Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Þjóðlegt, gómsætt og gott alla daga Frábært í ferðalagið kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við erum hjón þannig að það er yf- irleitt þægilegt að finna æfingatíma,“ segir söng- og kvæðakonan Bára Grímsdóttir kímin en hún efnir til tónleika ásamt Chris Foster í Nor- ræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Tvíeykið, sem nefnist FUNI, heldur tónleikana undir hatti tónleikarað- arinnar Arctic Concerts sem hefur staðið yfir í sumar. Hjónin hafa á síð- ustu árum blásið lífi í íslensk þjóðlög sem leynast í gömlum hljóðritum, lítt þekktum bókum og handritum auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Tónsetja verk Jóns Steingríms „Við reynum að vera ekki alltaf með þessi þekktustu lög heldur grafa frekar upp gamalt efni sem hefur til að mynda verið varðveitt í Árna- stofnun. Kvæðamannafélagið Iðunn á líka gamlar upptökur sem við höf- um gluggað í. Síðan höfum við líka tónsett gamla texta og reynt að gera það í þessum gamla íslenska þjóð- lagastíl. Íslendingar hafa verið rosa- lega duglegir að yrkja í gegnum tíð- ina og það hefur verið haldið nokkuð vel utan um það á söfnum þó svo það hafi kannski ekki mikið af því verið gefið út. Það hefur náttúrlega verið gefið mest út eftir Hallgrím sálma- skáld en það voru fleiri prestar sem gerðu mögnuð kvæði. Þar er hægt að nefna eldklerkinn Jón Steingrímsson en hann gerði til dæmis magnað verk um móðuharðindin sem heitir Ang- urvaka. Jón spilaði sjálfur á langspil og okkur fannst því við hæfi að spila á tvö langspil þegar við flytjum það verk,“ segir Bára. Í tilkynningu segir að flest þjóðlaganna hafi verið sungin án undirleiks áður fyrr en að FUNI bæti hljóðfæraleiknum við. Þá segir jafnframt að tónleikum þeirra fylgi gjarnan mögnuð skyggnimyndasýn- ing með gömlum og nýjum myndum. „Við höfum bæði verið að spila ís- lenska og enska þjóðlagatónlist í gegnum tíðina. Á tónleikunum í kvöld komum við til með að syngja og leika á ýmis hljóðfæri. Ég mun til að mynda spila á litlar borðhörpur og Chris er afskaplega flinkur gítarleik- ari og notar það sem hefur verið kall- aður enskur stíll en hann notast þá við ýmsar stillingar á gítarnum sín- um. Hann var einn af frumkvöðlum þess að koma með gítarinn inn í þjóðlagatónlistina á Englandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Við munum spila efni sem við höfum unnið í gegnum árin en svo leikum við einnig nýlegra efni,“ segir Bára en þess má geta að Foster er að vinna að nýrri sólóplötu um þessar mundir. Ferðast um allan heim Í tilkynningu segir að Bára hafi al- ist upp við söng og kveðskap og hafi heyrt og lært kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Það var um aldamótin sem hún kynntist Foster sem ólst upp í Somerset á Suðvestur-Englandi. Síðastliðin fjörutíu ár hefur hann flutt enska þjóðlagatónlist á tónleik- um víðsvegar um heiminn og gefið út sex plötur með eigin söng og gítar- undirleik. Þá segir að lifandi tónlist- arflutningur hans einkennist af kraftmiklum söng og góðum gítar- leik, fágaðri kímnigáfu hans og eld- móði. Hjónin hafa á síðustu árum haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum hér heima og víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína. Fróðlegt verður því að sjá hvernig sú reynsla skín í gegn á tón- leikunum í kvöld. Þjóðlagatónlistin endurvakin Reynsluboltar Bára Grímsdóttir og Chris Foster hafa meðal annars komið fram í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína.  Hjónin Bára Grímsdóttir og Chris Foster efna til hljómleika í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30  Tvíeykið mun meðal annars flytja lítt þekkt íslensk þjóðlög sem þau hafa grafið upp úr geymslum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.