Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 LITIR YLUR Ullarteppi kr. 9.990 VERSLANIR ICEWEAR Netverslun www.icewear.is frí heimsending um allt land REYKJAVÍK AUSTURSTRÆTI 5 • VESTURGATA 4 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 LAUGAVEGUR 1 • LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9 OUTLET • GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • VÍK Í MÝRDAL AUSTURVEGUR 20 ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA LITIR LANDINN Ullarsokkar k 1 990 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Mikill fjöldi var samankominn í Herjólfsdal síð- degis í gær til þess að merkja sér stæði fyrir hvítu hústjöldin sem eru eitt fjölmargra ein- kenna Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum. Farið var í kapphlaup um tjaldstæðin og fengu starfsmenn þjóðhátíðarnefndar tveggja mínútna forskot. Aðrir Eyjamenn fylgdu svo í kjölfarið og tryggðu sér stað fyrir tjöldin sín. Ekki bar á öðru en að allir væru sáttir við sinn hlut. Hlaupið í átt að besta staðnum Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Fyrstu gestir Þjóðhátíðar komu upp tjöldum sínum í gær Jakob Frímann Magnússon tónlist- armaður og formaður stjórnar Fé- lags tónskálda og textahöfunda tel- ur stefnu Pírata fela í sér einbeittan vilja til að skerða eignar- og ráð- stöfunarrétt höfunda á eigin hug- verkum, en í stefnunni kemur með- al annars fram að sæmdarrétti skuli breytt og að gildistími höf- undarréttar skuli styttur úr 70 ár- um í 20 ár. Stefnan var mótuð fyrir kosningarnar árið 2013, en að sögn Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þing- manns Pírata, er von á nýrri stefnu um miðjan ágúst. Að mati Jakobs gilda ekki önnur lögmál um eignarréttinn í net- heimum en í raunheimum. Píratar haldi öðru fram. „Höfundarréttur er vel varðaður í 250 lykillöndum og mörkuðum heimsins. Við þurfum ekki íhlutun Pírata eða annarra til að stafa ofan í okkur hvernig við eigum að fara með þessi mál,“ segir Jakob. „Í ljósi núverandi fylgis Pírata, möguleika á þátttöku þeirra í nýrri ríkisstjórn og yfirlýsts áhuga á stjórnarskrárbreytingum hafa ís- lenskir höfundar fyllstu ástæðu til að gjalda varhug við stefnumiðum þeirra í höfundarréttarmálum. Höf- undarréttur er þrátt fyrir allt stjórnarskrárvarinn eignarréttur,“ segir hann. Ásta Guðrún segir að í umræðu- nni gæti misskilnings á stefnu Pí- rata og afstöðu til ólöglegra nið- urhalssíðna á netinu. „Við höfum aldrei hvatt fólk til að deila efni sín á milli ólöglega. Það sem við gagnrýnum er að sá ritskoðunarmekanismi sem notaður er til að taka þessar síður niður virkar ekki,“ segir hún. Koma þurfi öðruvísi til móts við höfunda. Píratar vinna nú að endurskoðun höfundarréttarstefnu sinnar en Evrópuþingmaður Pírata frá Þýskalandi, Julia Reda, kemur til Íslands í næstu viku og mun fara yf- ir drög Pírata að nýrri stefnu sem verður kynnt um miðjan ágúst. Hún hefur unnið breytingar á höfundar- réttarlögum ESB. jbe@mbl.is Segir Pírata vilja skerða rétt  Sömu lögmál í raunheimum og net- heimum, segir Jakob Ásta Guðrún Helgadóttir Jakob Frímann Magnússon Hjólakappinn Jón Eggert Guð- mundsson lauk í gær ferð sinni um landið eftir að hafa hjólað hringinn til styrktar Krabbameinsfélaginu. Jón Eggert gekk sömu leið fyrir 10 árum og safnaði þá einnig fé fyrir Krabbameinsfélagið. Hann lagði af stað hinn 1. júlí síð- astliðinn í hringferðina sem er um 3.200 kílómetra löng. Leiðin lá um alla strandvegi Íslands, sem er lengsta mögulega leið hringinn um landið. Jón Eggert ætlaði sér að ljúka hringferðinni á 19 dögum en ferða- lagið dróst aðeins á langinn, m.a. vegna meiðsla í hnjám. Lokaði hringnum í gær Hringferð Jón Eggert hjólaði til styrktar Krabbameinsfélaginu. Morgunblaðið/Þórður Mælingar Veðurstofunnar á vatns- hæð og rafleiðni sýndu aukinn leka jarðhitavatns undan Mýrdalsjökli í gær, en aukin jarðskjálftavirkni hef- ur verið á svæðinu síðustu daga. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni er ekki um óhefðbundið atvik að ræða, jafnan verði vart við aukna jarðskjálftavirkni í Kötluöskju á sumrin, oftast í júlímánuði. Ekki voru merki um eldvirkni í gærkvöldi þegar Morgunblaðið spurði sérfræð- ing á Veðurstofu fregna og jarð- skjálftavirknin var við það sama mið- að við hefðbundinn júlímánuð. Mikið jökulvatn er í Bláfjallakvísl sem renn- ur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Veðurstofunni bárust í gær til- kynningar um brennisteinslykt í ná- grenni Múlakvíslar og er ferðafólk á svæðinu hvatt til að gæta varúðar þar sem vöð yfir ána geti verið varhuga- verð, en einnig brennisteinn og gös sem jarðhitavatninu fylgja. jbe@m- bl.is Aukinn leki í Múlakvísl Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umferðin um Hvalfjarðargöng í júní síðastliðnum var sú mesta í júnímán- uði frá því að göngin voru opnuð fyr- ir umferð þann 11. júlí 1998. Alls fóru 239.464 ökutæki um göngin í júní sl. og er það 6,08% aukning mið- að við sama mánuð 2015. Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar ehf., sagði að umferð um göngin hefði aukist mikið það sem af er árinu og hlutfallslega enn meira í öðrum mánuðum en júní. Þannig var umferðaraukningin 27% í maí miðað við sama mánuð 2015. Fyrstu sex mánuði þessa árs er um- ferðaraukningin 17,3% miðað við sömu mánuði á síðasta ári. Umferðin í apríl var nærri 17% meiri en sama mánuð í fyrra, 26% meiri í mars og nærri 15% meiri í febrúar. Gylfi sagði að það sem af er júlí hefði verið mikil umferð. Í júlí 2015 var slegið nýtt met og hann var stærsti um- ferðarmánuður sögunnar í göng- unum. Gylfi sló á að aukningin í júlí gæti orðið 2-3% miðað við metmán- uðinn í fyrra. Heildaraukningin yfir árið stefnir í tveggja stafa tölu. En er von á einhverjum töfum vegna umferðarþungans? Jöfn og dreifð umferð „Nei, umferðin greinist mjög vel. Það er minna álag um helgar en oft áður en mikil umferð í miðri viku, það er lítill munur á dögum yfir- leitt,“ sagði Gylfi. Með sömu þróun eru nokkur ár í að göngin hætti að anna umferðinni. Samkvæmt reglum er miðað við 8.000 bíla um- ferð að meðaltali á sólarhring. Anna- sömustu daga ársins fer umferðin upp fyrir það viðmið. „Þetta hefur samt gengið mjög vel því þetta dreif- ist svona á alla daga,“ sagði Gylfi. Vegslár við veglyklaakreinarnar við gjaldskýlið voru teknar aftur í notkun í maí sl. Þær opnast sjálf- krafa þegar bíl með gildan veglykil er ekið þar um. Gylfi sagði nokkuð um að erlendir ökumenn áttuðu sig ekki á gjaldskyldunni eða hvernig kerfið virkar. Starfsmaður hefur verið til taks til að rukka þá sem stoppa við slárnar og hleypa þeim áfram. Hægfara aukning er í sölu lykla í göngin, að sögn Gylfa. Þess má geta að umferð um Hval- fjarðargöng sló nýtt met á árinu 2015 en fyrra metið var frá árinu 2007. Alls fóru 2.048.032 ökutæki undir Hvalfjörð á öllu árinu, það er að segja ökutæki sem greitt var veggjald fyrir. Ökutækin árið 2007 voru um 11.800 færri en í fyrra eða 2.036.222. Ný met slegin í hverjum mánuði  Umferð um Hvalfjarðargöngin hefur aldrei verið meiri en á þessu ári Morgunblaðið/Sverrir Hvalfjarðargöng Umferð um göng- in hefur vaxið stöðugt undanfarið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.