Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hvorki lærir né þroskast af mark-
miðum sem er of létt að ná. Kannski laðastu
að einhverjum sem þú þekkir ekki. Ekki fela
þig á bakvið grímuna lengur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér virðist allt ganga í haginn og aðrir
vilja njóta velgengni þinnar með þér. Leggðu
þig heldur fram um að bæta samskiptin því
maður er manns gaman.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú veist hvað þú vilt, svo það er
heimskulegt að biðja um eitthvað annað eða
minna. Reyndu að deila völdunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er engin ástæða til þess að út-
hella hjarta sínu nema viðmælandinn sé
tryggur. Hafðu allan fyrirvara á því fólki sem
talar í hálfum setningum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert boðberi breytinga, sem er
ástæða þess að þú ert í miðjum ágreiningi.
Reyndu að lyfta þér upp ef kostur er.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mannlegu samskiptin sitja í fyrirrúmi
en þú þarft að gæta þess að það komi ekki
niður á starfi þínu. Hrintu þeim í burtu, því
annars áttu á hættu að allt fari í hund og kött.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt eftir að reka þig á það næstu vik-
urnar hvað það er mikil ást í nánasta um-
hverfi þínu. Kannski vantar starfsfólk, eða þá
að tafir verða af óviðráðanlegum orsökum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gættu þess að láta fólk ekki hafa
of mikil áhrif á þig því það hefur þú reynt áð-
ur. Notaðu heldur vitsmuni þína og stálminni
til þess að leysa erfið viðfangsefni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sumir hlutir virðast of góðir til
þess að vera sannir. Ef þú getur ekki stillt þig
um það skaltu leyfa viðkomandi að ráða ferð-
inni. Slakaðu á og láttu strauminn bera þig
áfram.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að komast hjá því að
munnhöggvast við samstarfsmenn þína.
Hamingjan brosir augljóslega við þér. Þú
verður bara að grípa gæsina þegar hún gefst.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú vinnur að tengslanetinu þínu,
líka í einrúmi. Haltu bara þínu striki og þá
þagna öfundarmenn þínir. Þú uppskerð eins
og þú sáir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú gætir þurft að stranda fyrir máli
þínu gagnvart mikilvægum hópi í dag. Styrk-
ur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum
hindrunum úr vegi.
Fyrir nokkru birtust myndir afforseta vorum, umhverf-
isráðherra og landgræðslustjóra
þar sem þau mokuðu ofan í skurð
undir einkunnarorðunum „end-
urheimt votlendis á Álftanesi“.
Hjálmar Freysteinsson orti:
Stjórnkænskan söm er við sig,
seint hefði grunað mig,
að moldar mokstur í skurð
minnkaði atkvæðaþurrð.
Sigurlín Hermannsdóttir heilsaði
Leirverjum á miðvikudag og sagði
nóg um að vera úti í hinum stóra
heimi, – „Tyrkjaránið (hið meinta
valdarán í Tyrklandi)“:
„Byltingin var gjöf frá guði,“
glaður sagði Ergodan
er hafði átt í heljarpuði
að hemja fróðan almúgann.
Hann hellir sér í hreingerningu,
hendir óþarfanum burt
sem stuðla kann að upplýsingu,
um ástæður er fráleitt spurt.
Dómurum og menntamönnum
mokar inn í fangelsin.
Einvaldi sem sæmir sönnum
setur lás á réttindin.
Sigrún Haraldsdóttir bætti við:
Réttlæti Edrogan ríður á slig,
rjóðir af blóði hnúar,
leiðir nú þjóð sína á steinaldarstig
ströngustu íslamstrúar.
Og Gunnar J. Straumland orti:
Okkur birtist endurtekin óáran.
Ennþá sýnir Erdogan
illsku, grimmd og valdagan.
Fyrir skömmu var vopnaskak í
Vopnafirði sem gefur mér tilefni til
að rifja upp vísur Vopnfirðinga.
Guðfinna Þorsteinsdóttir í Teigi, –
sem bar skáldaheitið Erla og var
móðir Þorsteins Valdimarssonar
skálds, – orti til ferskeytlunnar:
Málið slétta, ljúft og létt,
laust við bletti, hjóm og galla.
Staka, réttum stuðlum sett,
stundum glettin, hrífur alla.
Þessa stöku kallar hún „regn-
dembu í berjamó“:
Hettan bláa hreppti vott,
hratt sér demban yfir vatt.
Slettist ég með sligblautt skott,
slatta af berjum fékk í hatt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Atkvæðaþurrð, Tyrkja-
ránið og vopnaskak
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
VEISTU HVER ER
FRÁBÆR KYSSARI?
HVERS VEGNA
RÆÐUM VIÐ
ALDREI
ÍÞRÓTTIR?!
VEISTU HVERNIG
ÉG VEIT ÞAÐ?
NEI
LÍSA
HÉR ERU
DRYKKIRNIR
YKKAR…
ÉG KEM AFTUR
MEÐ MATINN
YKKAR…
MATURINN
YKKAR
HÚN HLÝTUR AÐ
VIRKILEGA ÞARFNAST
STARFSINS!
„ÞETTA ER BARA EIN VIKA. ÞAÐ ER ALGJÖR
ÓÞARFI AÐ FARA Á LÍMINGUNUM
VEGNA ÞESSA.“
„MAMMA, HERMANN SAGÐI AÐ HONUM ÞÆTTI
ÞAÐ FRÁBÆRT EF ÞÚ KÆMIR Í HEIMSÓKN
YFIR HELGINA.“
…óviðjafnanleg
JÓGA
TÍMAR
Víkverji hefur umgengist gæludýrfrá því hann man eftir sér og eins
og fleiri á hann sér þá helstu ósk að
eiga ísbjarnarhún sem gæludýr. Sú
von gæti ræst finnist húnar á landinu
og takist að koma þeim undan áður
en bandóðir byssumenn ná að skjóta
þá.
x x x
Víkverji hefur alltaf hrifist af villt-um dýrum. Fyrsta dýraminn-
ingin er bundin húsflugum, sem hann
safnaði og setti í eldspýtustokk.
Næsta stig var að geyma flugurnar,
lifandi jafnt sem dauðar, í krukku en
vandamálið var að það skapaðist aldr-
ei nánd eins og hann var viss um að
ætti sér stað með húnum. Því var lif-
andi flugunum sleppt út í guðsgræna
náttúruna en hinar grafnar djúpt í
jörðu svo kötturinn næði ekki í þær.
x x x
Í sveitinni voru að sjálfsögðu heim-alningar og snemma lærðist að
gefa þeim mjólk í pela. Þá hefur
sennilega kviknað hugmyndin um að
eignast hún þegar þeir kæmu að
landi, gefa honum að drekka og sjá
hann dafna og verða að alvöru ísbirni.
Mamman gæti þá verið í fjósinu með
kúnum.
x x x
Fréttir af miklum rottugangi í Árbæog Breiðholti minntu Víkverja á
þegar hann ætlaði að fá sér mink sem
gæludýr. Víkverja tókst að króa hann
af í fjárhúsinu en þegar svo var komið
hvæsti dýrið svo mikið að Víkverji
nærri því meig í sig af hræðslu og
tapaði verðandi gæludýri um leið.
Á þeim árum var nóg af rottum í
Reykjavík, en Víkverji gaf þær upp á
bátinn eftir að vinur hans kvartaði yf-
ir skriði einnar upp fótlegg hans þar
til hann náði að stöðva förina með því
að grípa um hnéð og sparka af sér
stígvélinu. Kvikindið hélt þá sömu
leið til baka, báðum til mikils léttis.
x x x
Nú er húnninn aftur kominn í um-ræðuna og svo virðist sem marg-
ir vilji eiga slíkt gæludýr. Vegna
kapphlaupsins er hætt við að Víkverji
missi enn einu sinni af dýrinu, en lifi
lengur fyrir bragðið. víkverji@mbl.is
Víkverji
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn
Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld
því að frá honum kemur von mín.
Hann einn er klettur minn og hjálp-
ræði, vígi mitt, mér skrikar ekki fótur.
(Sálm. 62:6-7)