Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ógnaröldríkir nú íEvrópu. Hin skelfilega árás á kirkju í Normandí í fyrradag, þar sem prestur var skorinn á háls, markaði sjötta hryðju- verkið sem framið hefur ver- ið í Frakklandi og Þýska- landi á síðustu tveimur vikum og hið fimmta sem hægt var að rekja með ein- hverjum hætti til hryðju- verkasamtakanna Ríkis ísl- ams. Hafa má í huga, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Evrópa stendur frammi fyr- ir hryðjuverkavá. Hreyf- ingar anarkista voru til að mynda skæðar víða á 19. og framanverðri 20. öld, og í umróti kalda stríðsins spruttu upp margar hryðju- verkahreyfingar um Vestur- Evrópu, sem höfðu einhver tengsl eða hugmyndafræði- lega samleið með Sovétríkj- unum. Rauðu herdeildirnar á Ítalíu, Baader-Meinhof í Þýskalandi og Írski lýðveld- isherinn í Bretlandi, svo dæmi séu nefnd, áttu þannig í áralangri baráttu, sem kostaði fjölda mannslífa. Flestar fjöruðu þessar hreyfingar út fljótlega eftir fall Sovétríkjanna, eða sótt- ust eftir friðsamlegri lausn- um á baráttumálum sínum. Á sama tíma urðu ríki Evrópu færari í að takast á við og berjast gegn hryðju- verkavánni. Leyniþjónustur ríkjanna gátu njósnað um hreyfingarnar og reynt að trufla starfsemi þeirra innan frá, auk þess sem eftirlit með slíkum samtökum varð fullkomnara. Skotmörk samtakanna urðu fyrir- sjáanlegri og í sumum til- fellum sýndu þau þá kurteisi að hringja á undan sér til þess að reyna að draga úr mannfalli. Árásir síðustu vikna falla í annað mót en það sem tíðk- aðist á tímum kalda stríðs- ins. Allar árásirnar eiga það sameiginlegt að ofbeldis- mennirnir hafa verið „ein- stæðingar“ eða „einmana úlfar“, sem skipuleggja og fremja glæp sinn einir síns liðs, eða í mesta lagi með fá- einum öðrum, án neinna beinna tengsla við stærri samtök. Það er illmögulegt að verj- ast slíkri vá, því að samhliða þeirri breytingu, að „ein- stæðingarnir“ fremja illvirki sín í nafni hinna stærri samtaka frekar en að sam- tökin sjálf standi að þeim með beinum hætti, hefur þröskuldur ofbeldisins lækkað svo um munar. Allir eru ásættanleg skotmörk, og nánast engin leið er að segja til um hvar næsti ofbeldis- maður ákveður að láta til skarar skríða, þó að vissu- lega megi greina ákveðin mynstur í árásunum. Þá er ekki víst að þær lausnir sem helst myndu duga séu ásættanlegar fyrir samfélög sem vilja vera opin og frjáls. Þýsk yfirvöld ætla sér nú til að mynda að auka eftirlit á flugvöllum og lest- arstöðvum við suðurlanda- mæri Þýskalands, en ill- mögulegt er að ætla sér að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð við Würz- burg, þar sem unglingur með sveðju réðst á farþega í lest, nema með öryggisleit á borð við þá sem tíðkast á flugvöllum. Slíkt myndi gera lestarsamgöngur mjög tíma- frekar og óhagkvæmar, að því ónefndu að þá myndu árásarmennirnir aðeins færa sig annað þar sem fólk kemur saman. Þá er oft erfitt að ætla sér að greina fyrirfram hvaða einstaklingar það eru, sem líklegir eru til þess að valda nærumhverfi sínu skaða. Eftir á er oft hægt að benda á atriði, líkt og að viðkom- andi hafi tekið út ákveðnar bækur á bókasafni, eða spil- að tiltekna gerð tölvuleikja, eða leitað að vissu efni á net- inu. Gallinn er bara sá, að fjölmargir aðrir einstakling- ar lesa sömu bækur og fara á sömu heimasíður án þess að þeir grípi til ofbeldis eða hafi nokkurn hug á að gera það. Niðurstaðan gæti orðið óbærilegt þjóðfélag, ef vest- ræn ríki færu að herða eft- irlit sitt með „hugrenninga- glæpum“ af því tagi. Í millitíðinni er þó eitt, sem gæti komið að einhverju haldi. Líkt og starfsemi hryðjuverkasamtakanna fjaraði út eftir fall Sovétríkj- anna, eru ágætar líkur á að draga myndi úr árásum „einstæðinganna“ ef þeir hefðu ekki lengur beina hvatningu til ofbeldis frá Ríki íslams. Endalokum samtakanna þarf því að flýta svo sem auðið er. Hvernig á að takast á við hina nýju vá?}Skálmöld í Evrópu U ppátækið þótti álíka fáránlegt og að ætla sér að reisa stiga til tunglsins. Fyrir 150 árum var fyrsti sæstrengurinn lagður yfir Atlantshafið. Verkið var einka- framtak og hafði ekki gengið áfallalaust. Marg- ir töpuðu háum upphæðum. En þegar því lauk 27. júlí 1867 hafði tónninn breyst og nú töluðu fjölmiðlar um áttunda undur veraldar. Sæstrengurinn breytti heiminum. Nú mátti á augabragði senda símskeyti yfir Atlantshafið og eiga samskipti, sem áður tóku marga daga. Í upprifjun þýska vikublaðsins Die Zeit á þess- um tímamótum kemur fram að í lok næsta ára- tugar hafði verið lagt net kapla frá Evrópu til Indlands, Suðaustur-Asíu, Ástralíu, Róm- önsku-Ameríku og Suður-Afríku. Um aldamótin 1900 voru komnir 12 kaplar yfir Atlantshafið. Í fyrstu var aðeins hægt að senda nokkur skeyti á dag um Atlantshafsstreng- inn, en tækninni fór fram. Árið 1869 var 321 skeyti sent á viku, en 1903 fóru 10 þúsund sendingar á dag yfir hafið. Þetta voru tímamót í viðskiptum og samskiptum þjóða. Var talað um að nú væri fréttaflutningur ekki lengur háð- ur því hversu hratt sá sem flytti fréttirnar kæmist yfir. Tekist hefði að leysa upp tíma og rúm. Í Die Zeit er rifjað upp að Napóleon III. Frakklands- keisari hafi fagnað þessum tímamótum vegna þess að nú mætti leiðrétta allan misskilning í samskiptum þjóða með einu símskeyti. Heimsveldi sáu í sæstrengnum tæki til að auðvelda stjórn nýlendna, en símskeytatæknin og sækapl- arnir nýttust einnig þeim, sem börðust gegn nýlenduveldunum. Seinni tíma hagfræðingar hafa sagt að með sæstrengnum hafi grunnurinn verið lagður að kapítalismanum. Hægt var að senda upplýs- ingar um gengi hlutabréfa í kauphöllum og markaðsverð á hrávöru um allan heim nánast í rauntíma. Þetta gerbreytti forsendum versl- unar og viðskipta. Hrifningin fyrst eftir að sæstrengurinn var lagður kann að kalla fram bros þegar svo er komið að hver einasti jarðarbúi getur verið í beinni útsendingu öllum stundum þannig að allir jarðarbúar geti fylgst með hafi þeir áhuga. Hins vegar eru engar ýkjur að halda því fram að með þessum þrjú þúsund kíló- metra sæstreng hafi heimurinn byrjað að skreppa saman fyrir alvöru og má spyrja hvort þessi tímamót hafi verið meiri bylting en tilkoma netsins. Talað er um að félagsvefurinn Twitter, sem leyfir aðeins 140 slög í færslu, sé frumkvöðull hins knappa stíls, en hann kom til sögunnar löngu áður eins og orðið símskeyta- stíll ber vitni. Hvert orð í símskeyti kostaði skildinginn og því lítið svigrúm fyrir þrotlausar vífillengjur og málaleng- ingar. Síðar kom hin þráðlausa tækni til sögunnar og dró þá úr mikilvægi sæstrengjanna í samskiptum. Ekki má hins vegar gleyma því að þeir gegna enn stóru hlutverki í að flytja gögn og upplýsingar landa í millum, einni og hálfri öld síðar. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Áttunda undur veraldar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Við erum að undirbúa tökurá Game of Thrones semverður mjög líklega tekinupp í vetur,“ segir Einar Sveinn Þórðarson, meðeigandi í Pegasus, sem er eitt af mörgum ís- lenskum fyrirtækjum sem hefur gengið vel í því að þjónusta erlend kvikmyndaframleiðslufyrirtæki hér á landi. „Svo bíðum við eftir því að sjá hvort Fortitude-sjónvarpsþætt- irnir verði áfram í framleiðslu, okkur hefur gengið vel með þá vinnu. En í augnablikinu erum við að vinna við bandarískar auglýsingar. Það er reyndar orðið vandamál í dag að núna er erfitt að fara með stóran hóp út á land uppá að koma fólki fyrir á sama gististað. Meira að segja þótt það séu smærri hópar einsog 15 manns. Við vorum með þannig smá hóp í ljósmyndaverkefni fyrir nokkrum vikum og þurftum að dreifa fólki um sveitina til að það gæti sofið.“ Frá hálfum til fimm milljarða Þau fyrirtæki sem hafa verið fremst í að aðstoða erlend fyrirtæki eru Truenorth, Saga Film og Pegas- us. Veltan hjá þessum fyrirtækjum getur rokkað mjög milli ára, sér- staklega hjá Truenorth sem ein- blínir á þessa þjónustu, en hin tvö fyrirtækin eru líka töluvert í ís- lenskri framleiðslu. Hjá Truenorth getur veltan verið nálægt hálfum milljarði eitt árið en um fimm millj- arðar þegar vel gengur. Þannig verða þessi fyrirtæki að vera einsog harmonikka á mark- aðnum. Saga Film var að ljúka við að- stoð við norska raunveruleikaþætti sem nefnast Super Human og skilaði fyrirtækinu yfir hundrað milljónum í kassann. Forstjóri fyrirtækisins, Guðný Guðjónsdóttir, segir að það sé ekki bara náttúran sem dregur að. „Það kemur tvennt annað til sem er mikilvægt og það er endurgreiðsl- an og reynslumikið fólk í bransanum á Íslandi.“ En fram til þessa hefur verið 20% endurgreiðsla úr ríkissjóði en nýlega voru samþykkt lög sem leyfa 25% endurgreiðslu úr ríkissjóði. Þau lög munu taka gildi um áramót. Fæst erlendu fyrirtækjanna myndu koma með framleiðslu sína hingað ef ekki væri fyrir þessa end- urgreiðslu en flest lönd í kringum okkur bjóða upp á endurgreiðslu, Ír- land býður uppá 32% og mörg lönd hafa lengi verið með 25%, einsog Kanada, Nýja-Sjáland og Bretland. „Áhuginn hefur aukist mikið undanfarin ár,“ segir Guðný hjá Saga Film. „Mér sýnist hann ekki vera að minnka. Krónan er að styrkjast en aftur á móti er endur- greiðslan að hækka. Ég var í Los Angeles um dag- inn að hitta stóru stúdíóin og þau voru mjög áhugasöm. Ísland er ennþá mjög vinsælt.“ En þetta gengur ekki bara út á stóru verkefnin? „Nei, alls ekki. Við erum núna að vinna með nokkrar bandarískar auglýsingar en erum að fara að ein- beita okkur að íslenskum sjónvarps- þáttum í vetur, sem skrifaðir eru af Stellu Blómkvist. Ferðamálastofa lét gera könnun á því hvers- vegna ferðamenn veldu Ís- land sem áfangastað. 20% þátttakenda sögðu að það væri vegna þess að þau hefðu séð íslenska nátt- úru í bíómynd, sjónvarps- þáttum eða auglýsingum.“ En þess má geta að tekjur af ferðamönnum fara að nálgast 400 milljarða á ári. Miklar sveiflur á tekjum að utan Hollywood Myndin um Mitty er ein af þeim sem hefði aldrei komið til Ís- lands nema út af endurgreiðslunni sem mun aukast úr 20% í 25% í lok árs. Upphaflega var gert ráð fyrir því að aðeins erlend verkefni fengju endurgreitt 20% af framleiðslu- kostnaði en síðan fékk íslensk kvikmyndagerð inngöngu í kerfið árið 2001. Þetta er búið að taka langan tíma að fá erlendu verkefnin inn í landið og flestir tala um að þetta hafi fyrst hafist árið 2012. Árið 2013 var síðan stóra Hollywood- árið þegar Interstellar, Oblivion, Noah, Thor II, Mitty og fleiri bandarísk verkefni komu til landsins. Fyrir utan hvað framleið- endur og framkvæmda- stjórar myndanna hafa verið ánægðir með sam- starfið við ís- lensk fyrir- tæki má ekki gleyma aug- lýsingamætti stórstjarn- anna á meðal aðdáenda sinna, en hann er gríð- arlegur. Stórstjörnur ánægðar HOLLYWOOD HEILLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.