Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
27. til 1. ágúst
Umboðsaðili á Íslandi
ur og sannsögull“ og enn fleiri, eða
59%, töldu það sama um Hillary
Clinton.
Ein af ástæðum þess að Clinton
hefur átt undir högg að sækja er
deilan um hvort hún hafi brotið regl-
ur þegar hún var utanríkisráðherra
með því að nota einkanetfang sitt og
netþjón sem var ekki á vegum utan-
ríkisráðuneytisins.
Stuðningsmenn Sanders hafa
einnig sakað hana um undirferli,
óhreinskilni og þjónkun við fjár-
málafyrirtæki á Wall Street og m.a.
skírskotað til þess að þau voru helstu
fjárhagslegu bakhjarlar hennar í
kosningabaráttunni. Um 60% af
heildarframlögunum í kosningasjóð
Sanders komu frá einstaklingum
sem gáfu minna en 200 dali hver, eða
jafnvirði 25.000 króna, en þetta hlut-
fall var aðeins 19% hjá Hillary Clin-
ton sem þurfti því að reiða sig á fjár-
stuðning fyrirtækja.
Hörð hríð var gerð að Clinton á
flokksþingi repúblikana í vikunni
sem leið þegar ræðumenn sökuðu
hana um lögbrot í tölvupóstamálinu,
gagnrýndu störf hennar sem utan-
ríkisráðherra á árunum 2009 til
2013, lýstu henni sem valdagráðug-
um stjórnmálamanni og sögðu hana
vera úr tengslum við venjulegt
launafólk í Bandaríkjunum. Fulltrú-
ar á flokksþinginu hrópuðu vígorð
gegn henni og hvöttu jafnvel til þess
að hún yrði hneppt í fangelsi.
Að sögn fréttaskýranda The
Washington Post hefur Hillary Clin-
ton einnig verið gagnrýnd fyrir að
hafa ekki verið nógu „viðkunnanleg“
í kosningabaráttunni og verið of stíf í
framkomu á kosningafundum.
Reynt að bæta ímyndina
Stuðningsmenn Hillary Clinton
hafa reynt að breyta þessari ímynd
hennar á flokksþinginu í Fíladelfíu.
Á meðal ræðumanna í fyrradag, á
öðrum degi flokksþingsins, var
eiginmaður hennar, Bill Clinton, sem
talaði um hana á persónulegum nót-
um í 45 mínútna ræðu sem þótti inni-
leg og alþýðleg. Bill Clinton, sem er
69 ára, var forseti Bandaríkjanna á
árunum 1993 til 2001 og er álitinn á
meðal bestu pólitísku ræðumanna í
landinu.
Forsetinn fyrrverandi talaði í 15
mínútur um fyrstu kynni sín af
Hillary og samdrátt þeirra, kvaðst
hafa kvænst „besta vini“ sínum.
Hann lýsti persónuleika og kostum
Hillary og sagði að andstæðingar
hennar í stjórnmálunum hefðu búið
til „skrípamynd“ af henni sem ætti
enga stoð í raunveruleikanum. „Ein
þeirra er sönn og hin uppspuni,“
sagði hann um myndirnar sem hafa
verið dregnar upp af henni. „Þið út-
nefnduð þá sönnu.“
Hann gagnrýndi andstæðing
Hillary í kosningunum án þess að
nefna Trump á nafn og lagði áherslu
á störf hennar í þágu þeirra sem
minna mega sín. „Hún gerði aldrei
grín að fötluðu fólki,“ sagði hann og
skírskotaði til þess að Trump hædd-
ist eitt sinn að fötlun fréttamanns
sem lagði fyrir hann spurningu á
blaðamannafundi í fyrra.
Keppa um hylli óháðra
Á meðal ræðumanna á flokks-
þinginu í gær voru Tim Kaine, vara-
forsetaefni demókrata, Barack
Obama Bandaríkjaforseti, Joe Biden
varaforseti og Michael Bloomberg,
fyrrverandi borgarstjóri New York.
Bloomberg var í Repúblikanaflokkn-
um þegar hann var fyrst kjörinn
borgarstjóri en sagði sig úr honum
og demókratar vona að stuðningur
hans við Hillary Clinton hjálpi henni
að auka fylgi sitt meðal óháðra kjós-
enda.
Nýleg könnun New York Times
og CBS bendir til þess að Trump
njóti einkum stuðnings meðal hvítra
launþega sem eru ekki með háskóla-
próf. Um 53% þeirra segjast ætla að
kjósa Trump en 28% Hillary Clinton.
Um 47% háskólamenntaðra hvítra
Bandaríkjamanna styðja Clinton en
37% Trump, ef marka má könn-
unina. Clinton nýtur einnig mikils
stuðnings meðal kvenna og minni-
hlutahópa.
Til að Trump geti sigrað í forseta-
kosningunum er talið að hann þurfi
að hafa betur í ríkjum á borð við
Flórída, Michigan, Ohio og Penn-
sylvaníu þar sem Mitt Romney, for-
setaefni repúblikana, beið ósigur í
síðustu kosningum. Talið er að til að
geta sigrað í þessum ríkjum þurfi
hann að auka stuðning sinn meðal
óháðra kjósenda og demókrata, að
sögn New York Times.
68
ára
26. október 1947 Fæddist í Chicago (Illinois)
1969 Nam við lagadeild Yale-háskóla, kynntist Bill Clinton
1974-75 Lauk doktorsnámi, starfaði sem lögfræðingur
barnaverndarsamtaka
1975 Giftist Bill Clinton
1980 Dóttir Clinton-hjónanna, Chelsea, fæddist
1993-2001 Var forsetafrú Bandaríkjanna
2001-2009 Sat í öldungadeild þingsins fyrir NewYork
2002 Greiddi atkvæði með hernaðinum í Írak
Ágúst 2008 Beið ósigur fyrir Obama í forkosningum
2009-2013 Var utanríkisráðherra Bandaríkjanna
11. september 2012
Árás gerð á skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Líbíu.
Clinton gagnrýnd fyrir að tryggja ekki öryggi sendiráðsmanna
Mars 2015
Sökuð um að hafa brotið reglur með því að nota einkanetfang
sitt og netþjón sem var ekki á vegum utanríkisráðuneytisins
Apríl 2015
Tilkynnti framboð í forkosningum demókrata
Júní 2016
Tryggði sér meirihluta kjörmanna sem kusu forsetaefni demókrata formlega27. júlí 2016
Fyrst kvenna til að verða forsetaefni stórs flokks í Bandaríkjunum
LjósmyndAFP/Saul Loeb
Hillary Clinton Rússum kennt um leka
» Talsmaður Vladímírs Pútíns,
forseta Rússlands, neitaði í
gær ásökunum um að rúss-
nesk stjórnvöld hefðu reynt að
hafa áhrif á kosningabaráttuna
í Bandaríkjunum.
» Áður hafði Barack Obama,
forseti Bandaríkjanna, sagt í
sjónvarpsviðtali að ekki væri
hægt að útiloka þann mögu-
leika að Rússar hefðu reynt að
hafa áhrif á kosningabaráttuna
í því skyni að auka sigurlíkur
Donalds Trumps.
» Aðstoðarmenn Hillary Clin-
ton segja að tölvusérfræðingar
telji líklegt að Rússar standi á
bak við nýlegan leka á tölvu-
póstum sem bentu til þess að
flokksstjórn demókrata hefði
dregið taum Clinton í barátt-
unni við Bernie Sanders. New
York Times segir bandaríska
leyniþjónustumenn telja það
mjög líklegt að Rússa standi á
bak við lekann.