Morgunblaðið - 23.07.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.07.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 MIKIÐ ÚRVAL AUKAHLUTA Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is KOLAGRILL TILBÚIÐ Á 3 MÍNÚTUM • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Innbyggð vifta sem tryggir kolum súrefni • Tvöfaldur veggur kemur í veg fyrir að ytra byrði hitni • Mjög góð hitastýring á kolum • Hægt að færa grillið til meðan það er í notkun • Fitan lekur ekki á kolin • Auðvelt að þrífa - hægt að taka alveg í sundur • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir Lotusgrill XL með tösku Verð kr. 50.218,- SJÓÐHEITUR FÉLAGI Í FERÐALAGIÐ EÐA Á SVALIRNAR 23. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.81 122.39 122.1 Sterlingspund 159.64 160.42 160.03 Kanadadalur 92.79 93.33 93.06 Dönsk króna 18.031 18.137 18.084 Norsk króna 14.301 14.385 14.343 Sænsk króna 14.128 14.21 14.169 Svissn. franki 123.49 124.19 123.84 Japanskt jen 1.1465 1.1533 1.1499 SDR 168.67 169.67 169.17 Evra 134.15 134.91 134.53 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.577 Hrávöruverð Gull 1323.2 ($/únsa) Ál 1594.5 ($/tonn) LME Hráolía 47.17 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is Verðhjöðnun er á tólf mánaða tíma- bili sé húsnæðisþáttur í útreikningi vísitölu neysluverðs tekinn frá. Þetta er niðurstaða nýjustu mælingar Hagstofunnar á vísitölunni. Á tólf mánaða tímabili mælist verðbólga í landinu 1,1%, sem er nokkru lægra en spár viðskiptabankanna þriggja sögðu. Spáðu þeir að tólf mánaða verðbólgan myndi mælast á bilinu 1,2% til 1,6%. Seðlabanki spáði 3% verðbólgu Í Peningamálum, riti sem Seðla- banki gaf út 11. maí síðastliðinn, seg- ir að bankinn spái því að verðbólga verði um 3% í lok þessa árs. Verð- bólgumarkmið bankans er 2,5% sem kunnugt er. Verðbólguhorfur eru einn þeirra þátta sem lagðir eru til grundvallar vaxtaákvarðana pen- ingastefnunefndar. Þeir þættir sem mest áhrif hafa á mælingu vísitölunnar núna eru mat- ur, sem hækkaði um 1% í mánuðin- um og nema áhrif til hækkunar vísi- tölunnar 0,13%. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 13,5% sem olli 0,17% hækkun vísitölunnar og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 0,7% sem olli 0,1% hækkun. Hins vegar ollu áhrif sumarútsala lækkun á fatnaði og skóm um 11,8% sem lækkaði vísitöl- una um 0,51% og hreinlætis- og snyrtivörur lækkuðu um 6,7% sem olli lækkun vísitölu um 0,1%. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag- fræðingur hjá Seðlabankanum, segir að verðbólga og sérstaklega verð- bólguhorfur séu vissulega einn þeirra þátta sem horft er til þegar vextir bankans séu ákvarðaðir. „Næsti vaxtaákvörðunardagur er 24. ágúst og það er á borði peninga- stefnunefndar bankans að ákvarða þá.“ Hann segir að þá verði verð- bólguspá bankans uppfærð sam- hliða. „Verðbólguspá bankans frá í maí sagði að á þriðja ársfjórðungi yrði verðbólga 1,9%. það er harla ólíklegt að það gangi eftir sé horft til nýjustu mælingarinnar. Undir lok árs sagði svo spáin að hún myndi aukast og vera nær 3%. Ég held að óhætt sé að segja að þessi mæling sé líkleg til að leiða til að verðbólgu- horfurnar verði endurskoðaðar nið- ur á við þegar ný spá bankans verður birt í ágúst.“ Verðhjöðnun reynist meiri en spáð var Morgunblaðið/Ernir Vextir Stýrivextir eru 5,75% samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar. Vísitala neysluverðs » Lækkun vísitölunnar undan- farið er mest af völdum verð- lækkunar innfluttra vara. » Innflutttar vörur án áfengis og tóbaks lækka um 3,6% milli mánaða. » Búvörur og grænmeti hækka um 3,4% milli mánaða. » Innlendar vörur án búvöru hækka um 3% milli mánaða. » Verðhækkun dagvöru var 1,3% milli mánaða.  Ólíklegt að verðbólguspá gangi eftir að sögn hagfræðings Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórð- ungi nam 15 milljónum Bandaríkja- dala eða 1,8 milljörðum íslenskra króna. Felur það í sér samdrátt frá sama fjórðungi á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam 16 milljónum doll- ara. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að einskiptiskostnaður ráði þar miklu og sé leiðrétt fyrir honum eykst hagnaður hjá félaginu um 10%. Ein- skiptiskostnaðurinn er metinn á 4,6 milljónir dollara eða 560 milljónir króna. EBITDA, án einskiptiskostn- aðar, reyndist 30 milljónir Banda- ríkjadala eða 3,7 milljarðar króna. Sala nam 139 milljónum dala eða 17,2 milljörðum króna og felur það í sér 10% söluvöxt frá fyrra ári, þar af er innri vöxtur 5%, en hvort tveggja er mælt í staðbundinni mynt. Í upp- gjörinu er nú einnig að finna tölur sem tengjast umsvifum Touch Bio- nics en Össur keypti fyrirtækið í apríl síðastliðnum. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segist ánægður með árangurinn á öðrum ársfjórðungi og það hafi þurft nokkurn slagkraft til að standast samanburð við öflugt uppgjör á sama fjórðungi í fyrra. „Reksturinn gekk mjög vel og skil- aði góðum hagnaði. Söluvöxtur í Am- eríku var góður og gekk sala á stoð- tækjum einkar vel. Eins og við bjuggumst við þá var söluvöxtur í EMEA góður eftir slakan fyrsta fjórðung. Sala á spelkum og stuðn- ingsvörum var drifin áfram af há- gæðavörum og sala á stoðtækjum var drifin áfram af bionic-vörum og vör- unýjungum. Í apríl fórum við inn á nýjan markað með kaupum á Touch Bionics. Touch Bionics er fremst í heiminum í þróun og framleiðslu á gervihöndum og með kaupunum get- um við boðið viðskiptavinum okkar upp á enn betra vöruúrval.“ Morgunblaðið/Eggert Uppgjör Össur færði út kvíarnar á árinu með kaupum á Touch Bionics. Össur hagnast um 1,8 milljarða  Góður söluvöxtur í Bandaríkjunum Á nýliðnu rekstrarári Festar, sem stendur frá 1. mars og til loka febrúar ár hvert, nam hagnaður félagsins tæpum 1,5 milljörðum króna. Félagið á meðal annars Krónuna, Elko, Bakkann, Inter- sport og Festi Fasteignir sem rek- ur fasteignir sem telja um 80.000 fermetra. Hagnaðurinn jókst um tæp 47% milli ára. EBITDA var 3,6 milljarðar og jókst um 35% milli ára. Heildarsala jókst um 6,9% milli ára og reyndist hún 36,1 millj- arður króna, samanborið við 33,8 milljarða árið 2014. Framlegð af vörusölu jókst um 11,1% og nam 7,7 milljörðum króna. Leigutekjur jukust lítillega eða um ríflega 15 milljónir króna og námu tæpum 1,3 milljarði á árinu. Á rekstr- arárinu seldi félagið fasteignir fyr- ir rúmar 200 milljónir. Laun og annar starfsmanna- kostnaður jókst um 5,8% og nam 3,6 milljörðum en annar rekstr- arkostnaður dróst saman um 4,2% frá fyrra ári. Þannig nam hann á síðasta rekstrarári tæpum 2,1 milljarði króna en var tæpir 2,2 milljarðar ári fyrr. Á rekstrarárinu var fjórum Nóa- túnsverslunum breytt í Krónu- verslanir. Þá kemur fram í til- kynningu frá félaginu að yfir 1.000 vörutegundir hafi lækkað í Kjarvalsverslunum til samræmis við það verð sem boðið er upp á í verslunum Krónunnar. Þá mun verð á raftækjum hafa lækkað um 17% í kjölfar tollabreytinga og breyttra áherslna Elko. Hagnaður Festar jókst um 47%  Heildarsala jókst um tæp 7% milli ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Festar Krónan er meðal dóttur- félaga fyrirtækisins. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.