Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Byrjaðu daginn á café et croissant Verð aðeins 690,- GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is Á R N A S Y N IR Kíkið á verðin eftir tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd 6.990 kr. íþróttafatnaður stærðir 36-46 Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Kvikmyndin Hjartasteinn er fyrsta íslenska kvikmyndin sem öðlast þann heiður að keppa á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum, sem er ein allra virtasta hátíð heims. Hátíðin fer fram frá 31. ágúst til 10. september og verður kvikmyndin þá heims- frumsýnd. Guðmundur Arnar Guð- mundsson, leikstjóri og handritshöf- undur Hjartasteins, er vitanlega í skýjunum. „Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjunar fyrir myndina,“ segir hann. Boðið að keppa í nokkrum flokkum Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd, en hann hefur áður gert margverðlaun- aðar stuttmyndir, en myndin Hval- fjörður vann til 45 verðlauna á kvik- myndahátíðum víðs vegar um heiminn og hlaut sérstök dómnefnd- arverðlaun í aðalkeppni kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes árið 2013. Flokkurinn sem Hjartasteinn keppir í á kvikmyndhátíðinni í Fen- eyjum nefnist Venice Days. Inn í þann flokk voru einungis 11 myndir valdar, en hátt í eitt þúsund kvik- myndir alls staðar að úr heiminum sóttu um. Hjartasteinn keppir um þrenn verðlaun í sínum flokki ásamt því að keppa um Luigi De Laurentiis Aw- ard - Lion of the Future, sem allir leikstjórar sem keppa á hátíðinni með sína fyrstu mynd koma til greina sem sigurvegarar í. „Í raun eru það stærstu verðlaunin sem leik- stjóri fyrstu myndar getur fengið á hátíðinni,“ segir Guðmundur Arnar. „Markmiðið var alltaf að ná að frumsýna á stórri A-hátíð, en þar sem engar íslenskar myndir hafa verið valdar inn á Feneyjahátíðina, þá héldum við að þeir væru kannski ekkert spenntir fyrir íslenskum myndum. Þess vegna kom mjög á óvart að vera boðið að keppa í þó- nokkrum flokkum.“ - Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þig sem kvikmyndahöfund? „Þetta einfaldar fyrir mig að taka næstu skref fyrir næstu verkefni, það hjálpar allt til,“ segir hann. Miklar tilfinningar „Þetta er vináttusaga tveggja stráka, 13 og 14 ára, sem alast upp í litlu sjávarþorpi og hvernig þeir fara svolítið hvor í sína áttina á kyn- þroskaskeiðinu,“ segir höfundurinn sem vill samt ekki gefa of mikið upp um söguþráð myndarinnar. „Kjarni myndarinnar er þessi vinátta og hvernig þeir takast á við nýjar tilfinn- ingar þegar þeir eru að verða að mönnum. Fjölskylda strákanna leik- ur líka stórt hlutverk, og í myndinni eru sterkir kvenkarakterar, eins og systur þeirra og stelpa sem annar strákurinn er skotinn í.“ Guðmundur Arnar segist byggja karakterana mikið á fólki í kringum sig. „Ég á sjálfur nokkrar systur sem ég byggi á, líka á mínu umhverfi, en svo er sagan sjálf skáldskapurinn.“ - Þannig að þú byggir kannski á sjálfsævisögulegum tilfinningum? „Já, því fyrir mér voru unglings- árin rosalega mikið sjokk. Ég held að mjög margir gangi í gegnum miklar tilfinningar á þessum tíma. Það er svo mikið af hlutum sem maður upplifir á stuttu tímabili; stórar breytingar, fyrsta ástin, fyrstu vinslitin. Maður uppgötvar að heimur fullorðinna er öðruvísi en maður hélt að hann væri. Það er svo margt sem fer í gegnum mann á nokkrum mánuðum sem ung- lingur.“ Að byggja á sannleikanum Guðmundur Arnar segir aðalleik- arana í Hjartasteini, sem allt eru ung- ir krakkar, vera að stíga sín fyrstu skref sem leikarar. „Myndin hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur út á leik krakkanna, enda standa þau sig alveg frábærlega.“ - Ert þú þá ekki bara svona góður leikstjóri? „Sko … ég myndi segja að þetta væri samspil milli mín og krakkanna. Þau voru tilbúin að leggja svo mikið á sig og ég leyfði þeim það, ég ýtti und- ir það. Þar af leiðandi varð leikurinn frábær.“ - En áttu ekki mjög auðvelt með að vinna með börnum? „Það er mjög ólíkt að vinna með at- vinnuleikurum og börnum. Börnin verða að byggja á einhverju sem þau þekkja, sannleikanum. Maður getur ekki krafið krakka um að vera ein- hver annar en hann er, á meðan at- vinnuleikari getur búið til hlutverkið. Börn taka úr sínum eigin grunni og ýkja það upp og maður þarf að hjálpa þeim að finna hlutina til að nota.“ - Þannig að styrkleiki myndarinnar liggur aðallega í leiknum? „Það eru mjög margir styrkleikar, og ekki síst myndræna hliðin. Við er- um með mjög sterkan kvikmynda- tökumann, leikmyndahönnuð og sam- starfsfólk yfirhöfuð. Í raun lögðu allir sig fram alveg frá byrjun við að gera mynd sem myndi ná langt og við náð- um því markmiði. Leikur krakkanna er svo bara punkturinn yfir i-ið.“ Langaði að vera leikari Guðmundur Arnar kom úr óvæntri átt inn í kvikmyndagerðina. Hann út- skrifaðist frá myndlistardeild LHÍ en ekki úr kvikmyndagerðarskóla. „Ég komst að því að maður getur lært af því að gera bara hlutina og það reyndist nóg fyrir mig að vera með myndlistargrunn á háskólastigi,“ útskýrir Guðmundur Arnar. „Ég var í leiklist þegar ég var yngri og langaði alltaf til að vera leikari. En þegar mér var leikstýrt þá fattaði ég að ég var mjög oft ósammála leikstjóranum og vildi frekar vera í hans stöðu að segja fólki hvernig ætti að gera hlutina.“ Guðmundur Arnar fór líka á nám- skeið í handritaskrifum í Danmörku sem hann segir að hafi reynst mjög góður grunnur. „Að læra á sagna- form var einmitt það sem mig vantaði og hafði ekki úr myndlistarskól- anum.“ Næstu sögur eru farnar að hrúgast upp hjá Guðmundi Arnari og hann er þegar byrjaður að leggja drög að tveimur næstu kvikmyndum. Aðra segir hann líka fjalla um ungt fólk en sé þó í öðrum stíl en Hjartasteinn, og hin sé allt öðruvísi; ævintýra- og vík- ingamynd. - En hvenær verður kvikmyndin Hjartasteinn frumsýnd á Íslandi? „Það er í raun ekkert ákveðið um það, en að öllum líkindum verður það í kringum næstu áramót,“ segir Guð- mundur Arnar kvikmyndahöfundur að lokum. Þeir sem geta ekki beðið eftir að fá að kynnast verkum hans, geta horft á stuttmyndina Hvalfjörð- ur sem er núna á VODinu. Leikstjórn Guðmundur Arnar situr á milli aðalleikaranna þeirra Blæs Hinrikssonar og Baldurs Einarssonar. „Unglingsárin voru mikið sjokk“  Kvikmyndin Hjartasteinn er fyrsta íslenska kvikmyndin til að keppa á kvikmyndhátíðinni í Feneyjum Nú standa yfir tökur á íslensku kvikmyndinni Svanurinn, sem er fyrsta mynd leikstjórans Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd. Ása Helga, sem útskrifaðist í kvikmyndagerð frá Columbia- háskólanum í New York árið 2012, skrifaði einnig handritið sem byggt er á samnefndri verðlaunabók Guð- bergs Bergssonar. Tökur fara mestmegnis fram í Svarfaðardal, þaðan sem leikstjórinn er ættaður, en einnig verður tekið upp í Grindavík. Svanurinn segir frá níu ára stúlku, Sól, sem send er í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur varla sjálf. Gríma Valsdóttir leikur Sól, en í öðrum hlutverkum eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðs- son og Katla Margrét Þorgeirs- dóttir. Svanurinn í Svarfaðardal Morgunblaðið/G.Rúnar Upptökur Leikstjóri myndarinnar er Ása Helga Hjörleifsdóttir. Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltas- ars Kormáks, verður heimsfrum- sýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvik- myndahátíð í Toronto, sem fram fer 8.-18. september. Myndin verð- ur sýnd í Special Presentat- ions-hluta hátíðarinnar. Baltasar Kormákur leikstýrir og skrifar handritið að Eiðnum ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í aðalhlut- verkum er Baltasar sjálfur ásamt Heru Hilmarsdóttur og Gísla Erni Garðarssyni. Eiðurinn segir af hjartaskurð- lækninum Finni sem ákveður að gera hvað sem er til að bjarga dótt- ur sinni úr klóm eiturlyfjanna. Eiðurinn verður frumsýnd hér- lendis 9. september. Eiðurinn á kvikmyndahátíðinni í Toronto Morgunblaðið/Golli Leikari Baltasar í hlutverki Finns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.