Morgunblaðið - 28.07.2016, Side 21

Morgunblaðið - 28.07.2016, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 ✝ Sigurlaug Pét-ursdóttir fædd- ist á Fremstagili í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu 19. júní 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 17. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru Valdís Eme- lía Valdimarsdóttir frá Ási í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, f. 3. okt. 1908, d. 13. júlí 1939, og Pétur Einarsson, bóndi á Fremstagili, f. 18. janúar 1906, d. 14. september 1941. Sigurlaug ólst fyrstu árin upp á Ási í Vatns- dal en síðar hjá Steinvöru H. Benónýsdóttur, f. 1888, d. 1974, og Sigurði Pálmasyni, f. 1882, d. 1972, kaupmannshjónum á Hvammstanga. Bróðir Sigur- laugar sammæðra var Guð- mundur Ólafsson Þorbjörnsson, f. 1937, d. 1942. Systkini Sigur- marssyni, börn þeirra eru Eva, f. 2004, Valdimar Darri, f. 2008, og Elvar, f. 2011. 2) Gréta R. Snæ- fells, f. 13. mars 1953. Börn henn- ar eru a) Björgvin Herjólfsson, f. 27. júní 1974, börn hans Kristó- fer Örn, f. 2004, Tinna Sól, f. 2010, og Agla Björg, f. 2012, og b) María Svava Snæfells, f. 21. mars 1979, hennar börn Alma, f. 1999, og Valdimar Örn, f. 2001. Seinni maður Sigurlaugar var Björgvin Vilmundarson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, f. 28. júní 1934, d. 22. feb. 2001. Sonur þeirra er Björgvin Vilmundur, f. 26. júní 1963, kvæntur Ölmu Björk Guttormsdóttur, hjúkr- unarfræðingi. Börn þeirra eru Arna Björk, f. 1. júlí 1990, Björg- vin Andri, f. 22. mars 1994, Davíð Hrafn, f. 7. febrúar 1997, og Guttormur Arnór, f. 21. sept. 2005. Ung fluttist Sigurlaug til Reykjavíkur þar sem hún starf- aði við verslun og þjónustu uns hún gerðist húsmóðir í fullu starfi. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykja- vík, fimmtudaginn 28. júlí 2016, kl 13.00. laugar samfeðra eru Einar Péturs- son, verktaki, f. 1936, Þóra, búsett í Bandaríkjunum, f. 1938, og Ragnheið- ur, f. 1940, d.1962. Fyrri maður Sigurlaugar var Reimar Snæfells, símaverkstjóri, f. 26. júní 1930, d. 17. maí 2014. Þau skildu. Börn þeirra: 1) Pétur Reimarsson, f. 9. mars 1951, kvæntur Heru Sigurðardóttur og er sonur þeirra Guttormur, f. 9. jan. 2000. Börn Péturs af fyrra hjónabandi með Ernu Indriða- dóttur eru a) Frosti, f. 1. des. 1971, b) Reimar, f. 14. nóv. 1972, kvæntur Björgu Vigfúsdóttur, börn þeirra eru Pétur Goði, f. 2006, Erna María, f. 2008, og Þór, f. 2010 og c) Valva, f. 23. jan. 1975, gift Valdimar Þór Valdi- Fyrir rúmlega 70 árum gekk fullorðin kona, sem leiddi litla stúlku sér við hönd, að húsi Sig- urðar Pálmasonar á Hvamms- tanga. Stúlkan var með ljósar fléttur sem var brugðið um höf- uðið. Hún var búin að missa móð- ur sína og Sigurlaug amma henn- ar og nafna frá Ási í Vatnsdal, var búin að koma henni í fóstur hjá kaupmannsfjölskyldunni. Þegar hún var 12 ára lést faðir hennar einnig. Sú sára reynsla fylgdi henni alla ævi að hafa misst for- eldra sína svona ung. Sigurlaug var á Hvammstanga til 16 ára aldurs. Hún átti gott með að læra og fósturforeldrar hennar vildu kosta hana til náms. En hún vildi standa á eigin fótum, hélt til Reykjavíkur, fékk sér vinnu og sá um sig sjálf upp frá því. Hún var harðdugleg, vel gefin, skemmtileg og einstaklega orðheppin. Rúmlega tvítug hitti hún Reim- ar Snæfells. Þau giftu sig og eign- uðust tvö börn. Hún sagði ein- hvern tíma í gríni að þau hefðu bæði verið svo stríðin að hjóna- bandið hefði ekki gengið upp. Eft- ir að þau skildu bakaði Sigurlaug um tíma hafrakex og seldi í búðir til að sjá sér og börnunum far- borða. Kvöld eitt fór hún ásamt vinkonu sinni á skemmtistað. Þá settist við borðið hjá þeim maður. Það var Björgvin Vilmundarson, sem Sigurlaug giftist nokkru síð- ar. Þau eignuðust einn son. Þar sem foreldrar hennar höfðu látist ungir hafði hún mestar áhyggjur af því að henni myndi ekki endast aldur til að sjá yngsta drenginn sinn fermast. Þær áhyggjur reyndust sem betur fer ástæðu- lausar. Sigurlaug var af þeirri kynslóð kvenna sem helguðu fjölskyldunni líf sitt og krafta. Hún var mynd- arleg húsmóðir og hörkukokkur. Þau Björgvin bjuggu lengi í stóru húsi á Hávallagötunni, þar sem hún stjórnaði öllu innanstokks eins og herforingi. Hann kallaði hana SP. Hún las öll blöð og virtist hlusta á allt í útvarpinu. Ef ein- hver í fjölskyldunni þurfti upplýs- ingar um eitthvað sem var að ger- ast, hvort sem það voru úrslit í íþróttaleik, mataruppskriftir eða eitthvað annað, var bara að hringja á Hávallagötuna. Sú sem þar réð ríkjum hafði svörin. Þau Björgvin voru miklir félagar og yf- irleitt kom hann heim í mat í há- deginu. Sigurlaug var örlát móðir, tengdamóðir og amma. Sigurlaug og Björgvin ferðuð- ust víða um lönd og byggðu sér sumarbústað á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Hún var litrík kona, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Rauður var hennar uppáhaldslitur. Hún átti gott líf en tókst einnig á við ýmsa erfiðleika um dagana. Hún eignaðist margt veraldlegra muna, en kannski var það dýrmætast póstkortið, sem Pétur faðir hennar sendi henni frá útlöndum þegar hún var barn. Hún geymdi það í læstu skattholi og handlék það eins og dýrgrip þegar hún sýndi mér það. Það var Sigurlaugu mikið áfall þegar Björgvin féll frá langt fyrir aldur fram. Eftir það fór að bera meira á veikindum sem hún hafði átt við að stríða og að lokum flutt- ist hún á hjúkrunarheimilið Sóltún þar sem hún dvaldist síðustu árin. Ég kveð Sigurlaugu með söknuði og þakklæti fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á og sendi ást- vinum hennar samúðarkveðjur. Erna Indriðadóttir. Sigurlaug Pétursdóttir frænda sínum Ingimundi Stefáns- syni, kennara mínum og fjöl- skylduvini í Bolungarvík. Tilgang- urinn var að ræða rústir á Hnausum. Sumar þeirra í Hvannakeldurofi höfðu komið í ljós þegar Eldvatnið breytti um farveg og skolaði ofan af þeim margra mannhæða þykku sand- lagi sem þær höfðu einhvern tím- ann í fornöld grafist undir í Kötlu- hlaupi. Það var trú Vilhjálms að þetta væri ævaforn byggð mun eldri en norrænt landnám. Þar hafði Ingimundur fundið brot af keri sem send voru Þjóðminja- safni. Margar vísbendingar eru um að kenningar Vilhjálms um forna byggð í Meðallandi séu rétt- ar, sem tíminn muni leiða í ljós. Nokkra leiðangra fórum við sam- an ásamt góðu fólki og skoðuðum þennan stað og ávallt var notið gestrisni og höfðingsskapar hins aldna höfðingja á Hnausum. Vilhjálmur var stórtækur í gjöf- um sínum og gaf nú síðast fyrir andlát sitt Landgræðslu ríkisins jörðina Hnausa og veiðihlunnindin í Eldvatninu. Hugmyndir höfðu verið ræddar um að koma upp rannsóknarsetri í náttúrufræði, sagnfræði og stað fyrir rithöfunda í Hnausabænum til minningar um hann og foreldra hans. Vonandi er að nýir eigendur beri gæfu til að forðast græðgisvæðinguna og nýti þessa góðu gjöf til góðra verka í anda Vilhjálms Eyjólfssonar. Þorvaldur Friðriksson. Villa kynntist ég ung að árum en varla þó viðræðuhæf fyrir bernsku sakir. Síðan var það þeg- ar við fjölskyldan fluttumst í Hveragerði fyrir 18 árum að kynni okkar Villa tóku að endurnýjast. Hér hafði hann oft komið við, en nokkuð var um að Vestur-Skaft- fellingar hefðu sest hér að í gegn- um tíðina, en síðustu árin hafði hann notið gistivináttu hjá vinum sínum, Birni lækni og Guðbjörgu, konu hans. Einhvern veginn atvik- aðist það þannig að frænkan náði að „lokka“ Villa til að koma líka til sín og upphófust þá hin ánægju- legustu kynni við vini og vanda- menn. Þegar Villi kom við var ætíð reynt að fara í heimsókn eða fá einhvern í heimsókn. Sveinn Skúlason í Bræðratungu var einn þeirra en feður þeirra Villa höfðu verið saman í Flensborg í upphafi 20. aldar – með í för var þá jafnan Páll Lýðsson, hreppstjóri í Sand- víkurhreppi, mikill vinur Sveins. Heimsóknir þessar voru Villa mik- ið ánægjuefni sem og hinna sem fengu að njóta. Svo varð það að venju á tímabili að kalla á sameiginlegt frændfólk þegar Villi kom. Systkini hér í Hveragerði, barnabörn Árnýjar Eiríksdóttur: Alli (Aðalsteinn), Dóra (Halldóra) og Bagga (Sigur- björg) Steindórsbörn og makar þeirra sem lifðu. Árný var hálf- systir Ingimundar og Eyjólfs, sem við Villi röktum okkur til. Margt var skrafað og mikið hlegið í þess- um heimsóknum. Eins og fyrr tók fólkið upp á því að týnast til for- feðranna. Eftir var þá Kjartan sægreifi Halldórsson frá Syðri-Steinsmýri. Það var fallegt að sjá hversu inni- lega honum þótti vænt um vin sinn Villa og samsveitung. Hann dó fyr- ir aldur fram í upphafi síðastliðins árs. Þá var Villi kominn á Klaust- urhóla. Nú hefur hann kvatt síð- astur af þessum hópi fólks, sem leitast var við að hitta er hann kom við hjá okkur hér í Hveragerði. Ég er þakklát fyrir að hafa náð að kveðja Villa tveimur dögum áð- ur en hann kvaddi. Augljóst var að við vissum bæði að þetta væri hinsta kveðja. Minning hans lifir og að því kemur að við heilsumst á ný. Ingibjörg Ólafsdóttir. Á bakka Eldvatns í Meðallandi bjó Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum. Við fljótið kynntist ég honum árið 1983. Ég var nýfluttur í Ása í Skaftártungu og Vilhjálmur hafði samband og spurði hvort ég kynni að veiða. Hann vildi kynna mér dásemdir Eldvatnsins. Svo ók ég í morgunsólinni í hlað á Hnaus- um þar sem tíminn er lygn. Í asa- leysi var sest við eldhúsborðið og Vilhjálmur byrjaði að fræða um hraunið, sem blasti við út um eld- húsgluggann, sandöldur og mýrar Meðallands, Kötlu, gossögu ofur- fjallanna og svo kryddaði hann náttúrufræðina með nokkrum mergjuðum draugasögum. Á þessum tíma fræða og furðu urð- um við Vilhjálmur vinir. Hann erfði ekki við mig að ég gat ekki hugsað mér að drekka koníak kl. 8 að morgni. En svo fórum við að veiða og Vilhjálmur sannfærði mig um að Eldvatnsbirtingurinn væri eitt af undrum heimsins. Eftir upphafskynnin kom Vil- hjálmur og húsvitjaði reglulega. Svo voru heimsóknir hans endur- goldnar. Vináttan var ræktuð og samgangur hélst þótt fjölskyldan flytti í aðra landsfjórðunga. Þar sem Vilhjálmur kom til nokkurra daga dvalar gat ég fylgst með því sem hann vann að. Honum var í mun að varðveita fróðleik, munn- mæli, sögur, atburði og hóf skrift- ir á fullorðinsaldri. Meðal þess, sem Vilhjálmur setti á blað, voru minningar Einars Einarssonar djákna. Vilhjálmur kom efninu á blöð sem hann setti í mínar hend- ur til að slá inn og koma á tölvu- tækt form. Ég varð því ritari Vil- hjálms og fékk innsýn ekki aðeins í heim djáknans heldur líka Hnausabóndans, vinar míns. Rit- smíðin var prentuð í héraðsritinu Dynskógum. Vilhjálmur Eyjólfsson var and- lega og fræðilega fangvíður. Hann var víðlesinn fjölfræðingur og því gefandi að ræða álitamál við hann. Alla ævi íhugaði hann skaftfellska náttúru og sögu og miðlaði til þeirra sem vildu við taka. Einu gilti hvort rætt var um jarðfræði, guðfræði, heimspeki, landafræði, líffræði, dulræn efni eða kirkju- sögu. Eldfjallafræði var honum sérlega hugleikin, en einnig byggðasaga, landamerkjamál, verndun fiskjar og ábyrg nýting. Svo sá Vilhjálmur fleira en við hin og í sumu einnig lengra. Í þeim efnum var ekki komið að tómum kofum. Veröld Villa á Hnausum var stór. Hann lifði lífinu í fagurri lotningu gagnvart undri veraldar. Hann var gjöfull samfylgdarmað- ur. Fyrir hönd barna minna og fjöl- skyldu þakka ég vináttu, fræðslu, umhyggju og elskusemi Vilhjálms á Hnausum. Guð geymi hann í lygnu eilífðar. Sigurður Árni Þórðarson. Sem krakki komst ég í sveit að Hnausum. Það var eitt af mínum stóru lánum í lífinu. Þarna kynnt- ist ég dásamlegu fólki sem miðlaði mér af visku sinni og kenndi mér að vinna. Í sjö ár dvaldist ég hjá þeim öll sumur og í páskaleyfum því hvergi var betra að vera. Ég kom heim að hausti og tilkynnti mömmu hversu mikill óþarfi raf- magnið væri. Á Hnausum var vel hægt að komast af án þess. Nú eru þau öll horfin. Ég get ekki annað en þakkað fyrir mig. Án ykkar væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Blessuð sé minning Villa og foreldra hans, Línu og Eyjólfs. Kveðja. Þuríður Pétursdóttir. Kær vinur, félagi og velgjörð- armaður Landgræðslunnar er lát- inn, en bjartar minningar um elskulegan mann munu lifa áfram í huga mínum. Margs er að minn- ast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Vilhjálms eða Villa eins hann var jafnan nefnd- ur. Ég kynntist honum fyrst á seinni hluta sjötta áratugar síð- ustu aldar, er ég var í sveit á bæn- um Strönd í Meðallandi. Villi var þar jafnan aufúsugestur og mér er minnisstætt þegar ég kom að Hnausum til foreldra hans, hreppstjórahjónanna Eyjólfs Eyj- ólfssonar og Sigurlínu Sigurðar- dóttur. Þar var afskaplega vel tek- ið á móti gestum, eins og alla tíð á meðan Villa auðnaðist heilsa til að búa á Hnausum. Foksandur ógnaði jörðinni á fyrri hluta síðustu aldar og afhenti þá Eyjólfur Sandgræðslu Íslands hluta Hnausa og Hólmalands til sandgræðslu. Villa þótti vænt um Hnausa og á efri árum sínum af- henti hann Landgræðslunni alla jörðina, ásamt hluta af Skarðs- landi og Hólmalandi til eignar og varðveislu, ásamt bæjarhúsum og innbúi. Einstök fjósbaðstofa, smiðja og stofuhús eru háð laga- ákvæðum húsafriðunar. Villi lagði oftar en einu sinni fjármuni til að viðhalda og lagfæra þessar fá- gætu fornminjar á jörðinni í sam- starfi við vin sinn Þórð Tómasson á Skógum. Fjósbaðstofan þarfn- ast nú viðhalds og einnig bíða upp- græðsluverkefni á jörðinni, sem brýnt er að takast á við. Villi var einstaklega sögufróður maður, hafsjór af fróðleik og kunni öllum öðrum betur skil á sögu sveitarinnar, mönnum og málefnum. Sem betur fer auðnað- ist undirrituðum að láta skrá tals- vert af umfangsmikilli þekkingu hans á nær gjöreyðingu sveitar- innar af völdum sandfoksins og breytingum á vatnafari sem ógn- aði byggðinni. Það var einstök upplifun að njóta leiðsagnar hans um fornminjar á bænum og ótrú- legt minni hans var óbrigðult fram á síðasta dag. Hann var ljúfmenni og dagfars- prúður, og það var mér heiður að fá að eiga við hann samskipti. Frá honum stafaði innri hlýja og alltaf lærði ég eitthvað í hvert skipti sem mér auðnaðist að heimsækja hann. Það voru forréttindi að kynnast honum og minningin um góðan dreng lifir. Að leiðarlokum er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf og sam- skipti sem aldrei bar skugga á. Ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi al- mættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina kæri vinur. Sveinn Runólfsson. Það verður að segjast að fátæk- legri er frændgarðurinn eftir frá- fall Villa frænda á Hnausum. Nú eru nokkur ár síðan ég og pabbi settum undir okkur fót og buðum okkur í heimsókn að Hnausum og tókum smá hring í Meðallandinu. Reyndar var upprunalega hug- myndin að draga Pál móðurbróð- ur minn sérstaklega í þá ferð en hann hrökk úr skaftinu á síðustu stundu. Mamma Páls og Vilhjálms voru hálfsystur, samfeðra, og Páll fór iðulega í skreppitúra í Með- allandið hér á árum áður enda þeir miklir mátar og félagar alla tíð, báðir ókvæntir og barnlausir. Þeir náfrændur vissu ávallt vel hvor af öðrum þó heimsóknir væru stop- ular hin síðari ár, enda báðir farn- ir að reskjast. Við feðgarnir drógum þó ekki árar í bát og komum að Hnausum um hádegi. Þar sauð þríhlutað veturgamalt læri í potti, smjör á borði eins og hver vildi og brauð ef hitt myndi ekki duga. Það var greinilegt að Villi var með á hreinu hvað Páll frændi hans kunni að meta en því nú verr vant- aði aðal manninn upp í þríeykið. Áttum við feðgar dagsspjall við Vilhjálm um heima og geima og ég get ekki ímyndað mér þann sem hefur komið að tómum kofunum hjá honum þegar fjallað var um sagnir og sögur. Það sem mér finnst einna fróðlegast og merki- legast var hversu víðlesinn hann var og rökfastur gagnvart land- námi fyrir Landnám. Svo sem ekkert skrítið, hann bjó ofan á einu slíku og sagði að þó smiðjan væri gömul þá væri það sem er undir henni enn eldra. Nú eru þeir náfrændur gengnir á vit feðranna og sameinaðir á ný og okkar hinna að taka við keflinu í hinni eilífu keppni við Elli kerl- ingu. Sindri Karl Sigurðsson. BJARNI BENDER RÓBERTSSON framreiðslumaður, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 28. júní síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, . Bragi H. Guðmundsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR HANNESSON, fyrrum bóndi í Víðigerði, Eyjafjarðarsveit, lést sunnudaginn 24. júlí á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin verður auglýst síðar. . Hjörtur Haraldsson, Helga Björg Haraldsd., Hildur Haraldsdóttir, Davíð Jónsson, Hannes Haraldsson, Guðlaug Jóhannsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Sigurður Óli Þórisson, Laufey Haraldsdóttir, Bjarni P. Maronsson, Guðrún Haraldsdóttir, Harri Englund, Sólveig Bennýjar Haraldsd., Unnsteinn Tryggvas., Snjólaug Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamamma, amma, langamma og systir, GUNNA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimilinu, Reykjavík, fimmtudaginn 21. júlí. Útför fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn 29. júlí klukkan 14. . Sigurbjörg, Inga Jóna, Svenni, Gestur, tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn, systkini og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.