mik- ilvægari. Aðgerðir á þessum svið- um ráði úrslitum varðandi tím- anlegar og upplýstar ákvarðanir um stjórnmál og hermál. Banda- lagið ráði yfir nauðsynlegum kerf- um til að tryggja að svörunarhæfni þess sé samsvarandi og hjá þeim herafla þess sem geti brugðist við með skemmstum fyrirvara. Sameiginleg yfirlýs- ing utanríkisráðherra Íslands og varavarn- armálaráðherra Bandaríkjanna sem var birt 29. júní fellur vel að orðalaginu í 47. gr. Varsjárályktunar- innar. Eftirliti og könnun er haldið úti frá Keflavíkurflugvelli og þessa starfsemi er ætlunin að efla. Bretar kaupa eftirlits- flugsvélar Þegar rætt var um NATO- fundinn í breska þinginu og Mich- ael Fallon varnarmálaráðherra svaraði spurningum þingmanna um niðurstöður hans lýsti þing- maður frá Skotlandi áhyggjum yfir því að breski flotinn héldi hvorki úti herskipum né eftirlitsflugvélum við Skotland. Hvort ráðherrann hefði rætt við norska varn- armálaráðherrann um ósk hans um að efla samvinnu við Breta á höfunum. Fallon sagðist hafa hitt norska ráðherrann og varnarsamvinna ríkjanna væri mjög náin og ætl- unin væri að auka hana, einkum í ljósi nýbirtrar langtímaáætlunar Norðmanna í varnarmálum. Þá lét varnarmálaráðherrann þess getið að gefin hefði verið út endanleg tilkynning mánudaginn 11. júlí um að breska ríkisstjórnin ætlaði að kaupa níu Boeing P-8- kafbátaleitar- og eftirlitsflugvélar. David Cameron, þáv. forsætisráð- herra, hefði skýrt frá þessu á Farnborough-flugsýningunni. Sagðist varnarmálaráðherrann vona að ekki liði of langur tími þar til nýju vélarnar yrðu teknar í notkun. Bretar lögðu Nimrod-eftirlits- flugvélum sínum endanlega árið 2010 og hafa síðan velt fyrir sér hvað koma skyldi í stað þeirra. Nimrod-þotur fylgdu breska flot- anum á sínum tíma í þorskastríð- um á Íslandsmiðum og gegndu mikilvægu hluverki sem björg- unar- og leitarvélar á N-Atlants- hafi. Bretar endurnýja Trident- kafbátana Eitt síðasta formlega embætt- isverk Camerons sem forsætisráð- herra var að staðfesta kaupin á Boeing P-8-vélunum. Fyrsta til- lagan sem Theresa May, arftaki Camerons, studdi með ræðu í breska þinginu var um endurnýjun á kjarnorkuherafla Breta. Mikill meirihluti breskra þing- manna samþykkti að kvöldi mánu- dags 18. júlí að endurnýja kafbát- ana, skotpallana fyrir langdrægu Trident-kjarnorkueldflaugarnar, þungamiðju fælingarmáttar breska hersins. Alls studdu 472 þingmenn tillöguna um endurnýjun en 117 voru á móti, meirihlutinn var því 355 atkvæði. Verkamannaflokkurinn klofnaði illilega í málinu. Opinber stefna flokksins er að Trident-kerfinu skuli viðhaldið. Jeremy Corbyn flokksleiðtogi er þvert á móti and- vígur endurnýjun kjarnorkuherafl- ans. Þegar Corbyn flutti ræðu sína gegn tillögunni á þingi gripu hans eigin þingmenn oft frammí fyrir honum. Var hann meðal annars spurður hver væri stefna Verka- mannaflokksins, hvort hann ætti ekki að fylgja henni. Í atkvæðagreiðslunni reis mikill meirihluti þingmanna flokksins gegn Corbyn, 140 þingmenn studdu tillöguna en aðeins 47 and- stöðu Corbyns við hana. Um er að ræða fjóra kafbáta af Vanguard-gerð. Hver kafbátur ber átta Trident-flaugar og 40 kjarna- odda. Hver oddur er talinn átta sinnum öflugri en kjarnorku- sprengjan sem varpað var á Hiros- hima og grandaði 140.000 manns árið 1945. Senda má flaugarnar á skotmark í 7.500 mílna fjarlægð. Trident-flaugarnar komu í stað Polaris-flauga árið 1994. Kostn- aður við endurnýjun kafbátanna er nú talinn verða um 31 til 35 millj- arðar punda. Fyrsti nýi kafbát- urinn kemur til sögunnar eftir tæp 20 ár og hinn síðasti eftir 35 ár. Þeir verða smíðaðir í Bretlandi. Um borð í hverjum kafbáti eru skrifleg fyrirmæli forsætisráð- herra Breta um beitingu eldflaug- anna bresti allar aðrar varnir Breta. Kafbátarnir sveima þá um hafdjúpin eins og þeir hafa gert samfellt frá árinu 1969. Vitneskjan um banvænt högg þeirra felur í sér úrslita-fælingarmátt Trident- kerfisins. Þegar þingmaður Skoska þjóð- arflokksins spurði Theresu May hvort hún mundi gefa fyrirmæli um að eldflaugunum yrði skotið svaraði hún hiklaust: Já. Tóku skosku þjóðarflokksmennirnir and- köf við svarið, allir, 54, greiddu þeir atkvæði gegn tillögunni. Skýrt samhengi Skýrt samhengi er á milli ákvörðunarinnar um endurnýjun breska kjarnorkuflotans og kaupa Breta á nýjum kafbátaleitarvélum. Aukin umsvif rússneskra kafbáta á N-Atlantshafi birtast meðal annars í ferðum þeirra undan ströndum Bretlandseyja. Keppnin í und- irdjúpunum snýst um að kort- leggja sem best ferðir bátanna þar. Í þessu ljósi ber að skoða álykt- un Varsjár-fundar NATO um nauðsyn þess að stundað sé sem best greiningarstarf á Norður- Atlantshafi til að skilja, fylgjast með og loks að sjá fyrir aðgerðir hugsanlegra andstæðinga. Slíkt starf ráði úrslitum varðandi tím- anlegar og upplýstar ákvarðanir um stjórnmál og hermál. Hér hefur verið komið á fót deild innan embættis ríkislög- reglustjóra, greiningardeild, sem helgar sig verkefnum sem snerta starfsemi lögreglunnar. Þá sinnir deildin einnig vöktun og skýrslu- gerð varðandi erlenda atburði, einkum ófrið og samfélagslega upplausn, sem haft geta áhrif á Ís- land og íslenska hagsmuni í víð- tækum skilningi. Landhelgisgæsla Íslands hefur frá 1. janúar 2011 „annast daglega framkvæmd öryggis- og varn- artengdra verkefna hér á landi. Verkefnið felst annars vegar í dag- legum rekstri varnar-, öryggis- og upplýsingakerfa NATO, rekstri ör- yggissvæða- og mannvirkja og samskiptum við stofnanir Atlants- hafsbandalagsins, aðildarþjóðirnar og Norðurlandaþjóðirnar og hins vegar samskiptum við þá aðila hér á landi sem að verkefninu koma,“ segir á vefsíðu gæslunnar. Í ljósi hinnar nýju áherslu NATO á greiningarstarf á Norður- Atlantshafi er óhjákvæmilegt að tryggja sem best skipulega aðild íslenskra stofnana að því. Eftir Björn Bjarnason » Ályktað var um N- Atlantshaf á Var- sjár-fundi NATO og Bretar ákveða að kaupa kafbátaleitarvélar um leið og þeir endurnýja eigin kjarnorkukaf- báta. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Ályktað um N-Atlantshaf á NATO-fundi Ævintýralegt sumarkvöld Lífsglöð og tápmikil börn stökkva á vit ævintýra undir íburðarmiklu skrauti sólseturs í sannkallaðri guðsbarnablíðu sem var á Munaðarnesi í Borgarfirði í fyrrakvöld. Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.