Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 36
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Fundu skjalatösku fulla af evrum 2. „Þetta er bara svo ósvífið“ 3. Reisi sína eigin farþegabyggingu 4. Apinn í Hveragerði snýr aftur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listasafn Sigurjóns Ólafssonar efnir til aukatónleika í sumar- tónleikaröð sinni í kvöld klukkan 20.30 en þá munu koma fram Anna Jónsdóttir söngrödd, Ute Völker harmonikka og Ursel Schlicht píanó. Þau koma til með að leika íslensk þjóðlög og sönglög eftir Jón Leifs í nýjum búningi. Tónleikarnir bera yf- irskriftina Máninn líður en í tilkynn- ingu segir að upphaf þessa sam- starfs megi rekja til hins óvenjulega og framsækna hundrað daga við- burðar SonicExchange í Kassel í Þýskalandi árið 2012. Þremenning- arnir hafa síðan leitast við að túlka íslenska þjóðlagaarfinn á nýjan og persónulegan hátt. Íslenskur þjóðlaga- arfur hylltur  Gítarleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Indriði kemur fram annað kvöld í Mengi og flytur þar sitt eigið sólóefni. Indriði útskrif- aðist af myndlistarbraut Listahá- skóla Íslands í vor sem leið. Hann er gítarleikari hljómsveitarinnar Muck og hefur undanfarið sinnt eig- in tónsköpun af miklum krafti eins og segir í tilkynningu. Indriði hefur seinustu daga brýnt sverðin á tón- leikaferðalagi um Írland ásamt fríðu föruneyti og ætlar að miklu leyti að styðj- ast við gítarinn sinn og texta- smíðar annað kvöld. Húsið verður opnað klukkan 20 og tónleik- arnir hefjast klukk- an 21. Indriði flytur sólóefni í Mengi annað kvöld Á föstudag og laugardag Norðlæg átt, 5-13 m/s. Rigning norð- austan- og austanlands en líkur á síðdegisskúrum, einkum í upp- sveitum. Hiti 7 til 19 stig, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðaustanátt, 3-13 m/s, hvass- ast við Húnaflóa og suðaustantil. Léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 9 til 20 stig. VEÐUR „Hún er ekkert með alltof mikil læti eða eitthvað svo- leiðis en er samt mjög hress. Hún sér t.d. um tón- listina í klefanum. Þar spilar hún þá tónlist sem er heit- ust hverju sinni og hendir svo í gamla góða Britney Spears-slagara inn á milli,“ segir leikmaður ÍBV um kanadísku knattspyrnukon- una Cloe Lacasse sem hefur leikið mjög vel með liðinu að undanförnu. »4 Hendir í Britney Spears-slagara Irina Sazonova verður fyrsta konan sem keppir fyrir Íslands hönd í fim- leikum á Ólympíuleikum. Hún segist vera tilbúin í slaginn. „Mér finnst að ég eigi eftir að laga nokkrar æfingar en ég er í raun tilbúin. Við eigum smá- tíma eftir áður en mótið hefst og það ætti að vera nægur tími til að fínpússa hreyfing- arnar,“ segir Irina. »1 Irina er tilbúin í slaginn á Ólympíuleikunum Valsmenn eru komnir í bikarúrslit karla í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Selfyssingum fyrir aust- an fjall í gærkvöld, 2:1. Þeir unnu bik- arinn í fyrra, lögðu þá KR-inga að velli, og mæta annaðhvort ÍBV eða FH í úrslitaleik á Laugardalsvellinum laugardaginn 13. ágúst. Selfyssingar léku þarna sinn fyrsta undanúrslita- leik í 47 ár. »2-3 Valsmenn komnir aftur í bikarúrslitaleikinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Dúkkan Lúlla, sem frumkvöðullinn Eyrún Eggertsdóttir hannaði og bjó til, gengur nú kaupum og sölum á Ebay og fleiri uppboðssíðum á allt að 40 þúsund krónur. Dúkkan kostar 70 dollara út úr búð eða um 8.500 krónur. Lúlla fékk gulleggið árið 2011 og þessi litla hugmynd er orðin risastór úti í hinum stóra heimi. „Sendingin sem við bjuggum til núna er þegar uppseld og fer ekki í búðarhillur,“ segir Eyrún en und- anfarna daga hefur hún unnið myrkranna á milli enda rignir fyrir- spurnum hreinlega yfir hana. Hún ætlaði að vera í sumarfríi með börn- unum sínum en vegna vinsælda Lúllu munu börnin fara ein í sveitina með ömmu og afa. Eyrún stofnaði fyrirtækið RóRó árið 2011 og hefur síðan þá þróað dúkkuna, sem er úr bómull, með of- næmisprófaða fyllingu inni í sér og tæki sem spilar upptöku af andar- drætti og hjartslætti. Hún dregur jafnvel lykt af foreldrunum í sig og líkir þannig eftir nærveru foreldr- anna. Þegar uppseld „Þegar ég lagði af stað í þetta ferðalag langaði mig að þróa vöru fyrir börn til að vera hjá þeim þegar foreldrarnir geta það ekki af ein- hverjum ástæðum. Það þróaðist í Lúllu. Þegar kom að því að framleiða dúkkuna í lok árs 2014 fórum við í hópfjár- mögnun á Indiegogo til að framleiða fyrstu 5.000 dúkk- urnar sem komu í september 2015. Þær seldust upp í des- ember og í kjölfarið söfnuð- um við endurgjöf frá not- endum og gerðum ákveðnar breytingar til hins betra. Næsta pöntun var upp á 30.000 dúkkur sem tók tíma að fjármagna en tókst á endanum. Þær eru tilbúnar núna, komu í vöru- húsið okkar á þriðjudag og eru þeg- ar uppseldar.“ Á síðustu tveimur vikum hefur verið fjallað um dúkkuna víða um heim og hún varð nokkurs konar internetæði því varla er hægt að fletta erlendum netmiðlum án þess að rekast á umfjöllun um dúkkuna. „Þetta ævintýri hefur farið fram úr björtustu vonum og umfjöllunin er mun meiri en ég átti von á. Síðustu þrír dagar hafa verið ansi fjörugir,“ segir Eyrún en næturnar hafa verið langar hjá henni vegna tímamis- munar og hefur hún yfirleitt lagst á koddann um fimmleytið. „Við sem stöndum að dúkkunni horfum bara á þessa umfjöllun gerast héðan frá Ís- landi. Hoppum frá einum miðli yfir á annan.“ Lítil hugmynd orðin risastór  Dúkkan Lúlla seldist á um 40 þúsund á Ebay Morgunblaðið/Ófeigur Frumkvöðull Eyrún Eggertsdóttir fékk hugmyndina að dúkkunni árið 2011 og hefur hún fengið byr í seglin að undan- förnu. Dúkkan hennar er uppseld og er næsta sending væntanleg í september en hægt er að bjóða í dúkkuna á Ebay. Eyrún hefur þegar haft sam- band við birgi sinn um að framleiða þurfi fleiri dúkk- ur og er sú pöntun einnig upp á 30 þúsund dúkk- ur. „Ég sendi birginum mínum þau skilaboð að nú ríkti neyðar- ástand og ég þyrfti að framleiða fleiri dúkkur. Hann var ánægð- ur að heyra það. Sá kannski ekki fyrir sér að einhver stelpa frá Íslandi yrði stór viðskiptavinur en þjónustan hefur breyst síðustu daga og viðmótið. Allt teymið er komið í þessa framleiðslu og öllum skilaboðum er svarað um leið. Hann ætlar að flýta fram- leiðslunni og stytta fram- leiðslutímann um einn þriðja þannig að nýjar dúkkur, 30 þúsund stykki, verða vonandi tilbúnar í lok september,“ segir Eyrún. 30.000 dúkkur í september ÖNNUR RISAPÖNTUN ÞEGAR KOMIN Í FERLI Dúkkan Lúlla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.