Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
Beðið eftir töku Guðrún uppábúin
sem María. Tarkovsky í baksýn.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Sumarið 1985 er eitt það eftir-minnilegasta í lífi GuðrúnarS. Gísladóttur leikkonu. Þádvaldi hún, ásamt þriggja
ára syni sínum, á eyjunni Gotlandi í
Eystrasalti, tíndi blóm, borðaði ís,
baðaði sig í sjónum og byggði sand-
kastala á ströndinni við litla þorpið
Ljugarn þar sem þau mæðginin
bjuggu. Og svo skrapp hún annað veif-
ið til að skoða sig um í höfuðstaðnum
Visby og víðar. Ljúft líf. Bjart og fag-
urt.
Mestanpart var Guðrún þó við
störf á Närsholmen-tanganum á suð-
austurhluta eyjunnar þar sem Fórnin,
síðasta kvikmynd rússneska leikstjór-
ans Andrei Tarkovsky, var aðallega
tekin upp. Guðrún lék eitt aðalhlut-
verkið, Maríu, íslenska vinnukonu og
völvu. Fórnin hverfist um kjarnorkuvá
og tilvistarkreppu. Margslungið líf.
Myrkt og drungalegt. „Sjálfsfórn að
kristnum skilningi og gagnrýni á efn-
ishyggju nútímans,“ eins og leikstjór-
inn mun m.a. hafa komist að orði.
Flestir dánir
„Pílagrímsferð, já, það má
kannski segja það, svona hálft í hvoru
að minnsta kosti,“ svarar Guðrún
spurð um erindi hennar og dóttur
hennar, Veru Illugadóttur, frétta- og
dagskrárgerðarmanns hjá RÚV, en til
þeirra spurðist á Gotlandi núna um
miðjan mánuðinn. „Í ár eru þrjátíu ár
síðan Fórnin var frumsýnd og Tar-
kovsky lést. Af því tilefni hafði sænska
sjónlistakonan Ingela Johansson sam-
band við mig, en hún er að gera litla
mynd um Tarkovsky, vinnu hans og
pælingar í tengslum við myndina.
Margir sem komu að gerð Fórnar-
innar, þar á meðal allir aðalleikararnir
nema ég og gamall maður í Gauta-
borg, eru látnir, svo það var ekki
seinna vænna. Meiningin var að sýna
myndina á hinni árlegu Bergmans-
viku í Fårö, sem að þessu sinni var til-
einkuð Tarkovsky, en við náðum því
ekki, svo hún verður frumsýnd í
ágúst,“ segir Guðrún og bætir við að
hún hafi einu sinni áður komið til Got-
lands eftir að tökum Fórnarinnar
lauk.
„Tíu árum síðar lék ég þar í stutt-
mynd, Memento, sem júgóslavnesk
kona, búsett í Svíþjóð, gerði um stríðið
í Bosníu. Hún er líka dáin. Mig hefur
alltaf langað að fara aftur til Gotlands,
sem er yndislegur staður, og sér-
staklega fallegur á þessum árstíma.
Ingela þurfti því ekki að beita mig for-
tölum til að koma og ganga með henni
og myndatökumanni um sögusvið
Fórnarinnar, svara spurningum,
spjalla um myndina og rifja upp minn-
ingar henni tengdar.
Hún vildi að ég væri líka þulur,
en þar sem ég er ekkert sérstaklega
góð í sænsku, varð úr að Vera tæki
hlutverkið að sér og kæmi sem slíkur
fram í myndinni. Hún er hrifin af Tar-
kovsky og verkum hans sem og Rúss-
um,“ segir Guðrún brosandi og hefur
þar með gert nokkra grein fyrir ferð-
um þeirra mæðgna.
Forspár leikstjóri
Í myndinni um myndina leggur
Ingela áherslu á yfirvofandi stríðs-
hættu; kjarnorkuvána, sem Fórnin
fjallar um. „Tarkovsky er merkilega
forspár því í Fórninni eru óræðar skír-
skotanir um atburði sem síðar urðu, til
dæmis kjarnorkuslysið í Tsjernobyl
1986 og morðið á Olof Palme, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sama ár. Mynd
Ingelu byggir á dagbókarfærslum
Tarkovsky og tiltækum heimildum, en
af nógu er að taka því um tilurð mynd-
arinnar og efni hennar hafa verið
skrifaðar margar bækur og hún túlk-
uð með margvíslegum hætti. Til dæm-
is gerði túlkur Tarkovsky fína bók
með fjölda ljósmynda nokkru eftir að
myndin var frumsýnd.“
Guðrún segir að líklega hafi Tar-
kovsky verið orðinn veikur af krabba-
meini þegar tökur stóðu yfir á Got-
landi. „Við gerðum okkur öll grein
fyrir að honum leið illa. Hann klippti
myndina á dánarbeði en bar ekki gæfu
til að vera viðstaddur frumsýninguna í
Cannes því hann lést í árslok 1986.“
Hér heima þótti nokkrum tíðind-
um sæta að ung leikkona, sem aldrei
hafði leikið í kvikmynd fengi aðalhlut-
verk í mynd eins helsta meistara kvik-
myndasögunnar. „Þegar til kastanna
kom höfðu kvikmyndahúsin þó engan
áhuga á að taka hana til sýninga,“
upplýsir Guðrún, sem sjálf hafði for-
göngu um að hún var sýnd í Tónabíói í
október 1986.
„Tarkovsky hafði verið í sjálf-
skipaðri útlegð í Evrópu, en hann og
kona hans ákváðu að snúa ekki aftur
til Sovétríkjanna og börðust fyrir að fá
ungan son sinn til Evrópu. Á þessum
árum renndu margir hýru auga til
Gorbatshev og því fannst mér tilvalið
að sýna myndina á sama tíma og
leiðtogafundur þeirra Reagans var
haldinn í Reykjavík.“
„Eitthvað svona Tarkovsky“
Þrátt fyrir afbragðs dóma segir
Guðrún hlutverk Maríu ekki hafa ver-
ið henni sérstaklega til framdráttar á
leiklistarferlinum. Hvorki hafi henni
boðist hlutverk svo orð sé á gerandi í
erlendum bíómyndum, né hafi íslensk-
ir leikstjórar verið sérstaklega upp-
veðraðir. „Þeir hafa jafnvel verið með
hálfgerð ónot og sagt að tiltekið leikrit
eigi sko ekki að vera „eitthvað svona
Tarkovsky“. Svolítið svona viðhorf
Pílagrímsferð á slóðir Fórnarinnar
Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky
er af mörgum talinn einn af stórmeisturum kvik-
myndasögunnar fyrr og síðar. Fyrsta kvikmynda-
hlutverk Guðrúnar S. Gísladóttur var í hans síðustu
mynd, Fórninni, sem tekin var upp á Gotlandi sum-
arið 1985. Tarkovsky lést sama ár og myndin var
frumsýnd í Cannes. Í sumar hvarf leikkonan rúm
þrjátíu ár aftur í tímann þegar hún fór um sögusvið-
ið ásamt Veru dóttur sinni, en þær hafa báðar hlut-
verk í mynd um myndina.
Morgunblaðið/Ófeigur
Mynd um mynd Mæðgurnar Guðrún S. Gísladóttir og Vera Illugadóttir eru með hlutverk í mynd um Fórnina sem
Guðrún lék í forðum daga, sem tekin var upp á Gotlandi í sumar og frumsýnd verður í næsta mánuði.
Brúðubíllinn, sem að vanda er stút-
fullur af sögum og söng, heimsækir
Árbæjarsafn kl. 14 í dag, fimmtu-
daginn 28. júlí. Allir íbúar Brúðubíls-
ins hafa þegar boðað komu sína,
þar á meðal Lilli, sem er ein elsta
brúðan í leikhúsinu, og trúðurinn
Dúskur, einn af hans bestu vinum.
Nærvera þeirra þykir alltaf ávísun á
pottþétta skemmtun, enda eru þeir
þekktir fyrir að koma öllum í gott
skap – eins og raunar má segja um
hina íbúa Brúðubílsins.
Í lok heimsóknarinnar, kl. 15,
syngja allir saman um sumarið og
sólina, en síðan er tilvalið fyrir
yngstu kynslóðina að heimsækja
sýninguna „Komdu að leika“. Sýn-
ingin er í einu safnhúsinu, sem kall-
ast Landakot, og er þar gríðarlegt
úrval leikfanga frá ýmsum tímum
sem krökkunum er frjálst að leika
sér með. Auk þess eru mörg úti-
leikföngum á lóðinni sem krökkum
býðst að nota að vild, svo sem húla-
hringir, snú-snú, kubb og stultur. Á
gamaldags róluvelli er líka hægt að
leika í rólunum, vegasaltinu eða í
sandkassanum. Frítt inn á meðan á
sýningu stendur.
Góðir gestir í Árbæjarsafni
Glaðbeittir íbúar Brúðubílsins
leika við hvern sinn fingur
Gleðigjafar Íbúar Brúðubílsins eru þekktir fyrir að koma öllum í gott skap.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is