Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Í byrjun júní komst umboðs-maður borgarbúa að þeirri nið- urstöðu í áliti sínu að kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hefðu brotið gegn siða- reglum kjörinna fulltrúa borg- arinnar með tiltek- inni ráðstöfun á fjármunum Bíla- stæðasjóðs. Þá sagði umboðsmaður að samningagerð í tengslum við þessa ráðstöfun fjármuna hefði verið „í verulegri andstöðu við vandaða stjórnsýsluhætti enda felur hún í sér ógagnsætt ferli við meðferð op- inberra fjármuna“.    Ennfremur sagði í niðurstöðuumboðsmanns að „verulega ámælisvert“ væri að samningarnir hefðu verið gerðir, þar sem álit hans hefði legið fyrir og Bílastæða- sjóði og bílastæðanefnd hefði verið kunnugt um „ólögmæti samning- anna a.m.k. frá þeim tímapunkti er ég kynnti þeim niðurstöðu mína“.    Viðbrögð meirihlutans í borginnihafa aðeins verið þau að hafna niðurstöðu umboðsmanns.    Minnihlutinn í borginni hefurreynt að taka málið upp en án árangurs. Nú síðast á fimmtu- dag, þegar meirihlutinn í borgar- ráði frestaði tillögu minnihlutans um málið.    Þátttakandi í þeirri meirihluta-ákvörðun var meðal annarra fulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, sem lét smíða utan um sig heilt „stjórnkerfis- og lýðræð- isráð“ fyrir stuðning við meirihlut- ann.    Svo virðist sem umbótastarfi Pí-rata í borginni hafi lokið með þeirri ráðstöfun. Halldór Auðar Svansson Siðareglur brotnar í boði Pírata STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 15 skýjað Nuuk 16 heiðskírt Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 25 skýjað Kaupmannahöfn 26 heiðskírt Stokkhólmur 24 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 27 léttskýjað Brussel 25 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 17 skúrir London 23 skúrir París 25 heiðskírt Amsterdam 25 rigning Hamborg 25 þrumuveður Berlín 29 heiðskírt Vín 27 léttskýjað Moskva 16 skúrir Algarve 29 heiðskírt Madríd 31 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 29 rigning Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 23 heiðskírt Montreal 27 skýjað New York 29 skýjað Chicago 26 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:09 23:01 ÍSAFJÖRÐUR 3:45 23:35 SIGLUFJÖRÐUR 3:26 23:19 DJÚPIVOGUR 3:31 22:38 Skipulagsstofnun hefur í samstarfi við sveitarfélög og stofnanir hafið vinnu við verkefni um kortlagningu mannvirkja og þjónustu á miðhá- lendinu. Er þar verið að framfylgja nýsamþykktri landsskipulagsstefnu 2015-2026 og er hluti af stefnu um skipulag á miðhálendi Íslands. Kortlagningunni er ætlað að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi mannvirki, húsakost og framboð þjónustu á hálendinu sem mun nýt- ast við næstu endurskoðun lands- skipulagsstefnu, segir í frétt á heimasíðu stofnunarinnar. Vinnan muni einnig nýtast við vinnslu ann- arra verkefna landsskipulagsstefnu, svo sem greiningu víðerna, mat á þörf fyrir uppbyggingu ferðaþjón- ustumannvirkja og nánari stefnu- mótun um vegakerfi miðhálendisins. Vinna við verkefnið felst fyrst og fremst í söfnun og skráningu gagna í samvinnu við Þjóðskrá og sveit- arfélög á hálendinu, auk fjölmargra annarra stofnana og félagssamtaka sem málið varðar. Niðurstöður verk- efnisins verða teknar saman í skýrslu þar sem dregin verður upp mynd af núverandi stöðu fyrir há- lendið og sveitarfélög. sisi@mbl.is Kortleggja miðhálendi landsins  Mannvirki og þjónusta verða skráð Á næstu vikum verður lagt bundið slitlag á Kaldadalsvegi frá Þingvöll- um að Brunnum á Uxahryggjarvegi þar sem ekið er niður í Lundar- reykjadal í Borgarfirði. Vegur þessi, sem er fjölfarinn sumarleið, var byggður upp og endurbættur fyrir um áratug og miðaðist sú fram- kvæmd alltaf við að slitlag kæmi í fyllingu tímans. „Við fengum um það bil 300 millj- ónir króna til þessarar fram- kvæmdar sem hefur beðið í allmörg ár,“ segir Svanur Bjarnason, sem stýrir suðursvæði Vegagerðarinnar. Suðurtak í aðalhlutverki Alls er vegarkaflinn sem hér er verið að bæta um 16 kílómetrar. Á hinum endanum er svo eftir veg- urinn í Lundarreykjadalnum. Þar eru verktakar að störfum um þessar mundir og er þess vænst að slitlag verði sett á þann spotta innan ekki margra ára. Yrði þá kominn fyrsta flokks tenging milli landsfjórðunga, sem lengi hefur verið vænst. Verktakafyrirtækið Suðurtak ehf. hefur framkvæmdir á Kaldadalsvegi með höndum og undirverktaki er Bikun ehf. Verktaki með efnis- vinnslu fyrir verkið í námu við svo- nefndar Sæluhúsahæðir er Króks- verk ehf. Verlok á Kaldadals- veginum eru áætluð í september næstkomandi. sbs@mbl.is Leggja slitlag á Kaldadalsveginn  Milli Þingvalla og Borgarfjarðar  Stórframkvæmd sem kostar 300 millj. kr. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Meyjarsæti Vegurinn í brekkunni. HVAR ER SÓSAN? Pylsa eða pulsa? Það skiptir engu máli ef þú ert ekki með réttu sósuna. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.