Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
✝ Stella BjörkGeorgsdóttir
fæddist á Prests-
húsum á Kjalarnesi
8. maí 1937. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands, Selfossi, 13.
júlí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Svanborg Þór-
arinsdóttir, f. 30.
júlí 1906, d. 7. maí 1976, og
Karl Georg Dyrving, f. 18. októ-
ber 1901, d. 4. júlí 1970. Systk-
ini hennar eru: Una Kristín, f.
1930, d. 21. febrúar 2004, Þóra
Bryndís, f. 1932, Karl Vignir, f.
1939, og hálfbróðir sammæðra,
Gunnar, f. 1943. Eftirlifandi
eiginmaður hennar er Haukur
Jóhannsson, f. 31. ágúst 1935,
þau gengu í hjónaband 4. jan-
úar 1957. Foreldrar hans eru
Valgerður Daníelsdóttir, f. 19.
mars 1912, d. 11. maí 1999, og
Jóhann Sverrir Kristinsson, f.
17. desember 1910, d. 25. apríl
1988. Börn þeirra eru: 1) Rún-
hans er Ásdís Ólafsdóttir, börn
þeirra eru Iðunn Jóhanna og
Baldur Hrafn. c) Hjörtur. Sam-
býliskona hans er Sandra Dís
Jónsdóttir, börn þeirra eru Aría
Dís og Darri. 3) Örn, f. 3. febr-
úar 1960, sambýliskona hans er
Gréta Steindórsdóttir. Börn
hans með fyrrverandi eig-
inkonu, Elínu Ágústsdóttur,
eru: a) Hjördís Rut Sigurjóns-
dóttir. Eiginmaður hennar er
Óskar Finnbjörnsson. Börn
þeirra eru Markús Ari og Helga
Birna. Fyrir átti Óskar soninn
Erlend. b) Ari. Sambýliskona
hans er Inga Dóra Magn-
úsdóttir. Börn þeirra eru Stella
Björk og Jón Ingi. c) Egill.
Sambýliskona hans er Hanna
Katrín Finnbogadóttir. Börn
þeirra eru Haukur Páll og Eva
Hrönn.
Stella var lengi matráðskona
við virkjanaframkvæmdir, m.a.
á Tungnaár- og Þjórsársvæð-
inu. Hún var einnig matráðs-
kona hjá Landgræðslunni í
Gunnarsholti. Þau hjón áttu sér
griðastað í Hallstúni í Holtum
þar sem hún einnig bjó um tíma
með móður sinni. Þau hjónin
bjuggu lengst af á Hellu en
hafa búið á Selfossi síðan 2002.
Útför Stellu Bjarkar verður
gerð frá Selfosskirkju í dag, 22.
júlí 2016, klukkan 15.
ar, f. 27. febrúar
1955, eiginkona
hans er Bryndís
Hanna Magn-
úsdóttir. Synir
þeirra eru: a) Her-
mann Bjarki, börn
hans eru Birgitta
Rún, Daði Freyr,
Jakob Atli og Erna
Karen, andvana
fædd, móðir þeirra
er Bryndís Más-
dóttir. Þau skildu. Eiginkona
hans er Guðbjörg Ágústsdóttir.
b) Magnús, sambýliskona hans
er Angelica Jansson. Börn
þeirra eru Freyja Rós og Ísak
Fannar. 2) Jóhanna, f. 16. des-
ember 1956, eiginmaður hennar
er Páll M. Stefánsson. Börn
hennar með fyrrverandi eig-
inmanni, Ólafi K. Frostasyni,
eru: a) Haukur. Börn hans eru
Kristófer Logi og Kolbrún
Lind, móðir þeirra er Guðrún
Bjarnadóttir. Þau skildu. Nú-
verandi sambýliskona hans er
Erla Ólafsdóttir, hún á Ísabellu
Ósk. b) Frosti. Sambýliskona
Á fögrum sumardegi kvaddi
móðir okkar þennan heim eftir
áralanga baráttu við krabbamein.
Þetta var langt og strangt stríð
þar sem margar orrustur voru
háðar. Mamma hafði betur lengst
af – stolt, æðrulaus og svo enda-
laust dugleg.
Mamma og pabbi voru ung
þegar við komum í heiminn. Svo
ung, að með árunum þurrkaðist
kynslóðabilið milli okkar hratt út
og þau urðu nánast eins og jafn-
aldrar. Þetta var ekki síst vegna
þess hversu ung í anda þau hafa
alltaf verið. Mamma naut þess
því vel að verja dýrmætum
stundum með sístækkandi hópi
afkomenda sinna.
Mamma var hörkutól til vinnu,
alltaf að og kenndi okkur að taka
til hendinni. Til margra ára var
hún matráðskona í virkjunum á
Þjórsársvæði. Þar stýrði hún
mötuneyti þar sem tugir og jafn-
vel hundruð glorhungraðra
starfsmanna nutu góðs af. Marg-
ir glíma víst enn við aukakílóin
sem okkur skilst að hafi hlaðist á
mannskapinn, svo góður var mat-
urinn.
Við minnumst mömmu sem of-
urömmu sem barnabörnin elsk-
uðu og dáðu. Hjá henni áttu allir
skjól á erfiðum tímum og faðm-
urinn stóð þeim alltaf opinn. Hún
var líka einstaklega hress amma
sem tók þátt í leikjum barnanna
af fullum krafti. Leikgleðin með
þeim var svo mikil að í eitt skiptið
endaði hún á að fótbrjóta sig við
leik í rennibraut. Mamma
skemmti barnabörnunum líka
með föndri af ýmsu tagi og fram-
leiddi með þeim ógrynni lista-
verka. Þá kenndi hún þeim mörg-
um að spila á spil og leggja kapal.
Goggi afi var danskur og það-
an erfðust stríðnisgenin sem hafa
skilað sér vítt og breitt til okkar
afkomenda hans. Mamma fékk
vænan skerf af þessum genum
hans í arf. Hún var glaðsinna, gat
verið sprellandi fjörug, og fannst
gaman að taka þátt í glensi og
gríni. Þar fékk stríðnispúkinn að
njóta sín til fulls. Hlátur hennar
hljómaði í eyrum okkar allra, hár
og hvellur. Þetta kunnu börnin að
meta.
Við getum ekki minnst á
mömmu án þess að nefna Hallst-
ún. Æskuheimili hennar sem þau
pabbi keyptu síðar. Saman
byggðu þau og breyttu því í ein-
staka eign þar sem vinnusemi
þeirra og samheldni kemur svo
sterkt fram. Síðustu árin áttu þau
síðan lítið, fallegt hús sem stend-
ur við gamla Hallstúnsbæinn.
Þar útbjó mamma, oft þrotin
kröftum, sannkallaðan lystigarð í
kringum Litlatún eins og hreiðrið
þeirra heitir.
Það er hægt að halda upptaln-
ingunni endalaust áfram enda
koma stöðugt upp nýjar myndir
og minningar. Við systkinin
kveðjum yndislega móður og
ömmu, full af söknuði og þakk-
læti. Það verður erfitt að fylla það
skarð sem brotthvarf hennar
skilur eftir. Mestur er þó missir
pabba sem kveður lífsförunaut
sinn til 65 ára. Saman stigu þau
ölduna í logni og stormi. Síðustu
mánuðir hafa reynt mikið á en
alltaf var sá gamli við hlið spúsu
sinnar. Það var fyrst og fremst
hans vegna sem unnt var að upp-
fylla ósk mömmu um að dvelja
sem mest heima. Það tókst, þökk
sé elsku pabba okkar.
Að lokum viljum við systkinin
þakka öllum innilega fyrir sem
komu að hjúkrun mömmu. Það
var vel um hana hugsað á krefj-
andi tímum.
Guð geymi þig, elsku mamma
okkar. Blessuð sé minning þín.
Rúnar, Jóhanna og Örn.
Fyrir 14 árum kynntist ég
Stellu Björk þegar við Jóhanna
dóttir hennar fórum að rugla
saman reytum. Frá fyrstu stundu
dáðist ég að hve hlýlegt og vin-
samlegt viðmót hún hafði. Hún
tók alltaf svari lítilmagnans og
var annt um þá sem máttu sín
minna. Hún skarst gjarnan í leik-
inn ef henni þótti að þeim vegið.
Það var undursamlegt að fylgjast
með hversu gott lag hún hafði á
börnum, hvort sem var í vinnu
eða leik. Hún var mjög listhneigð,
bæði við hannyrðir og glerlist
sem hún stundaði af kappi hin
síðari ár og liggja eftir hana
margir fallegir munir. Matreiðsla
var henni meðfædd og allir fengu
á henni mikla matarást sem nutu
góðgerða hennar. Koma mér þá í
hug árleg þorrablót okkar hjóna
með æskuvinkonum Jóhönnu, en
Stella og Haukur sáu um að laga
allan þorramatinn frá grunni
hvort sem um var að ræða hefð-
bundinn súrmat eða gamaldags
hrossabjúgu.
Í kringum 1970 keyptu hjónin
Hallstún sem var æskuheimili
Stellu. Þau byggðu þar upp
gamla bæinn og hófu mikla trjá-
rækt. Við áttum þar margar góð-
ar stundir bæði við leik og störf.
Oft var glatt á hjalla og hún lét
sitt ekki eftir liggja. Á árlegum
ættarmótum sem haldin voru í
Hallstúni var hún gjarnan hrókur
alls fagnaðar. Við Stella urðum
góðir félagar og fórum margar
veiðiferðir í Veiðivötn ásamt fjöl-
skyldu bæði í stang- og netaveiði.
Hún hafði sérstaklega gaman af
netaveiðinni og fylgdist með af
miklum spenningi þegar netanna
var vitjað. Stökk þá snarlega út
úr bílnum til að geta tekið land-
vaðinn fyrst allra og finna hvort
væri kippur á netinu. Hún kallaði
þá svo allir mættu heyra, „það er
fiskur“, ef svo bar undir.
Stella veiktist fyrir 13 árum af
krabbameini sem hún barðist við
til dauðadags. Oft var tvísýnt um
líf hennar, en slíkur var lífsvilji
hennar, þrek og kjarkur að hún
vann sína sigra og komst út í lífið
á ný, alltaf studd af Hauki sínum
og fjölskyldunni allri. En það dró
að leikslokum og engum vörnum
varð viðkomið. Hún tók því af
slíku æðruleysi og kjarki að ótrú-
legt má teljast.
Elsku Stella mín, sárt mun ég
sakna þín.
Páll M. Stefánsson.
Elsku amma.
Nú er komið að kveðjustund
og ég sakna þín svo sárt.
Þið afi hafið alltaf verið stór
hluti af lífi mínu og fyrir það verð
ég ævinlega þakklátur. Ég á
óteljandi minningar sem hlýja
mér um hjartarætur.
Elsku amma, kletturinn, fyr-
irmyndin, félagslynda og hjarta-
hlýja konan sem elskaði að vera
umvafin fjölskyldu og góðum vin-
um. Skemmtilegur karakter og
alltaf sú hressasta á svæðinu.
Sama þótt þú værir sem veikust
tókstu alltaf jafn brosandi á móti
okkur fjölskyldunni, gantaðist
með okkur og lékst við barna-
börnin. Ég hef svo oft dáðst að
þér fyrir hvað þú hefur verið dug-
leg í gegnum veikindi þín, algjör
nagli.
Það var svo gott að ræða við
þig, hvort sem það var til þess að
leita ráða hjá þér, segja þér eitt-
hvað skemmtilegt eða örlítið að
kvarta. Þú hafðir alltaf svörin og
þér fannst gaman að fá að vera
með. Hreinskilin varstu og dug-
leg að hrósa ef þér líkaði vel.
Þú varst ótrúlega listræn og
öll glerlistaverkin sem eru til eft-
ir þig eru ómetanleg. Fallegu
lamparnir, kertastjakarnir, skál-
arnar, myndirnar, heilu matar-
stellin og svo mætti lengi telja!
Þú varst með græna fingur og
uppi í Hallstúni naustu þín í
blómabeðunum sem voru þau
allra fallegustu.
Ég er þakklátur fyrir að Stella
Björk og Jón Ingi skuli hafa feng-
ið að kynnast þér og þú þeim. Þið
nöfnurnar áttuð svo margar góð-
ar stundir saman og sú stutta er
svo stolt að heita Stella Björk al-
veg eins og langamma. Undir lok
breyttust fjörugu kaffiboðin í
notalega lestrarstund uppi í
rúmi, en alltaf gafstu þér tíma til
þess að eiga með henni góðar
stundir. Þegar Inga Dóra var
komin sjö mánuði á leið með Jón
Inga var útlitið slæmt og við
hrædd um að þú myndir ekki ná
að kynnast honum. Þú, naglinn,
gerðir nú gott betur en það og
náðir að fylgja honum fyrstu sjö
mánuðina hans. Fékkst hann til
að brosa í hvert skipti sem þú
hittir hann og þér fannst þau
systkinin svo lík. Svo þegar við
vorum að hlæja að því um daginn
að þú hafir stungið ís upp í Stellu
Björk um leið og fyrsta tönnin
hjá henni fannst þá varstu ekki
lengi að ná í ís fyrir drenginn, þó
tannlaus væri. Nú fyrst þetta
varst þú, amma mín, þá var ekki
annað hægt en að hlæja bara
meira.
Alltaf varstu jafn glæsileg og
flott og alltaf mættirðu ef þú
mögulega hafðir tækifæri til. Það
var ómetanlegt að fá þig í
skírnina hans Jóns Inga og svo
komstu Ingu Dóru svo ánægju-
lega á óvart þegar þið afi mættuð
í dyragættina austur á Árbakka
núna 12. júní sl. að sækja ykkur
nýjar gulrætur og sjá hvar við
værum nú í sveitinni yfir sumar-
ið. Þú hafðir átt góðan dag og þið
afi skelltuð ykkur á rúntinn.
Við vorum miklir vinir, amma
mín, og mér þykir vænt um hvað
ég var náinn þér. Um leið og ég
sakna þín óendanlega mikið þá
gerir hugsunin um að þú sért
þessa stundina hrókur alls fagn-
aðar ofar skýjum, með fólkinu
okkar þar, laus við öll veikindi,
þann söknuð léttbærari.
Þinn
Ari.
Í dag kveð ég Stellu ömmu
mína, hversdagshetju og fyrir-
mynd.
Þegar ég hugsa um hvaða orð
eiga best heima í þessari minn-
ingargrein snúa þau flest að per-
sónueiginleikum ömmu og þeim
gildum sem hún lifði eftir. Hlut-
um sem skipta raunverulega
máli. Það eru fáir, ef einhverjir, í
lífi mínu sem ég hef borið meiri
virðingu fyrir.
Amma mín var harðdugleg.
Hún stofnaði fjölskyldu ung og
aðstæður buðu ekki upp á langa
skólagöngu. Ég man eftir mörg-
um góðum stundum í Gunnars-
holti með ömmu þar sem hún
sinnti ráðskonuhlutverkinu eins
og herforingi. Þá endurspeglaði
Heiðvangurinn vinnusemi ömmu
og afa vel. Heimaslátrun í kjall-
aranum, bílaviðgerðir í skúrnum,
glæsilega hirtur garður og alltaf
snyrtilegt innandyra. Jarðbundið
og fallegt heimili eins og íbúar
þess.
Amma mín var ósérhlífin. Hún
hefði bakað brauð og kökur með
litlu gulu hænunni og vaskað upp
á eftir. Þá hefðu eggin úr gulu
hænunni verið nýtt við bakstur-
inn til að sýna ráðdeild. Á árleg-
um ættarmótum í Hallstúni var
amma allt í öllu og á við 10 manna
skipulagsnefnd. Hápunkturinn í
hennar augum var gjafaleikurinn
þar sem innpökkuðum gjöfum
var útdeilt til allra gesta, nálægt
100 talsins. Þessar gjafir hafði
amma ýmist föndrað, keypt á
nytjamörkuðum eða viðað að sér
með öðrum hagnýtum hætti.
Henni þótti ótvírætt sælla að
gefa en að þiggja.
Amma mín var sterk. Hún tók
mótlæti af æðruleysi og mætti
því af krafti. Af mörgum áskor-
unum í lífinu voru veikindin sú
stærsta. Ef köttur á níu líf þá var
amma á við nokkra ketti. Orð fá
ekki lýst hversu mikinn innri
styrk hún sýndi á þessu krefjandi
tímabili. Ég minnist þess ekki að
hún hafi kvartað yfir eigin hlut-
skipti í eitt skipti þrátt fyrir fullt
tilefni. Hún nýtti góðu kaflana vel
og sýndi hvað lífsþróttur og heil-
brigð þrjóska geta fleytt manni
langt.
Síðast en ekki síst þá var
amma mín skemmtileg og skap-
andi. Hún kenndi mér að leggja
kapal, átti skemmtilegar bækur,
sýndi mikið umburðarlyndi gagn-
vart strákapörum og sagði okkur
frændunum vafasama brandara.
Ég á eftir að sakna stríðninnar
hennar og hvella hlátursins. Hún
var listhneigð og snillingur í
föndri og glerverki. Við barna-
börnin höfum notið góðs af því,
bæði í gegnum dýrmætar sam-
verustundir og falleg listaverk.
Það væri hægt að halda lengi
áfram. Amma var engin móðir
Teresa en hún bjó yfir mörgum af
þeim eiginleikum sem ég lít hvað
mest upp til. Hún var fyrirmynd í
lífi mínu og góður vinur. Ég er
þakklátur og stoltur yfir því að
hafa átt hana fyrir ömmu.
Ævisögur fjalla gjarnan um
fólk sem hefur markað umhverfi
sitt í víðara samhengi með afrek-
um eða ódæðum. Þetta eru oftast
bæði áhugaverðar frásagnir og
persónur. Fallegustu ævisögurn-
ar eru þó oft ekki settar á prent.
Þetta eru sögur um hversdags-
hetjur. Fólk sem gefur meira en
það þiggur, fólk sem stritar fyrir
ástvini sína, fólk sem stendur
með maka sínum í blíðu og stríðu,
fólk sem fær útrás fyrir sköpun-
argáfur í gegnum nærumhverfi
sitt, fólk sem gleður börn sín og
barnabörn með stríðni og leik.
Fólk eins og Stellu ömmu mína.
Takk fyrir mig amma.
Frosti Ólafsson.
Elsku amma
Skemmtileg, hlý, glettin,
uppátækjasöm og algjört hörku-
tól eru lýsingaorð sem koma upp
í hugann þegar ég sest við til að
skrifa nokkur orð í minningu
þína. Ég gæti haldið lengi áfram
því það er vandasamt að velja að-
eins fá orð til að lýsa jafn litríkri
manneskju og þér. Ég gerði til-
raunir til þess að segja þér
hversu miklu máli þú hefur skipt
mig og hvað mér hefur alltaf þótt
mikið til þín koma en náði ekki að
koma nema hluta til skila á okkar
síðustu stundum saman. Ég held
að þú hafir samt vitað hvað ég var
að reyna að segja þótt þér hafi
fundist ástæðulaust að hafa um
það mörg orð. Þú vildir frekar fá
fréttir og heyra hvernig gengi hjá
mér og mínum eða segja mér já-
kvæðar fréttir af öðrum úr fjöl-
skyldunni.
Baráttuþrekið sem þú hefur
sýnt í gegnum erfið veikindi er
aðdáunarvert og hvernig þú hef-
ur getað haldið áfram að gefa af
þér þrátt fyrir líkamlega vanlíð-
an. Þér hefur alltaf verið lagið að
mæta hverjum og einum á þeim
stað sem hann er. Með einstakt
lag og skilning á börnum sem
hændust að þér við fyrstu kynni.
Enda spennandi að fylgjast með
hvað þér hugkvæmdist að gera
skemmtilegt eins og að grafa og
grufla eftir ormum í moldinni til
að gefa hænunum, eða bregða á
leik með sokk á hausnum. Alltaf
tilbúin í leik og að leyfa okkur
krökkunum að spreyta okkur á
einhverju nýju og spennandi.
Þessa fengu Markús Ari og
Helga Birna líka að njóta enda
alltaf gert ráð fyrir börnum þar
sem þú varst.
Ég á margs að minnast og fyr-
ir það er ég þakklát. Það var ekki
sjálfgefið að ég fengi að standa
þér svona nærri í lífinu því ég var
orðin nokkurra ára þegar þú
varðst amma mín. Síðan hef ég
alltaf verið eitt af barnabörnun-
um ykkar afa þó að skyldleikinn
komi ekki fram í Íslendingabók.
Ég fékk að fara með þér upp í
virkjanir þar sem ég fylgdist með
matseld af áður óþekktri stærð-
argráðu leika í höndum þér og
eiga eftirminnilegar stundir þeg-
ar vöktunum lauk. Ég er enn á
því að ég hafi stækkað um nokkur
númer af lífreynslunni. Minning-
ar úr Veiðivötnum, Hallstúni,
Heiðvangi og Fossvegi streyma
um hugann og það er svo óskap-
lega sárt að hugsa til þess að þær
verði ekki fleiri, alla vega ekki í
þessu lífi. En minningarnar á ég
og þær mun ég geyma.
Takk fyrir að reynast mér allt-
af svona vel, takk fyrir að vera
svona frábær fyrirmynd og takk
fyrir allar stundirnar. Þú munt
alltaf eiga sérstakan stað í hjarta
mínu.
Þín,
Hjördís Rut.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá kærri mágkonu minni og vin-
konu okkar henni Stellu. Hún er
búin að berjast lengi við veikind-
in, en með dugnaði og bjartsýni
hafði hún alltaf betur þar til
núna. Ég er búinn að þekkja
Stellu megnið af ævi minni og yfir
þrjátíu ár vorum við nágrannar í
sömu götunni. Stella var hörku-
dugleg við allt sem hún tók sér
fyrir hendur, og ekki er hægt að
minnast hennar án þess að
Hallstún komi upp í hugann.
Hallstún er orðinn algjör sælu-
reitur sem þau Stella og Haukur
hafa byggt upp með endalausri
vinnu og eljusemi.
Stella var mikill listamaður í
sér. Hún hannaði og smíðaði
hundruð listmuna úr gleri, leir,
málningu, tré o.fl. Margir þess-
ara muna prýða heimili okkar og
munu minna okkur á hana og list-
fengi hennar um ókomin ár.
Stella hafði gaman af að ferðast
og eru ferðirnar orðnar æði
margar sem við höfum farið með
þeim hjónum og fleirum úr stór-
fjölskyldunni, bæði innanlands
og utan. Að lokum vil ég þakka
fyrir alla greiðasemina og vinátt-
una gegnum tíðina, bæði við okk-
ur, börn okkar og barnabörn.
Takk fyrir allt Stella mín.
Garðar.
Elsku Stella mín, mín kæra
svilkona og vinkona, hefur kvatt
þennan heim eftir áratuga bar-
áttu við hinn illvíga sjúkdóm
krabbamein . Okkar kynni hafa
spannað tæplega 47 ár frá því
þegar ég kom inn í fjölskylduna
með mági hennar og hafa þau
kynni reynst mér afar dýrmæt.
Hún og Haukur fluttust að Hellu
1973. Þá var ég með tvö ung börn
og var hún mér betri en enginn,
t.d. er ég fór til Reykjavíkur að
eignast þriðja barnið.
Þau Haukur hafa verið saman
frá unglingsaldri og hafa alltaf
verið einstaklega samhent og er
hans missir mikill. Þau hafa
byggt upp paradísina Hallstún,
sem hefur verið opin fyrir fjöl-
skylduna alla tíð. Þar undu þau
hag sínum vel, sérstaklega á
sumrin. Þau voru fyrstu árin á
Hellu með ýmis dýr, svo sem
hesta, hundinn Nelló, kálf einu
sinni, minnir mig, og svo fiðurfé.
Naut næstelsta dóttir mín góðs af
að fá að stússast með þeim, þar
sem hún er algjör dýravinur.
Stella var líka sérlegur dýravinur
og barngóð með eindæmum, öll
börn löðuðust að henni. Hún var
einstaklega jákvæð og skapgóð,
gat reyndar alveg æst sig en það
varði mjög stutt. Mitt yngsta
barnabarn spurði þegar hann
heyrði okkur mömmu hans tala
um veikindi Stellu sl. mánudag:
„Hver verður þá í Hallstúni,“ þar
sem fjölskyldumót hafa verið
haldin árlega þar.
Stella mín greindist með sjúk-
dóminn fyrir u.þ.b. 10–15 árum
og barðist hún hetjulega með já-
kvæðni og gleði og fékk hún
marga góða daga, eftir margar
erfiðar meðferðir, sem notaðir
voru til að sinna hugðarefnum
hennar, svo sem samveru með
fjölskyldunni og ferðalögum bæði
innanlands og utan. Mér eru sér-
lega minnisstæðar ferðirnar sem
við fórum ásamt systkinum
Hauks og mökum á stórafmælum
okkar til Kanarí-eyja, Ródos,
Antalýu og Prag, austur í Lóns-
sveit, norður í Eyjafjörð og aust-
ur á firði, ásamt styttri ferðum. Í
sumum ferðum fóru systkina-
börn og makar með og stundum
börn þeirra. Flest fórum við sam-
an 30 á aldrinum þriggja til 73
ára er við fórum til Ródos og var
alveg einstakt hve hópurinn var
samhentur, engin vandamál, allt
gekk svo vel. Síðustu dagar hafa
verið erfiðir bæði Stellu og allri
Stella Björk
Georgsdóttir