Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
Blómarósir Þessar blómarósir áttu ekki í erfiðleikum með að finna sér eitthvað að dunda sér við í blómahafinu í miðbænum í blíðunni sem lék við landsmenn í gær.
Ófeigur
Á fáeinum árum er
ferðaþjónusta að
verða umfangsmesta
atvinnugreinin hér-
lendis. Um hana var
rætt fyrir aldarfjórð-
ungi á Alþingi 1990,
113. löggjafarþingi,
þar sem fyrir lá öðru
sinni þingsályktun-
artillaga um stefnu-
mörkun í ferðamálum
til langs tíma (164. mál) ásamt
frumvarpi til laga um ferðaþjón-
ustu (246. mál). Að baki var þver-
pólitísk vinna sem fulltrúar frá þá-
verandi stjórnmálaflokkum höfðu
átt aðild að og málið var afgreitt í
sátt frá neðri deild þingsins. Um
það hafði jafnframt verið fjallað í
Ferðamálaráði og á sérstökum
ráðstefnum. Framundan voru al-
þingiskosningar og svo fór að
frumvarpið var stöðvað á lokastigi
í þáverandi efri deild. Í 1. grein
frumvarpsins um ferðaþjónustu
var tilgangi og markmiði fyrirhug-
aðra laga lýst með þessum orðum:
Að þróa og viðurkenna ferða-
þjónustu sem mikilvægan og arð-
gæfan atvinnuveg.
Að bæta lífskjör almennings
með fjölbreyttu framboði ferða á
hagstæðum kjörum, bæði innan
lands og til annarra landa.
Að valda sem
minnstri röskun á ís-
lenskri náttúru og
samfélagi með ferða-
mennsku.
Að hafa jákvæð
áhrif á viðskiptajöfn-
uð landsmanna.
Að auka fjöl-
breytni atvinnulífs í
landinu og nýta vaxt-
armöguleika ferða-
þjónustunnar.
Að renna stoðum
undir þróun byggðar
sem víðast á landinu.
Að stuðla að því að sem flest-
ir geti notið ferðalaga og útivistar
við góðar aðstæður.
Að hvetja Íslendinga til
ferðalaga um eigið land til að efla
þekkingu sína á náttúru þess, sögu
og menningu.
Með því að stöðva framgang
þessa máls var unnið óheillaverk
sem stöðvaði og seinkaði eðlilegri
vinnu af hálfu löggjafans og hins
opinbera að þessum málum um
langt skeið.
Alþingi og ríkisstjórn
hafa brugðist
Þegar ofangreind mál voru til
umfjöllunar 1990 var árlegur fjöldi
erlendra ferðamanna sem til
landsins kom um 142 þúsund
manns og gjaldeyristekjur af
ferðamönnum á því ári voru áætl-
aðar 10 milljarðar króna sem þá
nam um 10% af gjaldeyristekjum
þjóðarinnar. Á síðasta ári, 2015,
voru samsvarandi tölur 1 milljón
og 289 þúsund ferðamenn og
gjaldeyristekjurnar námu 303
milljörðum, mun meira en frá
sjávarútvegi eða stóriðju. Spáð er
viðlíka eða meiri vexti í greininni
til 2017 þegar fjöldi erlendra
ferðamanna gæti farið yfir eina og
hálfa milljón. Við öllum blasir að
Íslendingar hafa ekki búið sig
undir að taka sómasamlega á móti
slíkum fjölda, hvað þá áframhald-
andi aukningu. Hér hefur bæði
löggjafinn og framkvæmdavaldið
brugðist skyldum sínum og þá sér-
staklega á yfirstandandi kjör-
tímabili þegar ljóst varð í hvað
stefndi. Heildstæð stefnumörkun
svipuð og lögð var til fyrir aldar-
fjórðungi hefur setið á hakanum
og fjáröflun til lágmarksaðgerða
með þátttöku greinarinnar lætur
enn á sér standa. Það eina sem
ekki er vöntun á eru lánveitingar
til hótelbygginga á höfuðborgar-
svæðinu og stækkun flugstöðvar í
Keflavík ásamt flugvélakaupum til
að auka enn á áframhaldandi
ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunn-
ar.
Undirstöðuþættir
í megnasta ólagi
Allir sem um landið ferðast nú á
hásumardögum eru vitni að ótrú-
lega bágu ástandi undirstöðuþátta
sem snúa að ferðalögum um land-
ið. Álagið á fjölsóttustu ferða-
mannastaðina er yfirþyrmandi.
Hreinlætismálin eru eins og menn
átti sig ekki á brýnustu þörfum
hvers einstaklings. Helstu vegir
landsins eru í bágu og víða ört
versnandi ástandi og bjóða heim
slysum, að ekki sé talað um mal-
arvegina á fjölförnum leiðum
vestra og eystra. Löggæsla er alls-
endis ónóg og fjöldi ökuþóra virðir
ekki hraðatakmarkanir. Álag á
heilbrigðisþjónustu og björgunar-
sveitir er gífurlegt. Landvarsla er
víða í svelti og leiðbeiningar ónóg-
ar. Aðgerðir sem lúta að skipulagi
og undirbúningi þess að geta opn-
að ný svæði fyrir ferðafólki líða
fyrir skort á fjármagni og góðir
skipuleggjendur liggja ekki á
lausu. Mikið er um útlendinga í
þjónustustörfum sem kunna lítið
sem ekkert í íslensku og mér er til
efs að skólakerfið undirbúi æsku-
fólk til þátttöku í þessum vaxt-
arbroddi sem skyldi. – Af þessari
stuttu upptalningu er ljóst að fjár-
magn skortir sárlega úr sameig-
inlegum sjóði til að vinna upp
þann mikla aðgerðahalla sem fyrir
liggur. Sú vöntun er að miklum
hluta sjálfskaparvíti þar sem ríkið
hefur undanfarið afsalað sér eðli-
legum skattgreiðslum frá ferða-
þjónustunni sjálfri og þeim sem
landið sækja heim.
Náttúra landsins
er þolandinn
Alvarlegast af öllu er að reiðu-
leysið í ofangreinum grunnþáttum
bitnar á því sem allir vita að er
helsti aflvakinn í aðsókn erlendra
ferðamanna hingað, þ.e. náttúra
landsins og sú upplifun sem hún
gefur við eðlilegar aðstæður. Ill-
færir og útjaskaðir göngustígar
mæta fólki víða á fjölsóttum stöð-
um, gróður er troðinn niður og
fjöldinn einn og sér spillir þeirri
tilfinningu sem fylgir kyrrð og fá-
menni.
Alþingiskosningar eru fram
undan, en lítið sem ekkert heyrist
frá stjórnmálaflokkunum um þau
sjálfskaparvíti sem hér blasa við.
Að óbreyttu stefnir í að margþætt
og góð tækifæri í íslensku atvinnu-
lífi glatist fyrir slóðaskap og
forystuleysi þeirra sem stýra eiga
þjóðarskútunni. Hér er því verk að
vinna.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Reiðuleysið í grunn-
þáttum ferðaþjón-
ustunnar bitnar á nátt-
úru landsins sem er
helsti aflvakinn í aðsókn
erlendra ferðamanna
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Ferðaþjónustan: Brýnasta verkefnið heildstæð
stefnumörkun og fjármögnun undirstöðuþátta