Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 29

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það hefur ekkert upp á sig að stytta sér leið til lausnar mála. Næstu vikur eru upplagðar til þess að sækja námskeið eða setjast á skólabekk. 20. apríl - 20. maí  Naut Hamingjan er alls staðar handa þér í dag. Byrjaðu strax á því að ræða málin við þá, sem geta liðsinnt þér við að ryðja brautina í verkefni sem brennur á þér að hefja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þráir athygli og færð hana svo sannarlega. Góður vinur kemur þér á óvart og færir þér góðar fréttir. Ekki er allt með felldu á vinnustaðnum. Gerðu þitt til að laga það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Velgengni þín að undanförnu veldur þér gleði en einhverjir öfundast yfir henni. Dagurinn í dag er tilvalinn til að biðja um hluti eins og lán, leyfi eða hvaðeina annað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu óhrædd/ur við að blanda þér í umræður annarra um þau mál sem þér eru hjartfólgin. Reyndu að meta þá sem standa þér næst því þú munt þarfnast þeirra þegar þú eldist. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki láta hatursmenn slá þig út af lag- inu. Sú fjárfesting sem þú hefur nýlega stokk- ið á mun fljótt skila arði. Notaðu daginn til þess að skipuleggja þig betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Framtíðaráætlanir tengdar menntun borga sig. Láttu andstöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót. Einhver ókunnugur gæti lagt fyrir þig verkefni sem þú munt leysa með glæisbrag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það gerir bara illt verra að draga sig enn lengra inn í skelina. Búðu þig undir það versta, þá kemur ekkert þér á óvart. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólk er æst í að eiga við þig sam- skipti. Tilveran er stundum grá en alltaf koma fallegir litir á hana inn á milli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn í dag mun að líkindum einkennast af spennu og átökum á heimili. Láttu samt ekki vaða yfir þig. Haltu áfram með það sem skiptir þig máli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú skaltu taka þér tak og fylgja öllum reglum út í æsar. Skildu fordómana eftir heima, þeir flækjast bara fyrir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt samvinna með öðrum sé ekki alltaf auðveld ertu tilneydd/ur til að halda það út. Einhver stendur fyrir skemmtilegri uppákomu í vinnunni og þú átt svo sannar- lega skilið að skemmta þér. Sigurlín Hermannsdóttir yrkirum „Heilsufarið í Koti“: Karlinn sem bjó uppi á klakanum var kvalinn og þjáður af rakanum og kerling með verki því víst bar þess merki að í sextíu ár sat hún á hakanum. Og enn yrkir hún á Boðn- armiði: Þorvaldur sagði oft: þarnana, við þurfum að hugsa um kjarnana. Er hitti hann Önnu, það orð voru að sönnu en þá var hann búinn að barn’ana. Hreinn Guðvarðarson vissi sínu viti: Bölvaður asninn að barn’ana betra að grípa til varnanna því svoleiðis má setja upp á toppinn í upphafi tarnanna. Gylfi Þorkelsson var á ferð í Flóanum: Áði hjá Urriðafossi (ekki þó ferðast á hrossi). Þá spurn nú fram ber sem brennur á mér: Líður að kveðjukossi? Guðmundur Stefánsson svaraði: Ekki verður brögnum byrði að beisla þennan foss. En hinsta kveðja eflaust yrði ansi blautur koss. Og Guðrún Bjarnadóttir greip tækifærið og lék sér með rím og hljóm: Að kyssa fossa er klossað, þó kannski tosist fólk hissa þangað þesslega bossað að þyki vissara að pissa. Gylfi Þorkelsson kom víðar við á Suðurlandi: Vel haldinn, úr hungri ei dey og á Hótel Dyrhólaey engu ég kvíði þó kvöldverðar bíði því allt er í harðindum hey. Og hreifst af fegurð staðarins: Um er að litast, ládauður sjór, lyfta sér drangar úr hafi. Himinninn falinn, fuglinn er rór, fjaran skreytt öldunnar trafi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limrur enn og náttúrufegurð Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir STUNDUM ÞEGAR ÞÚ ERT LANGT NIÐRI… ÉG MEINA, VIRKILEGA LANGT NIÐRI… FINNURÐU KÖKU! HEFURÐU TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ ÞVÍ LENGUR SEM VIÐ ERUM SAMAN, ÞVÍ SAMRÝNDARI VERÐUM VIÐ? JÁ, ÉG HEF TEKIÐ EFTIR ÞVÍ! „HANN ER EKKI AÐ REYNA AÐ FORÐAST ÞIG. HANN ER BARA Á ANNARRI LÍNU.“ „HVER HELDUR ÞÚ AÐ VILJI DREKKA ÞETTA?“ …að finna heitan andardrátt hans aftan á hálsinum þínum VÍNGERÐ Víkverji er að reyna, eins og svo oftáður, að taka sig á. Hefur hann í því skyni byrjað að hlaupa úti allt að þrisvar í viku, með hjálp þar til gerðs „Apps“ í símanum sínum. Appið lofar því að með notkun þess geti algjör byrjandi hlaupið fimm kílómetra eft- ir átta vikur. Víkverji á nú bara tvær vikur eftir, en hlaupin eru farin að taka nokkuð á. x x x Forritið er annars alveg skemmti-lega „bandarískt“ ef svo má að orði komast. Víkverja brá til dæmis í brún í fyrsta hlaupinu sínu, þegar allt í einu gall kvenmannsrödd í símanum sem sagði á ensku að Víkverji væri að standa sig frábærlega! Víkverji var þarna varla kominn út úr búnings- klefanum og strax farinn að fá já- kvæða hvatningu. Svipuð hvatning- aróp heyrðust þegar Víkverji var hálfnaður með hlaupið og síðan rétt áður en síðasta sprettinum lauk. x x x Víkverji sér reyndar mjög lítinnmun á ytra byrði sínu þrátt fyrir hlaupin. Líklega er það eitthvað tengt því að hann hefur varla breytt mataræði sínu svo neinu nemi, því sama og skilaði honum í netta yfir- þyngd. Engu að síður finnur Víkverji mun á sér við ólíklegustu aðstæður. x x x Hann ákvað til dæmis að taka þátt ívinnustaðafótboltanum á ný, eft- ir fulllanga fjarveru. Víkverji komst þar að því, sér til mikillar ánægju, að hann gat hlaupið lengur og betur en áður, sem hafði tiltölulega jákvæð áhrif á frammistöðu hans í boltanum. Hlaupin voru greinilega að skila sér í auknu þoli. x x x Víkverji var hins vegar ekki lengi íparadís. Um miðbik boltans kom hár skallabolti inn í teiginn sem Vík- verji hugðist skalla í burtu. Mark- vörðurinn hugðist kýla hann í burtu. Þeim viðskiptum lauk með því að Víkverji fékk hné í rifbeinin og sport- ar nú vænum marbletti á síðunni. Hann getur greinilega ekki hlaupið undan öllu. víkverji@mbl.is Víkverji Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- líft líf. (Jóh. 3:16) mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.