Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
✝ Pálína fæddistí Vestra-Geld-
ingaholti í Gnjúp-
verjahreppi 14.
febrúar 1922, dótt-
ir Kjartans Ólafs-
sonar bónda og
Guðrúnar Elísabet-
ar Jónsdóttur hús-
móður. Hún lést á
Elliheimilinu
Grund 21. júlí 2016.
Pálína var elst
þriggja systra en hinar tvær eru
tvíburarnir Margrét Kjartans-
dóttir og Guðríður Ólöf Kjart-
ansdóttir fæddar 14. ágúst 1926.
Margrét á eina dóttur og Guð-
ríður Ólöf er kvænt Jóni Andrés-
syni og eiga þau fimm börn, 17
hún þangað til náms einn vetur
og sótti einnig námskeið bæði í
Svíþjóð og í Árósum. Pálína varð
ráðskona á Heilsustofnun
Náttúrulækningafélags Íslands í
ársbyrjun 1961 og starfaði þar til
ársloka 1993.
Hún var frumkvöðull í að
kynna grænmetisfæði fyrir Ís-
lendingum og mat úr baunum,
korni og ávöxtum og að kenna
þeim að skynsamlegt mataræði
og hreyfing sé lykill að góðri
heilsu. Hún hafði sýnikennslu
víða í gerð matarrétta
náttúrulækningastefnunnar og
gaf út tvær matreiðslubækur:
Matreiðslubók NLFÍ árið 1968
með ágripi af næringarfræði og
Matreiðslubókin hennar Pálínu
1981. Forseti Íslands veitti henni
hina íslensku Fálkaorðu árið
1990 fyrir störf að manneldis-
málum.
Jarðarför Pálínu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. júlí
2016, klukkan 15.
barnabörn og 11
barnabarnabörn.
Pálína stundaði
nám við Hús-
mæðraskóla
Reykjavíkur vet-
urinn 1948-1949 og
var aðstoðarkenn-
ari við skólann
1949-1955. Þremur
árum síðar bætti
hún þar við sig
námi og útskrif-
aðist sem húsmæðrakennari
vorið 1960. Í framhaldi af því fór
hún til Danmerkur og kynnti sér
starf náttúrlækningaheimilisins
í Skodsborg fyrir norðan Kaup-
mannahöfn og aflaði sér reynslu
af rekstri slíks heimilis. Síðar fór
Þá er langri ævi lokið hjá
frænku minni, Pálínu Ragnheiði,
eða Pöllu, eins við fjölskyldan köll-
uðum hana. Palla frænka var ung-
leg eftir aldri, nett og spengileg og
mikill fagurkeri.
Eftir að hafa leitað sér lækn-
inga hjá Jónasi Kristjánssyni,
fengið hjálp og hrifist af kenning-
um hans um tengsl mataræðis og
heilsu var henni boðin staða sem
matráðskona og yfirmaður eld-
hússins á heilsuhæli NLFÍ,
Hveragerði. Gegndi hún því í rúm
þrjátíu ár hjá góðum húsbændum
og með frábæru samstarfsfólki
sem henni var mjög annt um.
Palla stjórnaði eldhúsinu með þá
hugsjón að næringarríkur og góð-
ur matur væri á borðum í hreinu
og fallegu umhverfi. Gestir stað-
arins leituðu til hennar og fengu
ráðleggingar um rétta mataræðið
samkvæmt þörfum þeirra. Gladdi
það hana mikið þegar gestir kom-
ust til heilsu, jafnvel eftir að hún
hafði látið af störfum kom fólk til
hennar og þakkaði henni fyrir
hjálpina.
Helsta áhugamálið fyrir utan
ferðalög var spilamennskan,
brids. Þar kynntist hún fólki sem
hún átti margar ánægjustundir
með. Okkur í fjölskyldunni sýndi
hún bæði mikinn áhuga og um-
hyggju alla tíð. Á 90 ára afmælinu
var Palla flott á því, bauð okkur;
systrum og systrabörnunum, í
mat á Hótel Sögu . Þessi kvöld-
stund var okkur öllum afar minn-
isstæð og skemmtileg í alla staði.
Palla frænka var alltaf mjög
sjálfstæð, sá um sig sjálf og keyrði
bíl jafnvel eftir mjaðmarað-
gerðina. Var það því mikið áfall að
veikjast og verða öðrum háð, kon-
an sem vildi ráða sér sjálf.
Fjölskyldan vill þakka Guðrúnu
hjúkrunardeildarstjóra og öðru
starfsfólki á deild V-2 á elliheim-
ilinu Grund, alúð og hlýju við Pöllu
frænku og okkur fjölskyldu henn-
ar.
Elísabet Haraldsdóttir.
Palla, eins og hún var kölluð af
sínum nánustu, var órjúfanlegur
hluti af fjölskyldunni og fastur
punktur í tilverunni. Hún var
glæsileg kona, spengileg, eigin-
lega tignarleg, og ótrúlega ung-
leg, alltaf óaðfinnanlega klædd,
með lagt hár og lakkaðar neglur.
Hún hafði fágaðan smekk og bar
heimilið hennar það með sér.
Gullfalleg handavinna liggur eftir
hana frá yngri árum og saumaði
hún m.a. skírnarkjól sem flest
börn fjölskyldunnar hafa verið
skírð í.
Hún var einstaklega vandvirk
og nákvæm og kastaði aldrei
höndunum til neins. Allar ákvarð-
anir voru teknar af mikilli yfirveg-
un.
Palla kynntist mörgum af sín-
um bestu vinum í gegnum starf
sitt á Heilsustofnun NLFÍ. Þar
átti hún sín bestu ár. Það var
hennar gæfa og lukka að fá þau
tækifæri sem hún fékk þar. Þegar
við systrabörnin vorum lítil bauð
hún okkur nokkrum sinnum, oft-
ast tveimur í einu, að koma til sín í
Hveragerði og dvelja hjá sér í
nokkra daga. Þá var sundlaugin á
staðnum óspart notuð en einnig
fór hún gjarnan með okkur út í
haga að gefa hestunum brauð.
Palla var félagslynd og naut
þess að fara í boð og fá fólk í heim-
sókn til sín og oft voru spilin ekki
langt undan. Hún spilaði brids
reglulega alveg fram að þeim tíma
er hún veiktist.
Hún fylgdist vel með fólkinu
sínu og hringdi oft í okkur systra-
börnin og kvartaði ef hún hafði
ekki heyrt í okkur lengi. Þegar
maður kom í heimsókn þýddi ekk-
ert að ætla sér að rétt líta við. Hún
dró alltaf fram veitingar og þegar
best lét fylgdi með líkjör í staupi
og plata var sett á fóninn. Stund-
um voru myndaalbúm dregin
fram en þar voru ófáar myndir úr
utanlandsferðum hennar sem hún
naut vel með góðum vinum.
Níræðisafmælið hennar er
okkur fjölskyldunni eftirminni-
legt en þá bauð hún okkur nán-
asta fólkinu sínu út að borða og þá
dugði ekkert nema það besta og
varð Grillið fyrir valinu þar sem
hún heimskonan sjálf hafði komið
á sínum yngri árum.
Það verður skarð sem hún skil-
ur eftir sig í boðum fjölskyldunn-
ar og ekki síst jólaboðunum þar
sem hún hélt uppi spilamennsk-
unni. Blessuð sé minning hennar.
Guðný Jónsdóttir.
Um langt árabil stjórnaði Pál-
ína Kjartansdóttir eldhúsi og
matsal Heilsustofnunarinnar í
Hveragerði. Hún var rösk og
ákveðin og gerði stífar kröfur um
hreinlæti og góða umgengni. Hún
naut þess að hafa gott og dugandi
starfsfólk, sem margt hélt mikilli
tryggð við stofnunina. Úr eldhúsi
Pálínu kom fjölbreyttur og hollur
matur, sem án efa hefur bætt
heilsu gesta.
Okkur Pálínu varð vel til vina
þegar ég hóf störf sem fram-
kvæmdastjóri. Þá var starfs-
umhverfi hennar lítið og þröngt
eldhús, illa búið tækjum. Fljót-
lega var tekið í notkun nýtt eldhús
og matsalur, sem gjörbreytti allri
vinnuaðstöðu og umhverfi gesta.
Þar var Pálína í essinu sínu og
naut breytinganna. Hún var
drottning í ríki sínu.
Oft ræddum við það sem betur
mátti fara í rekstrinum. Hún var
ráðagóð og bar hag Heilsustofn-
unar mjög fyrir brjósti. Segja má,
að hún hafi verið góð ímynd stofn-
unarinnar; orkumikil og ungleg
langt fram eftir aldri. Hún var
ævinlega vönd að virðingu sinni,
fallega klædd og vel snyrt. Það
gat verið erfitt að geta sér til um
aldur hennar.
Það gladdi hana mjög þegar
ákveðið var, að Baltasar málaði af
henni mynd, sem nú hangir í ríki
hennar, matsalnum. Ákveðin á
svip fylgist hún með þegnum sín-
um og gestum. Það var henni líka
gleðiefni, þegar tókst að semja við
Hagkaup um að gefa út mat-
reiðslubók með uppskriftum
hennar.
Eftir að hún lauk störfum hitt-
umst við alloft. Þá var hugur
hennar lifandi og mikið rætt um
stofnunina, sem okkur þótti báð-
um vænt um. Hún var alltaf þeirr-
ar skoðunar, að heilsusamlegt
mataræði gæti dregið verulega úr
hvers konar sjúkdómum og hafði
mikla andúð á verksmiðjufram-
leiddum mat og skyndibita. Sjálf
lagði hún mikið af mörkum til að
bæta mataræði þjóðarinnar. Pál-
ína Kjartansdóttir var merk kona
og verður lengi minnst.
Árni Gunnarsson.
Pálína Ragnheiður
Kjartansdóttir
✝ Ásdís ÓlafíaSkarphéðins-
dóttir fæddist 8.2.
1931 í Reykjavík.
Hún lést á dval-
arheimilinu Horn-
brekku 21.7. 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Rósa Aldís
Einarsdóttir, f. 31.5.
1908, d. 10.6. 1975,
og Skarphéðinn
Arngrímur Jósefsson, f. 1.1.
1907, d. 30.1. 1959. Systir Ásdís-
ar er Elín, f. 16.1. 1933.
Þann 6.10. 1956 giftist Ásdís
Aðalbirni J. Sigurlaugssyni, sjó-
manni, f. 3.6. 1931, d. 30.10. 2013.
Börn þeirra eru Ómar, f. 1956, d.
2009, maki Valgerður Gunn-
eftir það vann hún á Félagsbók-
bandinu þangað til hún fluttist til
Ólafsfjarðar 1954. Hún sinnti
barnauppeldi og heimili þangað
til börnin voru komin á unglings-
ár. Þá fór hún að vinna hálfan
dag í frystihúsi Magnúsar Gam-
alíusar og seinna í rækjuvinnslu.
Mörg ár vann hún í fiskverkun í
litla salthúsi þeirra hjóna en fisk-
urinn kom frá trillunni Blíðfara
ÓF 70 sem eiginmaðurinn reri á.
Stuttu eftir andlát Aðalbjörns
fluttist Ásdís á dvalarheimilið
Hornbrekku þar sem hún naut
umönnunar frábærs starfsfólks
og þar leið henni vel.
Útför Ásdísar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 28. júlí
2016, klukkan 14.
arsdóttir, f. 1957,
þau eiga tvær dætur
og þrjú barnabörn.
Sigríður, f. 1957,
maki Frímann Ing-
ólfsson, f. 1950, þau
eiga þrjá syni og tvö
barnabörn. Skarp-
héðinn, f. 1958, maki
Helga Ólafsdóttir, f.
1960, þau eiga fimm
börn og tíu barna-
börn. Pálmi, f. 1960, sambýlis-
kona Halldóra Magnúsdóttir, f.
1961, Pálmi á eina dóttur og Hall-
dóra tvö börn og fimm barna-
börn.
Ásdís lauk hefðbundinni skóla-
göngu í Reykjavík og fór síðan í
húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði,
Elsku mamma, þá er komið að
kveðjustund. Það fyrsta sem kem-
ur upp í hugann þegar ég hugsa til
þín er þolinmæði, vandvirkni og
ósérhlífni. Alltaf varstu að hugsa
um þína nánustu, að þeim liði vel
og þá sérstaklega öll ömmubörnin
þín. Handavinnan þín var hreint
listaverk, hvort sem það var
saumar, hekl, málun eða korta-
gerð. Allt árið varstu að útbúa
jólagjafir fyrir allan barnaskarann
og þú náðir að klára fyrir næstu
jól þó það færi svo að þú verðir
ekki hjá okkur þá. Síðasta bón þín
var að gera klárt garnið og heklu-
nálina og setja það á borðið þitt,
svo þú næðir í það ef þú yrðir
hressari. Nú er þrautum þínum
lokið og þú komin til pabba og
Ómars og ert örugglega byrjuð að
gera einhverja handavinnu.
Hjartans þakkir fyrir allt, elsku
mamma.
Þín dóttir,
Sigríður.
Elsku tengdamamma mín.
Nú er þinn tími kominn og þú
komin til himna til þinna nánustu
sem eru farnir og þar hittir þú all-
ar vinkonurnar sem þú áttir
margar góðar stundir með.
Þú gerðir aldrei neinar kröfur
fyrir sjálfa þig og varst ákaflega
nægjusöm en reyndir alltaf að
hugsa vel um fjölskylduna þína.
Undir það síðasta hafðir þú miklar
áhyggjur af að geta ekki klárað að
gera Bucilla-jólasokk handa síð-
asta langömmubarninu en róaðist
þegar ég tók það að mér. En jóla-
sokka hafðir þú gert handa öllum
barnabörnunum og langömmu-
börnunum.
Það var ótrúlegt hvað þú gerðir
svona gigtveik eins og þú varst.
Þú varst alla tíð afskaplega vand-
virk og allt svo vel gert sem þú
gerðir. Við höfum nú stundum
hlegið að því þegar Ómar Björn
okkar kom með buxur til ömmu til
að gera við, en það var saum-
spretta í klofinu, en þetta voru ný-
tísku buxur sem voru rifnar alls-
staðar á lærunum og þóttu rosa
töff. Og hvað gerði amma, nú hún
gerði við allar saumspretturnar.
Já, hún amma Addý var svo sem
aldrei mikið fyrir tískuna.
Fjölskyldan ykkar Bjössa
tengdapabba er nú orðin stór og
ég veit að þú fylgist með okkur.
Ég þakka þér allt, elsku Addý, og
blessuð sé minning þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín tengdadóttir,
Helga.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku besta amma mín.
Nú ertu farin til hans afa og
Ómars þíns.
Þú lifðir það ekki að sjá litlu ný-
fæddu stelpuna mína en ég veit að
þú heldur áfram að fylgjast með
okkur eins og þú gerðir alltaf.
Þið afi voruð mér alltaf svo góð
og mun ég minnast ykkar með
mikilli hlýju.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma mín, og takk fyrir allt.
Þín nafna,
Ásdís.
Ásdís Ó. Skarphéðinsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
FRIÐRIK EMILSSON,
Norðurbrún 1,
áður Skipasundi 29,
lést á Landakoti 24. júlí. Útförin fer fram
frá Áskirkju fimmtudaginn 11. ágúst klukkan 13.
.
Hermann Friðriksson, Helga Adolfsdóttir,
Óskar Friðriksson, Hrefna Finnbogadóttir,
Fanney H. Friðriksdóttir, Benedikt Þór Jónsson,
Anna Friðriksdóttir, Hannes Vilhjálmsson,
afabörn og langafabörn.
Í dag, 28. júlí 2016, hefði
HINRIK GUNNAR HILMARSSON
golfdómari
orðið 58 ára. Í tilefni þess langar okkur að
þakka GSÍ, GR, Einstökum börnum og
öllum þeim fjölda ættingja og vina sem
sýndu okkur hlýhug í tengslum við útför Hinriks þann
31. mars síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll,
Kveðja,
.
fjölskylda Hinriks Gunnars Hilmarssonar.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
fósturföður okkar, tengdaföður, bróður, afa
og langafa,
ÞÓRIS ATLA GUÐMUNDSSONAR,
Akri, Eyrarbakka.
.
Aðalsteinn Brynjólfsson, Ágústa Sigurðardóttir,
Anna Día Brynjólfsdóttir, Gísli Sæmundsson,
Agnar Bent Brynjólfsson, Kolbrún Markúsdóttir,
Sigríður Guðmundsd. McLean,
afabörn og langafabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
stjúpfaðir, afi og langafi,
MAGNÚS ÓLAFSSON,
lést sunnudaginn 24. júlí. Útför hans fer
fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2.
ágúst klukkan 13.
.
Ingibjörg Magnúsdóttir, Þorsteinn Andrésson,
Jörgen Hrafn Magnússon, Hjördís Ólöf Jóhannsdóttir,
Thomas Már Gregers,
Christina Gregers,
barnabörn og barnabarnabarn.
ÁSTA PÉTURSDÓTTIR
húsfreyja á Björgum,
sem lést 19. júlí, verður jarðsungin í
Þóroddsstaðarkirkju fimmtudaginn 4. ágúst
klukkan 14.
.
Hlöðver P. Hlöðversson, Kornína B. Óskarsdóttir,
Sólveig B. Hlöðversdóttir,
Þorgeir B. Hlöðversdóttir , Sigríður Jónsdóttir,
Kristjana G. Hlöðversdóttir, Sigurður Víkingsson
og fjölskyldur.
Elsku strákurinn okkar,
RÓBERT ÞRÖSTUR
SKARPHÉÐINSSON,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
fimmtudaginn 21. júlí. Útför hans fer fram
frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 2. ágúst
klukkan 13.
.
Margrét Sveinsdóttir, Skarphéðinn Ólason,
Sveinn Pálmi, Marteinn Óli, Svanhildur Rósa,
fjölskyldur og frændfólk.