Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  175. tölublað  104. árgangur  HJARTASTEINN Á KVIKMYNDA- HÁTÍÐ Í FENEYJUM HEIÐRA TARKOVSKY ÓTTAST EKKI ALÞJÓÐLEGA SAMKEPPNI UNNU SAMAN Í GOTLANDI 12 VIÐSKIPTAMOGGINNGUÐMUNDUR ARNAR 30 Morgunblaðið/Eggert  Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag, 1. ágúst, á frídegi verslunarmanna. Athöfnin fer fram í Alþingishúsinu og verð- ur með hefðbundnum hætti. Að þessu sinni verða þó gerðar minni kröfur um klæðaburð og orð- ur og er það gert að ósk forsetaefn- isins. Allt frá árinu 1945 hefur ver- ið óskað eftir því að karlar klæðist kjólfötum og konur síðkjólum. Ekki er lengur gerð krafa um að al- mennir boðsgestir séu í kjólfötum og síðkjólum og ekki er gerð krafa um að almennir boðsgestir beri heiðursmerki og orður. Að sögn Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu, er undirbúningur athafnarinnar á lokastigi. »10 Innsetning látlaus- ari að ósk Guðna Dæmigerð verslun Costco » Stefnan er að hver verslun sé 14 þúsund fermetrar. » Á hverjum tíma eru 3.700 vörunúmer í boði, en vöru- framboð tekur mið af árstíðum. Jón Þórisson jonth@mbl.is Reynslan frá öðrum löndum sýnir að þegar Costco hefur innreið sína á markað leiðir það til lækkunar á matvöru og vörum í þeim vöruflokk- um sem fyrirtækið verslar með. Einfaldur samanburður leiddi í ljós að verð á þekktum orkudrykk, sem seldur er í 24 dósa pakkningu, er 105 krónur, reiknað á gengi breska pundsins í gær. Hér kostaði dós í lausasölu af sama drykk 195 krónur í lágvöruverðsverslun og 419 krónur á bensínstöð. „Með fyrirvörum um skatta og önnur gjöld er þetta vísbending um það verð sem Costco gæti boðið ís- lenskum viðskiptavinum sínum,“ segir Trausti Haraldsson, fram- kvæmdastjóri rannsóknar- og ráð- gjafafyrirtækisins Zenter, sem unn- ið hefur skýrslu um Costco. Þar kemur fram að velta Costco í fyrra var þrjátíu og fimmföld velta alls innlends smásölumarkaðar. „Costco er annar stærsti smásali í heimi og hefur gríðarlegt afl til innkaupa á vöru á hagstæðara verði en aðrir geta. Ásamt lítilli yfirbyggingu og lágmarkskostnaði er ljóst að íslenski markaðurinn mun verða fyrir áhrif- um,“ segir Trausti. Mun þrýsta verðlagi niður  Costco, annar stærsti smásali í heimi, mun hafa mikil áhrif á verðlag hér á landi samkvæmt nýrri úttekt  Segir það vera mistök að vanmeta áhrif verslunarrisans MViðskiptaMogginn Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga Keflavík Íslenskir og bandarískir sérfræðingar unnu verkið. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við sjáum t.a.m. hvernig grafirnar voru merktar á sínum tíma, það er eitthvað sem við höfum ekki séð áð- ur. Steinar hafa verið lagðir við bæði höfuð- og fótenda grafa á yfirborði. En einnig voru steinar lagðir í graf- irnar, ofan á kistur og þá sem í þeim voru,“ segir Guðný Zoëga, manna- beinafræðingur og deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skag- firðinga, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún til uppgraftar kirkju- garðsins við bæinn Keflavík í Hegra- nesi, en þar eru sérfræðingar búnir að grafa upp alls 43 grafir og nokkuð stæðilega kirkju sem hefur verið stafverkshús með torfveggjum. Kynin voru aðskilin í garðinum Kirkjugarðurinn við Keflavík er hringlaga, 17 metrar í þvermál, og var hann tekinn í notkun skömmu eftir kristnitöku, um árið 1000. Talið er að fólk hafi verið grafið í garðin- um fram á fyrstu áratugi 12. aldar. Þá hefur einnig komið í ljós að garðurinn var kynjaskiptur. »4 Steinar lagðir á kistur fólks  Grafið var niður á forna siði í kirkjugarði frá frumkristni Þröng var á þingi í Nauthólsvík í gær þar sem ungir sem aldnir skiptust á að baða sig í sólinni og busla í sjónum. Hitabylgja á íslenskan mæli- kvarða gekk yfir landið og hitatölur á Suður- landi voru um og yfir tuttugu gráðum. Búist er við svipuðu veðri í dag og á morgun. Landsmenn geta síðan átt von á hlýindum um verslunar- mannahelgina þótt örlítið dragi fyrir sól. Nokk- ur úrkoma verður þó, einkum austantil. Sólarþorstanum svalað í Nauthólsvík Morgunblaðið/Ófeigur Glampandi sólskin og hitatölur í hæstu hæðum í gær  Ístak er að breyta sínum gömlu höfuð- stöðvum við Engjateig í sendi- ráð fyrir Banda- ríkin. Unnið er að undirbúningi og framkvæmdir hefjast í haust. Karl Andreassen, framkvæmda- stjóri Ístaks, segir að þetta sé mikið verk, líklega stærsta verkefni Ístaks hér á landi í ár. Framkvæmdir miða meðal annars að því að tryggja ör- yggi sendiráðsins og starfsmanna þess. Fyrirtækið er með nokkur stór verk á Íslandi og er þátttakandi með systurfyrirtækjum í verkefnum er- lendis, m.a. á Grænlandi. »6 Breyta höfuðstöðv- unum í sendiráð „Ég hef ekki séð neitt, hvorki fagleg- ar rannsóknir né af minni klínísku reynslu, sem bendir til þess að það sé skaðlegt fyrir þolendur að tíðniupp- lýsingar birtist,“ segir Þóra Sigríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, um umræður um kynferðisbrot í fjöl- miðlum. Segir hún opna umræðu um kyn- ferðisbrot erfiða en hún sé að sama skapi nauðsynleg. Ítarlegar lýsingar á kynferðisbrotum í fjölmiðlum geti þó verið skaðlegar fyrir þolendur. „Að fram komi ítarlegar lýsingar í fjölmiðlum á einni erfiðustu lífs- reynslu sem fólk hefur upplifað,“ segir Sigríður. Var send heim í leigubíl Í frásögn ungrar konu í Morgun- blaðinu í dag kemur fram að hún tel- ur að sér hafi verið byrluð ólyfjan í miðborg Reykjavíkur um liðna helgi. Að sögn konunnar sögðu lögreglu- menn henni að fara heim í leigubíl í stað þess að beina henni á bráðamót- töku nauðgana á Landspítalanum eins og verklagsreglur lögreglunnar segja til um. »4 og 14 Fréttir af kynferðis- brotatíðni skaði ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.