Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Síðumúli 20 • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Verið
hjartan
lega
velkom
in
STORKURINN
er fluttur í Síðumúla 20
majubud.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Þetta er endanlegt svar frá um-
hverfis- og skipulagsráði borgar-
innar,“ segir
Hjálmar Sveins-
son, formaður
ráðsins, en eins
og fram hefur
komið í blaðinu
hafnaði ráðið ósk
eiganda Land-
símareitsins um
niðurrif á Thor-
valdssensstræti
6, sem er við-
bygging við Landsímahúsið,
Kirkjustrætismegin.
Eftirfarandi bókun var gerð á
fundi umhverfis- og skipulagsráðs
sem var haldinn 6. júlí sl.
„Umhverfis- og skipulagsráð
vekur athygli á því að deiliskipulag
Landsímareits byggir á þeirri
grunnhugmynd að flétta skuli nýjar
byggingar á reitnum við þær sem
fyrir eru. Í deiliskipulaginu er gert
ráð fyrir að viðkomandi bygging
standi áfram. Lóðarhafi þarf því að
finna not fyrir þessa byggingu sem
henta henni. Umhverfis- og skipu-
lagsráð tekur neikvætt í fyrir-
spurnina.“
Að sögn Hjálmars rituðu allir sjö
fulltrúar í ráðinu undir bókunina.
„Þetta er í raun svar hins pólitíska
ráðs,“ segir Hjálmar. Hann segir að
málið mun næst fara fyrir borgar-
ráð sem staðfestir niðurstöðuna eða
breytir henni, allt eftir atvikum.
Málið var ekki tekið fyrir á fundi
borgarráðs í gær.
Alþjóðleg hugmyndasamkeppni
Hjálmar segir að á sínum tíma hafi
verið efnt til hugmyndasamkeppni
fyrir Landsímareitinn sem var opin
og alþjóðleg. „Ákveðin tillaga vann
og síðan var unnið deiliskipulag á
grundvelli þeirrar tillögu. Þar var
rauður þráður í verðlaunatillögunni
og deiliskipulaginu að þau hús sem
væru fyrir á reitnum skyldu standa
og nýbyggingar skyldi flétta saman
við byggingar sem fyrir væru. Við
teljum að það sé alveg skýrt að
byggingarnar skuli standa,“ segir
Hjálmar.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að eigandi Landsímareitsins,
Lindavatn ehf., telur að húsið Thor-
valdsensstræti 6 sé óhentugt fyrir
þá starfsemi sem þar eigi að verða.
Auk þess standist húsið m.a. ekki
kröfur um jarðskjálftaálag. Því sé
það ósk eigandans að húsið verði
rifið.
Synjun ráðsins á
niðurrifi endanleg
Ósk um niðurrif Thorvaldsensstrætis
6 verður tekin fyrir í borgarráði
Hjálmar
Sveinsson
Skötumessan í Garði afhenti síðast-
liðið miðvikudagskvöld styrki að
heildarverðmæti rúmlega sjö millj-
ónir króna. Skötumessan var nú
haldin tíunda árið í röð og sagði Ás-
mundur Friðriksson, frumkvöðull
Skötumessunnar, að af því tilefni
hefði verið gert sérstakt átak til að
fá fyrirtæki og velunnara til sam-
starfs með þessum góða árangri.
Gjafabréf vegna styrkjanna voru
afhent í lok Skötumessunnar, eftir
að um 400 gestir höfðu gætt sér á
kæstri og saltaðri skötu, saltfiski og
plokkfiski auk þess að hlýða á
skemmtiatriði. Öll innkoman rennur
til góðgerðarmála. Stærsta styrkinn
fékk Velferðarsjóður Suðurnesja frá
Icelandair Cargo. Ekki hafa allar
fjölskyldur ráð á að kaupa skóla-
máltíðir fyrir börn sín. Icelandair
Cargo skuldbatt sig til að gefa
ákveðna fjárhæð á hverju ári næstu
fimm árin svo börn frá fátækum
heimilum fái að borða í skólanum.
Fyrirtækið Skólamatur ákvað að
gefa myndarlegan afslátt af þessum
máltíðum svo hægt verður að gefa
skólabörnum alls 12.500 máltíðir að
verðmæti alls 4,3 milljónir á næstu
fimm árum.
Björgin geðræktarstöð fékk styrk
fyrir óvissuferð fyrir 50 manns, fyr-
irtækið Áfangar ehf. styrkti Ferða-
sjóð NES Íþróttafélags fatlaðra á
Suðurnesjum um 400 þúsund kr. og
fötluð kona fékk styrk til að fara í
sumarbúðir. Fyrirtækið Dynjandi
ehf. gaf tíu starfsmönnum Dósasels,
sem er rekið af Þroskahjálp á Suð-
urnesjum, vinnufatnað. Þá fékk
Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ að
gjöf gróðurhús að verðmæti ein
milljón króna og komu ýmis fyr-
irtæki og einstaklingar til liðs við
Skötumessuna til að gera þann
draum að veruleika.
Einnig var veittur 150.000 króna
styrkur til menningarverkefna í
Garðinum. Fjölskylda sem er að
gera upp heimili sitt eftir að það
eyðilagðist í eldsvoða fékk gefins
alla málningu á húsið. Fjölskylda
ungs manns sem fórst nýlega í um-
ferðarslysi var styrkt líkt og fjöl-
skylda ungs drengs sem glímir við
langvinn veikindi.
„Ég er ákaflega þakklátur þeim
fyrirtækjum sem komu til liðs við
okkur á tíu ára afmælinu og eins öll-
um þeim sem hafa staðið með okkur
í gegnum árin,“ sagði Ásmundur
Friðriksson. gudni@mbl.is
Skötumessan veitti styrki
Úthlutað var styrkjum upp á rúmlega sjö milljónir króna
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Skötumessan Salurinn var fullsetinn og voru kræsingunum gerð góð skil. Messunni lauk með styrkveitingum.
Vinna við alla þrjá ísfisktogara HB
Granda er nú að nýju komin í fullan
gang hjá skipasmíðastöðinni Celiktr-
ans í Tyrklandi eftir Ramadan,
föstumánuð múslima. Togararnir
þrír eru nefndir eftir eyjum í Kolla-
firði.
Í frétt á heimasíðu HB Granda
kemur fram að Engey RE verður af-
hent fyrir árslok, stefnt er að sjó-
setningu Akureyjar RE í lok næsta
mánaðar og blokkarsmíði vegna Við-
eyjar RE er nú hafin.
Haft er eftir Þórarni Sigurbjörns-
syni, sem hefur eftirlit með smíði
skipa HB Granda hjá Celiktrans í
Istanbul, að dagsetning vegna af-
hendingar Engeyjar liggi enn ekki
fyrir. Það styttist hins vegar í prufu-
keyrslu á vélum og tækjum og reikn-
að er með að ein ljósavél verði ræst
nú í vikunni. Engey var sjósett í
byrjun mars sl.
Öll smíði ísfisktogaranna þriggja
fer fram í Celiktrans-skipasmíða-
stöðinni. Sá háttur var hafður á við
smíði uppsjávarskipanna Venusar
NS og Víkings AK að þau voru sett
saman í annarri skipasmíðastöð þar
sem Celiktrans leigði aðstöðu en
fullnaðarsmíði þeirra fór fram hjá
Celiktrans. Venus kom til landsins í
maí 2015 og Venus í desember sama
ár.
Samkvæmt samningi HB Granda
og tyrknesku skipasmíðastöðvarinn-
ar verður Engey afhent síðar á þessu
ári. Akurey AK verður afhent næsta
vor en þriðji og síðasti togarinn, Við-
ey RE, verður afhentur á haustmán-
uðum 2017.
Skipin íslensk hönnun
Skipin eru öll 54,75 metrar að
lengd og 13,5 metrar að breidd. Að-
alvélar eru af gerðinni MAN 6L27/38
og er skráð afl þeirra 1.790 kW við
800 snúninga á mínútu. Millidekks-
og lestarbúnaður verður smíðaður
hjá Skaganum 3X og verður hann
settur í skipin á Íslandi. Hönnuður
skipanna er Alfreð Tulinius, skipa-
tæknifræðingur hjá Nautic ehf.
sisi@mbl.is
Viðey RE Blokkarsmíði togarans er nýhafin í Tyrklandi.
Ljósmynd/Þórarinn Sigurbjörnsson
Engey RE Togarinn verður afhentur í lok þessa árs.
Smíði ísfisktogara HB
Granda í fullum gangi
Fyrsti togarinn af þremur verður afhentur í árslok