Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 13
„þarna kemur hún, hvað þykist hún
vera.““
Og hún getur ekki varist hlátri.
Ekki hafa þó allir sýnt leik hennar í
Fórninni slíkt fálæti í áranna rás. „Það
er sama hvert leitað er og hverju
framvindur, enginn Íslendingur hefur
náð lengra í kvikmyndum en Guðrún
S. Gísladóttir. [...] Guðrún lék stórt
hlutverk í mynd eftir einn af hinum al-
gjöru stórmeisturum kvikmyndanna
fyrr og síðar. Manni sem á heima á öll-
um topp tíu listum yfir mestu kvik-
myndaleikstjóra allra tíma, nei – á
topp fimm listanum. Andrei Tar-
kovskí,“ skrifaði Egill Helgason á
bloggi sínu, Silfri Egils, í ársbyrjun
2014 þegar Kvikmyndasafn Íslands
sýndi Fórnina í Bæjarbíói.
Ævintýri og lífsreynsla
„Mér finnst ég hafa dottið í
lukkupottinn að hafa fengið tækifæri
til að vinna með þessum manni og
kynnast öllu því góða fólki, sem að
myndinni stóð, og bjó í sátt og sam-
lyndi í Ljugarn. Við fengum marga frí-
daga því tökur helguðust af veðri, sól
og skýjafari. Þetta var allt saman heil-
mikið ævintýri og lífsreynsla, sem hef-
ur komið mér að góðum notum æ síð-
an. Ég hef oft hugleitt boðskapinn í
þessari mynd, sem er gríðarlega
margræð, en verð að viðurkenna að ég
hef fengið meira krefjandi hlutverk,
enda leikhúsið mun strangara listform
að mínu mati,“ segir Guðrún, sem
sagði einhverju sinni í viðtali að líklega
hafi hún fengið hlutverk Maríu út á
andlitið. Freknurnar, giskaði hún á.
„Vinur minn, Lárus Ýmir
Óskarsson, leikstjóri í Svíþjóð, var
beðinn um að senda myndir af íslensk-
um leikkonum til Tarkovsky, sem síð-
an valdi mig af einhverjum ástæðum
úr bunkanum. Ég var enginn sérfræð-
ingur í Tarkovsky en hafði séð Andrei
Rublev og Stalker, sem höfðu mikil
áhrif á mig og ég get enn þá horft á
aftur og aftur. Fórnina hef ég ekki
horft á nema svona þrisvar, en þarf að
fara að gera bragarbót þar á.“
Guðrún þvertekur fyrir að ástæð-
an sé sú að Fórnin sé einfaldlega leið-
inleg og einungis fyrir þröngan hóp
kvikmyndaáhugamanna. „Hún er
náttúrulega drungaleg, tónuð niður í
litum og afar hæg, en Tarkovsky sagði
sjálfur að sér væri alveg sama þótt
fólk sofnaði yfir henni. Þótt hún María
mín sé af hinu góða og bjargi heim-
inum, hvorki meira né minna, er hún
döpur og til baka eins og sagt er,“ seg-
ir Guðrún.
Fornminjar og friðland fugla
Talið berst aftur að Gotlandi og
dvöl hennar þar fyrr og nú. „Fórnin er
stundum ranglega sögð tekin á Fårö,
þar sem Ingmar Bergman bjó, en
sannleikurinn er sá að Tarkovsky var
synjað um leyfi til myndatöku því her-
inn var þar með bækistöðvar. Eftir
töluvert stapp fékk hann leyfi fyrir
tökum á Närsholmen, sem er mýr-
arfláki og friðland fugla. Hinum megin
við sundið var svo Bergman, sem
sagður var njósna um okkur, en þeir
Tarkovsky höfðu sem leikstjórar mikl-
ar mætur hvor á öðrum. Við Vera
bjuggum í Visby, sem á árunum áður
var mikil verslunarborg og ein lyk-
ilborg Hansasambandsins. Við fórum
um helstu söguslóðir Fórnarinnar í
fylgd Ingelu og aukinheldur til Fårö,
en þangað hafði ég ekki komið áður.
Töluvert hafði breyst á þessum þrjátíu
árum. Gotland er mikil sumarleyfisp-
aradís þar sem ríkir Svíar eiga sum-
arhús og unga fólkið frá Stokkhólmi
kemur gjarnan á skútum foreldra
sinna og djammar í höfninni. Öðru
megin á eyjunni er stundaður fjárbú-
skapur og þar hafa fundist miklar
fornminjar. Hermt er að bændur megi
ekki stinga niður skóflu án þess að
rekast á víkingagrafir og verðmæti.
Hinum megin eru miklar kalksteins-
námur og þar er „bláa lón“ þeirra Got-
lendinga, sem við böðuðum okkur í,“
upplýsir Guðrún, sem vel gæti hugsað
sér að dvelja aftur sumarlangt á eyj-
unni – ef hún væri ekki þannig gerð að
vilja alltaf vera heima á Íslandi á
sumrin.
Þótt hlutverk í Tarkovsky-mynd
fyrir þrjátíu árum hafi ekki leitt til
fjölda atvinnutilboða í útlöndum,
muna margir eftir Maríu hans Tar-
kovsky. Líka aðstandendur hinnar ár-
legu Tarkovsky-kvikmyndahátíðar í
Rússlandi, sem fyrir nokkrum árum
buðu Guðrúnu að vera dómari á hátíð-
inni. „Ég mátti taka með mér gest og
bauð Veru með mér. Við erum svo
hrifnar af Rússum...“ segir Guðrún.
Gotlandið góða F.v. Vera spókar sig í Visby, höfuðstað Gotlands, Guðrún við dranga á eyjunni Fårö, og þær mæðgur í bláa lóninu á Gotlandi.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
Tveir spennandi kostir
CLA og CLA Shooting Break
Mercedes-Benz CLA er góður kostur fyrir fólk á ferð og flugi.
Einstaklega öflugur, sportlegur og skemmtilegur í akstri en jafnframt
eyðslugrannur og umhverfismildur. Hann fæst í ótal útfærslum, t.d.
framhjóladrifinn eða með 4MATIC fjórhjóladrifinu, einnig með
aukabúnaði við hæfi hvers og eins. Fyrir þá sem þurfa meira rými er
Shooting Brake hlaðbaksútfærslan kjörin.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
CLA 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu
Verð frá 5.500.000 kr.
Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri
CLA 180 Shooting Brake með 7 þrepa sjálfskiptingu
Verð frá 5.600.000 kr.
Eyðir frá 4,2 l/100 km í blönduðum akstri
Rússneski kvikmyndaleikstjórinn
Andrei Tarkovsky (1932-1986)
gerði sjö
kvikmyndir í
fullri lengd.
Fyrstu fimm
í Sovétríkj-
unum; Æska
Ívans (1962),
Andrei Ru-
blev (1966),
Solaris
(1972), Mir-
ror (1975) og
Stalker (1979). Síðan Nostalghia
(1983) á Ítalíu og Fórnina (1986) í
Svíþjóð. Tarkovsky þótti fara
óhefðbundnar leiðir, en dulúð,
háspekilegar vangaveltur,
draumkennt myndmál og óvenju-
lega löng skot einkenna myndir
hans.
Fórnin fjallar um fyrrum leik-
ara og viðbrögð hans þegar
fregnir berast af að gjöreyðing-
arstríð sé í aðsigi. Leikarinn bið-
ur til guðs í fyrsta skipti á ævinni
og til að afstýra vánni heitir hann
því að hafna fjölskyldu sinni og
öllu því sem honum er kært. Vin-
ur hans sem kann sitthvað fyrir
sér í dulrænum fræðum segir að-
eins eitt ráð í stöðunni. Hann
verði að sofa hjá vinnukonunni
Maríu frá Íslandi, hún búi yfir
dulrænum krafti sem bægt geti
voðanum frá. Hann fer að þess-
um ráðum og þegar hann vaknar
daginn eftir er allt eins og ekkert
hafi í skorist. Þar með er þó ekki
öll sagan sögð.
Háspeki
og dulúð
ANDREI TARKOVSKY
Andrei Tarkovsky